Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 7
Fiskmarkaðir
Útsöluverð
á fiski
Verulegt verðfall hefur orðið á
fiskverði á fiskmörkuðum að
undanförnu og er svo komið að
verð á þorski hefur verið nálægt
landssambandsverði og karfi og
ufsi verið nánast á útsöluverði.
Astæðan fyrir þessu er einkum
deyfð meðal kaupenda vegna lé-
legs markaðsverðs, mikils fram-
boðs af fiski, slæmrar stöðu
vinnslunnar og þá ekki síst vegna
manneklu sem hefur leitt til mun
minni afkastagetu en ella.
Hjá Fiskmarkaðnum í Hafnar-
firði eru dæmi til þess að meðal-
verð á þorski hefur farið allt nið-
ur í 25-26 krónur kílóið. í því til-
viki er um að ræða þorsk sem er
1,5-1,6 kíló að þyngd. En það er
ekki langt síðan þorskverð var
allt að helmingi hærra og vel það.
Þá hefur verð á stórum karfa far-
ið niður í 13-17 krónur kílóið og
dæmi eru um að smár karfi hafi
verið seldur á 6,50 krónur sem er
algjört einsdæmi. Verðfall varð á
ufsa nokkru fyrir páska og hefur
verðið ekki stigið síðan. Hann
selst á 15 krónum kílóið.
Sömu sögtu er að segja frá
Faxamarkaðnum og sagði Bjarni
Thors framkvæmdastjóri að
þorskurinn væri ekki nógu stór
fyrir saltfiskvinnsluna en góður
fýrir frystinguna. En þar á bæ
hafa menn ekki undan að vinna
það sem inn kemur vegna mann-
eklu og lélegs markaðsverðs og
því hefur vinnslan haldið að sér
höndum í fiskkaupum.
Hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í
Grindavík hafa menn ekki farið
varhluta að fiskverðslækkunum,
en þó minna en hjá hinum
mörkuðunum. Þó hefur meðal-
verð á óslægðum þorski hrapað
niður í 38 krónur en var 41-42
krónur að meðaltali fyrstu þrjá
mánuði ársins. Þar kenna menn
því einkum um að verð á saltfiski
hefur með stuttu millibili lækkað
tvisvar um 7-8% og þessvegna
halda saltfiskverkendur frekar að
sér höndum en áður.
Finnur Sigurgeirsson hjá fisk-
markaðnum í Vestmannaeyjum
sagði að slægður trollfiskur hefði
fallið úr 42 krónum niður í 25 og
verð á öðrum fisktegundum svip-
að því sem er upp á landi. Mikið
magn fiskjar hefur borist á land í
Eyjum og hefur vinnslan ekki
haft undan að vinna aflann. Finn-
ur sagði að ef ástandið færi ekki
að skána hjá vinnslunni gæti svo
farið að útgerðarmenn drægju úr
sókninni, því það væri út í bláinn
að ganga á kvótann fyrir ekki
neitt. -grh
Höfn
Kryddsíld
í Rússa
Þorsteinn Þorsteinsson fréttaritari
Þjóðviljans, Höfn í Hornafirði:
Um síðustu helgi var prufuk-
eyrð í fyrsta sinn ný gaffalbita-
verksmiðja á Höfn í Hornafirði
sem keypt var þangað frá Sigluf-
irði ekki alls fyrir löngu þrátt
fyrir hávær mótmæli norðan-
manna sem vildu ekki missa lag-
metið úr bænum.
Þessi lagmetisverksmiðja
Hornfirðinga framleiðir krydd-
sfld fyrir Rússlandsmarkað undir
vörumerkinu Hafnarsfld og er
stefnt að því að framleiða 2,2
miljónir dósa af þessu góðgæti
fyrir 40-50 miljónirkróna. Starfs-
mannafjöldi verksmiðjunnar
verður um 15 manns. Verksmiðj-
an er í húsi Sfldarsöltunar
kaupfélagsins þar sem hráefnið
til vinnslunnar er innan seilingar.
Við vígsluathöfnina á Horna-
firði sagði kaupfélagsstjóri
KASK að það væri hans vissa að
þessi nýja atvinnugrein yrði til
þess að skjóta nýjum stoðum
undir atvinnulíf bæjarins og auka
fjölbreytni þess frá því sem nú er.
FRETTIR
Sölumiðstöðin
Minni þorskframleiðsla
Útflutningur SH1987var 92.000 tonn eða 52% afheildarútflutningi frystra sjávarafurða.
HeUdarframleiðsla frystihúsa
innan Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna árið 1987 var
95.497 tonn, eða 16,3% meiri en
árið 1986. Þorskframleiðsla dróst
saman um 2.400 tonn eða 7,3%,
en mest var aukningin í fram-
leiðslu loðnu og loðnuhrogna. Af
177.000 tonna heildarútflutningi
frystra sjávarafurða frá Islandi í
fyrra nam útflutningur SH 92.000
tonnum eða 52%, að verðmæti
10.500 miljónir króna. Miðað við
magn var útflutningur SH nánast
hinn sami og árið áður, en verð-
mætaukning var 7%.
Þetta kom fram í ræðu Jóns
Ingvarssonar, stjórnarformanns
SH, á aðalfundi sölusamtakanna
sem haldinn var nýlega. Fundinn
sóttu um 220 aðilar, víðs vegar af
landinu og óhætt er að segja að
I fundurinn í ár hafi markast mjög
af því alvarlega ástandi sem nú
ríkir hjá fiskvinnslufyrirtækjum
landsins.
Af heildarútflutningi SH 1987
fóru 86.000 tonn eða 93% til sex
landa í þremur heimsálfum. Til
Bandaríkjanna fóru 31.100 tonn,
til Japans 21.700, Bretlands
11.900, Sovétríkjanna 7.800,
Fakklands 7.300 og til V-
Þýskalands 6.200 tonn.
Helstu breytingarnar á árinu
voru, að útflutningur til Banda-
ríkjanna dróst saman um 5.100
tonn eða 14% og um 38% sam-
dráttur varð í sölu til Sovétríkj-
anna eða sem nemur 4.700 tonn-
um. Þá dróst útflutningur SH til
Bretlands saman um 20% eða
2.900. Á móti varð umtalsverð
aukning á sölu sjávarafurða til
Japans, eða 94% og jókst út-
flutningurinn þangað um 10.500
tonn og er Japan orðið annað
Pýskalandsmarkaður
íslenskur sem þýskur
Útflutningsráð: V-þýskar húsmœður vita ekki
um íslenskafiskinn.
rátt fyrir að íslensk skip selji
tugi þúsunda tonna á ári
hverju af ferskum fiski á markað í
V-Þýskalandi, að viðbættum fiski
sem er seldur þar úr gámum héð-
an, vita þarlendar húsmæður
ekkert um uppruna hans. I besta
falli telja þeir hann vera þýskan.
Þetta kemur fram í nýjasta frétta-
bréfl Útflutningsráðs íslands.
í fréttabréfinu kemur fram að
nýlega hafi birst í Lebensmittel
Zeitung niðurstöður úr könnun
sem GFM Institut í Hamborg
gerði meðal 5 þúsund þýskra
húsmæðra víðs vegar um Þýska-
land þar sem fiskað var eftir áliti
þeirra á því hvaðan bestu matvæl-
in kæmu. Spurt var um þrjá vöru-
flokka og þar á meðal var spurt
hvaðan besti ferski fiskurinn
kæmi og tilnefnd nokkur lönd.
Niðurstaðan úr könnuninni var
sú að engin v-þýsk húsmóðir vissi
nein deili á íslenska fisknum en
63% þeirra töldu besta ferska
fiskinn koma frá Þjóðverjum
sjálfum.
Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna sagði að þessi niðurstaða
væri í sjálfu sér ekkert undrunar-
efni. Þegar íslenskur fiskur er
seldur á fiskmarkaði ytra dreifa
þarlendir kaupmenn honum sem
hverjum öðrum fiski, en merkja
hann ekki sem íslenskan. Þar af
leiðandi veit neytandinn ekki
hvort um íslenskan fisk er að
ræða eða þýskan.
Aðspurður hvort það væri hag-
ur útflytjenda að neytandinn vissi
deili á uppruna fisksins, þar sem
okkar fiskur væri talinn laus við
alla mengun, sagði Vilhjálmur
svo vissulega vera og þetta væri
umhugsunarefni fyrir alla útflytj-
endur. -grh
Bretlandsmarkaður
Útflutningsbannið hrífur
Fiskverð fellur ekki. Bannið hefur áhrifá
markaðinn. LIU: Vonandi draga menn úr
sókninni í fiskistofnana á meðan
essa vikuna er bannað að
flytja út ísaðan þorsk og karfa
í gámum á Bretlands- og Þýska-
landsmarkað og er áhrifa
bannsins þegar farið að gæta á
flskmörkuðum á Englandi. í gær-
morgun voru seld 316 tonn af
1600 tonnum sem væntanleg eru
með gámum en í stað verðfalis
sem búið var að spá að mundi
verða, fékkst þokkalegt verð fyrir
flskinn eða 58,77 krónur fyrir
kflóið.
Að sögn Vilhjálms Vilhjálms-
sonar hjá Landssambandi ís-
lenskra útvegsmanna er aðal-
skýringin á því, af hverju spá
manna um verðfall á fiskverði
vegna offramboðs gekk ekki
eftir, sú að enskir kaupendur
hræðast fiskleysi vegna bannsins
og kaupa því grimmt á meðan
eitthvert framboð er, því áhrifa
útflutningsbannsins fer ekki að
gæta að marki fyrr en í næstu
viku.
Hornfirski togarinn Þórhallur
Daníelsson seldi í Grimsby í
fyrradag 120 tonn fyrir 7,5 milj-
ónir króna og var meðalverðið
62,91. Aflinn var þorskur og ýsa.
Þá seldi Huginn VE í Hull, 127
tonn fyrir 7,4 miljónir og meðal-
verð var 57,86 krónur. Aflinn var
þorskur, ýsa og ufsi. í vikunni eru
fimm skip með bókaða sölu á
Englandi.
Á Þýskalandsmarkað eru
væntanleg 350 tonn af karfa í
gámum t vikunni en í fyrradag
seldi Engey RE 176 tonn af karfa
fyrir 7,3 miljónir króna og var
meðalverðið 41,61. Þar í landi
selur ekkert annað íslenskt skip í
vikunni.
Töluvert hefur einnig verið
flutt út af grálúðu og hafa fengist
fyrir hana um 40 krónur fyrir
kflóið í Þýskalandi en 60 krónur í
Frakklandi.
Vilhjálmur sagði að þeir hjá
LÍÚ fylgdust spenntir með því
hver framvindan yrði í kjölfar út-
flutningsbannsins og hvort út-
gerðarmenn drægju þá ekki
eitthvað úr sókninni í fiskistofn-
ana á meðan. Fiskvinnslan ræður
um þessar mundir ekki við of-
framboðið á fiski og ekki bætir
það afkastagetuna að nú fer í
hönd tími grálúðunnar sem er
tímafrek í vinnslu. -grh
stærsta viðskiptaland Sölumið-
stöðvarinnar.
í yfirlitsræðu stjórnarformanns
SH um afkomuna 1987 kom fram
að umtalsverður samdráttur varð
hjá dótturfyrirtæki SH í Banda-
ríkjunum, Coldwater Seafood
eða um 7% og nam heildarsalan
um 220 miljónum dollara. í
magni reyndist samdrátturinn
nema um 50.000 tonnum eða
21%. Sala verksmiðjufram-
leiddrar vöru dróst saman um
10%, en sala flaka um 30%. Þó
varð hagnaður af rekstri Cold-
water um tæpan miljarð dollara.
Hinn mikli samdráttur í sölu
Coldwater er fyrst og fremst af-
leiðing minnkandi framleiðslu
fyrir Bandaríkjamarkað hér-
lendis og ástæða þess er aðallega
11,4% gengisfall dollars gagnvart
íslensku krónunni samfara mikl-
um kostnaðarhækkunum innan-
lands.
Þá varð ennfremur samdráttur
í sölu dótturfyrirtækis SH í
Grimsby um 7% en heildarsala
þess nam 41,1 miljón sterlings-
punda. Tap varð á rekstrinum.
Ástæðan fyrir tapinu og slæmri
afkomu dótturfyrirtækisins er
einkum óheftur innflutningur á
óunnum fiski til Bretlands sem
hafði veruleg áhrif á sölu frystra
sjávarafurða þar í landi. Breskar
fiskvinnslustöðvar kaupa ódýran
íslenskan fisk og undirbjóða ís-
lenska frystivöru fyrir vikið.
Fyrstu þrjá mánuði þessa árs
minnkaði heildarframleiðsla
frystihúsa innan SH um 1500
tonn eða um 8% miðað við sama
tíma í fyrra. Aukning varð í
botnfiskframleiðslu á þessum
tíma, en mikill samdráttur í fram-
leiðslu loðna og loðnuhrogna.
-grh
Italíuskreið
Þorskurínn
á hjallana
Skreiðarsamalagið: Agœtis söluhorfur í ár.
872 tonnflutt út afskreið til Ítalíu 1987. Búist
við svipuðu magni í ár
Norður á Dalvík og á Eyjafjarð-
arsvæðinu var um 20. aprfl
byrjað að hengja upp þorsk á
hjallana fyrir verkun skreiðar á
Ítalíumarkað, en þar nyrðra er
veðurfar einna hentugast fyrir
verkunina. I fyrra voru flutt út
872 tonn af skreið á Italíumarkað
og verður svipað magn verkað í
ár.
Að sögn Hannesar Hall, fram-
kvæmdastjóra Samlags skreiðar-
framleiðenda, eru söluhorfur
fyrir skreið á Ítalíumarkað ágæt-
ar í ár sem og í fyrra, en þó bjóst
hann ekki við að verkað yrði jafn
mikið í ár og þá. Hannes sagði að
verkendur hefðu farið seinna af
stað í ár en venjulega og kæmi
það ma. til af því að bankarnir
hefðu verið seinni til en venju-
lega með afurðalánin. Ástæðan
er einkum sú að áhugi bankanna
á skreiðarviðskiptum er ekki
mikill um þessar mundir. ítalir
borga 7-15 þúsund dollara fyrir
tonnið af skreiðinni, allt eftir
stærðarflokkum, og þykir verðið
viðunandi.
Fyrirtækið Bliki hf. á Dalvík
verkaði um 80 tonn af skreið á
Ítalíumarkað í fyrra og sagði Ottó
Jakobsson framkvæmdastjóri að
allt eins væri útlit fyrir aukningu
hjá þeim í ár, þótt þeir renndu
blint í sjóinn um magnið að þessu
sinni, en hann bjóst við að það
yrði ekki minna en í fyrra.
Ottó sagði að þeir nyrðra
hengdu einna helst stóran fisk
upp á hjalla, þetta frá 3-5 kflóa
þungan, enda gæfi sú stærð mest
af sér.
-grh
Miðvikudagur 11. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7