Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 14
'í^ol Fjórðungssjúkrahúsið
■Já Akureyri
Staða reynds aðstoðarlæknis við Geðdeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til um-
sóknar. Staðan veitist frá 1. júlí 1988 til 6 mán-
aða. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins
Halldóri Jónssyni, en nánari upplýsingar veitir
yfirlæknir deildarinnar Sigmundur Sigfússon í
síma 96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
Lausar stöður við framhaldsskóla.
Við Framhaldsskólann á Húsavík er laus til umsóknar staða
skólameistara.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 1. júní
nk.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Tilkynning
til söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að
gjalddagi söluskatts fyrir apríl-mánuð er 15. maí.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna
ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
Tilkynning
til launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að
gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina mars og
apríl er 15. maí nk.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
Félag þroskaþjálfa
Aðalfundurfélags þroskaþjálfa verðurhaldinn að
Grettisgötu 89 Reykjavík, þriðjudaginn 10. maí
1988 kl. 20.30.
Efni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
BSRB
Breyttur opnunartími
Átímabilinu 16. maí-19. september verður skrif-
stofa BSRB opin frá kl. 8-16 alla virka daga.
BSRB
Notaðu
endurskinsmerki
og komdu heil/l heim.
FRÉTTIR
Fóstrur
Góðar undirtektir
Sérsamband fóstra innan BSRB. 20 ára draumur rœtist
Fóstrur stofnuðu með sér stétt-
arfélag á fjölmennum fundi sl.
laugardag. Alls munu vera starf-
andi um 640 fóstrur í landinu og
skráðu sig umb. 240 fyrsta daginn
í hið nýja félag. Félagið heitir
Fóstrufélag íslands og var gamla
félagið með sama nafni formlega
lagt niður.
Fyrsti formaður félagsins er
Selma Dóra Porsteinsdóttir. Hún
sagði stofnun stéttarfélags löngu
tímabæra. „Fóstrur hafa alið
þennan draum með sér í um 20
ár.“ Mikil umræða var um stofn-
un stéttarfélags á árunum 1980
-1981 en þá var það ekki tækni-
lega framkvæmanlegt öðruvísi en
að ganga út úr BSRB í leiðinni.
En eftir að ný samningsréttarlög
voru gerð 1986 var stofnun sér-
sambands möguleg án þess að
þær fóstrur sem eru í BSRB
þyrftu að ganga þaðan út.
Selma Dóra sagði viðbrögð við
hinu nýja félagi hafa verið mjög
góð. A stofnfundinn mættu
u.þ.b. 230 manns og fyrsta dag-
inn gengu um 240 manns í félag-
ið. Selma Dóra sagðist vona að
félaginu tækist að afla þess fjölda
meðlima sem til þarf til að fá
samningsrétt fyrir 20.maí. 2/3
fóstra þurfa að ganga í nýja fé-
lagið til þess.
Á stofnfundinum voru sam-
þykkt víðtæk lög fyrir félagið.
Þau byggja, að sögn Selmu Dóru,
á mjög forvitnilegri hugmynda-
fræði sem samþykkt var á ráð-
stefnu fóstra í febrúar sl. Selma
sagði grunninn að uppbygging-
unni hafa verið lagðan á þeirri
ráðstefnu.
Fyrsta verkefni nýja félagsins
verður að sinna ýmsum þeim
sérmálum sem orðið hafa út-
undan í samningum sem gerðir
hafa verið fyrir fóstrur. „Skiln-
ingsleysi þeirra sem hafa verið að
semja fyrir okkur hefur leitt til
þess að mörg okkar sérmála hafa
orðið eftir,“ segir Selma Dóra.
Þetta eru mál eins og aðbúnaður
á vinnustað ofl.
Lára Gunnarsdóttir var kosin
heiðursfélagi Fóstrufélagsins.
Selma Dóra segir Láru vera
brautryðjanda í störfum fyrir
fóstrur og hafa unnið í kjarabar-
áttu þeirra allt frá 1953.
-hmp
Þrír bílar í bílaþrennu
Skafarar hafa haft nóg að gera síðustu misserin, og fyrir skömmu
voru afhentir fyrstu vinningarnir í nýjasta skaf-happdrættinu, bíla-
þrennunni, sem Styrktarfélag Vogs og SÁÁ sjá um. Lancia -skutla er í
vinning í þessu happdrætti og unnu þrjár konur fyrstu jjílana. Hér eru
vinningshafarnir þrír, Guðrún Ásgrímsdóttir, Soffía Kristjánsdóttir og
Kristín Hjartardóttir ásamt umboðsmanni frá Bílaborg og Kristni T.
Haraldssyni frá Styrktarfélagi Vogs.
Indlandsvinir
Indlands-
kvöld
Indlandsvinafélagið efnir til
Indlandskvölds fímmtudaginn
12. maí kl. 21.00 á Hótel Holiday
Inn og er allt áhugafólk um Ind-
land boðið velkomið á Indlands-
kvöldið.
Dr. Hannes Jónsson sendi-
herra íslands á Indlandi mun
flytja erindi um Indland og sam-
skipti íslands og Indlands. Að er-
indi loknu mun hann svara fyrir-
spurnum.
Síðan verður kynnt heimsreisa
ferðaskrifstofunnar Útsýnar til
Indlands og Sigurður A. Magnús-
son rithöfundur og aðrir ferða-
langar sem nýlega fóru til Ind-
lands á vegum ferðaskrifstofunn-
ar Faranda munu segja frá ferð-
Sigurður A. segir frá ferðum sín-
um á slóðir Vedaguða.
inni og sýna myndir frá Indlandi.
Allt áhugafólk um ferðir til
Indlands og menningu og þjóðlíf
Indverja er hvatt til að koma á
Indlandskvöldið.
Skák
Helgi teflir í Armeníu
Helgi Ólafsson, stórmeistari í
skák, teflir þessa dagana á
sterku skákmóti í Jerevan, höfuð-
borg Armeníu, og hófst mótið á
laugardaginn var.
Fregnir hafa ekki borist af úr-
slitum í fyrstu umferðunum, en
mótið er í 12. eða 13. styrkleika-
flokki; álíka sterkt og skákmót
það í Munchen sem Jóhann
Hjartarson leiðir.
Meðal keppenda á mótinu eru
auk Helga þeir Mikael Tal,
fyrrum heimsmeistari, Ehlvest,
Romanishin, Psakhis, Lputian,
Eingorn, Khaak, Ivanovich frá
Júgóslavíu og Indverjinn Anand.
Hjá Skáksambandi íslands
fengust þær upplýsingar að Mar-
geiri Péturssyni hafi einnig verið
boðin þátttaka, en hann ekki get-
að þekkst gott boð. Mótinu lýkur
26. þessa mánaðar.
HS
SÍNE
Deilur
harmaðar
Stjórn SÍNE, Sambands ís-
lenskra námsmanna erlendis,
hefur sent frá sér ályktun þar sem
hafnað er ásökunum á hendur
formanni sambandsins og harm-
aðar þær illskeyttu deilur sem
undanfarið hefur mátt sjá í dag-
blöðum, einkum Morgunblað-
inu, eftir að fímm ungir Sjálf-
stæðismenn ákváðu sameiginlegt
framboð sem virðist stefnt gegn
núverandi stjórn félagsins.
Ályktun stjórnarinnar er svo-
hljóðandi.
„Við hörmum að átök vegna
yfirstandandi kosninga hafi orðið
tilefni til jafn illvígra blaðadeilna
og raun ber vitni. Um leið for-
dæmum við þær aðferðir sem hef-
ur verið beitt til að kasta rýrð á
formann og framkvæmdastjóra
SÍNE Kristján Ara Arason. Stór-
yrtar yfirlýsingar í fjölmiðlum eru
ekki til þess fallnar að efla sam-
stöðu SÍNE-félaga og einungis
vopn í hendur stjórnvalda, nú
þegar fyrirhugaðar eru stórfelld-
ar breytingar á Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna. Ályktun
vorfundar SÍNE-deildar New
York er þessa eðlis og getum við
því ekki látið henni ósvarað.
í ályktuninni er lýst yfir van-
trausti á formann SINE og hann
meðal annars borinn þeim sökum
að hafa misnotað fé sambands-
ins, vanrækt störf sín og „notað
málgagn SÍNE - Sæmund - til
persónulegra svívirðinga á fólk,
sem ekki hefur sömu pólitísku
skoðanir og hann.“
Til að fyrirbyggja misskilning
og koma í veg fyrir að formaður
SINE þurfi að sæta frekari per-
sónumeiðingum í fjölmiðlum er
rétt að það komi framað einungis
8 námsmenn af yfir 70 í NY sátu
fyrrgreindan fund. Þrír þeirra
skrifuðu undir ályktunina.
Ályktun þremenninganna, þar
sem koma fram ósannar og illa
rökstuddar fullyrðingar, hefur nú
þegar verið mótmælt af 15 öðrum
námsmönnum í NY.
Stjórn SÍNE getur því á engan
hátt tekið ályktun vorfundar NY
deildar sem vantraustsyfirlýsingu
deildarinnar. Fréttaflutningur
um óeiningu innan sambandsins
hefur því verið orðum aukinn -
deilurnar standa milli eins
stjórnarmanns, Svanhildar Boga-
dóttur, og annarra stjórnar-
manna.
Stjórnin lítur svo á að frekari
umræður um starf SÍNE eigi að
fara fram á til þess gerðum vett-
vangi, sumarráðstefnu sam-
bandsins, sem er jafnframt aðal-
fundur þess.“
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlövikudagur 11. maí 1988