Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 9
MENNING Leiklist Fagurt mannlíf Leikfélag Akureyrar sýnir FIÐLARANN Á ÞAKINU eflir Joseph Stein og Jerry Bock Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Tónlistarstjóri: Magnús Blöndal Jó- hannsson Þýðing: Egill Bjarnason og Þórarinn Hjartarson Fiðlarinn á þakinu er um margt nokkuð geðþekkt verk. Þessi leikur um Tevje mjólkurpóst og lífið í gyðingaþorpinu í Rússlandi fyrir hundrað árum er mann- eskjulegur og hlýr án þess að vera tiltakanlega væminn. Hann býr yfir notalegri kímni og lýsir gyð- inglegum hefðum skemmtilega. Og Tevje sjálfur er glúrin mann- lýsing, einfaldur og hjartagóður maður sem ævinlega rambar á rétta leið, þótt hann stígi ekki sér- staklega í vitið, vegna þess að hjartað er á réttum stað. Hins vegar skortir þetta verk nokkuð dramatíska stígandi í seinni hlut- anum og hann verður helsti dauf- legur, eða þannig verkaði hann að minnsta kosti á undirritaðan á Akureyri. Góðir eiginleikar verksins komast hins vegar ágætlega til skila í þessari sýningu sem Stefán Baldursson hefur stýrt og lagt höfuðáherslu á hlýju hennar og tilfinningar. Hann hefði hins veg- ar að ósekju mátt leggja meiri snerpu í atburðarásina og keyra upp hraðara og ákveðnara tempó. En óneitanlega hefur hann komið sýningunni hagan- lega fyrir á þessu Iitla sviði og notið þar góðrar aðstoðar Sigurj- óns Jóhannssonar sem hefur gert leikmynd sem er í senn einföld og flókin - flekar með hlerum og dyrum og á þá máluð mótíf úr Vitebskmyndum meistara Chag- alls sem lýsa lífinu í samskonar þorpi á svipuðum tíma. Þetta er snjöll leikmynd sem gefur mögu- leika á hröðum og einföldum skiptingum og Ingvar Björnsson hefur lýst hana mjög skemmti- lega. , SVERRIR 1 HÓLMARSSON Tevje mjólkurpóstur er skemmtilegt og þakklátt hlutverk þótt það geri ekki miklar kröfur til blæbrigða eða dýptar í leik. Theodór Júlíusson fer mjög fal- lega með það, gefur því breidd og hlýju sem af ber. Theodór hefur mikla og fallega rödd sem hann Hólmfríður Þóroddsdóttir óbóleikari. Tónleikar Einleikarapróf á óbó í kvöld heldur Hólmfríður Þór- oddsdóttir óbóleikari tónleika í Norræna húsinu, og eru síðari hluti einleikaraprófs hennar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hólmfríður lærði á píanó frá 7 ára aldri, en fór að læra á óbó þegar hún var fimmtán ára. - Ég er frá Akureyri, og þar vantaði alltaf óbóleikara, - segir hún. - Mér var bara fengið hljóð- færið einn daginn og sagt að fara heim og æfa mig. Svo jókst áhug- inn smám saman eftir því sem ég kynntist hljóðfærinu betur. Spilarðu í hljómsveit jafnhliða náminu? - Ég spila í óperunni, og ein- staka sinnum með Sinfóníunni ef það vantar óbóleikara. Hvað er framundan? - Næstu 4 árin verð ég í London, við Guildhall School of Music, en eftir það er allt óráðið. Ég vonast til að geta komið heim aftur og fengið eitthvað að gera hér sem óbóleikari. Hvað ertu helst að hugsa um sem framtíðarstarf? Stefnirðu að því að vera einleikari, kenna, eða spila í hljómsveit? - Ég er mest að hugsa um hljómsveitina, frekar en kennsl- una, og það er alls ekki raunhæft að hugsa um að vera einleikari á óbó. Það er reyndar mikið til af verkum fyrir óbó frá 16. og 17. öld, og jafnvel þeirri 18., því þá var hljóðfærið í tísku, en það hef- ur lítið verið skrifað fyrir óbó síð- an þá. A efnisskrá tónleikanna sem hefjast kl. 20:30, eru verk eftir J. S. Bach, Saint-Saens, Hindemith og Mozart. Undirleik annast Krystyna Cortes píanóleikari og Elín Guðmundsdóttir sembal- leikari, með aðstoð nemenda í strengjadeild skólans. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. LG Theodór Júlíusson syngur alveg prýðilega í hlutverki Tevjes. beitir af góðri tækni í þessu hlut- verki - þó að raddbeitingin minni að vísu stundum óþægilega mikið á annan Tevje. Theodór hefur vaxið af þessu hlutverki, leikur af myndugleik sem ég hef ekki séð til hans fyrr og nær sterkum tökum á salnum. Honum tekst að bera þessa sýningu uppi með styrk sínum og útgeislun, auk þess sem hann syngur alveg prýðilega. Mikill fjöldi leikara kemur fram í sýningunni og yrði of langur listi upp að telja, en nokk- urra ber að geta. Anna S. Einars- dóttir er geðþekk og hógvær í hlutverki Goldu og sýnir sterka skapsmuni þar sem það á við. Dætumar fimm vom allar í góð- um höndum en einkum þótti mér Erla Ruth Harðardóttir stafa frá sér miklum þokka í hlutverki Chava. í>á voru þær gamalreyndu kempur, Þráinn Karlsson og Sunna Borg, til mikillar prýði og skemmtunar og drógu upp kostu- legar myndir af slátraranum og hj úskaparmiðlaranum. Stefán Baldursson hefur greinilega lagt mikla alúð við leikinn og hann er áberandi jafn og góður hjá þessu fjölbreytilega liði. Hins vegar er söngurinn ekki eins jafn eins og vonlegt er. Flest- ir leikaranna þurfa að reyna veru- lega á röddina og fæstir þeirra hafa rödd eða þjálfun til þess, þannig að sum söngatriðin verða dálítið vandræðaleg. Við þessu er auðvitað ekkert að gera ef menn ætla sér að setja upp söngleik af þessu tagi á stað eins og Akureyri en þetta er óneitanlega töluverð- ur ljóður á sýningunni. Það bætti þó nokkuð úr skák að kórsöngur- inn var með miklum ágætum og hljómsveitin lék prýðilega undir stjórn Magnúsar Blöndals. Þá er að geta þess að Juliet Naylor hef- ur gert þokkafulla dansa sem voru ágætlega útfærðir. Þó að þessa sýningu skorti snerpu og átök, einkum í seinni- hlutanum, er hún um margt af- skaplega fallegt og vandað verk - og umtalsverður sigur fyrir Theo- dór Júlíusson. Hún sýnir þó einn- ig ljóslega þá annmarka sem hljóta að fylgja þeirri stefnu sem nú virðist orðin föst í sessi á Ak- ureyri, að sýna einn söngleik á ári. Sverrir Hólmarsson Mörgum kann að virðast þetta sérkennilegt nafn á jasshljóm- sveit, en það eru fleiri en íslend- ingar sem kunna norræna goða- fræði. Kristian Blak er jóskur maður sem býr í Færeyjum. Hann leikur á píanó og semur tónlist, auk þess sem hann gefur út hljómplötur og stjórnar Yggdrasil. Sú hljómsveit hefur starfað í sjö ár og ferðast víða um Evrópu. Þekktastur þeirra félaga mun vera danski saxafónleikarinn John Tchicai. Hann er af afrískum ættum og var einn af frumkvöðlum hins nýja djass í Bandaríkjunum á árunum uppúr 1960. Hann stofnaði Fram- sækna New York kvintettinn ásamt Archie Shepp og Don Cherry og hljóðritaði m.a. Upps- tigninguna með John Coltrane. Eftir að hann flutti aftur heim til Danmerkur hefur hann m.a. leikið með Cecil Taylor, Albert Mangelsdorf, Pierre Dprge og Yggdrasil auk eigin hljómsveitar. Hann kom til íslands ásamt Krist- ian Blak 1982 og lék þá frægan dúett með Áskeli Mássyni í Djúpinu. Þrír Svíar eru í Yggdrasil, flautu- og saxafónleikarinn And- reas Hagberg, gítaristinn Lelle Kullgren, er hér lék með Sala- möndrunum 1983 og trommarinn Christian Jormin. Hann er bróðir bassaleikarans Andreas Jormin, sem leikið hefur með Yggdrasil, en er nú í hljómsveit Gary Burt- ons. Japaninn Yasuhito Mori slær í stað hans bassann með hljómsveitinni. Þeir félagar eru nú í mikilli reisu um Norðurlönd og er ísland fyrsti áfangastaðurinn. Halda þeir hér ferna tónleika. Þá fyrstu á föstudagskvöld á Hótel Sel- fossi, aðrir tónleikarnir verða á laugardag klukkan 16 í Norræna húsinu og munu þeir þar leika nýtt verk eftir Kristian Blak: Breytingar. Klukkan þrjú á sunn- udag verða þeir í Alþýðuhúsinu á Akureyri í boði Jassklúbbs Akur- eyrar og íslandsferð þeirra lýkur í Heita pottinum í Duus-húsi á Tónlist Yggdrasil Norrœn jasshljómsveit í íslandsreisu Andreas Hagberg og John Tchicai. sunnudagskvöld þar sem John auk þess sem fleiri ópusar verða á Tchicai ætlar að trylla verk sín dagskrá. Mlðvlkudagur 11. maí 1988 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.