Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Miðvikudagur 11. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 England Liverpool tókst ekki að bæta metiö Brian McClair rauf30 marka múrinn Þrátt fyrir mikla yfirburði í 1. deildinni í vetur tókst Liverpool ekki að setja nýtt stigamet. Everton fékk 90 stig fyrir þremur árum og á mánudagskvöldið jafn- aði Liverpool það met með því að gera jafntefli við Luton, 1-1. Að vísu lék Everton 42 leiki í deildinni á sínum tíma en nú eru leiknir aðeins 40 leikir, þannig að árangur Liverpool er ívið betri. Það var John Aldridge sem kom sínum mönnum yfir á 17. mínútu leiksins með fallegri hjól- hestarspyrnu. Var þetta jafn- framt 29. mark þessa skemmti- lega leikmanns í vetur. David Oldfield jafnaði leikinn á 28. pýskaland Tap hjá Stuttgart Einn leikur var í Bundeslig- unni í gærkvöldi. Bayer Leverk- usen lék gegn Stuttgart og unnu þeir fyrrnefndu með tveimur mörkum gegn einu. Ingó hinn fundvísi afhendir Hermanni hinum tannfáa tönnina sem hann fann í skónum sínum. Tapað-fundið Tönnin komin í Ijós Ekki um grófan leik að ræða Það endaði farsællega tann- hvarfið hjá Hermanni í 4.deildarliði Skotfélags Reykja- víkur en hann var svo óheppinn að týna tönn fyrir leik gegn Leikni á sunnudaginn. Tönnin hafði dottið ofan í skó Ingólfs, eins af leikmönnum Víkverja sem léku við ÍR strax á eftir leik Skotfélagsmanna. Sá fékk slæma bakþanka og reyndi að muna eftir alvarlegum „tæklingum“ síðast þegar hann hafði verið í skónum en mundi ekki eftir neinu slíku. Hann fór því á fund íþróttafréttamanna Þjóðviljans sem auglýsti fundinn í þriðju- dagsblaðinu. Hermann las blaðið og skundaði á fund íþróttafrétta- manna sem höfðu samband við Ingólf og málið leystist. Þess má geta að hvarfið kom ekki við Her- mann því hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skotfélagið á ferlinum og það glæsilegt. -fáni Fram spáð sigri Á fundinum voru SL-deildar- liðin látin spá um úrslit sumarsins eins og venja er. Þessi spádómur vekur athygli fyrir þær sakir að hann hefur aldrei brugðist hvað toppsætið varðar en aldrei staðist með botnliðin. Hvert félag fékk til umráða þrj á atkvæðaseðla og á hverjum seðli voru liðunum gefin atkvæði eftir því í hvaða sæti þeim er ætlað að lenda, 10 stig fyrir 1. sæti og þannig koll af kolli. Fram er það lið sem ands- tæðingarnir óttast mest því það varð efst í kjörinu með 269 stig af 300 mögulegum. Næst urðu Reykjavíkurliðin KR og Valur en úrslit urðu á þennan veg: 1. Fram...................269 ————— r 2. KR........................250 3. Valur.....................221 4. lA........................209 5. ÍBK.......................176 6. Þór.......................159 7. Víkingur..................147 8. KA.........................99 9. Leiftur.....................69 10. Völsungur..................51 -þóm mínútu en Liverpool tókst ekki að skora að nýju og setja þannig nýtt stigamet. Brian McClair rauf 30 marka múrinn með því að skora tvívegis gegn Wimbledon og hefur hann þá gert 31 mark í vetur. Mörkin tvö dugðu Manchester United til sigurs þar sem andstæðingarnir komu boltanum aðeins einu sinni í netið. Það var Terry Gibson sem var þar að verki. Leikir á næstunni: Flestir leikmenn í Englandi eru nú komnir í frí. Þó er enn ólokið aukakeppni sem efstu og neðstu lið deildanna þurfa að taka þátt í og hefst keppnin á sunnudag. Einnig eru úrslitaleikir bikar- keppninnar á næstunni. í keppni um sæti í 1. deild leika Blackburn og Chelsea annars vegar og Bradford og Middles- brough hins vegar. í aukakeppni um veru í 2. deild eru það Bristol City og Sheffield United sem eigast við ásamt Notts County og Walsall. Og loks um sæti í 3. deild verða það Swansea og Rother- ham annars vegar og Torquay og Scunthorpe hins vegar sem eigast við. Á laugardag verða úrslitaleikir í ensku og skosku bikarkepp- ninni. Á Wembley mætir Davíð Golíat, en það er spúttnikliðið Wimbledon sem reynir að leggja Liverpool að velli. Á sama tíma leiða Celtic og Dundee United saman hesta sína á Hampden Park í Glasgow. Liverpool og Celtic eru tvímælalaust sigur- stranglegri liðin í leikjunum en bæði unnu þau deildarkeppnina með yfirburðum. Þá verður úr- slitaleikurinn í welska bikarnum á sunnudag og eru það Wrexham og Cardiff sem eigast við. -þóm Samtök 1. deildarliða héldu í gær sinn árlega blaðamannafund fyrir íslandsmótið og var fundar- staður heldur óvenjulegur. Eins og í fyrra þá styrkir Samvinnu- ferðir-Landsýn mótið og gerði ferðaskrifstofan sér lítið fyrir og bauð blaðamönnum og forráða- mönnum félaganna í flugferð í spánnýrri Boeing-þotu Arnar- flugs. Þar var fundurinn haldinn og í leiðinni voru vallarsvæði lið- anna skoðuð úr lofti. Mótið kallast nú íslandsmótið SL-deild og brydda Samvinnu- ferðir upp á tveimur nýjungum frá fyrra ári. Fyrst skal nefna SL- leikinn svokallaða sem byggist á því að áhorfendur leikjanna spá um úrslit og hljóta vinning ef spá- in reynist rétt. Spáseðlar verða seldir á 100 kr. fyrir leikina og mun helmingur af sölutekjum renna til heimaliðsins en hinn helmingurinn í vinninga. Auk SL-leiksins verður í leikhléi haldinn Bráðabani SL- deildar. Hann fer þannig fram að leikmenn 6. flokks sömu liða og eigast við í deildinni heyja bráða- bana líkt og menn kannast við. Þá reyna tveir leikmenn heimaliðs-' ins að skora hjá tveimur mönnum aðkomuliðs og hafa eina mínútu í verkið. Fimm slík pör reyna að skora þannig að mest er hægt að vinna 5-0. Síðan snýst dæmið við í seinni leik liðanna og ræður samanlögð markatala úrslitum. Til að einfalda framkvæmd Bráðabanans verður 6. flokkslið- unum skipt í tvo riðla: norður og suður riðil. Sigurvegarar úr hvor- um riðli leika síðan til úrslita í lok sumars. 0g þetta líka... Chelsea hefur ráðið Bobby Campbell sem þjálfara til tveggja ára í viðbót þó að þeir séu í bullandi fallhættu. Camp- bell tók við af John Hollins sem fór fyrir 8 leikjum en Chelsea hefur að- eins tapað tveimur leikjum á meðan. En það er fyrst og fremst mórallinn sem hefur tekið stakkaskiptum og leikmenn hrósa Campbell í hástert. Rétt er að benda á að kappinn er alin upp í herbúðum Liverpool. Smolarek Pólverjinn Wlodimierz Smolarek sem lék með Eintracht Frankfurt í Þýska- landi hefur gert samning við Feyeno- ord í Hollandi um að leika með þeim næstu þrjú ár. Þetta er viðleitni hins nýja þjálfara liðsins Hans Kraay til að koma Feyenoord á toppinn. Gordon Strachan er kominn á ný í skoska landsliðið eftir að hafa verið úti í kuldanum í 8 mánuði. Hann mun leika gegn Kol- ombíu 17. maí og Englandi fjórum dögum síðar en hann er eina breytingin í liðinu frá leiknum við Spán í síðasta mánuði. Liðið er nú skipað: Leighton, Goram, Gunn Smith, Gillespie, Gough, McLeish, Malpas, Miller, Narey, Nicol, Aitken, D.Ferguson, Mclnally, Macleod, McStay, Simpson, Strachan, Johns- ton, McClair, McCoist, Sharp. Endurgreitt Hollendingurinn John Bosman varð að endurgreiða franska fótboltafé- laginu Toulon 500.000 krónur í hol- lenskum gyllinum. Það er til komið vegna svika í samningi við Frakkana sem Bosman var búinn að skrifa undir en venti sínu kvæði í kross og fór til Ajax í Hollandi. Sögusagnir ganga um að lögfræðingurinn sem sá um samningana hafi fengið 4 miljónir fyrir sína vinnu. Jafntefli Danir og Ungverjar léku vináttulands- leik í gær og lyktaði honum með jafn- tefli 2-2 eftir að Ungverjar voru yfir í leikhléi, 1-0. Danir voru heppnir því þeir náðu að jafna leikinn þegar ein mínúta var til leiksloka en þeir léku án margra stjarna svo sem Sören Lerby, Ivan Nilsen, Preben Elkjer cg Frank Arnesen. Það voru Kiprich og Bognar sem gerðu mörk Ungverja en Fri- mann og Eriksen Dana. Fyrirliðar í SL-deildarinni ásamt flugfreyjum að koma af blaðamannafundinum sem haldinn var um borð í þotu Arnarflugs. Flogið var yfir velli þeirra liða sem leika í SL-deildinni en svo heitir fyrsta deildin nú. Fótbolti-SL deild Blaðamannafundur í sviptivindi Árlegur blaðamannfundur 1. deildarliða var haldinn um borð í Boeing-þotu Arnarflugs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.