Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.05.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Danmörk Glístrúp á sigurbraut Lýöskrumarinn gamli hefur ráð ríkisstjórnar- innar í hendi sér. Vinstrimenn töpuðu 6 þingsætum Þótt Danir virðist hafa þokast eilítið til hægri á síðustu mánuð- um urðu ekki stórvægilegar breytingar á fylgi flokka í þing- kjörinu í gær, ef undan eru skildar auknar vinsældir „Fram- faraflokks“ Mogens Glístrúps. íhaldsstjórnin mun án vafa lafa áfram með fulltingi „Róttæka vinstriflokksins" og glístrúpanna en nú hafa hinir síðarnefndu sterkari stöðu en áður og geta því sett Paul Schluter kosti. Þegar búið var að telja og flokka 98 af hundraði atkvæða í gærkveldi var ljóst að stefna „Framfaraflokksins", afnám skatta og félagslegrar þjónustu auk andúðar á útlendingum, einkum þeldökku fólki, hafði fengið hljómgrunn hjá all stórum hópi fólks. Fyrrum réð Glístrúp yfir 9 þingsætum af 179 en fékk 16 í sinn hlut í gær. Hann hefur því ráð ríkisstjórnarinnar í hendi sér svo fremi enginn stjórnarand- stöðuflokkanna hlaupi undir bagga með íhaldinu. Eftir þingkjörið hefur ríkis- stjórnin nákvæmlega jafnmarga fulltrúa á löggjafarsamkundunni og áður, 70 talsins. Aðeins „flaggskipið“, íhaldsflokkurinn, tapaði fylgi, fékk 35 menn kjörna á þing en hafði þar 38 áður. „Venstre" vann þrjú þingsæti, hafði 19 en hefur 22. Miðdem- ókratar og Kristilegi þjóðar- flokkurinn standa í stað, þeir Loksins, loksins sér Glístrúp fram á völd og virðingar. fyrrnefndu ráða 9 sætum en þeir síðarnefndu 4. „Róttæki vinstri- flokkurinn“, sem haldið hefur Schluter á floti undanfarin ár, tapaði einu sæti, fékk 10 í stað 11 áður. Af stjórnarandstöðunni er það að segja að jafnaðarmenn unnu eitt þingsæti, fengu 55 í stað 54 áður. Hinsvegar tapaði Sósíalíski þjóðarflokkurinn þrem sætum, hafði 27 en hefur 24. Samferða- menn hurfu hinsvegar af þingi en þeir komu á óvart í september og fengu þá 4 stóla undif sig. Schluter var borubrattur og sagði niðurstöðu kosninganna ótvírætt benda til þess að Danir væru sér sammála í Natómálum. Hann var einn um þetta viðhorf. Fréttaskýrendur tóku margir allt annan pól í hæðina og sögðu úr- slitin niðurlægjandi fyrir forsætis- ráðherrann sem nú yrði að ganga á eftir Glístrúp með grasið í skónum. Reuter/-ks. Frakkland Forseti skipar forsætisráðherra Mitterrand útnefndi ígœr hægrikratann og reykingamanninn Michel Rocard eftirmann Jacques Chiracs Francois Mitterrand Frakk- landsforseti fól í gær einum flokksbræðra sinna að taka við embætti forsætisráðherra af Jacques Chirac. Það kom fáum í opna skjöldu að Michel Rocard skyldi verða fyrir valinu en hann þykir hógvær maður og háttvís og því kjörinn til starfans; enda hafa miðju- menn trauðla horn í síðu hans. Hann er 57 ára gamall og gegndi embætti landbúnaðarráðherra í ríkisstjórnum þeirra félaga sinna, Mauroys og Fabiusar. Þeir Mitterrand kváðu hafa eldað grátt silfur saman hér á árum áður en nú virðist hafa gróið um heilt á milli þeirra. Jafnskjótt og boð forsetans voru kunn hélt Rocard til skrif- stofu forvera síns og tók við lykla- völdum. Við það tækifæri hélt hann stutta ræðu: „Forseti lýð- veldisins hefur falið mér að leysa erfitt verkefni...Ég mun beita mér fyrir hagsbótum til handa öllum þeim landa minna sem eiga undir högg að sækja, hafa áhyggj- ur af atvinnuleysi, óttast um ör- yggi sitt eða kvíða framtíðinni." Fyrr um daginn hafði Chirac gengið hin þungu spor upp tröpp- ur Elyssehallar á fund fjanda síns og fyrrum keppinautar. Án orð- lenginga batt hann enda á „sambúð“ þeirra forsetans og hvarf þvínæst á braut. Þar með lauk tilraun um „samvinnu" hægri og vinstri manna við stjórnvöl frönsku þjóðarskút- unnar. Það er alkunna að miðju- og hægri menn ráða yfir meirihluta atkvæða á franska þinginu. Því kann það að reynast Rocard næsta örðugt að stýra skútunni í umboði forsetans nema hann fái all nokkra miðjumenn til liðs við sig eða tryggi sér í öllu falli vel- viljað hlutleysi þeirra. Ljóst er af yfirlýsingum tveggja forystu- manna miðflokkabandalagsins, Giscards d‘Estaings fyrrum fors- eta og frú Simone Weil, að sósíal- istar fá vinnufrið, a.m.k.í bili. Rocard er maður keikur og hvatlegur, fínlegur en harður í hom að taka. Hann þykir „hægri sinnaður“ af jafnaðarmanni að vera, kveður markaðsbúskap hafa margt sér til ágætis og ráð- Nýr forsætisráðherra Frakk- lands, Michel Rocard, í þungum þönkum. leggur „íhaldsúrræði" í eilífð- arglímunni við verðbólguglám. Augljóst er að forsetanum þykir hann vera manna best til þess fall- inn að lokka miðjumenn burt úr herbúðum Chiracs. Annars fór vel á með þeim forsætisráðherrunum í gær enda eru þeir gamlir skólafélagar. Re- uter sá ennfremur ástæðu til þess að geta þess að báðir reyki þeir mikið og vel. Reuter/-ks. Palestína Fríðarsinni í dýflissu Bandarískur Palestínumaður sem hvatt hefur þjóð sína til að andœfa án ofbeldis kann að verða fluttur nauðugur úr landi Bandarískur mannréttinda- frömuður og baráttumaður af palestínsku bergi brotinn, Mu- barak Awad að nafni, hefur dval- ið á Gazasvæðinu umliðna mán- uði og haft sig í frammi í frelsis- baráttu þjóðar sinnar. Hann situr nú í dýflissu i Ramleh og biður úrskurðar hæstaréttar ísraels um það hvort flytja eigi hann nauðugan burt af ættjörðinni. Skipun um það mun hafa borist frá sjálfum Yitzhak Shamir for- sætisráðherra ísraels. Shamir fullyrðir að Awad hvetji ungmenni til óspekta og of- beldisverka en sjálfur segir hann það víðs fjarri sanni. Hann heitir á Palestínumenn að mótmæla hemámi ísraelsmanna með friðsamlegum hætti, hann hvetji aðeins til „andófs án ofbeldis" að hætti Gandhis og M.L.Kings. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins tjáði frétta- mönnum í gær að húsbóndi sinn, George Shultz, hefði skrifað Shamir bréf og mótmælt harðlega meðferð ísraelsmanna á Awad. Reuter/-ks. Sovétríkin Öngþveiti og óðagot Leiðtoginn varar við ringulreið íþjóðfélaginu Míkhael Gorbatsjov sagði í ræðu á laugardag að perest- rojkan sín eða nýsköpunarstefn- an hefði vaidið öngþveiti og ring- ulreið meðal fjölmargra, jafnvel í forystusveit ríkis og flokks. Ræða leiðtogans kom ekki fyrir sjónir manna eystra fyrr en í gær. „Það er augljóst að því fer fjarri að allir aðilar leggi rétt mat á stöðu mála. Við höfum orðið varir við það að perestrojkan hef- ur valdið öngþveiti meðal fjöl- margra, verkamanna, mennta- manna og forystumanna, ekki aðeins í lægri þrepum stjórnsýslunnar heldur einnig á æðstu stöðum.“ Gorbatsjov lagði áherslu á að öngþveitið stafaði fremur af óð- agoti manna og kvíða en skipu- iögðum skemmdaverkum og andstöðu við stefnu sína. „Ástandið er mjög alvarlegt. Ringulreiðin er slík og óðagotið að sumir eru komnir á þá skoðun að perestrojkan sé niðurrifss- tefna en það jafngildir því að hafna sósíalismanum...og leiðir beint út í ógöngur í þjóðfé- laginu.“ Reuter/-ks. Vestur-Þýskaland Glæpum fjölgar En morðum, nauðgunum og skotárásum fœkkar ótt árið 1987 hafi verið metár hvað varðar fjölda glæpa í Vestur-Þýskalandi og ljóst megi vera að afbrotahneigð þarlendra aukist jafnt og þétt er heiðvirðum vesturþýskum borgurum það nokkur huggun harmi gegn að frétta að morðum, nauðgunum og skotárásum hefur fækkað. Svo hermir skýrsla innanríkis- ráðuneytisins í Bonn en hún var kynnt alþýðu manna í gær. í henni stendur að 4,44 miljónir glæpa hafi verið framdar á vest- urþýskri grundu í fyrra. í aðeins tveimur málum af hverjum fimm hafi öll kurl komið til grafar eftir vasklega framgöngu einhvers Derricks. Skýrsluhöfundar hafa miklar áhyggjur af auknum umsvifum vasaþjófa og útlendinga. Hinir síðamefndu hafa einkum brotið af sér með því að sniðganga landamæra og tollverði við komu sína til landsins. 5,281 konu var nauðgað í Vestur-Þýskalandi í fyrra, hermir skýrslan, og kváðu þesskonar glæpir ekki hafa verið færri í þrjátíu ár. Af öðrum ljósum punktum má nefna að morðum fækkaði um 4,3 af hundraði í fyrra og skotárásum um 14 af hundraði. Reuter/-ks. Pólland Verkfalli lokið Verkamenn við skipasmíða- stöð Leníns í Gdansk eru ekki lengur í verkfalli. Þeir ákváðu í gær að yflrgefa lóð Leníns eftir að hafa haldið þar kyrru fyrir þann tíma er verkfallið stóð eða í níu daga. Hundruðum saman gengu þeir fylktu liði burt frá skipasmiðj- unni og sem leið lá að kirkju nokkurri þar sem leiðtogar þeirra hafast við. Veifuðu þeir pólska þjóðfánanum og hrópuðu í sí- bylju nafn verkalýðsfélagsins Samstöðu. Leiðtogar verkamanna ákváðu að láta verkfalli lokið þótt ráða- menn hafi í engu komið til móts við þá. í yfirlýsingu frá þeim segir: „Við höfum ákveðið að yf- irgefa lóð skipasmiðjunnar. Um þetta var ekki gerður neinn samningur, við ákváðum sjálfir að fara.“ Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.