Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 8
Ragnar Kjartansson Myndhöggvarar Heiöursfélagi Ragnar Kjartansson myndhöggvari heiðursfélagi Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík Á síðasta aðalfundi Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík var samþykkt tillaga fráfarandi stjórnar um að gera Ragnar Kjartansson myndhöggvara að heiðursfélaga. Ragnar hefur starfað ötullega að félagsmálum myndhöggvara. Hann var einn aðalhvatamaður að stofnun Myndhöggvarafélagsins árið 1972. Að hans tilstuðlan var á árinu 1973 gerður samningur við Reykjavíkurborg um vinnuað- stöðu fyrir myndhöggvara að Korpúlfsstöðum. Hefur sú að- staða reynst ómetanleg lyftistöng fyrir íslenska myndhöggvara, ekki síst unga myndlistarmenn en þeim hefur Ragnar ávallt veitt mikla hvatningu og stuðning. Menntamálaráðuneytið Staríslaun listamanna Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað starfslaunum lista- manna fyrir árið 1988, en í fjár- lögum þessa árs er 10 milljónum króna veitt til starfslaunanna. Af þeim 138 listamönnum sem sóttu um hlutu 36 starfslaun, þar af tveir til 12 mánaða, þeir Georg Guðni Hauksson myndlistar- maður og Jónas Tómasson tón- skáld. 17 Iistamenn hlutu starfslaun til 6 mánaða, þar af 15 mynd- listarmenn, auk Messíönu Tóm- asdóttur leikmyndateiknara og Selmu Guðmundsdóttur píanó- leikara. Starfslaun til þriggja mánaða hlutu 17 listamenn. LG Tæknimaður óskast Iðnaðarráðuneytið óskar að ráða mann með staðgóða tæknimenntun (tæknifræði/verkfræði). - Um er að ræða fjölbreytileg störf varðandi vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar (einkaleyfi, iðnhönnuno. þ. h.).-Gerterráðfyriraðviðkom- andi hljóti starfsþjálfun við erlendar stofnanir eftir umsaminn reynslutíma. - Samskipti við einstak- linga og fyrirtæki sem vinna að nýjungum í atvinnulífi og þjónustuaðila þeirra yrði ríkur þáttur í starfinu. Tengsl við einkaleyfastofnanir erlendis kemur einnig við sögu. - Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku máli, norðurlandamál- unum og ensku. Undirstöðukunnátta í tölvu- vinnslu er nauðsynleg. - Gert er ráð fyrir að starfið hefjist 1. september nk. - Laun sam- kvæmt launakerfi ríkisins. - Upplýsingar eru veittar í iðnaðarráðuneytinu (ekki í síma) Arnar- hvoli (3. hæð) milli kl. 8 og 16 næstu daga. Iðnaðarráðuneytið Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. Það ert ^í sem situr undir stýri. yUMFEROAR I 'RÁÐ Kjarvalsstaðir Böm hcrfa hundrað mál... í dag opnar á Kjarvalsstöðum sýningin Börn hafa hundrað mál en frá þeim eru tekin níu- tíuogníu. Sýningin er yfirlitssýning um uppeldisstefnu sem hefur verið að þróast síðustu þrjá áratugi í borginni Reggio Emilia á N- ítalíu. Uppeldisfræðingurinn Loris Malaguzzi er aðalfrum- kvöðull og hugmyndagjafi stefn- unnar, en hann segir vestrænt skólakerfi svipta börn mögu- leikum til alhliða skynjunar á málunum 100, en upphefja rök- hyggju og kerfishugsun. I Reggio vildu menn uppeldi sem væri andstæðan við ríkjandi þröngsýni og völdu að byggja á sjónskynjun og tengslum augans við höndina. Þessi aðferð gengur undir nafninu sjónrænt uppeldi og felst í því að þjálfa augu og snertiskyn barnsins, vekja for- vitni og ímyndunarafl og örva það til skapandi tjáningar. Sýningin stendur til 29. maí og er opin daglega kl. 14:00-22:00. LG Gúnther Uecker sýnir Gunnari Kvaran, listráðunaut Kjarvalsstaða, eina af myndum sínum. Mynd -Sig. Gunther Uecker Myndir frá Vatnajökli Á morgun verður opnuð að Kjarvalsstöðum sýning á vatns- litamyndum eftir hinn heims- þekkta listamann Giinther Ueck- er. Giinther Uecker fæddist í We- udorf í Þýskalandi árið 1930. Hann nam fyrst í Wismar og Austur-Berlín en síðar í Dussel- dorf þar sem hann hefur verið bú- settur síðan. Giinther Uecker er vafalítð frægastur fyrir lágmyndir sem hann sýndi fyrst árið 1954. Þetta eru myndir þar sem yfirborðið er þakið hvítmáluðum nöglum. Á næstu árum setti hann sér afar þröngar skorður hvað varðar efni og aðferð, og bjó til ótal tilbrigði við einlitar naglamyndir. Árið 1958 stofnaði hann svo listhóp ásamt tveimur öðrum lista- mönnum frá Dusseldorf. Nefndu þeir hópinn „Zero" og var hugs- unin sú hjá þeim félögum að stroka yfir allt sem hafði verið gert fram að þeim tíma í mynd- list, byrja upp á nýtt með nýrri list! Lögðu þeir megin áherslu á kyrrðina og ljósið í verkum sín- um. Á samsýningum hópsins sýndi Giinther Uecker hvítar naglamyndir þar sem myndflöt- ur/naglaflöturinn minnti á lands- lag og óskilgreind lífræn form, sem voru eins konar stoð fyrir hugleiðslu. Á 7. áratugnum útvíkkaði Giinther Uecker fyrri nagla- (hug)myndir og hóf að skapa , naglaskúlptúra". Þar þekur hann hluti - stóla, borð, píanó, - með nöglum. í þessum verkum spilar listamaðurinn með ljós - ýmis skuggaform eru afgerandi - og hljóð til að virkja betur rýmið umhverfis verkin ennfremur sem ætlun listamannsins er að gera áhorfandann að raunverulegum þátttakanda. Samhliða þessum frægu nagla- myndum hefur Gúnther Uecker skapað óhlutlægar myndir sem þó hafa ávallt til að bera ákveðna tilfinningalega vísun. Og hér að Kjarvalsstöðum gefur einmitt að líta vatnslitamyndir eftir Giinther Uecker sem hann málaði er hann dvaldi uppi á Vatnajökli fyrir nokkrum árum síðan. Þetta eru því ekki nákvæmar útlistanir á jöklinum heldur upplifun lista- mannsins andspænis honum, sem hann tjáir með myndgerð form- leysismálverksins. Þessar myndir, sem hér eru til sýnis, voru gefnar út í bók ásamt ljóðum eftir listamanninn sem einnig fjalla um nálgun hans við jökulinn. Bókin verður til sölu á sýningunni. Sýning Gúnther Uecker verð- ur opin daglega frá kl. 14-22, fram til 29. 5. 1988. Frá afhendingu styrkjanna á miðvikudaginn, Sólrún Jensdóttir formaður, Rúrí, Þórarinn Eldjárn, Birgitta Spur (fynr hönd Hlífar Sigurjónsdóttur) Elín Pálmadóttir, Björgvin Þ. Valdimarsson, Adda Bára Sigfúsdóttir (fyrir hönd Kolbeins Bjarnasonar) og Róbert Arnfinnsson. Mynd - Sig. Til eflingar íslenskri menningu Á miðvikudaginn fór fram ár- leg úthlutun Menntamálaráðs á styrkjum til menningarstarfsemi. Styrkjunum er ætlað að efla ís- lenska menningu, og vera þáttur í viðleitni Menntamálaráðs til að standast aukinn þrýsting frá er- lendri menningu. Menntamálaráð er stjórn Menningarsjóðs og bókaútgáfu Menningarsjóðs og er ráðið kosið af Alþingi eftir hverjar þingkosn- ingar. Þeir sem nú skipa ráðið eru Sólrún Jensdóttir formaður, Ás- laug Brynjólfsdóttir varaformað- ur, Helga Kress ritari, Gunnar Eyjólfsson og Úlfur Hjörvar. Framkvæmdastjóri Menntamála- ráðs er Einar Laxness. Að þessu sinni voru veittir 8 dvalarstyrkir, þrír tónlistarstyrk- ir, 20 ferðastyrkir, 10 styrkir til vísinda- og fræðimanna. Dvalarstyrkina, kr. 90.000, hlutu Elín Pálmadóttir blaða- maður og rithöfundur, til dvalar í Frakklandi til að skrifa sögu franskra sjómanna á skútuöld við ísland. Erlingur Gíslason leikari, til dvalaV í Danmörku við loka- tökur og gerð sýningareintaks kvikmyndarinnar Símon Pétur, fullu nafni. Gylfi Gíslason mynd- listarmaður, til dvalar í New York og víðar í Bandaríkjunum til að kynna sér myndlist. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, til dvalar í Sviss og Þýskalandi til undirbúnings og þátttöku í al- þjóðlegri fiðlukeppni í Sviss í ág- úst á þessu ári. Kolbeinn Bjarna- son flautuleikari, til dvalar í Hol- landi til undirbúnings og æfinga vegna einleikstónleika á Listahá- tíð í júní. Róbert Arnfinnsson leikari, til dvalar í Þýskalandi og Bretlandi til að kynna sér leiklist og sækja leiklistarhátíðir. Rúrí (Þuríður Fannberg) myndlistar- maður, til dvalar í Kaupmanna- höfn vegna vinnu við gerð lista- verks á fslandsbryggju þar í borg. Þórarinn Eldjárn rithöfundur, til dvalar í Englandi við ritstörf og til að kynna sér enskar bókmenntir. Tónlistarstyrkina hlutu Ágústa Ágústsdóttir söngkona, 30.000 kr.,til að láta vinna hljómplötu með íslenskum og skandinavísk- um sönglögum, Björgvin Þ. Valdimarsson tónlistarmaður, 70.000 kr., til að gefa út hefti með eigin píanólögum og Gunnar Björnsson sellóleikari, 30.000 kr., til að láta vinna hljómplötu með einleiksverkum Bachs fyrir knéfiðlu. Guðrún Kristín Magnúsdóttir rithöfundur og teiknari fékk 40.000 kr. til fræðistarfa, 20.000 kr. til fræðistarfa fengu Ingólfur Jónsson rithöfundur, Játvarður Jökull Júlíusson rithöfundur, Jón Gíslason fyrrverandi póstfulltrúi, Jón Guðmundsson Fjalli, Pálmar Kristinsson trésmiður, Skúli Helgason Reykjavík, Valgeir Sigurðsson Þingskálum, Þor- steinn Matthíasson rithöfundur, og Þórður Kárason fyrrverandi varðstjóri. LG 8 SÍÐA - WÓÐVILJINN Laugardagur 14. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.