Þjóðviljinn - 21.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.05.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Efnahagsaðgerðirnar Kaupmáttarrýmun 3% Verðbólgan verður23%. Bráðabirgðalög á kjarasamninga strax. Erlend lán til endurskipulagningar heimiluð. Rauðu strikin í nefnd Efnahagsaðgerðir þær sem rík- isstjórnin hefur nú gripið til hafa í för með sér að kaupmáttur launa rýrnar um 3% á árinu, verðbólgan verður um 23% en viðskiptahallinn minnkar um 3,5 milljarða króna. Bráðabirgðalög hafa verið sett á kjarasamninga þannig að þeir hópar launþega sem enn eru með lausa samninga fá ekki meiri launahækkun en fólst í samningum Verkamanna- sambandsins, iðnverkafólks og verslunarmanna. Hvað rauðu strikin varðar var því máli vísað til nefndar sem skila á áliti sínu fyrir 1. júlí nk. Samkomulagið sem stjórnar- flokkarnir gerðu með sér kom í veg fyrir stjórnarslit en ekki gekk fæðingin þrautalaust fyrir sig og það var fyrst undir kvöldmatar- leytið í gærkvöldi sem það var loksins kynnt. Helstu aðgerðirn- ar, utan 10% gengisfellingarinn- ar, eru að fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgrein- um verður heimilað að taka er- lend lán til endurskipulagningar á rekstri sínum, Jöfnunarsjóður fær 40 miljóna króna aukafjár- veitingu og Byggðasjóður fær heimild til 200 miljóna króna lán- töku erlendis sem nota á í endur- skipulagninguna. Aðgerðir til að verja kaupmátt lægstu launa og draga úr launam- un eru, auk ofangreinds um bráðabirgðalög og rauðu strikin, að ellilífeyrir og aðrar bætur al- manna trygginga hækka í sam- ræmi við hækkun launa þann 1. júní og hækkun persónuafsláttar verður flýtt til 1. júní þannig að skattleysismörk hækka í 46 þús- und krónur á mánuði. í efnahagsaðgerðunum er að finna nokkuð viðamiklar aðgerð- ir til að draga úr fjármagns- kostnaði. Þannig er gert ráð fyrir að verðbréfasjóðir noti 20% af aukningu ráðstöfunarfjár til kaupa á ríkisskuldabréfum, óhei- milt verður að binda fjárskuld- bindingar til skemmri tíma en 2ja ára við hvers kyns vísitölur, og á næsta þingi mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp um starf- semi verðbréfasjóða og fjárm- ögnunarleiga sem gerir ráð fyrir að þessi starfsemi verði aðlöguð annarri bankastarfsemi í landinu. Til að draga úr erlendum lán- tökum verða hertar reglurnar um þær þannig að framvegis verður heimilt að taka ýmist 60% eða 70% af fob-verði véla og tækja að láni erlendis í stað 60% til 70% af innlenda verðinu. Og til að auka aðhald í ríkisút- gjöldum verða framlög úr ríkis- sjóði til opinberra stofnana ein- ungis hækkuð sem nemur launa- hækkunum, ríkisútgjöld vaxi ekki hraðar en þjóðarframleiðsla og lánsfjárlög á næsta ári taki mið af því að ríkissjóður taki engin erlend lán á því ári. -FRI Framsókn Uppákoma Ólafur P. hœttir aö styðja stjórnina Sú uppákoma varð í Fram- sóknarflokknum í kjölfar um- ræðnanna um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar að tveir þing- menn flokksins lögðu fram sér- stakar bókanir, og raunar gekk bókun annars þeirra, Ólafs Þ. Þórðarsonar, það langt að hann lýsti því yfir að hann væri hættur að styðja ríkisstjórnina. í bókun Ólafs segir m.a. um ástæður þess að hann hættir stuðningi sínum: „Ástæðan fyrir því er ábyrgðarleysi í stjórn efna- hagsmála landsins. Við þær að- stæður sem nú eru komnar upp hefði gengisfellingin þurft að vera 20%. Jafnframt hefði þurft að koma á kreppulánum til að fækka nauðungaruppboðum." Bókun hins þingmannsins, Guðmundar G. Þórarinssonar, var á svipuðum nótum þótt hann gengi ekki svo langt að hætta stuðningi sínum við stjórnina. -FRI. Ráðstafanirnar Umbúðir, lítið innihald Ólafur Ragnar Grímsson: Samhengislausar málamiðlanir og vísun ífrekari athugun. Nýtt hrœðslubandalag í stjórnarráðinu Þetta eru fyrst og fremst um- búðir, en lítið innihald, sagði Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um nið- urstöður sínar í gærkvöldi, - og stjórnin virðist vera að skrifa ávísun á áframhaldandi verð- bólgu, mikinn viðskiptahalla, auknar erlendar skuldir, og sennilega nýja gengisfellingu síð- ar á árinu. -Þær ráðstafanir sem ríkis- stjórnin tilkynnti um eru fyrst og fremst nokkrar samhengislausar málamiðlanir í ágreiningsmálum stjórnarflokkanna. Síðan er nær öllu sem máli skiptir vísað í nefndir og til frekari athugana. - Að vísu er innanum eitt og eitt ber sem nýtiiegt er, þar á meðal nokkur upphafsskref til að taka á verðbréfasjóðunum og gráa fjármagnsmarkaðnum, og aðstoð við sveitarfélög í fjárhags- erfiðleikum, sem raunar dugir harla skammt. - En þegar litið er á stóru drættina er ekki að finna neina heilsteypta efnahagsstefnu. Rík- isstjórnarflokkarnir hafa orðið sammála um að lafa áfram, og hinn sameiginlegi ótti þeirra við að fara frá hefur skapað nýtt hræðslubandalag í stjórnarráð- inu. - Síðan er sett fram hótun um að skerða nýgerða kjarasamn- inga síðar á árinu, og er slík yfir- lýsing síst til þess fallin að efla tiltrú hjá launafólki, og það er vægast sagt athyglisvert að sjá Al- þýðuflokkinn standa að lögum til að banna kjarasamninga. - Eftir þessar aðgerðir er stað- an þannig að verðbólgan verður áfram 25-30 prósent og jafnvel meiri, viðskiptahalli ekki undir 13 miljörðum, og þessar aðgerðir gera það enn líklegra en fyrr að erlendar skuldir fari yfir 100 milj- arða í árslok. Stjórnin felldi gengið í febrúar um 6 prósent, og sagði þá að gengið yrði traust út árið, en þremur mánuðum síðar fella þeir gengið aftur um rúm 10 prósent, og það er ekkert í þess- um aðgerðum sem dregur úr lík- um á að gengið verði fellt í þriðja sinn síðar á árinu. - Eftir þessar niðurstöður ríkisstjórnarinnar er ennþá meiri þörf á víðtækri og róttækri stefnu í efnahagsmálum, einsog ég ár- éttaði í greinargerð til miðstjórn- ar Alþýðubandalagsins fyrir hálf- um mánuði, sagði Ólafur Ragn- ar. -m Efnahagsaðgerðirrtar Kjarasamningar bannaðir með lögum Ásmundur Stefánsson: Kjaraskerðing og árás á samningsrétt Eg fæ ekki betur séð en að hér verði um tvíþætta lagasetn- ingu að ræða hvað snertir kjara- samninga, sagði Ásmundur Stef- ánsson forseti ASI í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. - Ann- ars vegar snertir það þá samn- inga, sem enn eru ófrágengnir, en hins vegar virðist eiga að beita lögbindingu á rauðu strikin og samningsgerð í sumar. Mér finnst það nokkuð ósvífið að birta þessi áform undir þeirri yfirskrift að verja eigi kaupmátt lægstu launa eins og gert er íyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Eg fæ ekki betur séð en að hér sé á ferðinni kjara- skerðing og að verið sé að ráðast gegn samningsréttinum. Þessu hljótum við að mótmæla harð- lega. Að öðru leyti er erfitt að dæma um þessar fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar. Þær eru með al- mennu orðalagi og virðast að mörgu leyti ófrágengnar. Ég get þó sagt að mér finnst undarlega linlega tekið á gráa fjármagns- markaðinum. Það á að setja bindiskyldu á verðbréfasjóðina en viðskipti þeirra eru minnstur hluti viðskipta á gráa markaðin- um. Það er ekki komið nálægt meginhluta viðskiptanna þar, þ.e.a.s. almennri verðbréfasölu, hún á að vera hömlulaus. Þess vegna tel ég að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni litlu breyta um ástandið á gráa mark- aðinum, þær munu fyrst og fremst færa til fé. ÓP Ráðherrar höfðu í ýmsu að snúast í gær og þóttu margir hverjir snöfurmannlegir þegar þeir stukku milli herbergja. Einkum þótti Jón Baldvin fjármálaráðherra vera lipurlega búinn til stórvirkja. Verðlagsráð Fiskverö í óvissu Beðið eftir ríkisstjórninni. Fundur á þriðjudag Fundur Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær um nýtt fiskverð var stuttur og rýr. Fiskkaupendur báðu um frest vegna óvissunnar um efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar og samþykktu selj- endur það. Næsti fundur er boð- aður nk. þriðjudag kl. 15. Að sögn Oskars Vigfússonar formanns Sjómannasambandsins situr allt við hið sama um ákvörð- un fiskverðs og virðist sem kaup- endur horfi vonaraugum til að- gerða ríkisstjórnarinnar. Nýtt fiskverð á að liggja fyrir um næstu mánaðamót en óvíst er hvort svo verður ef svo heldur fram sem horfir. Þó náðist samkomulag um að gefa frjálsa verðlagningu á humri á komandi humarvertíð sem hefst nk. þriðjudag en 81 bátur hefui leyfi til veiðanna, sem er sami fjöldi og á síðustu vertíð, en kvót- inn í ár hefur verið skertur um 100 tonn frá því þá og er 2600 tonn. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.