Þjóðviljinn - 21.05.1988, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra
Ráðstefna um byggðamál
Vorfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra verð-
ur haldinn á Hótel Blönduósi nk. sunnudag 29. maí kl. 13-19.
Að lokinni fundarsetningu verður rætt um flokksstarfið, en að því loknu kl.
14 hefjast alm. umræður um byggðamál og er sá hluti fundarins öllum
opinn.
Framsögn hafa: Svanfríður Jónasdóttir, varaformaður Alþýðubanda-
lagsins, Svavar Gestsson, alþm., Þorlelfur Ingvarsson, bóndi á Sól-
heimum og Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf.
á Siglufirði.
Á eftir munu framsögumenn sitja fyrir svörum í panelumræðum sem Ragn-
ar Arnaids alþ.m. stjórnar.
Kaffihlé 16-16.30.
Síðan munu umræðuhópar starfa. Gert er ráð fyrir fundarslitum um kl. 19.
Stjórn Kjördæmisráðs
Sumarferð ABR
Árleg sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður farin sunnudaginn
3. júlí nk.
Að þessu sinni er ferðinni heitið uppá Mýrar. Áningastaðir verða: Borgar-
nes, Borg á Mýrum og Hítardalur.
Undirbúningur er þegar hafinn. Nánari upplýsingar á skrifstofu ABR, Hverf-
isgötu 105, sími 17500. Undirbúningsnefnd
Neskaupstaður
Félagsfundur
Hjörleifur Guttormsson alþingismaður ræðir um störf Alþingis og stöðu
þjóðmála á fundi Alþýðubandalagsins í Neskaupstað miðvikudaginn 25.
maí kl. 20.30 aö Egilsbraut 11. Félagar fjölmennið. - Stjórn ABN.
Breiðdalur §
Opinn fundur Am
Hjörleifur Guttormsson alþingismaður ræðir um þjóðmálin við þinglok á opnum fundi í Staðar- borg, Breiðdal, þriðjudaginn 24. maí kl. 20.30. :má
Allir velkomnir. - Alþyðubandalagið. Hjörleifur
Sumardvöl á Laugarvatni
Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar-
vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júlí.
Umsjón verða í höndum Margrétar Frimannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur.
Allar nánari upplýsingar i síma 17500. Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið Akureyri
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 23. maí (annan í hvítasunnu) kl. 20.30
í Lárusarhúsi.
Dagskrá:
1) Fundargerðir bæjarstjórnar fyrir fund bæjarstjórnar þriðjudaginn 24.
maí.
2) Önnur mál.
Nefndarmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin
Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni
Almennur félagsfundur
Almennur félagsfundur verður haldinn að Kirkju- vegi 7 Selfossi, fimmtudaginn 26. maí kl. 20.30. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður kemur á fundinn og ræðir stjórnmálaástandið og stöðu Alþýðubandalagsins. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennið. Stjórnin.
Margrét
Ráðstefna um byggðamál
Dalvík 10.-12. júní 1988
Alþýðubandalagið boðartil ráðstefnu um byggðamál á Dalvík 10. - 12. júní
n.k.
Ráðstefnan hefst kl. 14.30 föstudaginn 10. júní og er áætlað að henni Ijúki
síðdegis sunnudaginn 12. júní.
Dagskrá:
Föstudagur 10. júní
Kl. 14.30 Framsöguerindi
Umræður
Kl. 19.00 Farið til Hríseyjar. Eyjan skoðuð og snæddur kvöldverður.
Laugardagur 11. júní
Kl. 09.00 Framsöguerindi
Umræður
Kl. 16.00 Skoðunarferð um Dalvík - söfn og fyrirtæki.
Snætt á Grund í Svarfaðardal. Þátttakendum kenndur svarf-
dælskur mars.
Sunnudagur 12. júní
Kl. 09.00 Sundskálaferð
Kl. 10.30 Hópavinna - skil og umræður
Eftirtaldir hópar starfa:
I Stjórnkerfið og þjónusta
II Atvinnumál og þjónusta
III Menning og viðhorf
IV SÍS og kaupfélögin.
Ráðstefnunni lýkur síðdegis.
Gisting verður í heimavist Dalvíkurskóla (Sumarhótel).
Allar nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir í síma 96-61460 og
Þóra Rósa Geirsdóttir í síma 96-61411. Þær taka einnig við þátttökutilkynn-
ingum.
Nánar auglýst síðar Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið í Reykjavík
UndiiÍMJum næstu lotu
Ekki mikils að vœnta nema öll samtök launafólks beiti sér í einingu
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt á félagsfundi Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík í fyrra-
kvöld þar sem fjallað var um lær-
dóma liðins vetrar í verkalýðs-
baráttunni. Framsögumenn á
fundinum voru þeir Steini Þor-
valdsson formaður Verslunar-
mannafélags Árnessýslu og Svav-
ar Gestsson alþingismaður.
„Félagsfundur Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík, haldinn 19.
maí 1988, fordæmir gengislækk-
un og kjaraskerðingu ríkisstjórn-
arinnar. Fundurinn tekur undir
samþykkt Alþýðubandalagsins
þar sem hvatt er til baráttu gegn
stjórnarstefnunni og afleiðingum
hennar á kjör launafólks.
Fundurinn skorar á allt launa-
fólk að búa sig nú undir næstu
lotu. Reynslan af liðnum vetri
þar sem samtök launafólks voru
sundruð sýnir að ekki er mikils að
vænta nema öll samtök launa-
fólks beiti sér í einingu. Þess
vegna skorar félagsfundurinn á
öll félög launafólks að hefja nú
þegar undirbúning að sameigin-
legri tillögugerð og sameigin-
legum átökum verkalýðshreyf-
ingarinnar í næstu lotu.
Reynsla liðinna áratuga sýnir
að úrslitin ráðast oft í baráttunni
á þéttbýlissvæðinu. í þeim
átökum mun Alþýðubandalagið í
Reykjavík hvergi liggja á liði
sínu, fylgja róttækri vinstri stefnu
og styðja alla baráttu launa-
fólks.“
A Iþýðubandalagið
Kjaraknikki mótmælt
Framkvæmdastjórn og þing-
flokkur Alþýðubandalagsins
kom saman um síðustu helgi í
Borgarnesi, og var í lokin sam-
þykkt ályktun þar sem fundurinn
„fordæmir harðlega áform ríkis-
stjórnarinnar um atlögu að ný-
gerðum kjarasamningum launa-
fólks. Daginn eftir að alþingi er
slitið ákveður ríkisstjórnin að
fella gengið, auk þess sem ráða-
gerðir munu uppi um að afnema
„rauðu strikin“ í kjarasamning-
unum og þrengja verulega samn-
ingsfrelsi verkaiýðshreyfingar-
innar, eins og gert var 1983“.
„Alþýðubandalagið mótmælir
eindregið áformum ríkisstjórnar-
innar um að svipta launafólk
ávinníngi nýgerðra kjarasamn-
inga jafnvel áður en kemur að
fyrstu útborgun samkvæmt þeim.
Þó hafa þúsundir launamanna
enn ekki náð sjálfsögðum lág-
markslaunum. Áð skerða kjör
þessa fólks nú er í senn siðlaus og
óforskömmuð ögrun.
Gengisfelling er ekki lausn á
víðtækri hagstjórnarkreppu sem
einkennir efnahagsmálin. Vand-
inn á ekki rætur að rekja til sam-
dráttar í þjóðartekjum, þvert á
móti var s.l. ár metár í verðmæta-
sköpun.
Fundurinn skorar á Iaunafólk
að rísa upp til baráttu gegn geng-
isfellingu sem kjararánsaðgerð
og heitir á félaga Alþýðubanda-
lagsins að liggja ekki á liði sínu í
þeirri baráttu.
Alþýðubandalagið hefur á
undanförnum mánuðum sett
fram ítarlegar tillögur um þá
efnahagsstefnu sem nú þarf að
taka við. Þingflokkur og fram-
kvæmdastjórn Alþýðubanda-
lagsins krefjast þess að alþingi
verði kallað saman án tafar til að
fjalla um afleiðingar stjórnar-
stefnunnar og taka afstöðu til til-
lagna um aðrar leiðir. Það ber að
gefa þingi og þjóð tækifæri til
þess hið fyrsta að hafna gjald-
þrotastefnu ríkisstjórnarinnar:
tækifæri til að velja nýjar leiðir.
Þingflokkur og framkvæmda-
stjórn Alþýðubandalagsins skora
á allt launafólk að taka höndum
saman og mótmæla áformum og
aðgerðum ríkisstjórnarinnar og
sýna það afl sem býr í samtaka-
mætti launafólks."
SÍNE
Valdataka SUS mistókst
Kristján Ari Arason
- Niðurstaða kosninganna
sýnir ljóslega að námsmenn hafa
hafnað þeim afskiptum sem SUS
hefur haft af þessum kosningum
og þeim vinnubrögðum sem
fimmmenningarnir beittu sem
fóru fram með leynilegt lista-
framboð, segir Kristján Ari Ara-
son formaður SÍNE.
Alls greiddu 388 manns at-
kvæði og féllu þau þannig: Sig-
urður Jóhannsson 285 atkv. -
hagfræðinemi frá Kaupmanna-
höfn. Sigríður Guðbrandsdóttir
253 atkv. - lærði í París. Flólm-
fríður Garðarsdóttir 250 atkv. -
lærði í Argentínu. Páll Þórhalls-
son 246 atkv. - lærði í Þýskalandi.
Jón Ólafsson 214 atkv. - lærði í
Þýskalandi. Guðrún Kristín
Guðfinnsdóttir 165 atkv. - lærði í
Bandaríkjunum og Bretlandi.
Jónas Egillsson 118 atkv. - lærði í
Bandaríkjunum. Þessi sjö koma
til með að skipa nýja stjórn SÍNE
sem tekur við um miðjan ágúst
nk. Tvö þeirra eru af lista fimm-
menninganna sk., þau Guðrún
Kristín og Jónas.
Aðrir frambjóðendur voru
Friðrik Eysteinsson, Belinda
Thoriault (framkvæmdarstjóri
SUS), Birgir Þór Runólfsson og
Óskar Borg. Þrjú síðastnefndu
eru af lista fimmmenninganna.
Þetta er í fyrsta skipti í 11 ár
sem kosning fer fram í stjórn
SÍNE og sagði Kristján leiðinlegt
að hún skyldi hafa leyst upp í per-
sónulegt skítkast.
Hann sagði nýju stjórnina
: Afskiptum SUS af málefnum SÍNE hafnað
undan sem kæmi ekki hvað síst
með að felast í því að rétta ímynd
SÍNE sem hafi hrakað vegna lið-
dreifast mjög vel eftir löndum.
1/3 námsmanna erlendis er í
Skandinavíu, 1/3 í öðrum Evr-
ópulöndum og 1/3 í Bandaríkjun-
um. „Skandinavía kemur kann-
ski lakast út en annars er dreifing-
in góð,“ sagði Kristján. Hann
sagði að nú væri bara vinna fram-
inna atburða. Kristján telur alla
aðila mega vel við úrslitin una og
nú ætti að taka höndum saman í
baráttumálum námsmanna.
-hmp
LESENDABREF
Spurði hvoifci
kóng né prest
Reykjavík 20. maí
Þjóðviljinn hefur haft miklar
áhyggjur af því hvort skólastjór-
inn með bílinn á að verða stjórn-
arformaður áfram. Allir vita að
hann ræður engu í fyrirtækinu.
Þess vegna er okkur alveg sama
um hann.
Framkvæmdastjórinn keypti
bílinn á síðasta ári fyrir Ragnar
án þess að spyrja kóng eða prest.
Framkvæmdastjórinn er enginn
asni, hann hefur í tvígang sjálfur
átt hugmyndina að því að svipta
mjög margt fólk vinnu - allt fyrir
gróðann, segir hann. Hann er
miklu meiri vinur Davíðs en
Ragnar.
Það var Brynjólfur sem samdi
áætlunina um að starfsfólk yrði
rekið. Hann talaði um það strax
síðastliðið haust, áður en hann
keypti bflinn.
Brynjólfur hlýtur að vera Al-
þýðubandalagsmaður úr því að
Þjóðviljinn styður hann. Eða á
ekki að reka þennan strák, sem
alltaf tekur gróða fram yfir
hagsmuni verkafólksins? Maður
sem splæsir í bíl á stjórnarfor-
manninn uppá eina og hálfa
milljón. Spyr engan og þegir síð-
an yfir því, eins og steinn.
Þrjár brottreknar frá
fyrirtæki borgarinnar,
Granda.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. maí 1988