Þjóðviljinn - 21.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.05.1988, Blaðsíða 4
_________________LEIÐARI_____________________ Leiksýningu lokið í bili Mikið hefur verið gert úr því í fréttum að yfir okkur sé skollin efnahagskreppa. Krepputalið er kryddað með tilvísunum til Kreppunnar miklu og rætt er um um svartan miðvikudag. Tæki almenningur þetta krepputal alvarlega, teldi hann kannski ekki nema eðlilegt að gripið yrði til harkalegra ráðstaf- ana á borð við það að setja verkalýðshreyfinguna upp að vegg með bráðabirgðalögum um kjarasamninga. Og er ekki leikur- inn einmitt til þess gerður? Það er fróðlegt að skoða þá efnahagskreppu sem landsfeð- urnir segja að skollin sé yfir. Þjóðhagsstofnun fylgist með ýmsum hagstærðum og koma niðurstöður þeirra athugana fram í þjóðhagsspá. Fróðlegt er að athuga hvort efnahags- kreppan margumrædda er ekki áberandi þáttur í spánni. Þjóð- hagsspá fyrir yfirstandandi ár var gerð í byrjun marsmánaðar en frá þeim tíma hafa ýmsir atburðir orðið sem taldir eru hafa áhrif á spána. Þar telja hagfræðingarnir einkum þrennt koma til: í fyrsta lagi hefur orðið verðlækkun á mörkuðum okkar fyrir fiskafurðir. Þjóðhagsstofnun telur að það skerði áður áætlaðar tekjur þjóðarbúsins á þessu ári um 2.800 miljónir króna. Þetta er gífurlega há upphæð en þó ekki nógu há til að greiða byggingarkostnað einnar flugstöðvar. í öðru lagi hafa verið gerðir allmargir kjarasamningar sem ekki eru fullkomlega sam- hljóða samningum Verkamannasambandsins frá því í febrúar- lok. í þriðja lagi hefur kjarasamningalotan dregist miklu lengur en áætlað var. Og hver skyldi nú niðurstaðan verða þegar metið er út frá nýjum forsendum hver afkoma (Djóðarbúsins verður á yfir- standandi ári? í Ijósi þess að stjórnmálamenn tala um að skollin sé á efnahagskreppa skyldi mega ætla að niðurstaðan sé ærið hrollvekjandi. Þess vegna verða margir hissa þegar í Ijós kemur að samdráttur í þjóðartekjum frá fyrra ári er ekki áætlaður nema 2-3,5%. Á síðasta ári voru þjóðartekjur íslendinga ævintýralega mikl- ar. Raungildi þjóðartekna á mann var þá rúmlega 24% hærra en árið 1979. Árið 1987 var toppár hvað þjóðartekjur snertir og aldrei var við því að búast að mörg slík kæmu í röð. Nú er sem sagt reiknað með að þjóðartekjur skerðist um allt að 3,5% miðað við þetta glæsilega toppár. En þrátt fyrir þann samdrátt er talið að þetta ár verði hið næstbesta frá 1979. Þjóðartekjur á mann verða að raungildi samkvæmt spá um 5% hærri en þær voru 1986 og var það ár ekki talið til magurra ára í þjóðarbú- skapnum. Kreppan, sem stjórnmálamenn reyna að útmála fyrir okkur á sem hryllilegastan máta, er því í raun annað mesta góðæri sem yfir þjóðina hefur gengið í langan tíma. í Ijósi þessara upplýsinga sést að krepputal stjórnmála- mannanna þjónar þeim tilgangi einum að fá almenning til að sætta sig við að gripið sé til harkalegra efnahagsaðgerða. Ráðherrarnir hafa undanfarna daga verið að halda dálitla leiksýningu fyrir þjóð sína. Þegar atburðarásin í þeim leikþætti er skoðuð eftir á, kemur í Ijós að tilgangurinn var aldrei annar en sá að fá almenning til að trúa því að leikendur væru staddir í miklum erfiðleikum. Ahorfendur áttu að fá það á tilfinninguna að ráðherrarnir hefðu reynt eftir mætti að komast hjá því að bergja á þeim kaleik sem innihélt gengislækkun og það sem henni fylgdi. Þetta hefur verið býsna viðamikil leiksýning. Um sviðið hafa reikað örvæntingarfullir ráðherrar en í bakgrunni hefur mátt sjá leiktjöld þar sem kreppuskýin hafa hrannast upp. En þó er ekki víst að áhrifamáttur sýningarinnar sé (Dað mikill að áhorfendur séu enn á valdi hennar nú þegar tjaldið er fallið. Þá blasir við ríkisstjórn sem ekki hefur getað og jafnvel ekki viljað stjórna efnahagsmálum og grípur nú til þeirra ráða að skáka verka- lýðshreyfingunni með bráðabirgðalögum. Aðrar aðgerðir eru flestar hverjar settar í nefnd og veit enginn hvað út úr þeim kemur. ítrekaðar eru hótanir, sem taka ber sem viljayfirlýsingu, um að rauð strik verði tekin úr sambandi 1. júní og kjarasamn- ingar bannaðir. Gefnar út almennar viljayfirlýsingar um nauð- syn aðgerða. Það er eftirtektarvert að kratarnir í ríkisstjórninni, en þeir eiga sögulegar rætur í verkalýðspólitík, telja þessi loddarabrögð við hæfi. ÓP STJÓRNARLYNDI f Jtm Viðjón og Steingrímur ' % * § erumbúniraðrœöaþetta * J alltfram og til baka og SMmafiurbak og áfram... A og erum hér með ítar■ legar tillögur um að setja málin í nefnd tilfrekari athugunar. ^ þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: Guðrflundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson.TómasTómasson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Ðjörn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Askriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 21. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.