Þjóðviljinn - 21.05.1988, Blaðsíða 3
___________________________FRETTIR
Iðnaðarmenn
Samio undir hótunum
Benedikt Davíðsson: Sömdumfrekar en að fá á okkur bráðabirgðalög. 11,47 /o
hœkkun strax. Gildirtill. september 1989
essi samningur við vinnu-
veitendur er að sjálfsögðu
ekkert annað en nauðungar-
samningur, því að hótun ríkis-
stjórnarinnar um setningu bráða-
birgðalaga lá í loftinu. Við þær
aðstæður mátum við stöðuna
þannig að réttara væri að reyna
að ná samningum í stað þess að
verða fyrir kjaraskerðingu með
lagasetningu, sagði Benedikt Da-
víðsson, formaður Sambands
byggingarmanna, við Þjóðvilj-
ann.
Samband byggingarmanna,
Trésmiðafélag Reykjavíkur,
Rafiðnaðarsambandið og Málm-
og skipasmíðasambandið gengu
frá kjarasamningi við vinnu-
veitendur í morgunsárið í gær og
fjallar samningurinn eingöngu
um kaupið en efnislegri umfjöll-
un um aðra þætti, ss.
vinnuverndar- og aðbúnaðarmál
á vinnustöðum, var ýtt til hliðar
af vegna tímaskorts af völdum
hótana frá ríkisstjórninni um
setningu bráðabirgðalaga á þá
hópa sem áttu eftir að semja.
Að sögn Benedikts Davíðs-
sonar er þessi samningur hlið-
stæður öðrum samningum sem
gerðir hafa verið, en þó með
þeirri undantekningu að samn-
ingstíminn er hálfu ári lengri en
annarrasamninga, til 1. septemb-
er 1989. Vegna þess hve samning-
urinn er seint á ferðinni miðað
við aðra samninga er töluleg upp-
hafshækkun þónokkuð hærri en í
sambærilegum samningum eða
11,47%. Þá bætast við tvær nýjar
áfangahækkanir sem verða 2% 1.
maí 1989 og 1,5% 1. ágúst.-grh.
Rauði krossinn
Vatnssala fyrir
Eþíópíuhjálp
íslandsdeild Rauða krossins
undirbýr stórfellt átak í Eþíópíu í
sumar við að byggja brunna og
græða upp örfoka land.
Til að afla fjár fyrir þetta hjálp-
arstarf ætla félagar í Fimleika-
sambandinu að ganga í hús nú um
hvítasunnuhelgina og bjóða
landsmönnum að kaupa hreint ís-
lenskt vatn á dósum. Sjálfsagt
verður íslenska vatnið aldrei of-
metið sem ein stærsta auðlind
þjóðarinnar.
Markmiðið er að safna 20 milj-
ónum í þessari helgarsöfnun en
einnig er tekið við framlögum á
gíróreikning Rauða krossins.
Listahátíð
Chagall í
Listasafninu
Myndir Marcs Chagalls komu til lands-
ins í gær
Myndir meistara Marcs Chag-
alls komu til landsins í gær,
en sem kunnugt er verður sýning
á verkum hans í Listasafni Islands
eitt af atriðum Listahátíðar 1988.
Verkin eru fengin að láni hjá dótt-
ur Chagalls, Idu Chagail, og hafa
sum þeirra ekki áður verið sýnd
opinberlega.
Alls verða 41 verk á sýningunni
í Listasafninu, þar af 10 skissur
sem Chagall gerði fyrir gyðingal-
eikhúsið í Moskvu árið 1919. Hin
verkin spanna tímabilið 1916-
1960, og þar bregður fyrir þek-
ktustu stefum Chagalls, ástinni,
fjölleikahúsinu og bændasamfé-
laginu. Meðal myndanna eru
Flegni uxinn, Blávæna klukkan
og drög að Græna fiðlaranum
sem Chagall-áhugamenn munu
vafalaust kannast við.
Marc Chagall er talinn einn af
frumkvöðlum nútíma myndlist-
ar. Hann fæddist í gyðingahverfi í
rússneska smábænum Vitevsk
árið 1887 og hóf listnám í Lening-
rad. Árið 1910 hélt hann til París-
ar, þar sem hann hlaut viður-
kenningu og aðdáun, en sneri aft-
ur til Sovétríkjanna eftir bylting-
una. Þar stofnaði hann mynd-
listarskóla, en list hans var ráða-
mönnum ekki að skapi, dvölin
varð honum óbærileg og hann
sneri aftur til Parísar árið 1922. Á
meðan á annarri heimsstyrjöld-
inni stóð var Chagall landflótta í
Bandaríkjunum en sneri aftur til
Frakklands árið 1949. Hann lést
árið 1985.
Sýningin á verkum Chagalls
verður opnuð laugardaginn 4.
júní og stendur til 14. ágúst.
Miðasala Listahátíðar hefst á
þriðjudaginn í Gimli við Lækj-
argötu. Þar verða seldir miðar á
öll atriði hátíðarinnar, og á hátíð-
araukann, sem eru tónleikar Le-
onards Cohens föstudaginn 24.
júní.
Miðasalan verður opin frá
klukkan 13:30 til 19:00 alla daga,
en tekið verður við miðapöntu-
num í síma 28588 til klukkan
22:00 öll kvöld. Fólk er hvatt til
að kynna sér dagskrá Listahátíð-
ar og tryggja sér miða tímanlega
þar sem tónleikar vinsælla tón-
listarmanna, eins og Stephanes
Grappellis, Vladimirs Ashkenaz-
ys og Cohens verða aðeins einu
sinni.
LG
Jón Þórarinsson tónskáld og Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands, með eina af perlum Chagalls.
Mynd -Sig.
Tölvukennsla
Hermenn í
tölvuverinu
Tölvuver Fjölbrautaskóla
Suðurnesja hefur síðustu viku
verið þaulsetið starfsmönnum
amríska hersins á Keflavíkurflug-
velli sem lagt hafa nótt við dag til
að læra hina einu réttu meðferð á
gagnagrunni og ritvinnslukerfl
hersins.
Herinn tók tölvuverið á leigu
til námskeiðshalds fyrir starfsfólk
sitt en obbinn af þeim sem sóttu
námskeiðið voru þó íslenskir
meðlimir í Verslunarmannafélagi
Suðurnesja.
Að sögn Hjálmars Árnasonar,
skólameistara í FS, er námskeið-
ið sem nú er nýlokið ekkert ný-
mæli. Það sé rökrétt framhald af
endurmenntunarnámskeiðunum
sem haldin hafa verið í skólanum
síðastliðin þrjú ár.
Verslunarmannafélag Suður-
nesja hefur mikið barist fyrir
viðurkenningu á þessum endur-
menntunarnámskeiðum en að
þeim standa, auk VS, Félag
kaupsýslumanna á Suðurnesjum,
Kaupfélag Suðurnesja og Starfs-
mannafélag Keflavíkurbæjar. -tt
Ráðhúsið
Ríkislögmaöur blekktur
Minnihluti byggingarnefndar: Upplýsingar framkvœmdastjóra lögfrœði-
ogstjórnsýsludeildar alrangar. Ríkislögmaður: Sitthvað er lóð og byggingarreitur
að kann að vera rétt að form-
lega hafl ekki verið búið að
ganga frá lóðarstærðinni heldur
aðeins byggingarreit ráðhússin,
sem er að sjálfsögðu allt annar
handleggur. En ég gekk út frá því
að svo hefði verið og spurði ekki
út í það, sagði Gunnlaugur
Claessen ríkislögmaður við Þjóð-
viljann.
I álitsgerð minnihluta Bygging-
arnefndar Reykjavfkur, vegna
kæru frá 37 íbúum við Tjarnar-
götu varðandi sameiningu lóð-
anna við Vonarstræti 11 og
Tjarnargötu 11, vekur minnih-
lutinn athygli á því sem segir í
álitsgerð ríkislögmanns frá 2.2.
1988, bls. 9, en þar segir orðrétt:
„Aðrar stærðir, sem hann hefur
gefið okkur upp eru þessar: Lóð-
arstærð: 3.880 m2. Stærð hússins
brúttó: 4.600 m2“.
Minnihluti byggingarnefndar
segir í sínu áliti til félagsmálaráð-
herra að þessar upplýsingar sem
ríkislögmaður styðst við og feng-
nar eru frá Hjörleifi B. Kvaran,
framkvæmdastjóra lögfræði- og
stjórnsýslunefnd borgarinnar,
um meinta lóð séu alrangar. Ekki
hafi legið fyrir neitt samþykki frá
Gjaldeyriseftirlitið hefur nú
sent viðskiptaráðherra
skýrslu um gjaldeyrisútstreymið í
síðustu viku og þar kemur fram
að alls fengu 243 aðilar meira en
eina miljón króna í gjaldeyri þrjá
síðustu dagana fyrir gengisfell-
inguna. Sem kunnugt er af frétt-
byggingarnefnd eins og nauðsyn-
legt er sbr. gr. 5.6.1. í byg-
gingareglugerð, en þar segir orð-
rétt: „Ekki má skipta landi eða
lóð eða breyta landamerkingum
eða lóðamörkum á annan hátt,
nema með samþykki byggingarn-
efndar og sveitarstjórnar, enda sé
um fór um fjórðungur gjaldeyris-
forða okkar eða 2.5 miljarðar
króna út á þessum tíma.
Jón Baldvin Hannibalsson hef-
ur nú þessa skýrslu undir hönd-
um. Er Þjóðviljinn bað hann um
eintak af henni í gær sagði hann
að skýrsluna hefði hann fengið í
það í samræmi við skipulag“.
Minnihluti byggingarnefndar
telur því auðsætt að afmörkun
lóðarinnar nr. 11 viðTjarnargötu
sé í engu samræmi við staðfest
deiliskipulag og telur jafnframt
að meirihluti byggingarnefndar
hafi farið út fyrir valdsvið sitt.-grh
hendur þann sama dag og ekki
gefist tími til að kynna sér inni-
hald hennar. Þar að auki væri hún
merkt sem trúnaðarmál og á
henni hvíldi bankaleynd. Fyrr en
hann hefði kynnt sér málið nánar
myndi hún ekki fást birt í fjöl-
miðlum. -FRI
Gjaldeyrisútstreymið
243 fengu meira en miljón
Laugardagur 21. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3