Þjóðviljinn - 21.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.05.1988, Blaðsíða 5
INNSYN Ríkisstjórnin er nauðlent eftir hálfsmánaðar villuflug, búin að sjóða sig saman í málamiðlunum þarsem fyrst er hrært hér og svo þar og síðan er restin sett í nefnd til að athuga betur. Og loks er einsog ekkert hafi gerst, - nema það að Ólafur Þ. Þórðarson, sá sem greiddi fyrir þremur vikum atkvæði gegn van- trausti á stjórnina með biturri greinargerð, er núna hættur að vera stjórnarþingmaður, og orð- inn úrkula vonar um að Eyjólfur hressist. Petta hefur verið kúnstug kreppa í ríkisstjórninni, og það lýsir þessum stjórnvöldum vel að kreppan hófst með því að yfir- menn í bönkum og stórfyrirtækj- um ákváðu að fella gengið, - og kreppunni lýkur þegar ráðamenn í Alúsviss eru orðnir áhyggjufull- ir um að nytin detti úr bestu mjólkurkúnni. Saga úr Strætinu Lausafregnir úr kastalanum við Garðastrætið segja frá nokkru reiptogi milli íslenskra og svissneskra kapítalista um áldeil- una. Sagan er þannig að þegar þeir í Sviss hafi heyrt um hörkuna sem var hlaupin í málin, yfirvof- andi verkfall og framleiðslu- stöðvun, þá hafi þeir gripið reiknivélina, fundið út tapið á hugsanlegri vinnustöðvun, hringt í Ragnar og spurt: Hvað vilja þeir mikið? Ragnar hafi sagt Svissur- um það og um hæl fengið skipun- ina: Semjiði strax! f VSÍ-kastalanum setti menn hljóða nokkra stund, en síðan var ákveðið að þráttfyrir allt yrði þjóðin að eiga sitt dýrmæta sjálf- stæði: íslenska láglaunastefnan blívur hvað sem Svissarar segja, - enda getum við alltaf látið setja lög. Hver sannleikur sem í þessari sögu felst er það staðreynd að forsætisráðherra setti fram úrslitakosti og stjómarflokkarnir náðu saman einmitt í gær, daginn áður en verkfall skyldi hafið í ál- verinu. Pað er þannig þrýstingur að utan, - fyrst frá peningavaldinu, síðan frá stóriðjueigendum í út- löndum -, sem ákveður hjart- sláttinn í ríkisstjórninni. Ríkistjórnin greip að lokum til þess að afgreiða það sem eftir var af kjarasamningum með því að setja lög, og var reyndar í mörg- um tilvikum nóg að hóta lögum. Svardagarnir um „frjálsa" samn- inga hinna víðfrægu „aðila“ vinnumarkaðarins fóm enn einu sinni fyrir lítið, enda hafa þeir verið hálf misheppnaðir í vetur að áliti ráðherranna. Stjórnarslitumfrestað Kreppur í samstarfi flokka og einstaklinga um ríkisstjórn eru eðlilegar, - færa má að því rök að algerlega hnökralaust samstarf hljóti að vera merki um annað tveggja, einræði eða sjúkleika. Og kreppur geta gert ríkisstjórn- um gott, hert samstarfið, barið í brestina, gefið holl fordæmi, - ekki ólíkt og milli vina, að ekki sé minnst á hjónabönd. Forsenda þess að þetta gerist er að sjálf kreppan leysist með jákvæðum hætti, menn hnýti slaufurnar af einlægni og heiðarleika og ákveði að byrja uppá nýtt. Og kreppa í ríkisstjórn getur einnig haft þveröfug áhrif þegar menn ná aðeins saman á yfir- borðinu, eru í raun ósammála um niðurstöðuna, ganga frá samn- ingaborðinu fullir tortryggni og úlfúðar. Þá verður hver kreppa til að dýpka þá næstu þangað til tak- mörkunum er náð og allt springur í loft upp. Lok kreppunnar nú, krepp- unnar sem í framtíðinni verður sjálfsagt kennd við myrka mið- vikudaginn, bera engin merki þess að stjórnarsamstarfið muni batna. Þvert á móti virðast menn einungis hafa frestað stjórnar- slitum frammá haust. Stjórnaroddvitarnir vita að fiffin sem koma í staðinn fyrir hliðarráðstafanir með 13 prósent gengisfellingu eru fyrst og fremst til þess að koma samstarfinu af gjörgæslustiginu. Það á að reyna að vinna tíma yfir sumarið. Eftir tvo mánuði, þrjá eða fjóra verða menn komnir á sama staðinn, og þá þarf að gera eitthvað aftur. Þangaðtil á að reyna að redda. Kratar í þrengslum Það er ekki erfitt að skilja af- stöðu sjálfstæðisflokks- og al- þýðuflokksmanna í undanfarinni kreppu. Forystumenn þessara flokka hafa, hvorir með sínum hætti, lagt höfuð sitt að veði í þessu samstarfi. Jónarnir hafa teygt aðra Alþýðuflokksmenn trega á eftir sér með loforðum um að bráðum birti til, að matar- skattur og gengisfellingar muni að lokum skapa dýrðarríki jafn- aðarstefnunnar. Þetta hefur ekki gerst enn, og krötum þykir ekki mjög sniðugt að steypa sér í kosn- ingar þegar þriðjungur fylgisins er úti að aka í könnunum. Það eykur svo á vanda Alþýðu- flokksins að allt er á huldu með þróunina í samtökum launafólks, einkum í ASÍ, þarsem flokkurinn hefur lagt áherslu á að styrkja ítök sín. Viðræðurnar sem Al- þýðuflokksráðherrarnir báðu um við verkalýðsforingja enduðu með ósköpum. Ríkisstjórninni tókst ekki að kljúfa hreyfinguna upp einsog hún ætlaði, - og vegna innri óeiningar gat hún ekki höndlað þann bjarghring sem ASÍ-forystan rétti að henni, raunar nokkuð kænlega. Krata- forkólfarnir geta ekki hætt á stór- styrjöld við samtök launafólks, - einsog Framsókn og sjálfstæðis- menn voru reiðubúnir til flokks - og líta sjálfsagt á það sem árangur í þröngri stöðu að hafa tekist að fresta þeim málum í mánuð. Og alþýðuflokksmenn virðast jútakk bara stoltir yfir að hafa staðið að lögum á laun þeirra sem áttu eftir að semja. Porsteinn verður að lafa Þorsteinn Pálsson á pólitíska Forsætisráðherra samanbitnum vörum eftir ríkisstjórnarfundinn í gær með fjörutíu síðna yfirlit um nefndir og frestanir. (Mynd: Sig.) framtíð sína undir því að honum takist að stjórna stjórninni. Al- mannarómur, - að ekki sé minnst á þingmenn eða ráðherra -, er ekki beinlínis á því að Þorsteinn hafi brillerað í forsætinu, og með Þorsteini er Sjálfstæðisflokkur- inn dæmdur. Það er rétt að hafa í huga að ætlanir Sjálfstæðis- flokksins í þessari ríkisstjórn eru öðruvísi en áður: auk venjulegrar hagsmunagæslu og hefðbundinn- ar íhaldspólitíkur er þess nú kraf- ist af forystunni að hún rétti flokkinn við eftir klofningsáfall- ið. En þótt gengi Borgara sé af- leitt í könnunum réttist ekkert úr stóra flokknum, og flokksforyst- unni dettur ekki í hug að hætta á neitt í námunda við kosningar nema hún sjái sér stöðu til að vinna þokkalega á. Sjálfstæðisflokkurinn verður að halda sér í vonina um betri tíð með blóm í haga, og reynir að treysta tök sín í stjórnkerfi og við- skiptalífi á meðan beðið er eftir fylginu. „Ávallt viðbúnir“ Það styður svo flokkana tvo í að halda áfram enn um sinn að Borgaraflokkurinn hefur aftur og fram látið í ljós að hann sé reiðu- búinn að koma inn í stjórnina ef illa gengur, í staðinn fyrir hvort sem er Framsókn eða krata, og án mikilla skilyrðá, - meðan ljóst er að Kvennó og Allaballar mundu ekki setjast í stjórn kosn- ingalaust nema fyrir slíkt pólitískt verð að það væri eins gott fyrir hina að fara í kosningar. Síðasta teikn frá Borgurum er stutt grein í Morgunblaðinu eftir Albert Guðmundsson, birt á miðopnunni sem höfð er fyrir það sem Mogga er kærast. Greinin, sem heitir „Ávallt viðbúnir“, virðist að vísu skrifuð undir áhrifum af véfréttinni í Delfí. í henni virðist Albert bjóða stuðning eða þátttöku ef svo færi að ríkisstjórnin missti af sér einn partinn. Þetta kemur raunar ekki á óvart, - allan síðari hluta vetrar hafa Borgararnir litið á stjórnarþátttöku sem eina helstu leiðina útúr fylgislægðinni. Þeir hafa þannig gegn vilja sínum verið einskonar grýla á krata og einkum Framsókn, sem við að fara úr stjórninni gæti lent í mjög skrítinni stjórnarandstöðu. Þótt framsóknarmenn hafi far- ið hamförum í nýlokinni stjórnar- kreppu höfðu þeir takmarkaða stöðu til að sprengja stjórnina nú og hætta á kosningar. Þeir hafa að vísu mátt una sæmilega við vís- bendingar úr könnunum, en hefðu orðið að reka kosningabar- áttuna á afar veikum forsendum: helsti ágreiningur flokksins nú var að hann vildi ennþá meiri gengisfellingu og miklu harka- legri kjaraskerðingu. Forystu- menn hans - nema Ólafur Þ. - vona því að Eyjólfur hressist, og ef hann gerir það ekki treysta þeir á að geta sagt að þetta hafi þá alltaf grunað, enda hafi hinir flokkarnir ekki farið að þeirra til- lögum. ✓ Ottinn sameinar Einsog stendur sameinar ótt- inn stjórnarflokkana, óttinn við að hætta, óttinn við að þurfa að standa kjósendum skil á afrekun- um síðan í fyrrasumar. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki eingöngu veikst innávið í kreppunni undanfarinn hálfan mánuð, ekki bara misst einn mann úr þingmeirihlutanum. Hún hefur einnig veikst verulega gagnvart viðmælendum og við- semjendum sínum í samfélaginu, og ekki síst hefur hún veikst þar sem síst mátti við, í áliti almenn- ings. Til lengdar heldur ríkisstjóm ekki út í þeirri stöðu sem Þor- steinn Pálsson og félagar virðast nú komnir í, og menn skyldu ekki verða hissa þótt nýjar kosningar yrðu borðaðar eftir eina eða tvær dýfur í viðbót, - sennilegast strax í haust. Mörður Árnason Nauö- lending Stjórnarvélin í vandrœðum. Einn útbyrðis. Frekariflugáœtlun óákveðin. Svarti kassinn týndur Laugardagur 21. mai 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.