Þjóðviljinn - 21.05.1988, Blaðsíða 15
3. deild
Stjarnan
nýtti
vindorkuna
í Sandgerði áttust við í gær-
kvöldi Reynir frá Sandgerði og
Stjarnan úr Garðabæ. Mikið rok
var á vellinum og höfðu heima-
menn vindinn í bakið í fyrri hálf-
leik en náðu ekki að skora. Aftur
á móti tókst Ingólfi Ingólfssyni að
nýta vindinn í síðari hálfleik þeg-
ar hann skoraði eina mark
leiksins fyrir Stjörnuna á meðan
Reynir komst lítið yfir miðju.
-jb/ste
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Þorgrímur Þráinsson var skástur íslandsmeistaranna þegar þeir gerðu
jafntefli við nýliðana.
4. deild
Hvatberar sprækari
Léttir fékk Hvatbera í heim-
sókn á gervigrasið í gærkvöldi.
Gestirnir voru látlaust í sókn í
fyrri hálfleik og uppskáru tvö
mörk sem Sigtryggur Pétursson
og Jóhann Ármannsson skoruðu.
Eftir leikhlé var meira jafnræði
með liðunum og skoraði hvort lið
tvö mörk. Það voru Sigurður
Linnet og Valdimar Óskarson
sem skoruðu mörkin fyrir Létti
en Skúli Gunnsteinsson, sem er
kunnari fyrir að skora mörk í
handbolta, og Atli Atlason sem
skoruðu mörk Hvatbera.
Hvatberar sögðu að þeir væru
ekki af baki dottnir og eru líklegir
til alls í sumar. Liðin hrósuðu
dómaranum Einari Ásgeirssyni
upp í hástert og töldu að þetta
hefði verið besta dómgæsla í
langan tíma.
Léttir-Hvatberar 2-4 (0-2)
Mörk Léttis: Siguröur Linnet og Valdimar
Óskarsson.
Mörk Hvatbera: Sigtryggur Pétursson,
Jóhann Ármannsson, Skúli Gunnsteins-
son og Atli Atlason.
Juventus á enn möguleika á Evrópusœti
Það þurfti framlengingu til að
knýja fram úrslit í seinni bikarúr-
slitaleik Sampdoria og Torino.
Sampdoria hafði unnið fyrri
leikinn með tveimur mörkum
gegn engu en Torino náði að
vinna þann mun upp. I framleng-
ingunni skoraði svo Fausto Sals-
ano sigurmark Sampdoria og
tryggði liði sínu þannig bikarinn.
Staðan í hálfleik var 1-0 eftir að
Pietro Vierchowod hafði gert
sjálfsmark. í síðari hálfleik
skoraði Antonio Pagnin annað
mark fyrir Torino en það dugði
ekki til því þeir töpuðu framleng-
ingunni sem áður sagði.
Sampdoria lenti í fjórða sæti 1.
deildarinnar og hafði þannig
tryggt sér sæti í Evrópukeppni fé-
lagsliða (UEFA-keppninni). En
þar sem liðið varð bikarmeistari
þá losnar eitt sæti í keppninni og
nágrannaliðin Juventus og Tor-
ino bítast um það sæti. Risaveldið
Juventus á því enn möguleika á
að komast í Evrópukeppni en lið-
ið hefur verið fastagestur síð-
astliðinn aldarfjórðung.
Liðin sem Ítalía sendir í Evr-
ópukeppni verða því AC Milan í
keppni meistaraliða, Sampdoria í
keppni bikarhafa, og Napoli,
Roma, Inter Milan og annað
hvort Juventus eða Torino í
UEFA-keppnina. Aukaleikur
Toronóliðanna verður leikinn
innan skamms. -þóm
komast íáir með
tærnar
liðfum liælana!
r ^
IIOYK
AUSTURSTRftlHJ • SJ2345
Og þetta líka...
Aldursforseti
íslandsmótsins
er líklega í 4. deildarliðinu Létti því þar
spilar hinn síungi Gunnar H. Gunn-
arsson sem átti nýlega 46 ára afmæli.
Frjálsar
íris bætti
metið um metra
íris Grönfeldt bætti nýtt ís-
landsmet sitt um einn metra á
Bislet leikvanginum í Osló. Hún
kastaði spjótinu 62,04 metra en
aðeins nokkrum dögum áður
hafði hún kastað einum metra
styttra.
Með þessum árangri hefur íris
náð ólympíulágmarkinu en það
er 61 og hálfur metri. Hún fer því
að öllum líkindum á leikana í Se-
oul í haust en íslendingar hafa
aldrei átt keppanda í spjótkasti
kvenna á ólympíuleikum.
IÞROTTIR
l.deild
Leiftur í 4. sæti
Valsmenn gerðu markalaust jafntefli í
Olafsfirði í gærkvöldi
Blankalogn og blíða var í Ólafs-
firði þegar nýliðarnir endurtóku
leikinn sem þeir léku við Skaga-
menn og gerðu jafntefli við Is-
landsmeistarana. Og til að kór-
óna veðrið kom stutt rigningar-
skúr rétt fyrir leikinn svona til að
bleyta völlinn og hemja rykið.
Leikurinn fór rólega af stað en
fljótlega tóku Valsmenn völdin
og á 20. mínútu varði Sigurbjörn
Jakobsson á marklínu heima-
manna. Mínútu síðar skutu Vals-
arar í slána og boltinn hrökk fyrir
markið þar sem Ámundi var f
Leiftur-Valur 0-0
Spjöld: Halldór Guðmundsson gult
Dómari: Baldur Scheving
Maður leiksins: Sigurbjörn Jakobsson
Leiftri.
Ítalía
dauðafæri en skallaði boltann yfir
markmannslaust markið þar sem
Þorvaldur var víðsfjarri. Á 30.
mínútu fékk síðan Jón Gunnar
Bergs Valsmaður gott færi inní
markteig Leiftursmanna en Sig-
urbjörn kom aftur til hjálpar þeg-
ar hann bjargaði í horn.
Fljótlega eftir leikhlé náðu
heimamenn meiri tökum á
leiknum. Á7. mínútu var Hörður
Benónýsson felldur inní vítateig
Valsmanna en dómarinn sá ekk-
ert athugavert við það. Fjórum
mínútum síðar björguðu Vals-
menn af línu eftir skot frá Guð-
mundi Garðarssyni en á 16. min-
útu fékk Valsmaðurinn Valur
Valsson gott færi en skallaði yfir.
Liðin fengu síðan nokkur góð
færi eftir þetta en leikurinn rann
út án þess að nokkrum tækist að
skora.
-jh/ste
Staðan
KR 2 1 1 0 5-3 4
Fram 1 1 0 0 1-0 3
IBK 2 1 0 1 4-4 3
Leiftur 2 0 2 0 0-0 2
Víkingur 1 0 1 0 2-2 1
lA 1 0 1 0 0-0 1
Valur 2 0 1 1 0-1 1
KA 0 0 0 0 0-0 0
Þór 0 0 0 0 0-0 0
Völsungur t 0 0 1 1-3 0
Markahæstir:
2 Trausti Ómarsson, Víkingi
2 Björn Rafnsson, KR
2 Ragnar Margeirson, IBK
2 Sigurður Björgvinsson, IBK
Reynlr S.-Stjarnan 0-1 (O-O)
Mark Stjörnunnar: Ingólfur Ingólfsson
Sampdoria
bikarmeistari