Þjóðviljinn - 21.05.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.05.1988, Blaðsíða 9
Tónleikar „I hate music“ Á mánudaginn heldur Esther Helga Guðmundsdóttir sópransöng- kona sína fyrstu einsöngstónleika hér á landi. Tónleikarnir verða á Kjarvalsstöðum og hefjast kl. 20:00, undirleikari er David Knowles. Esther lauk prófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1983. Undan- farin fjögur ár hefur hún stundað nám í söng og tónlistarfræðum við Háskólann í Indiana, Bandaríkjunum, og lýkur þaðan prófi í lok þessa árs. Hún hefur sungið tvö hlutverk við óperuna í Indiana, auk þess sem hún hefur verið einsöngvari með kórum á ferðalögum til Ítalíu, og komið fram við ýms tækifæri hér á landi og erlendis. David Knowles útskrifaðist sem píanóundirleikari frá Royal Nort- hern College of Music í Manchester árið 1980. Hann hefur verið búsettur hér á landi í árabil, og starfar sem undirleikari við Söngdeild Garðabæjar og Söngskólann í Reykjavík. Hann hefur komið fram sem undirleikari víða um land. Á efnisskrá tónleikanna eru dramatískar aríur úr óperum eftir Gluck og Menotti, Sígaunalög eftir Dvorák, þrjú ljóð eftir R. Strauss, Ljóðaljóð Páls ísólfssonar og ljóðaflokkurinn I hate music eftir Leonard Bernstein. LG Bach í Borgamesi Á mánudagskvöldið kl. 21:00 heldur Örn Magnússon píanóleikari tónleikaí Borgarneskirkju. Örn er fæddur í Ólafsfirði. Hann lauk prófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri 1979, og stundaði framhaldsnám í Manchester, London og Berlín. Hann kom heim frá námi 1986, og hefur verið kennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, auk þess sem hann hefur hald- ið tónleika í Reykjavík og á landsbyggðinni. Á efnisskrá tónleikanna í Borgarneskirkju eru eingöngu verk eftir J.S. Bach. j f • Píanótónleikar Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari heldur tónleika í íslensku óperunni þriðjudaginn 24. maí kl. 20.30. Þorsteinn Gauti hóf ungur píanónám og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979. Hann stundaði framhalds- nám í Juilliard School of Music í New York og í Róm á Ítalíu og hefur komið fram víða um lönd sem einleikari með hljómsveitum og á tónleikum. Á efnisskránni eru verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, S. Rac- hmaninoff, M. Ravel og F. Liszt. Miðaverð er kr. 400,- og afsláttur til Styrktarfélaga íslensku óper- unnar, ellilífeyrisþega og námsmanna er 15% (eða kr. 340,-). Auglýsing um starfslaun til listamanna Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar auglýs- ir eftir umsóknum um tvenn starfslaun til lista- manna. Annars vegar eru starfslaun til 12 mánaða hið lengsta og fer úthlutun þeirra fram í júnímánuði, en hins vegar eru starfslaun til þriggja ára og fer úthlutun þeirra fram hinn 18. ágúst. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir úthlutun, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamenn skulu skuldbinda sig til þess að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfs- launa. Umsóknarfrestur er til 10. júní 1988. Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar Austurstræti 16 Til sölu Technics/Sansui hljómflutningstæki 120wött, nýr rúskinnsjakki, Sturlunga, DBS reiðhjól, hús- gögn, svart-hvítt sjónvarp o.fl. Á sama stað ósk- ast ódýr bíll, helst skoðaður ’88. Upplýsingar í síma 21387. Eiginmaður minn og faðir okkar Gunnar Vilhjálmsson Álfheimum 42 LADA STATION 5 g. LADA 1200 \ Hugsaðu málið Ef þu ert i bílahugleiðingum,ættir þú að lesa þessa auglýsingu tvisvar. Ræddu við sölumenn okkar um kosti LADA bilanna og vinsælu greiðslukjörin. Afgreiðslu- tíminnn er 2-4 dagar. Við eigum einnig úrval notaðra LADA bíla. Beinir símar: Nýir bilar sími: 31236 Notaðir bílar sími: 84060 2800 Lada bílar seldir ’87 Opið laugardaga frá 10-16 Festið bílakaup - forðist hækkanir andaðist 19. þ.m. á Landspítalanum. Guðveig Hinriksdóttir og börn Laugardagur 21. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.