Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 5
... það vœri ánœgjulegt ef heimsókn Pierre Soulages til íslands hefur opnað augu manna fyrir því að ísland er í eðli sínu svarthvítt en ekki blátt, grœnt og rautt, eins og stundum hefur verið reynt að halda að útlendingum á aðfangadag árið 1919, í bænum Rodez í suðvestur Frakklandi og verður því 69 ára á næstu jólum. Hann býr í dag í París, en dvelur einnigmikiðístrandbænum. Séte suður við Miðjarðarhaf þar sem hann er með aðra vinnustofu. „Þegar ég var þrettán ára,“ segir Soulages, „var ég orðinn sannfærður um að listin væri hið eina sem væri þess virði að maður helgaði henni líf sitt. Mér fannst ekki mikið til venjulegra fullorð- insstarfa koma.“ Hann þekkti hins vegar ekkert til nútímalistar sem barn og unglingur heima í Rodez og sá í fyrsta skipti verk eftir listamenn frá þessari öld þegarhann kom til Parísar 18 ára, árið 1938, til að taka inntökupróf í Parísarakademíið og verða mál- ari. „Ég komst hins vegar ekki að því fyrr en í stríðinu mörgum árum síðar að það væri til ab- strakt málaralist.“ Eftir tvær vikur í listaskólanum í París hefur hann komist að því að þar er verið að gera allt aðra hluti en þá sem hann hefur áhuga á, svo hann fer aftur heim í sveitina og vinnur við landbúnað- arstörf rétt fyrir utan Montpellier meðan á stríðinu stendur. Jafn- framt málar hann tragísk og snauð landslög, hálfabstrakt, í myrkum litum. Einn af ná- grönnum hans var rithöfundur- inn Joseph Delteil og hjá honum hittir hann dag einn málarann Soniu Delaunay sem er fyrsta manneskjan sem hann heyrir tala um abstrakt list. Það mun hafa verið undir hersetu Þjóðverja, árið 1943. Um svipað leyti sér hann eftirprentanir af abstrakt verkum eftir Mondrian og Kand- insky í áróðursriti nasista, SIGN- AL, í grein þar sem fjallað er um „úrkynjaða“ litamenn og þykir mikið til koma. Þegar menn fjalla um list Sou- lages í dag, eru venjulega tíndar til nokkrar skýringartilgátur úr æsku listamannsins til að varpa ljósi á uppruna abstraktverka hans og ástríðusambands hans við svarta litinn. Þannig hafa menn viljað sjá vissar hliðstæður með verkum hans og keltneskum (eða gaulverskum) bautasteinum með einhvers konar rúnaáletrun- um (þeim er nefndir eru Menhír- ar, og við kömmumst við í frá- sögnum af Obelix og Asterix), og strákpollinn Soulages mun hafa haft gífurlegan áhuga á í æsku. Þá sjá menn í verkum Soulages áhrif frá rómverskum skúlptúr- um og rómverskum miðalda- kirkjum í sveitinni við Rodez, sem munu hafa verið annað aðal- áhugamál listamannsins í berns- ku. Hann tengir reyndar sjálfur „köllun“ sína til að verða málari því er hann var eitt sinn staddur í rómversku kirkjunni Sainte-Foy de Conques, innan um þungan, hráan steininn, síbreytilega tóna hálfskugganna og mjóar ljósrákir sem bárust úr djúpum og þröng- um gluggaborum og skáru mass- ífan steininn... Annað sem rifjað er upp varð- andi snemmbærar abstraktsann- færingar listamannsins eru svörtu trén. Soulages segist nefnilega svo frá að þegar hann var barn í skóla, þá teiknaði hann aðallega vetrarlandslög, sem voru mest nakin svört tré, ýmist á hvítum eða brúnum grunni. Hann hafði þann háttinn á að fara eins langt frá fyrirmyndinni og hann gat þannig að öll smáatriði hyrfu. Því það sem hann hafði áhuga á var fyrst og fremst „líkamlegt útlit“ trjáformsins, þ.e.a.s. tréð sem abstrakt skúlptúr, og svo hvernig hinn dökki litur dró fram birtu pappírsins sem varð ýmist snjór eða himinn. í smiðju til snikkara, sútara ... í lok stríðsins, þegar Soulages er 26 ára sest hann að í úthverfi Parísar til að helga sig málaralist- inni í nálægð við sýningarsali heimsborgarinnar. Verk hans eru frá upphafi abstrakt án nokkurr- ar skírskotunar til hins fígúratífa. Þetta eru magrir tímar og lista- maðurinn málar aðallega á papp- ír og gömul lök. Notar kol, sér- stakan brúnan lit sem unninn er úr hnetuskurni, prentblek, tjöru og annað tilfallandi. Á þessum árum gerir hann líka tilraunir með ýmis verkfæri sem ekki telj- ast til hefðbundinna verkfæra listmálara. Hann tekur t.d. frá upphafi húsamálunarpensla fram yt’ir venjulega pensla og sækir einnig ýmis verkfæri í smiðju til bókbindara, snikkara, sútara, veggfóðrara og til vefara, sem hann svo breytir og lagar eftir sín- um þörfum. Dökkar línur á hvítum grunni einkenna þessi fyrstu abstrakt- verk Soulages. Línur hans eru þó aldrei magrar og línulegar, því listamaðurinn lítur svo á að mýkt og sveigjanleiki línunnar sé ein- mitt veikleiki hennar. Nálgist jafnvel tilfinningasemi. Auk þess segi línan alltaf sögu og tilheyri því tímanum, en Soulages minnir okkur hins vegar á að verk hans segi „enga sögu, lýsi engu, tákni ekkert“. Og til þess að línurnar verði ekki línur, heldur litaður flötur og tíminn varanlegur, þá fer Soulages að nota sköfur, spaða og stinn leðurblöð til þess að breiða úr litnum á dúknum og síðan til að skafa í hann aftur til að fá fram málningarlög sem eru undir ystu lögunum. Soulages reynir að fá inni með verk sín í nokkrum sýningar- sölum Parísar, en er neitað um þátttöku þar til árið 1947 að hann kemst inn á SALON DES SUR- INDEPENDANTS, sem hafði þá sérstöðu meðal sýningarsala borgarinnar að hafa enga dóm- nefnd og þurfti því ekki að leggja fram nema „smáupphæð til að fá þrjá metra af sýningarvegg og geta hengt þar upp það sem mann Iysti.“ Hin dökku verk Soulages skáru sig mjög út úr hinum lit- skrúðuga andblæ sýningarinnar. „Áhrifamikil symfónía myrkra lita,“ skrifaði einn gagnrýnandi, en annars voru það fyrst og fremst aðrir listamenn, s.s. Chri- stine Boumester, Goetz, Hart- ung, Schneider, Delmarle, Do- mela og Picabia sem sýndu verk- um hans áhuga. „Ég var sannfærður um það þá,“ segir Soulages, „að sú athygli sem verkin mín vöktu væri ekki til- komin vegna gæða þeirra, heldur vegna þess að þau voru eins og svartur blettur í mikilli litahjörð verka...“ Eftir á hefur verið reynt að setja Soulages í samhengi við flestalla abstrakt skóla og stefnur sem komu fram í Evrópu eftir stríð, s.s. hina svokölluðu „tac- hista“ (sem íslenska orðið kless- umálari á eflaust eitthvað skylt við), formlausa (!) skólann, lýr- íska abstraktmálverkið, geó- metríska skólann, o.s.frv. Loks er hann margtalinn einn mikilvægasti fulltrúi hins al- menna og óljósa eftirstríðsára- fyrirbæris sem nefnt hefur verið „Parísarskólinn". „Þegar ég Pierre Soulages: Svartur er göfugastur allra lita af því að hann tekur alla hina í faðminn kynnist hóp af listamönnum sem eiga eitthvað sameiginlegt," segir Soulages, „þá hef ég engan áhuga, því það sem þeir eiga sam- eiginlegt deila þeir líka með öðr- um.“ Largo eftir Bach En það eru ekki Frakkar, held- ur Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Danir sem fyrstir eru til að sýna verkum hans áhuga. Árið 1948 ákvað þýskur læknir frá Stuttgart að standa fyrir sýn- ingu í Þýskalandi á þeirri frönsku abstraktlist sem hafði verið að gerjast í stríðinu. Við skulum ekki gleyma því að stríðið var ennþá nálægt og að samband Þýskalands við alla nútímalist hafði verið algerlega rofið meðan á hinum langa valdatíma nasista stóð, og því má frumkvæði Þjóð- verja teljast nokkuð merkilegt. Valin eru verk eftir tíu listamenn á sýninguna, þar á meðal sex mál- verk eftir Soulages, og er eitt þeirra, í svörtum og hvítum lit, valið til að kynna sýninguna og prentað á veggspjald sem barst víða og vakti mikla athygli. Sýn- ingin GROSSE AUSSTEL- LUNG FRANÖSISCHER AB- STRAKTER MALEREI, ferð- aðist á milli safna í helstu borgum Þýskalands hátt á annað ár og vakti gífurlegan áhuga. „Það er einungis „largo" eftir Bach sem getur gefið okkur svipaða tilfinn- ingu og verk Pierre Soulages,“ skrifaði þýskur gagnrýnandi. „Löngu síðar,“ segir Soulages, „kynntist ég þýskum skáldum og listamönnum sem minntust á það hversu mikil áhrif þetta vegg- spjald í svörtu og hvítu hefði haft á þá, svo hræðilega miskunnar- laust og skýrt á veggjum rúst- anna.“ í framhaldi af sýningunni í Þýskalandi fara listagallerí að veita Soulages athygli og hann fer að fá heimsóknir frá erlendum listamönnum, forstöðumönnum safna o.s.frv. 1 kjölfarið fylgir þátttaka í sýningum víða út um heim, í New York, í Brasilíu, Kaupmannahöfn, Tókíó og loks í sýningunni „Advancing French Árt“, sem fór á milli safna í borg- um Bandaríkjanna árið 1949. Árið 1951 heldur Soulages eftirminnilega sýningu í Gallerí Birch í Kaupmannahöfn, þar sem öll verkin seljast, og síðar sama ár heldur hann sína fyrstu einkasýn- ingu í Galerie de France í París (52 Rue de la Verrerie), þar sem hann hefur sýnt reglulega síðan (á þriggja til sjö ára fresti), síðast árið 1986. Árið 1979 var Pompidou safnið í París með stóra yfirlitssýningu á verkum hans. Það sem er svo merkilegt við skiptingu málverka í svokölluð abstrakt og fígúratíf verk, er að Sunnudagur 22. sú flokkun sem gengið er út frá, snýst algjörlega við ef gengið er nógu nálægt (of nálægt) verki. Þannig gerist það þegar gengið er alveg upp að fígúratífu verki að hlutir og manneskjur eiga það til að fletjast út og verða að „ab- strakt“ litaflekkjum og formum. Ef sami hátturinn er hafður á um abstrakt verk þá snýst hins vegar dæmið við og þar sem áður voru bara litir og form, þar fara að myndast alls kyns kunnuglegir hlutir og fyrirbæri. Verk Pierre Soulages virðast að þessu leyti hafa sérstaklega örvandi áhrif á ímyndunarafl fólks og má finna í skrifum um þau mjög fjölskrúð- uga líkingasmíð. Þannig finna menn gjarnan í verkum hans alls kyns veggi æsku sinnar, niður- nídda, mosavaxna, sprúngna, í bland við fjósbita og ryðgað járn, sumir fílósófera um framtíð listar út frá svörtum skýjum, fullum af rigningu, sem ljósrákir séu að brjóta sér leið í gegnum; aðrir eru staddir í neðansjávarhellum við bláa skímu og komast ekki upp á yfirborðið, sumir standa frammi fyrir hamraborg, aðrir eru uppi á iökulbreiðu, blindaðir af snjó- birtu... Það er ekki að efa að ís- lendingar með alla sína flóru gætu bætt miklu við þennan lista ef Pierre Soulages sendir okkur næst skipsfarm af svörtum mál- verkum. Auður Ólafsdóttir mai 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.