Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 15
þjóðum fært um að bjarga því sem bjargað verður og bæta fyrir fyrri syndir þar sem það er hægt. Vissulega hefur sá ágæti grein- arhöfundur mikið til síns máls þótt spyrja mætti um leið: Hafa menn sem hugsa svipað og hann sjálfur gefist upp við það að leita að einhverju öðru þróunar- mynstri en því sem svo sannar- lega stefnir samanlögðu lífríkinu í háska? Eru menn eins og dæmdir til að herma eftir „Fyrsta heimin- um“? Munaður - út úr neyð í beinu framhaldi' af þessu vaknar líka þessi spurning: Er náttúruvernd lúxus sem menn leyfa sér ekki fyrr en þeir eru komnir í álnir? Náttúruvernd fæddist í „fyrsta“ heimi iðn- væddra kapítalískra ríkja og ást- æðurnar voru tvær: Annarsvegar höfðu menn spillt svo sínu um- hverfi að þeir voru neyddir til að aðgerða í bókstaflegum skilningi - hinsvegar voru samfélögin orð- in nógu rík til að þykjast geta leyft sér í einhverjum mæli jafn „óarðbæra" starfsemni og náttúr- uvernd sýnist vera (vitanlega er hún arðbær þegar til lengdar lætur). í höfuðríki „annars heims“ byltingarríkja undir for- ystu kommúnistaflokka, Sovét- ríkjunum; hefur þróunin orðið svipuð. Á fyrsta skeiði ætluðu menn að yfirstíga fátæktina með risaskrefum í iðnvæðingu og flýttu fyrir sér með feiknalegri sóun og tiliitsleysi við náttúruna og auðlindaforðann. Og nú þegar þessi afstaða hefur leitt til stór- slysa (uppþornun Aralhafs, mengun Bajkalvatns ofl.) þá bil- ar hin einsýna hagvaxtarhyggja, mótmælaalda rís og almennings- álitinu tekst að snúa við þróun- inni - amk hér og þar. Þriðji heimurinn er enn á því stigi, að fáir áhrifamenn þar telja lönd sín hafa efni á því að sinna þessum málum að ráði: Við teflum upp á líf og dauða, segja þeir, fólkið okkar er hungrað og skortir allt til alls. Og þetta er skiljanleg af- staða - um leið og hún er því mið- ur notuð til að afsaka skyndigróð- abrall nýríkra í hinum fátæku löndum og til að skjóta á frest ýmsum erfiðum ákvörðunum, sem enginn mun þó undan kom- ast. Það dapurlegasta við þessa þróun alla er það, að það er eins og þurfi yfirvofandi eða raun- veruleg stórslys til að þjóðfélög af hinum ýmsu gerðum fari í alvöru að reikna inn í sitt framfaradæmi þá glæpsamlegu sóun sem um- gengnin við náttúruna og auð- lindir hennar hefur haft í för með sér. Það er svo jákvætt, að marg- falt fleiri menn en áður gera sér grein fyrir því hvað er á seyði og hvað er í húfi. Menn hafa að minnsta kosti gert sér grein fyrir því, að jörðin er „geimskip" og vistir um borð takmarkaðar. Þeir lifa ekki í þeirri blekkingu sem segir mönnum að ganga í ótæm- andi sjóð og sækja sér hnefa. Hitt er svo eftir sem erfiðara er: að draga ályktanir af því, að það er, útilokað að jarðarbúar allir svo mikið sem nálgist neyslustig þeirra samfélaga sem ríkust eru í dag með þeirri gífurlegu sóun á orku og efnum sem til þess hefur þurft. En einmitt þetta krefst þess að menn spyrji ekki um hag- vöxt heldur hvernig hagvöxt, ekki um framför heldur nýtt inntak framfaranna, gangi ekki út frá því sem vísu að meira sé betra heldur finni kröfum sínum um frelsi og þroska aðra leið. Sá sem nennir að lesa þennan langhund getur svo spurt að lok- um - já en hvað kemur okkur þetta við nú í bakföllum gengis- fellinga og markaðsvandræða og annarra leiðinda? Kannski von að spurt sé, því sá er eldurinn heitastur sem undir skuldasúpu dagsins er kynntur. En mætti þó minna á það undir lokin, að við búum í landi sem er herfilegar leikið af mannavöldum en flest önnur og lifum á sjófangi, sem við göngum einatt svo nærri, að við verðum að halda þúsund og eina ræðu um sterkan bjór til að gleyma um stund þeim ósköpum. ÁB Sá einn erfrjáls maður sem fœr að aka hratt Nýr hœgriflokkur í Sviss, Bílaflokkurinn, sker upp herörgegn umhverfisverndarmönnum Óánægðir smáborgarar í Sviss leita nú í vaxandi mæli til Bílaflokksins svonefnda, sem Michael nokkurDreher hefur stofnað til höfuðs þeim sem berjast gegn mengun og umferðarbrjálæði. Dreher þessi vakti ekki alls fyrir löngu fjölmiðlaathygli þegar hann reis upp á hádegisverðarfundi hjá Svissneska náttúru- fræðafélaginu og mælti með því að rauðliðar og græningjar yrðu „negldiráveggog sprautað á þá úr eldvörpu". Dreher hóf sitt heilaga stríð 1979 þegar hann bauð sig fram í Zúrich með ásökunum stórum um aumingjaskap borgaralegra flokka sem hefðu jánkað viðleitni borgaryfirvalda til að takmarka umferð einkabfla. Hámarkshraði í stjórnarskrána! Framboðið bar þá lítinn árang- ur. Tíðarandinn blés á móti Dre- her og hans kumpánum. Um- hverfisvernd var hætt að vera einkamál græningja, heldur hafði ríkið tekið þau mál upp á sína arma. Feiknalegur umferðar- þungi og skógardauði í þessu bfl- ríka landi skelfdi embættismenn krækja sér í tvö þingsæti í al- mennum þingkosningum og sjö og tíu sæti á fylkisþingum í kan- ónunum St.Gallen og Thurgau og síðan hafa hefðarflokkar borg- aralegir nokkrar áhyggjur af þessari hreyfingu. Eftirlætisvígorð Drehers er að sú þjóð ein sé frjáls sem er á hjól- um. En hann leitast við að virkja fleira en akstursgleði Svisslend- inga. Hann er á móti bættum al- menningssamgöngum, gegn lækkun eftirlaunaaldurs, gegn út- lendingum, hann vill fleiri hrað- brautir, óheftan kynlífsiðnað og kjarnorku. Hann notfærir sér af útsjónarsemi framtíðarótta landa sinna, ergelsi út í yfirvaldið, út- lendingahatur og almennt ráð- leysi kjósenda. Hinir ráðsettari flokkar tala um Bílaflokkinn sem alvarlegt til- ræði við virðulegt almenningsálit í landinu. En um leið verða menn varir við það að Bílaflokkurinn hafi mjög dregið úr áhuga ann- arra hægriflokka á mengunar- vörnum og takmörkunum um- ferðar. Lýðræðisflokkurinn og Svissneski þjóðarflokkurinn hafa báðir lagt það til við stuðnings- menn sína að þeir greiði atkvæði gegn tillögum um takmarkanir á einkabflaumferð og stuðning við almenningssamgöngur sem koma til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði. og stjórnmálamenn. Stjórnin dró úr lagningu hraðbrauta og tak- markaði hámarkshraða á venju- legum vegum við 80 km á klukku- stund ( áður var miðað við 100 km hámarkshraða) og skar hám- arkshraða á hraðbrautum niður úr 130 km í 120 km. Og Sviss varð fyrsta ríkið í Evrópu til að setja lög um það hve miklu eitri bílar mættu spúa út um sín útblást- ursrör. Þessu þótti mörgum þegni illt undir að búa. Bflablaðamaður einn safnaði 260 þúsund undir- skriftum undir kröfuna um að fyrri hámarkshraði - 100 km og 130 km - yrði aftur tekinn upp og bundinn sem réttur í stjórnar- skrá. Fleiri hugsjónamál Upp úr því stofnaði Dreher Bílaflokk sinn - það var árið 1985. Fyrst var hlegið að mannin- um. En svo tókst honum að Dreher flokksforingi og dauðir skógar: ég geri bara eins og mér sýnist, enginn skal hafa vit fyrir mér... Sunnudagur 22. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.