Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 20
Veðrabrigði Sumarblíða björt og þýð bjó við íðilfagra hlíð, þar til kvíði og kylja stríð kölluðu um síð á breytta tíð. Varð þá skammœr skúra bið, skýja gammar áttust við, aftur og fram og út á hlið, enginn rammar þeirra sið. Meðan enn var mild sú raust margt úr hennar viðjum braust, saman brenna sumar og haust, sólin rennir þeim í naust. Storma hróp sem öld af öld endurskópu veðra fjöld, fjöllin sópa fram á kvöld, frelsis óp eru til þess völd. Ormar snarast út á hlað allir í var á betri stað. Hugsuð fjarlœgð fœrist að, fuglaskarinn sá um það. Þá kom nóttin þung á brá þrúguð af óttans leyndu vá, um myrkan þrótt og sollinn sjá sortans óttur kváðust á. Klaka svarfi og svellum byrgð svall að starfi öll sú hirð, uns ýlir hvarf við atlot stirð yst við stjarfa himins firrð. Margan kól að mynnast við mörsug á róli úti við, því voru skjólrík sett á svið sólhvörf, jól og veðragrið. Ung og hlýleg alheims sól árið nýja komið á ról og veturinn, frí af fold sem kól, fengu í skýjum veldisstól. Veðrið lengi kyrrt og kalt kraup á streng og vó þar salt, þorra gengi þótti valt þegar enginn kuldans galt. Síðan barst á sorta hríð, svo var hvasst að fauk um síð fönn sem hrast úr fjallsins hlíð, fraus og batst við vötnin stríð. Hart var orrahríðar korr, hryðjum borra vindar, skekur þorri skafnings morr, í skýjunum rorra tindar. Þó á sér hœgði hríðar mok háan lœgði storm og rok, góðu œgði allt það fok sem engu vœgði í þorralok. Fannir treindu gloppugil þó góa reyndi að stilla til, ofan greind með efni í hyl á sér leyndu veðraskil. Storma guðir gerðu seið góu buðu í þeysireið út og suður alla leið; Einmánuður síns tíma beið. Meðan vetur var og hét virðar grétu í skýja net, Síðan hret og frosin flet fátítt met hvernig veðrið lét. Hafsins bára hátt sem kvað hrein og klár í steypibað. Klettur grár sem geist var að geymir tár í hjartastað. Vilttum rómi veðramót viðra hljómum mold og grjót, uns harpa kóm og hljóp við fót með himinljómans yfirbót. Skjótt varð ýtin skiptagjörð, skartið hvíta grófst í svörð, Sumri flýta brekkur og börð, brumið hnýtir sól við jörð. Kviknaði ló í lágsveitum, leysti snjó úr fjöllunum, voríð hló og veltist um, veturinn dó úr leiðindum. Tryggvi Emilsson ttttboo Otrúieg iottaplöntur Trtbúmngaröab M Blákonv ðir Útiker. Mikið úrval. Marga Raek & *; ö)lu jhsyrand. BæWunarbaW<^t(lingar á ísiensku. ^^arver&Kr.lgg! Drekatré $90.- 39 uretaKre 79Ó- 49 Flauelsblóm >8Ö.- lí Diffenbachia ,370.- 2S Dretakré Diffenbachia ,370.- 2i FíkusStarlight J4Ó.- 4 J* ■ ... xi. n'itesoni ritvua oiöiiiyi ii < j gott kartöfluútsæði. Eigum nú u ||! n^iiv ^ v/Sigtún. Sítni: 68 90 Gróðurtiúsinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.