Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 6
Sjónvarpið kennir börnunum að hlýða Qariœgum eða illskiljanlegum fyrirmœlum Velheppnaðri ráðstefnu Fóstrufélags íslands um upp- eldi og menntun forskóla- barna voru gerð nokkur skil hér í blaðinu á sínum tíma og þá tæpt á innihaldi nokkurra þeirra erinda sem flutt voru. Hér fer á eftir erindi Þorbjörns Broddasonarum uppeldis- hlutverkfjölmiðla, en hann vakti meðal annars athygli á miðstýringu sjónvarps og hugsanlegum áhrifum hennar áheimilisbrag. Þáfjallaði hann um efnisinnihald sjón- varpsins og vék að heims- mynd fjölmiðlanna, auk þess sem hann leitaðist við að skýra sérstöðu myndband- anna borið saman við sjón- varpið. Erindi Þorbjörns fer hér á eftir óverulega stytt, en fyrirsagnir, millifyrirsagnir, myndatextar og þessháttar dót er blaðsins. í inngangi nýrrar bókar sem fjallar um vald sjónvarpsins segir á þessa leið: „Sjónvarpið hefur verið sakað um að ala á ofbeldi, grafa undan hefðbundnu siðferði og hvetja til lauslætis, framleiðslu á meðal- mennskukenndri og grunnfæ- rinni dægurmenningu, ýta undir neysluáráttu almennings, rækta íhaldssama hugmyndafræði, örva hryðjuverkamenn og uppreisnar- seggi, bera ábyrgð á upplausn fjölskyldunnar, hafa umbreytt eðli lýðræðislegra kosninga, stuðla að andlegum sljóleika áhorfenda, leti, offitu og þannig mætti áfram telja. Listinn er nær endalaus og reyndar ekki ein- skorðaður við meint neikvæð áhrif sjónvarps. Sjónvarpið hefur þannig verið hyllt fyrir að upp- fræða almenning, stækka reynsluheiminn og breyta við- horfum í jákvæðar áttir. Bent hefur verið á að eitt hundrað milljónir Bandaríkjamanna hafi j horft á lokaþátt Róta og að fleiri hafi séð leikrit Shakespeares í sjónvarpi en samanlagður gesta- fjöldi leikhúsa undangengin þrjú hundruð ár. .... Við átján ára aldur hefur venjulegur bandarískur ung- lingurorðið vitni að átján þúsund morðum á sjónvarpsskjánum." (Lodziak (1986), bls 1). Þessi pistill endurómar án alls efa hugsanir mjög margra um þennan fjölmiðil. Hann er e.t.v. fyrst og fremst vísbending um á- kveðna vanmáttarkennd gagnvart sjónvarpinu. Eg held að ekkert okkar sé laust við þessa vanmáttarkennd og hún era.m.k. íbakgrunni þeg- ar við spyrjum okkur sjálf um uppeldishlutverk fjölmiðla. Mjög örar breytingar á fjöl- skylduháttum gera þessa spurn- ingu enn brýnni en áður og auka einnig vanmáttarkennd okkar og ugg um framtíð barna okkar. skapað þúsundir lítilla einræðis- herra á heimilum landsins (og annarra landa). Heimiliseinræð- isherrann er oftar en ekki heimil- isfaðirinn sem ákveður notkunar- kringumstæður og notkunar- mynstur fjölmiðilsins innan þeirra marka sem miðstýring miðilsins setur honum. Tilkoma Stöðvar 2 hér á landi gerði veldi þessara litlu einræðisherra enn tilfinnanlegra en áður. Frá sjón- armiði ungra barna hljóta ráð- stafanir einræðisherranna að vera næsta torskildar, bæði hinna stóru (forsvarsmanna sjónvarps- ins) og hinna smáu heimilisfeðra. Þess vegna tel ég litlum vafa Starfshlutfall mœðra 1980 1984 Húsmóðir eingöngu 38% 25% í hálfu starfi 35% 42% í fullu starfi 27% 33% Alls 100% 100% Fjóldi 790 1637 Svo sem sjá má hefur þeim mœðrum, sem eingöngu stunda húsmóðurstörf fcekkað mjög á þessum fjórum árum, og að sama skapi hefur fjölgað í hinum flokkunum tveim. Þótt vissulega geti verið varhugavert að hafa uppi spádóma þá virðist ekkifráleitt að ímynda sérað við lok þessa áratugar verði sá hópur, sem eingöngu fœst við húsmóðurstörf, orðinn nœsta fámennur. (Elías Héðins- son ogÞorbjörn Broddason: Æska og tómstundir, Reykjavík 1984) Einrœðisherra á hverju heimili Sjónvarp er miðstýrður, fjar- stýrður og á vissan hátt einræð- iskenndur fjölmiðill, sem ekki nýtist viðtakandanum nema hann beygi sig undir smekk, hug- myndafræði og veruleikamat stjórnenda hans. Tímasetningar og annað fyrirkomulag dagskrár er einnig háð geðþótta þessara sömu sjónvarpsstjórnenda. Öll háttsemi þeirra er reyndar miðuð við smekk og stundaskrá ráðsetts miðaldra fólks einkum karla. En þetta tvennt, miðstýringin og ein- ræðiseðli sjónvarpsins er einnig afdrifaríkt fýrir félagsleg sam- skipti á vettvangi viðtakendanna. Þessi miðill hefur nefnilega undirorpið að fyrstu og almenn- ustu uppeldisáhrif sjónvarpsins séu þau að venja ungbörn við valdboðskerfi og hlýðni við fjar- læg eða illskiljanleg fyrirmæli. Höfum í huga að sjónvarp er ein- att í gangi méirihluta þess tíma sem öll fjölskyldan er sameinuð á venjulegum dögum og ég tel óhætt að fullyrða að mjög víða hagi fjölskyldurnar mikilvægum lífsháttum sínum, svo sem matar- venjum, í samræmi við þáttaskil í sjónvarpsdagskránni. Bömin mœta afgangi Stjórnendur sjónvarps sýna börnum auk þess minni virðingu en öðrum notendum, t.d. með því að bjóða þeim óvandað og Heimsmynd fjölmiðlanna í spéspegli skopteiknarans. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. maí 1988 ódýrt efni og sýna það á þeim tímum dagsins og vikunnar sem fullorðnir vilja síður nýta. Börnin hafa því ekki sérstaka ástæðu til að hænast að sjónvarpi. Eigi að síður eru börn meðal dyggustu notenda sjónvarps. Ýmislegt bendir til þess að þessi hollusta þeirra við þennan fjölmiðil stafi ekki af einskærri hrifningu, held- ur ekki síður af því að þau sleppa síður út en aðrir heimilismenn og komast því illa hjá því að fylgjast í einhverjum mæli með því sem fram fer í tækinu. Þessi ályktun styðst ekki síst við þá skýru niður- stöðu að sjónvarpsnotkun dettur mjög niður þegar börn komast á unglingsár, en eykst síðan á ný þegar þau hafa náð fullorðins- aldri og geta gerst litlir einræðis- herrar í eigin rétti. En eru þá til einhverjir mót- leikir við miðstýringar- og ein- ræðistilhneigingum sjónvarps? Þessi uppeldisáhrif sem ég hef lýst eru sennilega ekki þau sem fólk hefur oftast í huga þegar rætt er um áhrif fjölmiðla og sérstak- lega sjónvarps, heldur hygg ég að þá hugsi menn frekar um efnis- innihald miðilsins, einkanlega of- beldisefni og siðspillandi efni af öðru tagi. Eg hyggst ekki rekja hér rannsóknaniðurstöður varð- andi áhrif ofbeldisefnis í sjón- varpi á atferli barna. Jafnvel þótt rannsóknirnar séu geysiumfangs- miklar og flestar þeirra styðji það sem heilbrigð skynsemi segir okkur, þ.e. að ofbeldisefni sé í raun hættulegt og óhollt, þá eru þessar niðurstöður samt bæði veikar og sveiflukenndar. Að einhverju leyti stafar þetta af ó- fullkomleika þeirra mælitækja sem félagsvísindin hafa yfir að ráða, en hitt er einnig efalaust að fjölmiðlarnir eru einungis einn þáttur meðal fjöldamargra sem hafa áhrif á viðhorf okkar og hegðun hvort heldur til góðs eða ills. Svotil allt á ensku Frá upphafi sjónvarps hér á landi hafa ríkt þær sérstæðu kringumstæður að meirihluti sjónvarpsefnis er á erlendum tungumálum, einkum ensku. Sérstaka íslands hefur verð slík að ég hef aðeins getað fundið tvö til fjögur lönd í heiminum þar sem hlutfall erlends efnis í sjón- varpsdagskrá var hærra. Tvö þessara landa eru Guate- mala og Nýja Sjáland, en þjóð- tungur beggja þessara landa eru heimsmál svo sem kunnugt er. Því má ætla að erlent sjónvarps- efni sem þar er sýnt sé að veru- legu leyti á þessum málum. Þar til Stöð 2 kom til sögunnar voru tveir þriðju hlutar sjón- varpsefnis erlend framleiðsla en einn þriðji hluti íslenskur. Eftir að Stöð 2 bættist við hefur hlutfall erlends efnis án alls efa orðið enn hærra og tel ég vafasamt að nokk- urt land í heiminum hafi nú lægra hlutfall innlendrar framleiðslu í sjónvarpsdagskrá sinni. Höfum í huga að sjónvarp er miðill sem börn nýta sér frá mjög ungum aldri og höfum jafnframt í huga að flestar rannsóknir benda til þess að sjónvarpsnotkun á heim- ili hafi letjandi áhrif á samskipti og samræður innan fjölskyldunn- ar. Fyrir íslensk börn þýðir þetta að minna er talað við þau á ís- lensku en hins vegar hlusta þau meira á útlensku (ensku). Fyrir börn annarra þjóða hefur sjón- varpsnotkun og meðfylgjandi samdráttur fjölskyldusamskipta ekki nauðsynlega í för með sér að þau fari á mis við móðurmálið. Lítum á þriðju hlið uppeldis- hlutverks fjölmiðlanna en þar hef ég í huga heimsmyndina svoköll- uðu sem þeir birta okkur. Heimsmynd í spéspegli fjölmiðlanna Þegar hugsað er til heims- myndar fjölmiðlanna er óhætt að minna á að án fjölmiðlanna fengi ekkert iðnvætt nútímasamfélag staðist. Friðsemdarmenn í hópi þeirra sem stunda félagsvísindi komast stundum svo að orði að fjölmiðlarnir séu steinlímið í þjóðfélagsbyggingunni. f þeirri samlíkingu felst vitaskuld að allt mundi hrynja ef fjölmiðlanna nyti ekki við. Aðrir setja fjölmið- lana á háan stall með öðrum hætti og segja þá mynda fjórða þátt valdsins við hlið löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds. Loks eru þeir sem líta svo á að fjölmiðlarnir hafi ruðst inn á enn æðra svið og hafi haslað sér völl þar sem kirkjan ríkti áður, al- mættið tali nú frekar til okkar frá sjónvarpsskjánum fremur en úr predikunarstólum kirkjunnar. Færa má sterk rök fyrir öllum þessum sjónarmiðum og ekkert eitt þeirra útilokar í sjálfu sér hin tvö. Varðandi heimsmyndarsmíð fjölmiðlanna er fyrsttalda líking- in, sú um steinlímið e.t.v. mikil- vægust. Hér fyrr á öldum, á tím- um sjálfsþurftarbúskapar, nægðu okkur þau boðskipti sem gengu frá manni til manns til að byggja heimsmynd okkar og halda henni saman. Nú á dögum geta atburðir í fjarlægum heimshornum haft umsvifalaus áhrif áhrif á daglegt líf okkar og því er okkur nauðsyn að fylgjast með atburðum um all- an heim til að gera okkur þolan- lega heimsmynd. Þess vegna eru fjölmiðlarnir réttnefndir stein- límið í daglegri tilveru okkar. En hvernig lítur þessi heimsmynd út? Því má svara með ýmsum hætti. T.d. má geta þess að á ár- unum 1976-1981 var meðallengd hverrar erlendrar fréttar á stóru bandarísku sjónvarpsstöðvunum 1 mín. 28. sek (Larson (1984) Lausleg athugun á erlendum fréttum íslenska sjónvarpsins bendir til þess að hver erlend frétt fái ef nokkuð er enn skemmri tíma hér. Stórir heimshlutar verða nánast algerlega útundan, en meðfylgjandi teikning sýnir hvernig skopteiknarinn lítur á heimsmynd fjölmiðlanna (Nor- denstreng 1977). Hversu mörg pör af eyrum? Er heimsmynd íslenskra fjöl- miðla að breytast? Um það verð- ur ekki mikið fullyrt í einstökum atriðum (þó má minna á nýlega samþykkt útvarpsráðs í kjölfar rannsóknar Sigrúnar Stefáns-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.