Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.05.1988, Blaðsíða 7
Þorbjöm Broddason: Stjórnendur sjónvarps sýna börnum minni virðingu en öðrum not endum, til dæmis með því að bjóða þeim óvandað og ódýrt efni og sýna það á þeim tímum dagsins sem fullorðnir vilja síður nýta. Erindi Þorbjörns Broddasonar d rdðstefnu Fóstrufélagsins d dögunum um uppeldi og menntun forskólabarna dóttur á hlutfalli kvenna og karla í fréttum sjónvarps), en þó er ljóst eins og áður greinir að hlut- fall erlends efnis í sjónvarpi hefur vaxið. Annað sem að sjálfsögðu blasir við er að útsent efni í ljós- vakanum hefur vaxið gífurlega. Þeir sem búa hér á Suðvestur- horninu gætu nú hlustað á ís- lenskt útvarp í u.þ.b. 100 klukku- stundir á hverjum sólarhring (þ.e.a.s. ef þeir hefðu fimm pör af eyrum), í stað 16 til 18 klukku- stunda fyrir örfáum árum. Og á einu ári hefur vikulegur sjón- varpsskammtur fjórfaldast úr 30 klukkustundum í 120 klukku- stundir. Samtals gerir þetta ná- lægt 34 sólarhringum á viku af ljósvakaefni. Þrátt fyrir að fram- boðið á útvarpsefni hafi u.þ.b. sexfaldast þá virðist útvarpshlust- un ekki hafa færst í vöxt, heldur verða fleiri stöðvar að skipta með sér sama hlustendahópnum. Hvað sjónvarp áhrærir virðist hins vegar hið aukna framboð hafa svarað raunverulegri þörf vegna þess að mér virðist sjón- varpsnotkun hafa vaxið stórlega frá tilkomu Stöðvar 2. í núgildandi lögum, þeim sem tóku gildi í ársbyrjun 1986, er Ríkisútvarpinu áfram falið sama forsjárhlutverkið og áður, en í því felst nokkur þversögn þar sem það má heita ósamrýmanlegt þeirri aðstöðu sem stofnunin er sett í með því að verða nú að keppa um hylli auglýsenda við einkastöðvarnar. Hér hefur orð- ið á sú afdrifaríka breyting að fjölmiðillinn skiptir hreinlega um skjólstæðinga. Þetta má skýra á eftirfarandi hátt: mikilvægum upplýsingum var stungið undir stól. Er til einhver lausn á þeim vanda sem skapast þegar ljós- vakamiðill verður bandingi auglýsenda? Ég tel að svo sé og mun víkja að því síðar. Ég hef ekki nefnt myndbönd á nafn í þessu erindi fyrr en nú. Það var af ráðnum hug vegna þess að þótt myndböndin séu náinn ætti- ngi sjónvarpsins hefur hann mjög mikla sérstöðu gagnvart því, svo Víxlun á hlutverkum þegar markaðskerfi tekur við af kerfi ,Jor- sjáreinokunar Ttmabil Tímabil ,Jorsjáreinokunar“ markaðskerfts 1930-1986 Frá 1986 / hlutverki Fjölmiðla- Fjölmiðla- framleiðandans starfsmenn starfsmenn í hlutverki höfuð- Almenningur Auglýsendur skjólstceðings Meginafurð fjól- miðlunarinnar Dagskrárefni Almenningur Stórveldisdagar Ríkisútvarpsins Ríkisútvarpinu var með laga- bókstaf, sem studdist bæði við hefð og hugsjón, falið föðurlegt forsjárhlutverk gagnvart þjóð- inni. Túlkun Ríkisútvarpsmanna á þessu háleita hlutverki leiddi vitaskuld til misklíðarefna við þjóðina og m.a. stófellds flótta ungmenna á vit Keflavíkurút- varps. En það ríkti enginn trún- aðarbrestur milli þjóðarinnar (skjólstæðinganna) og þessa þjóðarmiðils. Ég vek athygli á þessu hér vegna þess að ég tel að heimsmynd sú sem fjölmiðill birtir standi í beinu sambandi við þá hagsmuni sem hann þarf að þjóna. Ótal dæmi eru um þetta en einhver hin átak- anlegustu sem mér er kunnugt um snerta hin virtu og voldugu bandarísku vikurit Time og Newsweek sem urðu uppvís að því að beita ritskoðun á efni um samband heilsufars og reykinga vegna þrýstings frá auglýsendum (NN og NN 1986). Ritstjórunum var m.ö.o. fjarstýrt af auglýsend- um með þeim afleiðingum að Afstaða svarenda í hlustendakönnun Ríkisútvarpsins 1985. Hlut- fall þeirra sem gáfu jákvœtt svar „Ríkisútvarpið nýtur almennrar virðingar“ 85% „Hjá Ríkisútvarpinu starfar hceft starfsfólk“ 91 % „Afnotagjöld Ríkisútvarpsins eru sanngjörn“ 91 % mikla að hann er að sumu leyti andstæða sjónvarpsins. Þetta sannast m.a. af því að þeir sem tóku myndböndunum af mestum fögnuði voru unglingarnir m.ö.o. sá hópur í þjóðfélaginu sem áhugaminnstur er um sjónvarp. Myndbönd og sjónvarp: Gerólíkir miðlar Skýringin á því misræmi sem hér virðist gæta er sú að mynd- bönd og sjónvarp eru í raun ger- ólíkir miðlar frá félagslegu sjón- armiði, þrátt fyrir að við notkun þeirra sé að hluta til beitt sömu tækni. Myndböndin eru and- stæða nær alls þess sem ég taldi upp hér á undan um miðstýringu og einræðiseinkenni sjónvarps- ins. Öfugt við sjónvarpsnotand- ann velur notandi myndbandsins sjálfur það efni sem hann hyggst horfa á, hann velur sjálfur þann tíma sem honum best hentar, hann ákveður sjálfur í hvaða fé- lagsskap hann horfir og loks get- ur unglingurinn venjulega fundið stað þar sem hann hefur tæki al- veg í friði fyrir fullorðnum (t.d. eitthvert heimili í kunningja- hópnum þar sem foreldrar eru fjarverandi). Myndböndin eru með öðrum orðum tæki sem ung- lingarnir stjórna, en sjónvarpið er tæki sem stjórnar þeim í bandalagi við foreldrana. Því má með nokkrum rétti telja að dálæti ungmenna á myndböndum sé vís- bending um tilraunir þeirra til að losa sig undan áhrifavaldi hinna fullorðnu, til að fullorðnast sjálf. Þetta kann að hljóma býsna vel, en eins og flestir vita eru fleiri hliðar á þessu máli. „Manndróps- nunnan" Barn eða unglingur sem hefur í einhverjum mæli lagt sig eftir of- beldismyndum hefur öðlast lífsreynslu sem næstum enginn ís- lendingur sem kominn er á full- orðinsár hefur gengið í gegnum. í könnun sem fram fór í einu fjöl- mennasta skólahverfi í Reykja- vík fyrir 5 árum var svofelldri spurningu varpað fram: „Getur þú nefnt nöfn einhverra mynda, sem þú sást í vídeó í síð- ustu viku?“ Svo sem nærri má geta kenndi margra grasa hjá 815 svarendum og er þetta hinn áhugaverðasti listi. En þar er m.a. að finna allmargar þeirra mynda, sem valdið hafa þyngstum áhyggjum meðal þeirra, sem best fylgjast með þessum málum. Ef svör ung- mennanna eru borin saman við lista yfir myndir, sem algerlega hafa verið bannaðar í einu eða fleiri Norðurlandanna eftir 1980, en hann fylgdi frumvarpi til laga um bann við ofbeldiskvikmynd- um, kemur í ljós, að í það minnsta 8 myndir úr þeim hópi eru í umferð meðal íslenskra barna og unglinga. Meðal kvik- mynda, sem nefndar voru í svörum við ofangreindri spurn- ingu voru: Gereyðandinn (The Exterminat- or) (bönnuð í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð); Manndrápsnunnan (Killer Nun); Særingamaðurinn (Exorcist); Ofsahræðsla (Terror) (bönnuð í Noregi); Nornanótt (Halloween) (bönnuð í Finnlandi og Noregi); Föstudagurinn 13 (Friday the 13th) (bönnuð í Finnlandi); Étnir lifandi (Eaten Alive); Blóðbað (Bloodbath). Vissulega er ákaflega umdeild meðal fræðimanna hvort lífsreynsla af þessu vídeótagi skilji eftir varanleg merki í barns- sálunum, en rannsóknir sem enn liggja fyrir hafa fyrst og fremst beinst að ofbeldi í sjónvarpi og það hroðalegasta sem þar er sýnt í afþreyingarskyni er auðvitað fullkominn hégómi borið saman við það sem fengist hefur á mynd- bandaleigum. Ég tel víst að leikurinn hafi verið skakkaður nokkuð með setningu laga um bann við ofbeldiskvikmyndum sem sett voru árið 1983; þó segir mér svo hugur að enn megi finna æðimargar myndir á snældum til leigu sem foreldrar teldu ekki sérlega vel fallnar til að stytta ungum börnum þeirra stundir. Sunnudagur 22. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.