Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 5
/ INNSÝN Barið í brestina Illa undirbúin bráðabirgðalög. Krötum sýnt sérhannað afbrigði aflögunum. Bankar kveinka sér. Náfram breyting- um. Ný baráttuaðferð fyrir verkalýðs- hreyfinguna Nú er rétt vika liðin síðan efna- hagsráðstafanir ríkisstj órnarinn- ar voru birtar landslýð. Laugar- daginn 28. maí rituðu handhafar forsetavalds undir bráðabirgða- lögin en þeir eru Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sam- einaðs þings og Magnús Thorodd- sen forseti hæstaréttar. Þorsteinn Pálsson ritaði nafn sitt reyndar tvisvar undir lögin því að hann er einnig leiðtogi framkvæmda- valdsins. Þótt ekki sé farið að reyna á lög þessi nema að tak- mörkuðu leyti eru margir og þar á meðal sjálflr ráðherrarnir farn- ir að ræða hvernig unnt sé að breyta þeim. Búast má við nýjum bráðabirgðalögum, nokkurs kon- ar viðaukalögum, í næstu viku. Ekki alveg eins ~ og þó Þjóðviljinn hefur verið skammaður fyrir að taka undir þau orð Asmundar Stefánssonar forseta ASÍ að nýsettu lögbanni ríkisstjórnarinnar við kjarasamn- ingum og verkföllum ntegi líkja við aðgerðir stjórnvalda í Pól- landi, að Þorsteinn Pálsson eigi sér bróður í andanum þar sem er Jaruzelski hinn pólski. Morgun- blaðið segir í leiðara að slíkur samanburður sé ósmekklegur og út í hött. Tíminn telur Þjóðvilj- ann vera að gera tilraun til að rétta við pólitíska stöðu sína. Al- þýðublaðið spyr hverra hagsntuna forseti ÁSÍ gæti. Það er fróðlegt að fylgjast með þessum viðbrögðum en þau breyta engu um staðreyndir máls- ins. Þótt vissulega sé nokkur munur á pólsku ríkisvaldi og ís- lensku, er í báðum löndum nú beitt sömu aðferðunt til að koma í veg fyrir kjaradeilur: lögbanni. I fréttum hefur mest farið fyrir því fádæma klúðri sem þjóðin hefur orðið vitni að hjá ráðherr- unum, æsingnum, yfirlýsinga- gleðinni og, með leyfi að segja, barnalegum sjálfbirgingnum. Auðvitað skemmtir pólsk alþýða sér við sögur af furðulegum upp- ákomum hjá stjórnarherrunum í Varsjá en hún gleymir samt ekki að þeir beita ríkisvaldinu til að afnema sjálfsögð lýðréttindi. Þetta er alveg eins á íslandi því að hjörtum mannanna svipar saman í Slésíu og Flóanum, ekki síður en í Súdan og Grímsnesinu. Hverra hagsmunir? Um nokkurra mánaða skeið hefur með lengri eða skemmri hléum staðið yfir gerð kjara- samninga fyrir hin ýmsu samtök launamanna. Stór hluti þeirra var með lausa santninga og hafði ekki fengið launahækkanir síðan í okt- óberbyrjun en náði ekki nýjum samningum og fékk því engar breytingar á launum fyrr en nú í vor, hálfu ári síðar. Meðan á þessu stóð hækkaði verðlag á nauðsynjavörum jafnt og þétt, kaupmáttur taxtakaupsins dróst stöðugt saman. Nokkur hluti launþega er ekki enn búinn að ná nýjum samningum. Þetta ástand hefur valdið leiða hjá mörgum og virðist hafa lagst með ofurþunga á sinnið á ráð- herrunum. Má vera að þar hafi einnig komið til sú staðreynd að hluti launamanna hafði náð samningum sem voru ekki fylli- lega í takt við álit ráðherra á því hvað heppilegt mætti teljast. Með setningu bráðabirgðalag- anna tóku ráðherrarnir sig til og ákváðu upp á sitt eindæmi hver skyldi vera þróun launamála fram til 10. apríl næsta vor. Sumir urðu dálítið hissa við þessi tíð- indi. Ekki svo mjög á íhalds- mönnununt, sem a hatiöástuna- um tala með grafalvarlegri raustu unt „frjálsa samninga aðila vinn- umarkaðarins", heldur á krötun- unt sem hafa í þingflokki sínurn forsvarsmenn verkalýðsfélaga, þá Karl Steinar Guðnason og Karvel Pálntason. Hverra hags- muna gæta þeir? Verðbólgan á að lœkka kaupið Samkvæmt bráðabirgðalögun- unt á kaup að hækka á miðviku- daginn kemur, 1. júní, þannig að það verði þá 10% hærra en 31. desember síðastliðinn. Auðvitað er fráleitt að miða við 31. des- ember því að taxtakaup flestra launamanna hafði þá verið óbreytt frá því í októberbyrjun. Vístala framfærslukostnaðar hef- ur á síðustu átta mánuðum hækk- að um nær 17%. Ráðherrarnir telja að þá aukningu á fram- færslukostnaði sé hæfilegt að bæta með 10% kauphækkun. Aætlað er að í september verði framfærslukostnaður orðinn 10% meiri en nú er eða unt 28% hærri en á síðasta hausti. Ríkis- stjórnin telur að slétta megi út þá hækkun með því að laun verði 1. september n.k. 12,75% hærri en þau voru síðastliðinn október. Ráðherrarnir ætla að sjá um að launafólk fái ekki bætta nema að hluta þá verðlagshækkun sem fyrirsjáanleg er. Kaupmáttur launataxta verður skertur með lögum og samkvæmt sömu lögum er verkalýðshreyfingunni meinað að gera tilraun til að rétta hlut félagsmanna sinna. Bjartsýni eða sýndarmennska Ekki er þörf á að rifja það upp, sem margoft hefur verið sagt, bæði hér og annars staðar, að hluti launamanna hefur ágætis- tekjur, þótt þær séu mun lægri en kaup sambandstoppa og álstjóra. Fyrir bragðið er staða þeirra, sem fá greitt samkvæmt láglaunatöxt- um, enn skuggalegri. Margir af þeim launamönnum sem fá þokkaleg laun eru yfir- borgaðir. Atvinnurekendur greiða þeim meira en samningar verkalýðsfélaga kveða á um. Yfirborganir hafa verið það al- gengar að á síðustu misserum hefur meðalhækkun launatekna verið mun meiri en hækkun á samningsbundnu taxtakaupi. Á ópersónulegu hagfræðingamáli heitir þetta launaskrið og sagt er að ntenn njóti launaskriðs þegar þeir eru yfirborgaðir. Stór hluti þeirra, sem fá vinnulaun greidd samkvæmt sérsamningum og með ýmiss konar hlunnindum, er hættur að fylgjast með taxta- kaupinu. Þar eru það persónu- legir samningar við einstaka at- vinnurekendur sem gilda. Líklega hefur ráðherrum þótt óþægilegt að horfa framan í þjóð sfna og segja að með bráða- birgðalögunum ætti eingöngu að koma í veg fyrir of miklar launa- hækkanir til þeirra sem engra yfirborgana njóta. Þeir hafa vilj- að sýna að þeir ætluðu líka að þrengja kosti þeirra launamanna sem fá greitt yfir taxta. Þess vegna settu þeir svofelld ákvæði í bráðabirgðalögin: „Atvinnurekendum er óheim- ilt að hækka laun, þóknanir og hlunnindagreiðslur hvers konar umfram það sem sarnið hefur ver- ið um í kjarasamningum eða kveðið er á um í lögum þessum.“ Að sjálfsögðu mun þetta ganga eftir. Nema hvað? ✓ Ogleði krata Það mega kratar eiga að þeim líður sumum hverjum ekki allt of vel eftir setningu bráðabirgðalag- anna. Auðvitað er sú vanlíðan ekki svo mikil að reikna megi með stefnubreytingu hjá ráðherr- um. En hún er samt til marks um að enn er til einn og einn Alþýðu- flokksmaður sem minnist upp- runa síns. Þetta er líkt og með valinn sem rankar við sér og man að rjúpan er systir hans, en þó ekki fyrr en hann er búinn að höggva hana á hol og slíta úr henni hjartað. Það er án efa einhver slík van- líðunarkennd sem olli því að Af þýðublaðið birti á laugardaginn var ritskoðaða útgáfu af bráða- birgðalögunum. Mönnum þótti þetta nokkuð djarflega gert því að Alþýðublaðið er síður en svo víðlesið og það er heldur hæpið að það geti með áróðursbrögðum umskrifað Stjórnartíðindi en þar eru lögin birt í stafréttri útgáfu. Gildasti þátturinn í bráða- birgðalögunum er sá fjötur sem lagður er á verkalýðshreyfing- una. „Verkbönn, verkföil, þar með taldar samúðarvinnustöðv- anir, eða aðrar aðgerðir sem ætl- að er að knýja frant aðra skipan kjaramála en lög þessi mæla fyrir unt eru óheimilar." Það vekur eftirtekt að í krataútgáfu laganna er þetta aðalmarkmið laganna falið í öftustu grein undir fyrir- sögninni „Ýmis ákvæði" og er þar í bland við gildistíma og fleira smálegt. Orðamunur í útgáfum Þeint sagnfræðingunt, sem leggja stund á nútíniasögu, mun þó ugglaust þykja krataútgáfa bráðabirgðalaganna merkilegust fyrir orðalag á þeirri lagagrein sem fjallar um verðtryggingu fjárhagsskuldbindinga. Þetta er einmitt sú grein sem reiknað er með að verði í næstu viku breytt með nýjum bráðabirgðalögum. í útgáfu Stjórnartíðinda lítur greinin þannig út: „Verðtrygging nýrra fjárskuld- bindinga til skemmri tíma en tveggja ára er óheimil frá 1. júlí 1988.“ En krataútgáfan segir: „Þrátt fyrir ákvæði laga unt Seðlabanka íslands nr. 36, 1986 er Seðlabankanum heimilt að á- kveða að verðtrygging nýrra fjár- skuldbindinga til skemmri tíma en 24 mánaða verði óheimil." Á þessum tveimur útgáfum er nokkur munur og hafi það ekki verið vilji stjórnvalda að afnerna verðtryggingu á innlánum í bönkunt og sparisjóðum, er auðséð að krataútgáfan er betri. En það er útgáfa Stjórnartíðinda sem gildir og samkvæmt henni má ekki greiða vístölubætur af bankainnistæðum. Voru krata- ráðherrar kannski plataðir? Bara að bera sig nógu illa Klúðrið með verðtryggingu á bankainnistæðum hefur vakið upp ýmsar spurningar: Vissu ráð- herrarnir ekki hvað þeir voru að tala um? Hvað vildu þeir í raun og veru? Nú hefur sjálfur forsæt- isráðherrann látið í sér heyra um þessi mál. í blaðaviðtali við DV í gær segir hann: „Það þurfti enginn að vera í vafa um hvernig bæri að túlka þetta ákvæði laganna. Það er skýrt. Það gildir bæði fyrir inn- og útlán.“ Og bætir síðan við: „Það hefur síðan komið í Ijós að bank- arnir bera sig illa yfir að lögin verði látin ná yfir innlán. Það er sjálfsagt að taka tillit til þess ef bankarnir treysta sér ekki til að bjóða sparnaðarkosti án verð- tryggingar til að halda sínum innlánum." Hér er gefin forskriftin að því hvernig ná á fram breytingum á bráðabirgðalögunum. Bara að bera sig nógu illa og láta í það skína að menn treysti sér engan veginn til fara eftir þeim. Þetta þyrftu samtök launamanna að at- huga. Það er svo sérstakt athugunar- efni að forsætisráðherra landsins telur sjálfsagt að senda þingið heim, skella yfir þjóðina illa undirbúnunt bráðabirgðalögum og sjá svo bara til hvort einhvers staðar heyrist væl. Síðan er lög- unurn breytt eftir því hver æpir hæst. ÓP Laugardagur 28. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.