Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 9
FJÖLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOLTI Austurbergi5 109Reykjavík ísland sími756 00 Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiöholti verður 1. og 2. júní nk. kl. 9.00-18.00 í Miðbæjarskólanum og skólanum sjálfum. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býðurfram eftirtalið nám: Almennt bóknámssvið (menntaskólasvið) Eðlisfræðibraut Fornmálabraut Náttúrufræðibraut Nýmálabraut Tæknibraut (Verknám minnst 9 einingar) Tölvufræðabraut Heilbrigðissvið Heilsugæslubraut Hjúkrunarbraut Snyrtibraut Listasvið Myndlistar- og handíðabraut Tónlistarbraut Matvælasvið Grunnnámsbraut fjögurra iðngreina Matartæknabraut Matarfræðingabraut Tæknisvið Málmiðnabraut Rafiðnabraut Tréiðnabraut Framhaldsbrautir að sveinsprófi Uppeldissvið Félagsfræðibraut Félagsstarfabraut Fjölmiðlabraut Fósturbraut íþróttabraut Viðskiptasvið Samskipta- og málabraut Skrifstofu- og stjórnunarbraut Verslunar- og sölufræðabraut Tölvufræðabraut Stjórnunar- og skipulagsbraut Markaðs- og útflutningsbraut Læknaritarabraut Unnt er að Ijúka stúdentsprófi á öllum námssvið- um skólans. Nánari upplýsingar má fá á skrif- stofu Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Austurbergi 5, sími 75600 og innritunardagana í Miðbæjar- skólanum. Innritað verður í Kvöldskóla F.B. þrjá síðustu daga ágústmánaðar og verður það nánar auglýst síðar. Skólameistari Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 1988 hefst í skrifstofu Borgarfógetaembættisins að Skógarhlíð 6, mánudaginn 30. maí á skrifstofu- tíma kl. 10-15. Mánudaginn 6. júní verður utankjörfundaratkvæðagreiðslan flutt í Árm- úlaskólaÁrmúlalO, opiðerfrá kl. 10-12,14-18 og 20-22 virka daga, sunnudaga frá kl. 14-18. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Meðlimir gallerís Gangskarar talið frá vinstri: Áslaug Höskuldsdóttir, Lísa K. Guðjónsdóttir, Ragna Ingimundardóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Sigrún Ólsen, Jenný Guðmundsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir, Þórdís AldaSigurðar- dóttir, Kristjana Samperog Anna Gunnlaugsdóttir. Ragnhildi Stefánsdóttur vantar á myndina. Gallerí Gangskör 5 nýir lista- menn bætast í hópinn Myndlistamennirnir Anna Gunnlaugsdóttir, Áslaug Hösk- uldsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Sig- rún Ólsen hafa bæst í hóp Gang- skörunga sem nú eru tólf og standa listamennirnir alfariö aö rekstri gallerísins. Ýmissa breytinga er að vænta á starfsemi gallerísins við þennan góða liðsauka. Ákveðið liefur verið að standa að samsýningu á listahátíð í júní. Einnig ntá geta þess að hópurinn hefur í hyggju að sýna saman í galleríunt hér heima og erlendis en fyrsta sýn- ingin verður í gallerí ARCTANDER í Osló nú í sept- ember ’88 og aftur í maí ’89. Frá upphafi hefur gallerí Gangskör haft opið alla daga vikunnar en sú breyting verður á að opið er frá þriðjudegi til föstudags kl. 12.00- 18.00. Lokað frá laugardegi til mánudags nema þegar sérsýning- ar eru í galleríinu. Skáldskapur og tæknispeki Páll Skúlason heimspekingur skrifaði merkilegt afmælisbréf til Brynjólfs Bjarnasonar níræðs í Þjóðviljann 26. maí og ber það yfirskriftina Hvers er heimspekin megnug? Páll spyr Brynjólf m.a.: „Hvaða vonir gast þú bundið við heimspekina? Hvaða vonir er skynsamlegt að binda við heimspeki? Var þér kannski orð- ið ljóst löngu áður en tæknispek- in tók þjóðfélagið allt sínum tröllatökum að heimspekin hefði nokkra sérstöðu: trúin játar sig sigraða um leið og hún býður upp á alls kyns frelsanir, vísindin, ef þau eru ekki einber tækni, vísa á óuppgerðar uppgötvanir, skáld- skapurinn slær um sig og skrökv- ar, stjórnmálin þyrla upp ryki og setja á svið sjónhverfingar, en tæknin dregur okkur á tálar um leið og hún hremmir okkur. I rauninni eru trúin, vísindin, skáldskapurinn og stjórnmálin ekki orðin annað en hjálpartæki tæknispekinnar sem notar þau sem efnivið í auglýsingar sem hrífa og hrella skilningarvitin og slökkva svo með snjöllum tækni- brögðum á neista sjálfstæðrar hugsunar." Síðar í bréfinu segir Páll: „Hvaða rök eru fyrir því að kjósa fremur heimspeki en tækni- speki? Höfuðrökin eru, held ég, eingöngu praktísk. Tæknispekin, sem tröllríður fjölmiðlum, leggur andlegt líf í rúst vegna þess að hún sviptir menn skilyrðum til að hugsa. Heimspekin, sem reynir að ýta við dottandi skynsemi fólks, á allt undir því að hver ein- asta manneskja beiti sinni eigin sjálfstæðu hugsun. Hvers er heimspekin megnug? Getur hún leyst vísindin, trúna, skáld- skapinn og stjórnmálin úr viðjum andleysis og óskapnaðar sem tæknispekin hefur á þau lagt? Eða hafa þau endanlega hafnað á haugum tómhyggjunnar?" (Leturbreytingar hefur undirrit- aður gert.) Við lestur þessara hugleiðinga minntist ég erindis eftir Gretar Fells, sem ég las einu sinni og var um helstu trúarbrögð heims og ýmsar andlegar stefnur. Gretar gerði sér mjög far um að vera sanngjarn og hlutlaus. Hann ræddi kosti og galla þessara trúar- bragða og andlegu stefna eins og þeir birtust honum. En þegar kom að hans mikla hjartansmáli, guðspekinni, voru allt í einu engir gallar en einungis kostir. Þar var allt í helgiljóma. Og mér datt satt að segja í hug hvort Páll miklaði kannski fyrir sér hreinleika heimspekinnar. Gæti nú ekki verið að hún sé ofurlítið gruggug af tæknispekinni úr því vísindi, trú, skáldskapur og stjórnmál hafa eitrast svona af henni? En kannski er hugdetta mín þó fullkomlega ástæðulaus. Þessi punktur er annars aukaatriði. En orð Páls yfirleitt hljóta að koma öllum listunnendum við og vekja upp margar spurningar um listina nú á dögum. Trú, vísindi og stjórnmál getum við hins vegar hér látið liggja á milli hluta. Páll talar reyndar aðeins um „skáld- skap“, en ætli mætti ekki fella tónlist, myndlist og aðrar listir undir það hugtak. Er þetta ekki allt saman „skáldskapur"? Og ber þá ekki að skilja þetta svo að skáldskapurinn hafi einhvern tíma verið sjálfstæður en glatað sjálfstæði sínu á einhvern hátt og orðið hjálpartæki tæknispekinn- ar. En hvenær og hvernig gerðist það? Ef það er rétt að skáldskap- urinn sé meira og minna orðinn þræll tæknispekinnar sem leggi andlegt líf mannkynsins í rúst, vegna þess að hún sviftir fólk skil- yrðum til að hugsa, þá liggur í augum uppi að skáldskapurinn eins og hann er nú iðkaður er stórhættulegur fyrir mannkynið, þó hann kunni einhvern tíma að hafa verið þroskandi ef ekki göfg- andi. Nú hefst Listahátíð innan skamms. Hún hefur hingað til þótt merkilegur viðburður og ég býst við að flestir standi í þeirri trú að hún auðgi og efli andlegt líf þjóðarinnar. Miklum hluta hátíð- arinnar er varið í skáldskap okkar tíma í orðum, tónum og mynd- um. En samkvæmt fullyrðingum Páls Skúlasonar hlýtur þetta skáldskaparathæfi meira og minna að slökkva neista sjálf- stæðrar hugsunar. Listahátíð er þá hið mesta skaðræði fyrir menningu og andlegt líf í landinu. Og er þá ekki ábyrgðarhluti að halda hana? Sé sjálfstæð hugsun einhvers virði er þá ekki allt það af hinu illa sem leggur andlegt líf í rústir og sviptir menn skilyrðum til að hugsa? Það gerir tæknispek- in. Skáldskapurinn er hjálpar- tæki tæknispekinnar. Þar af leiðir að skáldskapurinn er ógnun við sjálfstæða hugsun. Ég veit ekki hvernig heimspekingar pæla en eru þessar ályktanir mínar ekki rökréttar. Eða er þetta óþarfa út- úrsnúningur? Reyndar hef ég les- ið og heyrt ýmislegt svipað og Páll setur fram í sínu bréfi. Og hefur hann og aðrir sama sinnis þá rétt fyrir sér? Þó ég sé mjög andvígur því viðhorfi, sem sífellt verður algengara, að einungis „sérfræðingar" megi opna munn- inn til að hafa skoðanir, hef ég þó varla vit né þekkingu til að svara þessu, hvað þá á þeim fáu klukkustundum sem ég hef til að skrifa þennan greinarstúf. En ég ber fram spurninguna til þess að þeir sem unna hvers kyns skáld- skap í lífinu geti sjálfir velt henni fyrir sér. Listin, og þá ekki heldur tónlistin, er ekki einangraður heimur án tengsla við mannlega tilveru að öðru leyti. En séu staðhæfingar Páls réttar, og ekki er að efa að hann fellir þær að mjöghugsuðu máli, hlýturþað að vera brýnasta verkefni allra skálda í rituðu máli, tónlist og myndlist, að frelsa skáldskapar- listina í víðasta skilningi undan oki þeirrar tæknispeki, sem leggur andlegt líf í rúst af því að hún sviptir menn skilyrðum til að hugsa. Slík helspeki hlýtur að ógna sjálfum forsendum list- sköpunar, a.m.k. eins og hún hefur verið skilin hingað til. Er hægt að hugsa sér list í samfélagi þar sem allir væru ósjálfstæðir í hugsun? Getur ósjálfstæður mað- ur í hugsun skapað listaverk? Og getur fólk sem er ósjálfstætt í hugsun notið listar? Og væru nokkur vísindi og stjórnmál án sjálfstæðrar hugsunar í okkar skilningi eða trú sem hefði and- legt gildi? Er yfirleitt hægt að hugsa sér menningu og andlegt líf án sjálfstæðrar hugsunar? Og ef tæknispekin er að eyðileggja skil- yrðin fyrir sjálfstæðri hugsun, eins er nú vald hennar og óskap- legt og tiltrú flestra manna á henni efalaus, á þá mannkynið nokkra von? Má þá ekki fara að sprengja? En viljum við una slíku ástandi heimsins? Kemur þetta ekki listamönnum mikið við? Verður ekki listin að taka einarða afstöðu og skapa sér tilgang enn á ný; ekki til að vinna að framgangi þessarar eða hinnar stjórnmálastefnunnar, heldur blátt áfram gegn tæknispekinni áður en hún gengur bæði af list- inni og mennskunni steindauðri. Eigi fullyrðingar Páls Skúlasonar 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. maí 1988 og skoðanabræðra hans við rök að styðjast geta listamenn ekki verið hlutlausir. Til að vernda lífið og listina verða þeir að berj- ast af öllum kröftum gegn tækni- spekinni. En hvernig beri að heyja það stríð hef ég ekki tíma til að ræða á þeim hálftíma sem ég hef til umráða áður en ég skila pistlinum á blaðið. En lesendur og þá ekki síst listamenn og list- unnendur hafa alla ævina til að velta þessum spurningum fyrir sér og svara þeim. Ekki aðeins í hugsunum og orðum heldur miklu fremur í lífi sínu öllu og dagsverki. Sigurður Þór Guðjónsson IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun fer fram í lönskólanum í Reykjavík og Miðbæj- arskólanum frá kl. 9.00-18.00 1. og 2. júní. Innritað verður í eftirtalið nám: 1. Samningsbundið iðnnám (Námssamningur fylgi umsókn nýnema). 2. Grunndeild í prentun. 3. Grunndeild í prentsmíði (setning-skeyting- offsetljósm.) 4. Grunndeild í bókbandi. 5. Grunndeild í fataiðnum. 6. Grunndeild í háriðnum. 7. Grunndeild í málmiðnum. 8. Grunndeild í rafiðnum. 9. Grunndeild í tréiðnum. 10. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. 11. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. 12. Framhaldsdeild í bókagerð. 13. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 14. Framhaldsdeild í hárskurði. 15. Framhaldsdeild í húsasmíði. 16. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði. 17. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. 18. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun. 19. Framhaldsdeild í vélsmíði. 20. Almennt nám. 21. Fornám. 22. Meistaranám. 23. Rafsuða. 24. Tæknibraut. 25. Tækniteiknun. 26. Tölvubraut. 27. Öldungadeild í bókagerðargreinum. 28. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og rafeinda- virkjun. Innritun er með fyrirvara um þátttöku í einstakar deildir. öllum umsóknum nýnemafylgi staðfest afrit prófskír- teina með kennitölu. Iðnskólinn í Reykjavík Hvort sem þú ætlar að veita vatni um lengri eða skemmri veg er varla til auðveldari og ódýrari leið en gegnum rörin frá Reykjalundi. Rörin frá Reykjalundi eru viðurkennd fyrir gæði og auðvelda meðferð. Flestarstærðirvatnsröra, kapalröra, frárennslisröra og hitaþolinna röra eru jafnan til á lager og með tiltölulega stuttum fyrirvara er hægt að afgreiða sverari rör. Sérstök áhersla er lögð á mikla og góða þjónustu. Rörin frá Reykjalundi - rör sem duga. VATN giörðu svo vel

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.