Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Moskva Fjórði leiðtogafundur stórveldanna Fáir búastvið undrum og stórmerkjum íMoskvu. Gorbatsjov útilokar ekki að þeir Reagan fundií fimmta sinn áður en forsetaskipti verða í Bandaríkjunum Amorgun hefst fjórði leiðtoga- fundur stórveldanna á tveimur og hálfu ári. Að þessu sinni funda þeir félagar, Reagan og Gorbatsjov, í Moskvu en áður hafa þeir hist að máli í Genf, hér í Reykjavík og í Washington. Ekki eru nema fimm og hálfur mánuður frá því þeir funduðu í höfuðborg Bandaríkjanna en þá náðu þeir líka merkurn áfanga í sögu 20,aldar: gerðu fyrsta samn- ing sem gerður hefur verið um verulega fækkun kjarnorku- vopna. Leiðtogarnir funda fjórum sinnum í sovésku höfuðborginni dagana 29.maí til 2.júní. Þótt ekki sé búist við að niðurstöður þessa fundar sæti jafn miklum tíðindum og gjörðir oddvitanna í Washington í fyrra þá er það í sjálfu sér prýðilegt að þeir ræðist við, því oftar því betra. Enda segir Gorbatsjov í viðtali við bandaríska tímaritið Newsweek að engin samskipti stórveldanna séu sambærileg við stefnumót æðstu rnanna þeirra. Margt mun bera á góma í Mos- kvu. Reagan hyggst gera mannréttindamál að umtalsefni og í gær hélt hann harðorða ræðu í Helsinki um rétt og þó einkum réttleysi manna í Sovétríkjunum. Hún fór að vonurn mjög í taugar Kremlverja sem telja Bandaríkj- aforseta ekki rétta manninn til þess að hafa hátt unr þau mál. Á fundinum ntunu leiðtogarnir skiptast á skjölunr með staðfest- ingu þjóðþinga beggja ríkja á sanrningnum um meðaldrægu flaugarnar. Það var ekki fyrr en í gær að Öldungadeild Bandaríkj- aþings samþykkti hinn sögulega sáttnrála. Átkvæði féllu þannig að 93 sögðu já, 5 sögðu nei en tveir virðast ekki hafa getað gert upp sinn hug. Lengi vel eftir aö kunngjört var að Reagan og Gorbatsjov hygð- ust funda í fjórða sinn gerðu menn sér vonir unr að samkomu- lag næðist um helntingsfækkun langdrægra kjarnvopna stórveld- anna, máttugustu vítisvéla sem framleidd hafa verið í sögu mannkyns. Þær óskir áttu ekki við rök að styðjast en í áður- nefndu viðtali við Newsweek úti- lokar Gorbatsjov ekki að efnt verði til fimmta leiðtogafundar- ins áður en Reagan lætur af emb- ætti í upphafi næsta árs. En sá fundur yrði þó ekki haldinn nema gagngert í því augnamiði að ganga frá samningi um eyðilegg- ingu langdrægu kjarnvopnanna, helmings þeirra eða, og helst, allra. _ks. Sovétríkin Lýðræði að hætti Leníns Það var loks í gær að bandarískir öldungar staðfestu samninginn um meðaldrægu flaugarnar. „Við vorum orðnir úrkula vonar strákar, klukkan er að verða ellefu og leiksýningin er að hefjast!" Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna leggur hálfsjötugan stalínismafyrir róða og hefur lenínisma til vegs á ný Suðurhverfi Beirút Sýrlendingar færa frið Endir bundinn á brœðravíg síta í Beirút Ef nýsköpunarsinnum í forystu sovéska kommúnistaflokksins verður að ósk sinni tekur hann stakkaskiptum í sumar. Þá verð- ur sú óvenja lögð fyrir róða að æðstu menn taki einir ákvarðanir um hvaðeina sem varðar heill og hamingju sovésku þjóðarinnar. Þrásetu manna í forystu flokks og ríkis verður takmörk sett, vald til þess að taka ákvarðanir verður flutt frá flokksstofnunum yflr til ríkisstjórnar og hverskyns kosn- ingar verða bæði flciri og lýðræð- islegri en fyrr. Skjal með hugmyndum á borð við þessar, sem vitaskuld eru runnar undan rifjum Míkhaels Gorbatsjovs aðalritara og banda- manna hans, var lagt fyrir nrið- stjórn kommúnistaflokksins sem féllst á þær fyrir sitt leyti á mánu- daginn var. Sú niðurstaða er vita- skuld mikill sigur fyrir nýsköpun- arsinna sem etja kappi við íhalds- sama flokksbræður sína um þess- ar mundir. Tímamótaþing flokksins stendur fyrir dyrum og vígbúast öndverðar fylkingar af Palestína Ungmenni deyja Tvö palestínsk ungmenni létust í gær af völdum áverka sem ísra- elskir hermenn veittu þeim. Ijad Zeid var 16 ára gamall. Hann var skotinn í háls og bak í febrúarmánuði síðastliðnum og hafði legið milli heims og helju á Makassed sjúkrahúsinu í Jerúsal- em. Ayman Radaha var aðeins fjórtán ára gamall. Að sögn máls- vara ísraelshers „varð hann fyrir gúmmíkúlu“ á miðvikudaginn þar sem hann stóð útí glugga heimilis síns og horfði á ísraelska hermenn lumbra á löndum sín- um. Alls hafa ísraelsmenn nú grandað 189 Palestínumönnum frá því uppreisnin hófst á her- teknu svæðunum við ísrael fyrir tæpu hálfu ári. Reuter/-ks. mikilli eljusenri þessa dagana. Meðal nýmælanna, sem kynnt voru í sovéskum fjölmiðlum í gær, eru ákvæði urn að menn skuli ekki gegna ábyrgðar- og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn nema í tvö fimm ára kjörtímabil hið mesta. Þetta verði látið gilda um miðstjórnina, sem skipuð er 300 mönnum, og er jafnvel talið æskilegt að skipt verði um full- trúa mun oftar en á 10 ára fresti. Ein undantekning verður þó gerð á þessari endurnýjunarreglu: æðstu nienn fá að sitja í valdastól- um uns öflgir andófsmenn kollvarpa þeim eða elli kerling kemur þeim á kné. Aðeins ein tilraun hefur verið gerð til þess áður að móta reglur um hámarkssetu flokksfélaga við stjórnvölinn. Húnvargerðáönd- verðunt sjöunda áratugnum. Reglurnar sem þá voru settar gengu að vísu skemmra en þær sem nú eru í deiglunni og að end- ingu voru gerðar svo margar undantekningar frá þeim að þær giltu aðeins um lágt setta félaga. Engu að síður er talið að þessar ófullkomnu endurnýjunarreglur hafi verið ein af helstu ástæðum fyrir því að flokkurinn losaði sig við Níkítu Krústjov þrem árum eftir setningu þeirra. I skjalinu er farið hörðum orð- um um „frekleg brot á lýðræðis- reglum" sem verið hafi landlæg allar götur frá andláti Vladimírs Leníns árið 1924. Sem sjá má fá fleiri látnir leiðtogar gjafir gefnar með þessum orðum en Jósef heitinn Stalín, allir eru lagðir spjóti nema Lenín og Gorbat- sjov. I skjalinu stendur: „Allt er heimilt nema það varði við lög.“ Þetta er í raun nýmæli í Sovétríkj- unum. í stalínísku stjórnkerfi er sem kunnugt er unnið í samræmi við aðra höfuðreglu: „Allt er óheimilt nema lög leyfi það.“ Skjalinu er skipt í 10 kafla eða „tesur“. Það verður tekið til um- ræðu og lokaafgreiðslu á fyrr- nefndu þingi flokksins sem hefst þann 28. júní næstkomandi. Þar verða teknar ákvarðanir sem skipta munu sköpum um framtíð- arþróun sovésks samfélags. Reuter/-ks. Guð blessi ykkur! Eg hef ekki séð dagsljós í þrjár vikur. Þannig ávarpaði roskin kona sýr- lenska hermenn sem héldu inní fátækrahverfi í Suður-Beirút í gær, hverfi sem að undanförnu hafa verið vígvöllur öndverðra sítafylkinga. Það er kunnara en frá þurfi að segja að félagar Hizbollah („fiokks guðs“) sem fylgja ír- önum að málum og liðsmenn Amalsveitanna sem hliðhollar eru Sýrlendingum hafa borist á banaspjót urn þriggja vikna skeið. I valnum liggja 425 menn örendir en ekki verður tölu kom- ið á alla þá er særst hafa í orra- hríðinni. Eftir japl og jaml og fuður gáfu valdsherrar í Damaskus her- mönnum sínum fyrirskipun unt að halda inní bardagahverfin og stilla til friðar. Liðsmenn beggja fylkinga drógu sig í hlé og mættu friðflytjendur engri mótspyrnu. Þeim var mjög vel tekið af alþýðu manna sem stráði hrísgrjónum yfir þá og fór mörgum orðum og fögrum um Assad forseta þeirra. Um 800 Sýrlendingar héldu inní suðurhverfin en í för með þeim voru nokkur hundruð líb- anskir hermenn. Alla jafna búa um 600 þúsund rnanns í þessum borgarhluta en 400 þúsund munu hafa séð sitt óvænna og fiúið á brott þegar bardagar voru í alg- leymi. Reuter/-ks. ALLIR (RÉTTA RÖÐ Allir í rétta röð Nýtt og fullkomið tölvustýrt símaborð tryggir snögga sím- svörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir í Hreyfil og heyrir lagstúf, veistu að þú hefur náð sam- bandi við skiptiborðið og færð afgreiðslu von bráðar. \ UREVFÍLL / 68 55 22 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.