Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 16
þJÓÐVIUINH Laugardagur 28. maí 1988 119. tölublað 53. örgangur Kafbátur við Kolbeinsey Leitað að hitaþolnum örverum íneðansjávarhverum ínœstu viku ^ Nokkrir íslenskir vísindamenn fara í næstu viku með þýska rannsóknarskipinu Polarstern til Kolbeinseyjar en um borð í skipinu verður lítill tveggja manna kafbátur sem á að sigla niður á 100 metra dýpi til að leita að óþekktum örverum í sjávar- hverum sem eru á þessum slóð- um, taka myndir og kanna líf- og jarðfræðilegar aðstæður. Leiðangurinn hefur verið í undirbúningi í þrjú ár í samvinnu við dr. Karl Stetter prófessor við háskólann í Regensburg. Dr. Stetter hefur einangrað örveru sem lifir við 110 gráðu hita sem eru efstu þekkt hitamörk lífs. Hann gerir sér hinsvegar vonir um að í sjávarhverunum við Kol- beinsey séu örverur sem þoli enn hærra hitastig. Örverur þessar eru notaðar til að mynda hitaþolin ensím sem notuð eru í líftækniiðnaði en nú er verið að vinna að verkefni á þessu sviði á vegum Iðntækni- stofnunar og munu tveir vísinda- menn, þeir dr. Jakob Kristjáns- son og Guðni Alfreðsson hjá Líf- fræðistofnun taka þátt í leiðang- rinum en þeir hafa unnið að fyrr- greindu verkefni. Polarstern er stærsta rannsóknarskip Þjóðverja, 4000 lesta ísbrjótur sem aðallega hefur verið notaður við íshafsrann- sóknir. Lagt verður af stað frá Akureyri 29. maí og komið til baka 4. júní, og síðan verður ráð- stefna um ferðina í Reykjavík, dagana 5. og 6. júní en skipið verður almenningi til sýnis á sjómannadaginn. Kafbáturinn um borð verður skilinn eftir er Polarstern siglir héðan og verður hann notaður við rannsóknir á eldstöðvasvæð- inu við Surtsey í næsta mánuði. Þangað verður farið með vita- skipinu Árvakri. -FRI Fyrst og fremst vísindaleiðangur „Þessi leiðangur er fyrst og fremst vísindaleiðangur en öll þekking sem fæst í honum kemur að góðum notum við hugsanlega hagnýtingu þeirra hitaþolnu ör- vera sem þarna er að finna,“ segir dr. Jakob Kristjánsson lífefna- fræðingur hjá Iðntæknistofnun en hann verður einn af íslending- unum í för þýska ísbrjótsins Pol- arstern til Kolbeinseyjar. Úr örverunum eru framleidd hitaþolin ensím en þau eru notuð meir og meir í iðnaði, við mæl- ingar, efnagreiningar og sjúk- dómsgreiningar. Jakob segir að ensímin sem framleidd séu úr þessum örverum þyki betri og stöðugri en ensím framleidd úr dýrum og endist þar að auki lengur. „Við höfum stundað rann- sóknir á þessu sviði í nokkur ár, eigum fjölda af örverustofnum og erum þegar byrjaðir að framleiða ensím í svolitlum mæli. Þau ens- ím sem við framleiðum nú eru próteinkljúfandi og við höfum þegar sent sýnishorn utan og er- lend fyrirtæki sýnt áhuga á sam- starfi. Þetta getur vel orðið arðvæn- leg atvinnugrein hér en aðeins fyrir fáein smáfyrirtæki enda er hér um hátækniiðnað að ræða. Það var farinn leiðangur til Kolbeinseyjar á vegum BBC í fyrra og þar kom fram að örveru- gróður er að finna við þessa hveri, sagði Jakob, og er vongóð- ur um að kenning Stetters sé rétt og í neðansjávarhverunum finn- ist örverur sem lifa við hærra hita- stig en nú þekkist. -FRI HÆÐ Ungbamadeild Jogginggallar frá 590.- Buxur frá 490.- Bolír frá 480.- Peysur frá 450.- Bamadeild Joggingfatnaður frá 450.- Peysur frá 650.- Buxur frá 490.- Dömudeild Buxur frá 690.- Joggingfatnaður frá650.- Peysur frá 750.- Pils frá 590.- Herradeild Buxur frá 690.- Skyrtur frá590.- Peysur frá 890 - /1 Bórnullarbolir frá595.- / Mikill afsláttur 3ja manna tjald 3.695.- Skór á alla fjölskylduna. Leikföng. Búsáhöld. Gjafavara o.fl. o.fl. KAUPSTAÐUR IMJODD - SÍMI73900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.