Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.05.1988, Blaðsíða 7
Ný plata Höfuðlausnir Megasar Megas: Ég er löngu búinn að átta migá þvíað það er ekki til neitt réttlœti Þá er hún loksins komin, nýja platan hans Megasar. Heitir Höfuðlausnir og innihcldur Tæ- blús, Borgarblús og Leiðrétting- arblús og fleira og lleira. Það hef- ur verið von á plötunni síðan í febrúar en, - hvernig er það Megas, var þetta eitthvert sérs- takt sölutrix hjá ykkur að auglýsa plötuna og draga svo að koma með hana í eina þrjá mánuði? - Nei, alls ekki. Platan var til- búin í lok febrúar, en það voru svona ýmsar ástæður fyrir því að henni seinkaði. Þetta var ekkert sem við ætluðum að gera. Ertu haldinn eitthvað sérstök- um fítonskrafti núna úrþví þú gefur út plötu svona stuttu eftir að þú gafst út Loftmyndina? Hef- urðu svona mikið að segja? - Þetta er ekkert sérstakur kraftur. Þegar ég vinn þá vinn ég mikið, en annars er ég frekar latur. Það sem rekur mig áfram er einfaldlega það sama og rekur alla fslendinga áfram. Það er markaður fyrir þessi sönglög svo ég held þessu áfram svo lengi sem ég þarf peninga til að lifa og ís- lenska þjóðin þarf á sönglögum að halda. - Það er ekkert mikið að gera nýja plötu á fjórum til sex mán- uðum. Þettaereinungisóeðlilega stuttur tími markaðarins vegna. Astæðan fyrir því að fólk gefur ekki út plötu nema svona einu sinni á ári er að það er ekki talið borga sig. Menn hugsa sem svo að fólk kaupi ekki tvær plötur eftir sarna manninn með stuttu millibili. Þess vegna eru sex mán- uðir algjör lágmarksfrestur fyrir markaðinn. Loftmyndin kom út í byrjun nóventber í fyrra svo þetta er lágmarkstími. - En ef ég væri ekki bundinn af markaðnum gæti ég nánast gefið út plötu svona á mánaðar fresti. Ég myndi kannski byrja á plötu með eigin verkum, gefa svo út plötu með íslenskum sönglögum sem mér fyndust eiga erindi á plötu og sem ég vildi spreyta mig á. Taka fyrir hluti sent mig lang- aði til að flytja. Og svo rnyndi ég auðvitað gefa út nýja útgáfu af Passíusálmunum á hverju ári. Enginn meðvitaður skandall Hvað finnst þér um þá breytingu sem hefur orðið á þinni stöðu sem músíkants hér á landi? Ég á við að þegar þú gafst út þínar fyrstu plötur þá voru margir hneykslaðir. Sumir töluðu um að þú værir algjör skandall, en núna ertu orðinn viðurkennt fyrirbæri. - Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurntíma verið skandall. Ég hef að minnsta kosti aldrei verið að reyna að hneyksla neinn. Ekki þegar ég gaf út mínar fyrstu plötur frekar en núna. Ég var bara að reyna að lifa lífinu með mínum eigin aðferðum, en þær trufluðu eitthvað sumt fólk. Fóru í taugarnar á því og hneyksluðu það. En ég var enginn meðvitað- ur skandall. Ég man heldur ekki til þess að ég hafi verið þannig að fólki hefði þurft að finnast vera ástæða til að hneykslast á mér. En ég var náttúrlega fullur og dópaður einsog aðrir íslending- ar. - Eins held ég ekkert að ég sé eitthvað sérstaklega viðurkennd- ur núna. Öðru nær. Eftir því sem mér skilst eru einhverjir menn á fullu við að búa til einhverjar sögur urn ntig. Og þá get ég bara sagt að maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða fyrtast þeg- ar Gróa er allt í einu kornin með útsendingu. Svo segi ég ekki meira um það, ekki nema einsog gula pressan, nomina sont odi- osa, ég nefni engin nöfn. Bara venjulegur einstaklingur Varstu eitthvað byrjaður að vinna Höfuðlausnir þegar þú laukst við Loftmynd? - Ég veit ekki alntennilega hvað langan tíma hráefnisgerðin hefur tekið. Sjálf platan er unnin á einum mánuði, og tvö laganna eru frá því um það leyti sent ég var að gera hana. 6 laganna eru eitthvað eldri, ég hef verið með þau í gangi síðan í fyrrasumar, en fannst þau ekki eiga erindi á Borgarplötuna. Og þau tvö elstu hef ég svo verið nteð á tónleikum en aldrei spilað inn á plötu. Nú vorum við að hlusta þarna á lag um manninn sem fær ekki lán hjá ljóskunni í lánasjóðnum. Ertu með einhverja sérstaka stefnu í textagerðinni... - Boðskap áttu við? Ég er ekki með neinn boðskap því ég er bara venjulegur einstaklingur. Ég held ekki að normalt fólki lifi eftir einhverjum boðskap eða þurfi alltaf að vera að predika eitthvað. Ég held að það sé bara eitthvað skrítið fólk, eða anormal einstaklingar sem eru alltaf með einhvern boðskap. - Hinsvegar ef ég gengi hérna um borgina og tæki myndir færi ekki hjá því að inná myndina slys- aðist eitthvað sent ekki væri svo óskaplega gott. Hrörlegt hús, fá- tæk fjölskylda, eitthvað í þá átt- ina því þannig er lífið. Þetta er nokkuð sem er fyrir hendi og þess vegna væri það líka á myndunum. En maður á mínum aldri er löngu búinn að átta sig á því að það er ekki til neitt réttlæti. Þó ég segi til dæmis frá ljóskunni í Lánasjóðn- um sem segir að ég liafi of há laun til að geta fengið lán fyrir mjólk er ég ekkert að ergja mig yfir því eða hneykslast. Ég er bara að segja frá hlutum sem eru fyrir hendi. Eins og líkindareikningur Þú lítur kannski á lögin þín eins og myndir af borginni og mannlífinu? - Mín aðferð er kannski nokk- uð oft að segja sögu, og til að segja sögu fer ég mjög oft þá leiðina að teikna upp mynd, eða myndir. Þetta er ekki svo ósvipað teikniseríunum. Ég var mjög hrifinn af þeim þegar ég var ung- lingur og það hefur kannski haft áhrif á mína lagagerð. - Það liggur oft mynd að baki mínum lögurn. Kannski mynd sem ekki kemur beint fram í text- anum, en sent hefur ntikið að segja unt hvernig hann er. Sög- una vinn ég úr myndum, úr reynslu minni og annarra, alls konar hlutum og brotum. Svo þarf einhverja ákveðna innlifun, og þannig get ég sagt frá hlut sem ég hef aldrei upplifað, í fyrstu persónu eintölu. Þannig get ég fjallað um meira en nákvæmlega mína reynslu og fengið nokkuð sanna ntynd af hlutnum án þess að hafa reynt hann. Þetta er eins og að setja saman líkinda- reikning, og þetta get ég notað mér til dæmis til að segja sögu eyðnisjúklings sem er að deyja. Nýjar leiðir Ertu ánægður með Höfuð- lausnir? Megas: „Það liggur oft mynd að baki mínum lögum.' - Mér finnst það vera meira spennandi plata en sú síðasta. Loftmyndin. Þegar ég gerði hana gerði ég hlutina eins og ég var vanur, ég fór mjög varlega í að gera tilraunir og synti aldrei lengra frá ströndinni en svo að ég gæti komist til baka. Ég fór sem sagt mikið mínar eigin troðnu slóðir þegar ég gerði hana. gera hluti sem ntér hafði ekki dottið í hug að ég myndi nokk- urntíma gera. -Égheldaðþað sémeiri músík á þessari plötu en á síðustu tveimur plötum. Þær voru svona Kalvínískari. Þar er undirspilið yfirleitt bara undirspil, hefur ekkert annað hlutverk en að þjóna textanum. Þarna er músík- MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir - Á þessari plötu hellti ég mér út í að gera hluti sem ég er alls ekki vanur að gera, og þar skipti samstarfið við Hilmar nokkuð miklu máli. Ég var með einhverj- ar hugmyndir að hlutum sem ég vildi reyna, og eins voru ákveðnir hlutir sem ég vissi að Hilmar gæti náð fram, svo í byrjun gaf ég hon- um frjálsar hendur áð nokkru leyti. Síðan fóru alit í einu að opnast einhverjar dyr, nýjar leiðir að koma í ljós og ég fór að in kannski allt í einu farin að teikna hlutina. Oröin sjálfstæð og farin að segja ákveðna sögu. Ég held að þetta sé talsverð breyting. Og þess vegna er kannski erfitt að hlusta á hana ef menn eru að búast við því sama og venjulega. - Annars þótti mér Loftmynd mjög spennandi þegar ég var að gera hana, og þar var ég með á- kveðna tilraunastarfsemi. Ég gerði hluti sem þá voru nýir fyrir mér og þar með breyttist viðmið- unin, eða sá púnktur sem ég gekk út frá. Á þessari plötu geri ég svo alla hluti öðruvísi en venjulega svo að þegar ég geri næstu plötu verð ég kominn með enn aðra viðmiðun. Það er jú ekkert varið í að gera alltaf sömu hlutina. Ég er í þessu starfi því að mér finnst skemmtilegt að vinna fyrir mér á þennan hátt, og þá reyni ég auðvitað að gera hluti sent ég hef grun um að séu skemmtilegir. Þú ert kannski farinn að undir- búa næstu plötu nú þegar? - Nei, ég er alls ekkert byrjað- ur á því. Ég býst við að öll plötupæling liggi niðri um stund, ég er búinn að ofgera markaðn- um með því að gefa út tvær plötur með svona stuttu millibili. Höfuðlausnir er tekin upp og hljóðblönduð í Sýrlandi í janúar og febrúar. Megasi til aðstoðar eru söngkonurnar lnga Guð- mundsdóttir, Björk Guðntunds- dóttir og Rose McDowall, Guð- laugur Kristinn Óttarsson spilar á gítar og bassa, Hilmar Örn Hilm- arsson sér unt hljómborð, slag- verk, bassa og fortónun. LG Laugardagur 28. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.