Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 11
Atómsveppur á Bikini: Þrjár eyjanna hurfu í sæ. Hóltamenn frá Bikfni vilja snúa heim Það var ekki fyrr en árið 1825 að rússneskur leiðangur undir stjórn Ottos von Kotze- bue fann fagran kóralleyja- klasa, sem síðar hlaut nafnið Bikini. Landafundurþessi vakti á sinni tíð mikla hrifn- ingu, grasafræðingarog dýra- fræðingarfunduþaryfrið nóg að skoða og þjóðháttafræð- ingar þóttust heldur betur hafa komist í feitt þar sem líf frumbyggjanna var. Tuttugu og þrjár atómsprengjur Síðan fór ekki mörgum sögum af þessum tuttugu og sex kórall- eyjum, þar til þær - nú orðnar partur af bandarískum Marshall- eyjum, komust á blöð sögunnar með næsta óskemmtilegum hætti. Bandaríkjamenn völdu þessar afskekktu eyjar að vett- vangi fyrir tilraunir sínar með kjarnorkusprengjur og vetnis- sprengjur og hófust þær árið 1946. Alls reis atómsveppurinn ferlegi tuttugu opg þrisvar sinn- um upp af eyjunum. Þrýstingur- inn frá sprengingunum feykti um koll pálmaskógum og blés eldi yfir landið, neðanjarðarspren- gingar reistu margra metra háar flóðbylgjur og „hvít aska“, geislavirkt ryk, dreifðist yfir eyjar og fengsæl fiskimið. Otlegð og peningaflóð Áður en tilraunir hófust höfðu Bandaríkjamenn flutt á burt íbú- ana. Þeir voru aðeins 167 og stór- veldið lofaði að annast vel um þá. Ekki vantar að þetta fólk hafi fengið peninga. 123 miljónir doll- ara hafa Bandaríkin þegar greitt Bikinibúum, ýmist af frjálsum vilja eða að undangengnum dómi í skaðabótamálum og von er á ca. 90 miljónum dollara í viðbót. En einn af Bikinimönnum, Lore Kessibuki, sem bráðum er níræður, segir sem svo: „Við höf- um lært að þerra tár okkar með dollaraseðlum. En öngvir pen- ingar geta komið í staðinn fyrir Bikini.“ Römm er sú taug... Kessibuki heimsótti eyjarnar í vor ásamt um 30 löndum sínum, þeir sungu þjóðsöng sinn og reistu fána. Á honum er stjörn- ukrans með 23 stjörnum sem tákna eyjar klasans sem enn eru til - þrjár eyjar stóðust ekki kjarnorkusprengingarnar og hurfu í hafið. Henchi Balos, fulltrúi Bikini- manna í öldungaráði Marshall- eyja, lýsti því yfir að fólk sitt væri reiðubúið að snúa heim. Og uppi eru áform um að reisa þorp með flugbraut og nútímaþægindum á eynni Enyu syðst í eyjaklasanum. á að við þau fyrirheit verði staðið. Oft var þeim lofað heimkomu og á meðan reyndu þeir að koma sér fyrir á öðrum kóraleyjum. En þær reyndust of litlar jafnvel fyrir þessa örlitlu þjóð, sem nú telur um 1200 manns. Árið 1968 virtist allt á góðum vegi. Vísindamenn lýstu því yfir að Bikinieyjarnar væru aftur byggilegar, geislavirknin hefði sjatnað nógu mikið til þess. Um 140 manns sneru aftur - en þeir voru ekki lengi í sinni Paradís. Nokkrum árum síðar töldu vís- indamenn sig vita að mikið af geislavirkum efnum væri í kók- ospálmum og brauðtrjám eyjanna, en ávextir þeirra eru undirstöðufæða eyjaskeggja. Fólkið var aftur flutt á brott. Burt með jarðveginn? Þar með þótti ljóst að heimkoman væri því háð að hægt væri að hreinsa eyjarnar af skaðvænlegri geislun. En ennþá vita menn ekki hvernig megi að því standa. Vísindamenn hafa uppi ýmsar hugmyndir um það hvernig losna megi við Cesium 137, það geisla- virka efni sem mest stendur Biki- nifólki fyrir þrifum. Lagt er til að reynt verði að nota sjó til að skola það úr jarðveginum. Hugsanlegt væri einnig að bera á landið mikið magn af kalíum, sem gæti hind- rað að rætur plantna drykkju í sig efnið geislavirka. Einn hópur sérfræðinga ber fram þá róttæku hugmynd að allur jarðvegur allt niður á 70 sm dýpi sé fluttur á brott. Allt er þetta kostnaðar- samt og þykist enginn vita hvað verður til bragðs tekið. Fleiri dollara- freistingar Bikinimenn eiga reyndar for- mælendur fáa eins og er. Emb- ættismenn í Washington segjast vera orðnir þreyttir á að Bikini- menn komi fram eins og „eilíf fórnarlömb". Og ættingjar á Marshalleyjum eru ekki sérlega uppörvandi. í desember í fyrra sendi Amata Kabua, forseti Marshalleyja, bandaríska utan- ríkisráðuneytinu bréf. Hann lagði þar tií, að Bandaríkin los- uðu sig við úrgang frá kjarnorku- verum með því að geyma hann á eyjum sem hefði verið spillt hvort sem væri - og þá náttúrlega á Bikini. Bikinibúar sjálfir eru vit- anlega andvígir þessari hugmynd - en hættan er sú að miklir pen- ingar sem í húfi eru taki af þeim öll ráð. Því Kabua forseti leggur það til, að Bandaríkjamenn borgi sem svari hundrað miljónum dollara á ári hverju fyrir geymnslupláss fyrir úrganginn skelfilega. En Bikinmenn eru tortryggnir áb byggði á Spiege| VIÐ SENDUM (SLENSKUM SJÓMÖNNUM ÁRNAÐARÓSKIRITILEFNIDAGSINS EIMSKIP * fíSWEKKEmUR HugsiÖ um heilsu og öryggi verkafölks. KV/KK V/MMUPALLUR/KK minnkar þreytu, gigt og vöövabólgu. Fækkar slysum! Ingólfsstræti 1a ■ 101 Reykjavík ■ Sími91-18420

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.