Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 05.06.1988, Blaðsíða 19
SKAK Glœsilegur sigur Kasparovs í Amsterdam Helgi Ólafsson skrifar Merku skákmóti lauk um síð- ustu helgi í Amsterdam í Hol- landi. Þetta var fyrsta mótið sem Garrí Kasparov tekur þátt í frá því að einvígi hans við Anatoly Karpov lauk í Sevilla. Mörgum þótti tími til þess kominn að Kasparov settist aftur að tafli en hann hefur verið á miklum þeytingi um heiminn og rekið hálfgildings skákbisness. Erki- fjandi hans Karpov hefur á hinn bóginn teflt í fjölmörgum mótum með góðum árangri. Kasparov leggur sál sína í hverja skák og kemur feiknarlega vel undirbú- inn til leiks. Hann olli mönnum ekki vonbrigðum í Amsterdam og vann eindreginn og glæsilegan skáksigur, hlaut 9 vinninga af 12 mögulegum á móti sem var af styrkleikaflokki 17. Auk þeirra Karpovs tóku hollensku stór- meistararnir Jan Timman og Van der Wiel þátt í mótinu. Þeirra þáttur var fremur rýr. Karpov hlaut 6*/2 vinning, Timman 5/2 vinning og Van der Wiel 3 vinn- inga. Þó Kasparov hafi auðvitað verið langsigurstranglegastur voru yfirburðir hans með ólíkind- um. Miklar líkur eru nú á því að hann bæti stigamet Bobby Fisc- her sem er 2785 Elo-stig en lengi vel var álitið að slíkt væri óhugs- andi. Fyrri sigur Kasparov á Karpov gaf honum byr undir báða vængi. Þar lét hann sig ekki muna um að fórna tveimur mönnum en sóknin rann út í sandinn. Karpov var með ger- unnið tafl en í bullandi tímahraki. Hann missti af hverri vinnings- leiðinni á fætur annarri og þar kom loks að hann féll á tíma en Kasparov stóð þá heldur betur að vígi þó staðan væri jafnteflisleg. Kasparov vann einnig fjórðu skák þeirra félaga og því saman- lagt 3:1. Þeir reyna aftur með sér í 2. heimsbikarmótinu sem hefst í þessum mánuði. Karpov vann fyrsta mótið í Brússel í apríl. Það verður mikill fengur að fá Kasparov hingað til lands í haust. Hann stendur nú á hátindi ferils síns og skákir hans eru stórkost- leg skemmtun fyrir skákunnend- ur. Karpov getur þakkað Van der Wiel árangur sinn, hann hlaut 6/2 vinning sem er nokkuð í samræmi við stigatölu hans nú. Þess má geta að eitt sinn dugði þetta rýra vinningshlutfall Karpov til sigurs á móti í Ítalíu, svo ótrúlega sem það kann að hljóma. Jan Timman er þriðji stigahæsti skákmaður heims en hann stendur þó „K- unum“ greinilega langt að baki. Hann vann aðeins eina skák af landa sínum Van der Wiel sem hafði lítið erindi í þetta mót. Van der Wiel getur teflt ágætlega en þarf greinilega að lesa sér betur til um byrjanir. Feiknarlegur styrkleikamunur var á honum og næsta manni, meira en 100 stig, svo útkoman kemur vart á óvart. Kasparov vann Timman með minnsta mun, 2Vr.Wi en sigur- skák hans ber öll aðalsmerki heimsmeistarans, vel heppnuð byrjun, hárnákvæmir útreikning- ar og pottþétt úrvinnsla. Garrí Kasparov - Jan Timman Slavnesk vörn 1. d4-d5 2. Rf3-Rf6 3. c4-c6 (í 1. umferð stýrði Timman taflinu yfir í drottningarbragð 05 Kasparov Karpov P| Timman Van der Wiel með 3. .. e.6. Hann er vanur að breyta um byrjanir þó slavneska vörnin sé nú varla rétta byrjunin gegn Kasparov sem hefur næst- um 100% skor gegn henni.) 4. Rc3-dxc4 5. a4-Bf5 6. Rh4-Bc8 7. Rf3-Bf5 8. e3 (Einkennilegur útúrdúr.) 8. .. e6 9. Bxc4-Bb4 10. 0-0-Rbd7 11. Db3-a5 12. Ra2-Be7 13. Rh4-Bg6 14. g3-Dc7 15. Rc3-0-0 16. Rxg6-hxg6 17. Hdl-Bb4 18. Dc2-Had8 19. Ra2-Be7 20. Bd2-Db6 21. Hacl-Rd5? (Hvítur hefur teflt byrjunina markvisst og náð betri stöðu því svartur á erfitt með að ná virku mótspili. Hér kastar hann hins- vegar tveimur tempóum á glæ og Kasparov eykur yfirburði sína eins og hendi sé veifað). 22. e4-R5f6 23. Be2-e5 24. Be3-exd4 25. Bxd4-Dc7 26. f4-g5 (Hressileg tilraun til að ná mót- spili. Nú hefst skemmtileg bar- átta á miðborðinu.) 27. e5-Rd5 28. De4 Hótar 29. Dxd5). 28. .. R7b6 29. Bd3-g6 30. f5-f6 31. fxg6-15 32. De2-Kg7 33. Dh5-Hh8 34. Df3-Rf4!? (Timman afræður réttilega að hleypa taflinu upp. Hann á enga möguleika með því að leggjast í vörn. Framhaldið stenst ekki fullkomlega og krefur á um markvissa taflmennsku en Kasp- arov er vandanum vaxinn.) 35. Bxf5-Hxd4! 36. Hxd4-Dxe5 37. He4-Bc5+ 38. Khl-Dxf5 39. gxf4-Bd6 40. Dc3+-Kxg6 41. Dd3!-Be7 42. fxg5-Dd5 43. De2-Hh4 44. Rc3-Hxe4 45. Rxe4-Rxa4 45. Hdl-De6 47. Dc2! (Þrátt fyrir hetjulega baráttu hefur Timman ekki náð að rétta hlut sinn. Þessi leikur sem hótar riddaranum og fráskák tryggir sigurinn þó svartur eygi nokkrar skákir í viðbót.) 47. .. Df5 48. Dxa4-Df3+ 49. Kgl-Dg4+ 50. Kf2-Df4+ 51. Ke2-Dg4+ 52. Kd3-Bb4 53. Dc2-Df3+ 54. Kd4-Kg7 55. Ke5! - og Timman gafst upp. Lputian sigraði í Érevan Sovéski stórmeistarinn Smbat Lputian varð sigurvegari á minn- ingarmótinu um Tigran Petros- kjan í höfuðborg Armeníu Éere- van. Hann hlaut 10 vinninga af 13 mögulegum. í 2. sæti varð Lev Pshakis með 9Vi vinning. Þetta er annað mótið í röð sem Lputian vinnur en fyrir stuttu vann hann sterkt mót í Dortmund í V- Þýskalandi. Mótið í Éerevan var skipað nokkrum af fremstu skák- mönnum Sovétríkjanna. Undir- ritaður varð í 9.-10. sæti ásamt Eistlendingnum Ehlvest með 6 vinninga úr 13 skákum. Meira um mótið síðar. Framhaldsaðalfundur Miðgarðs hf. verður haldinn mánudaginn 6. júní kl. 17.30 að Hverfisgötu 105. Stjórnin Húsavík - sérkennarar Einn sérkennara vantar að Barnaskóla Húsvíkur næsta skólaár. Nánari upplýsingar um starfið og þá fyrirgreiðslu sem í boði er veitir skólastjóri í símum 96-41660 og 96-41974. Skólanefnd Húsavíkur Reykjavík - Hafnarfjörður Frá og með 6. júní hefst sumaráætlun ferða milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Ferðir verða á heilum og hálfum tímum frá enda- stöðvum í Reykjavík og Hafnarfirði. Áætlanir eru í vögnunum. Landieiðir hf. Auglýsing Frá Samstarfs- og sameiningarnefnd Dalasýslu Kosning um sameiningu sveitarfélaga í Dala- sýslu í eitt sveitarfélag fer fram laugardaginn 25. júní 1988. Kjörskrár liggja frammi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram sem hér segir hjá: Sýslumanni Dalasýslu Hreppstjórum Dalasýslu og á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga að Háaleitisbraut 6, Reykjavík Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! Útboð Raknadalshlíð 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 5,7 km, bergskeringar 2.800 m3, undirbygging 71.400 m3 og neðra burðarlag 6.600 m3. Verki skal lokið 15. nóvember 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 20. júní 1988. Vegamálastjóri Blönduós - bæjarstjóri Blönduóshreppur, sem frá og með 4. júlí verður bær, auglýsir hér með eftir umsóknum um starf bæjarstjóra. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendisttil Hilmars Kristinssonar oddvita fyrir 16. júní og gefur hann jafnframt nánari upp- lýsingar um starfið í síma 95-4123 og 95-4311. Hreppsnefnd Blönduósshrepps

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.