Þjóðviljinn - 10.06.1988, Page 3

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Page 3
FRETTIR Aðalfundur Sambandsins Uppstokkun og samdráttur Hálfs miljarðar króna halli á Sambandinu ífyrra. Kreppuráðstafanir lausnarorðið. Samdráttur og niðurskurður boðaður af forystu SÍS Alþýðubandalagið Málefni landsbyggðar Ráðstefna Alþýðubandalagsins um byggðamál hefst á Dalvík í dag. Þar verða byggðamálin reyfuð í nútíð og fortíð. Á morg- un verður tekist á við atvinnu- málin og rætt um sóknarfæri landsbyggðarinnar í kjölfar nýrr- ar tækni. Á sunnudag verður síð- an unnið að stefnumótun. Svanfríður Jónasdóttir, vara- formaður Alþýðubandalagsins sagði í stuttu spjalli við blaðið, að hún væri bjartsýn á að þetta yrði góð ráðstefna. Hún sagðist sér- staklega vilja hvetja fólk úr ná- grannabyggðunum að vera með og taka þátt í ráðstefnunni. -gjh Samdráttur í starfsemi ýmissa deilda og kaupfélaga víða um land, er það úrræði sem forystu- menn Sambandsins sjá helst, til að mæta gífurlegum halla á rekstri Sambandsins og flestra kaupfélaga á síðasta ári. Tap Samvinnuhreyfingarinnar í heild reyndist á síðasta ári nema um 500 milljónum króna, og kemur því sala húsnæðisins við Sölv- hólsgötu til ríkissjóðs fyrir 167 miljónir að litlu haldi til að snúa vörn í sókn. í umsögn endurskoðenda með ársreikningnum kemur fram að rekstrarstaða Sambandsins hefur ekki verið verri og verði ekki brugðist skjótt við, geti Sam- bandið skaðast verulega. Til dæmis var halli á rekstri verslun- ardeildarinnar um síðustu ára- mót um 220 milljónir króna og talið er að tapið á rekstri deildar- innar nemi um 1,5 milljónum á dag um þessar mundir. Eðlilega hefur rekstrarstaðan sett mestan svip á umræður á að- alfundi Sambandsins sem settur var í Bifröst í gærmorgun. Ræðu- menn á fundinum í gær voru á einu máli um að samvinnuhreyf- ingin standi nú um flest á örlagar- íkari tímamótum en nokkru sinni áður. Mikilsvert væri að fundin- um lyki ekki án þess að menn hefðu gert sér grein fyrir því með hverjum hætti skyldi við brugð- ist. Þáttur í því verður endurskip- ulagning verslunardeildarinnar. Sem skref í þá átt hefur nú verið myndað sk. Hagsmnunafélag samvinnuverslunar og kosin sér- stök stjórn. Aðalfundinum mun ljúka síð- degis í dag. -mhg/rk Bráðabirgðalögin Sambandið Taglhnýtingur ahrinnurekenda Ólafur Ragnar Grímsson: Samvinnuhreyfingin hefurglatað trausti launafólks og landsbyggðarinnar. Hreyfingin verður að móta launastefnu sem gengur út frá mannsœmandi launum að var svartur dagur þegar Vinnumálasambandið gekk feti framar en VSÍ til að refsa þeim verslunarfyrirtækjum sem höfðu samþykkt 42.000 króna lágmarkslaun, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, á aðlafundi Sambandsins í gær, þegar hann gerði launastefnu Sambandsins að umtalsefni og að Vinnumála- samband samvinnufélaganna hefði gert stefnumið Verslunar- ráðsins og VSÍ að sínum í samn- ingum við samtök launafólks og fyrir vikið glatað trausti almenn- ings. - Þessari þróun verður að snúa við og Samvinnuhreyfingin verð- ur á ný að öðlast tiltrú launafólks í landinu. Það er hægt að gera með því að móta sjálfstæða launastefnu samvinnughreyfing- arinnar þar sem eðlileg lágmarks- laun eru greidd og dregið er úr launamismun og mun á milli hæstu og lægstu launa. Samvinnuhreyfingin er ekki bara samansafn rekstrareininga, hún er einnig lýðræðisleg fjölda- hreyfing sem verður að hafa sið- ferðislegan styrk og öðlast tiltrú fólksins. Samvinnuhreyfing sem glatar trausti launafólks og íbúa í sveitum landsins er lítils virði hvort sem rekstrarniðurstaðan skilar hagnaði eða tapi, sagði Ólafur. Samvinnuhreyfingin þarf einn- ig að móta sér sjálfstæða stefnu í efnahagsmálum og byggðamál- um, sagði Ólafur og hætta að hanga aftan í stjórnmálaöflum sem telja sig hafa einkarétt á stjórn hennar. - Ef Samvinnuhreyfingin þegir og talar tæpitungu vegna þess að hún er að gæta hagsmuna slíkra stjórnmálaafla þá getur hún ekki orðið kraftmikið afl í nýrri byggð- astefnu. Sjálfstæð stefna í launamálum og byggðamálum er því forsenda fyrir endurreisn Samvinnuhreyfingarinnar, sagði Ólafur. -rk Hjartavernd Söfnum kröftum Dagana 10. og 11. júni gangast Landssamtök hjartasjúklinga fyrir fjársöfnun um land allt undir kjörorðinu „Söfnum kröftum“. Seld verða hjartalaga merki sem kosta 200 krónur stykkið. Allur ágóði mun renna óskiptur til stofnunar þjálfunar- og endurhæfingarstöðvar fyrir sjúklinga með hjarta- æða- og lungnasjúkdóma. Þörfin fyrir slíka endurhæ- fingarstöð, sem bæði er ætlað að bjóða upp á þjálfun í beinu fram- haldi af sjúkrahúsdvöl og við- haldsþjálfun um lengri tíma er mikil. í dag er starfrækt endur- hæfing fyrir 200 - 250 manns en hins vegar er áætlaður fjöldi nýrra sjúklinga með hjarta- og æðasjúkdóma milli 400 og 500 manns. «Þ Halldór Halldórsson hjarta- og lungnaþegi, og Magnús Karl Pétursson. Bráðabirgðalögin Fmmskógaiiögmálið lögbundið Ásmundur Stefánsson: Ríkisstjórnin er ráðalaus ef atvinnurekendur kjósa að hundsa lögin Asmundur Stefánsson forseti ASÍ segir að það skipti ekki meginmáli hvort samningarnir í álverinu teljist löglegir eða ólög- legir. „Samningagerð var í gangi þegar lögin voru sett og það er öll ástæða til að óska álversmönnum til hamingju með þann árangur sem samstaða þeirra skilaði“, sagði Ásmundur. Að mati Ásmundar er það augljóst að ríkisstjórnin hafi gert sér grein fyrir því þegar hún setti bráðabirgðalögin að hún hefði enga aðstöðu til að framfylgja banni við samkomulagi á einstök- um vinnustöðum. Þess vegna hafi hún valið þann kostinn að vera ekki með refsiákvæði í lögunum. „Hvað launaskrið snertir eru þessi lög því hliðstæð bílbeltal- ögunum áður en sektarákvæðin komu til sögunnar,“ sagði Ás- mundur. „Þetta eru vinsamleg til- mæli sem enginn þarf að taka til greina“. Atburðir síðustu daga undirstrika að mati Ásmundar að bráðabirgðalögin eru fyrst og fremst misskiptingarlög. Fólk á strípuðum töxtum, sem ekki hefði aðstöðu til að beita sér á sínum vinnustöðum, sæti eftir en þeir einstaklingar og hópar sem hefðu aðstöðu til að semja sér um sín mál færu frammúr. „Lögin hindra einungis samtök launa- fólks í að semja um sín kjör en ef atvinnurekendur ætla sér að hundsa lögin er ríkisstjórnin ráðalaus,“ sagði Ásmundur. -hmp Vandræða- gangur Ólafur Ragnar Gríms- son: Bestað ríkisstjórnin taki sér varanlegt sumar- frí Ólafur Ragnar Grímsson segir það greinilegt að vandræða- gangur, mótsagnir og deilur séu orðnar daglegt brauð hjá ríkis- stjórninni og varanlegt vöru- merki á vinnubrögðum hennar. Forsætisráðherra vísi kjara- samningum álversins til ríkislög- manns eins og hann sé einhver dómari. „Ríkislögmaður er bara venjulegur embættismaður og hagsmunagæslumaður ríkisins og það er út úr öllu korti að hann sé úrskurðaraðili,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði það augljóst að starfsmenn í álverinu hefðu allan lýðræðislegan og lagalegan rétt til að gera kjarasamninga. Það sama gilti um launafólk á Akureyri, Dalvík, Austurlandi og annars- staðar þar sem samningar hafa verið gerðir síðustu daga. „Eða ætlar ríkisstjórnin að siga lögregl- unni á þá sem gera kjarasamn- inga?“ sagði Ólafur. Ólafur telur að atburðir síð- ustu daga sýni best vandræða- ganginn á ríkisstjórninni. Deilur Jóns Helgasonar landbúnaðar- ráðherra og Jóns Baldvins Hann- ibalssonar fjármálaráðherra, um greiðslur til landbúnaðar og vaxtagreiðslur til Seðlabanka séu enn eitt dæmið um stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í stórum mál- um. „Kannski væri best að ríkis- stjórnin fengi sér varanlegt sumarfrí,“ sagði Ólafur. -hmp Gámafiskur Mikili útflutningur Vegna Sjómannadagsins voru flutt út 574,1 tonn af gámafiski til Englands og vegna tonnafjöidans féll mcðalverðið um tæpar 10 krónur þegar sclt var sl. þriðju- dag miðað við verðið sem fékkst fyrir gámafisk daginn áður, en þá var magnið miklum mun minna eða rétt 80 tonn. Meðalverðið þá var 72,50 en féll niður í 63,21 krónur daginn eftir vegna of- framboðs. Að sögn Sigrúnar Erlendsdótt- ur hjá LÍÚ seldust þessi 574,1 tonn fyrir 36,3 milljónir króna. Meðalverð var 63,21. Mest var um þorsk og seldist hann að með- altali á 61,99 krónur, ýsa á 80,97 og koli á 53,36 krónur. í næstu viku selur Særún ÁR í Hull og Breki VE í Þýskalandi. Þar hafa einnig bókað sölu Engey og Vigri RE á næstunni. -grh Föstudagur 10. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.