Þjóðviljinn - 10.06.1988, Síða 8
Evrópukeppnin 1988 Evrópukeppnin 1988 Evrópukeppnin 1988 Evrópukeppnin 1988 ■
1. riðni Spánn
Spánverjar léku til úrslita í síð-
ustu Evrópukeppni. Þá töpuðu
þeir fyrir Frökkum sem voru
gestgjafar en komust ekki í úrslit-
akeppnina nú til að verja titil
sinn. Spánverjar ætla sér að fara
alla leið í úrslitin og hef ég trú á að
þeim takist það. Þeir urðu fyrir
miklum vonbrigðum 1982 þegar
þeir héldu heimsmeistarakeppn-
ina en komust ekki langt. Þá ætl-
uðu þeir sér að sigra í Mexíkó
1986 en voru mjög óvænt stöðv-
aðir af Belgíumönnum í fjórð-
ungsúrslitum. Spánverjar eru því
orðnir hungraðir í titil.
Þjálfari spænska liðsins er Mi-
guel Munoz og tók hann við lið-
inu eftir martröðina 1982 og hef-
ur byggt upp mjög sterkt lið.
Flestir leikmanna koma úr Real
Madrid enda er það eitthvert al-
besta félagslið heims.
í vörninni eru lykilmenn úr
Real, þeir Manuel Sanchis og
Jose Camacho sem er fyrirliði.
Miðjuleikmenn Spánar eru mjög
sterkir. Miguel „Michel“ Gonzal-
ez og Rafael Gordillo eru einnig
úr Real en þeim við hlið er Victor
Munoz frá Barcelona, óþreyt-
andi baráttujaxl og ómissandi
fyrir liðið. í sókninni þarf svo vart
að kynna Emilio Butragueno sem
er þjóðhetja á Spáni. Hann
skoraði fimm mörk í Mexíkó, og
það var hann sem sló út hið dáða
lið Dana með því að skora fjögur
mörk í 5-1 sigri Spánar. Það er
ekki að ástæðulausu sem Spán-
verjar kalla hann E1 buitre, eða
hrægamminn, því hann gefur
engri vörn grið.
Spánverjar eiga eftir að kom-
ast langt á hörkunni og hinum
mikla baráttuvilja sínum. Enda
þótt þeir séu í erfiðum riðli þá hef
ég trú á að þeir komist langt í
keppninni. Það verður sérstak-
lega skemmtilegt að fylgjast með
leik þeirra við Dani, en Baunarn-
ir eiga svo sannarlega harma að
hefna frá síðustu heimsmeistar-
akeppni.
Lið Spánar.
Lið Spánar
Markveröir:
1 .Andoni Zubizarreta, Barc........26/30
13. FranciscoBuyo, Real Madrid.....30/4
Varnarmenn:
2. TomasRenones,Atl.Madrid........27/14
3. JoseCamacho, RealMadrid........32/78
4. GenaroAndrinua, Atl. Bilbao.....24/7
8. Manuel Sanchis, Real Madrid....23/13
12.Diego Rodriguez, Real Betis......28/1
14. RicardoGallego, Real Madrid...28/40
18. MiguelSoler, Espanol...........23/3
Miövallarleikmenn:
5. VictorMunoz, Barcelona.........31/56
6. RamonCaldere, Barcelona........29/19
11 .Rafael Godillo, Real Madrid....29/77
15. Eusebio Sacristan, Atl. Madrid.24/2
17.AitorBeguiristan, Barcelona......23/1
19. Rafael Vazquez, RealMadrid.....22/4
20. Michel Gordillo, Real Madrid.25/25
Sóknarmenn:
7. JulioSalinas, Atl.Madird.......24/15
9. Emilio Butragueno, Real Mad....24/31
lO.EIoyOlaya, Sporting Gijon ......23/12
16. JoseBakero, Barcelona..........25/5
- 1964 Sigurvegarar
Arangur 1980 8 liða úrslit
1984 Úrslit
1. riðill
Lið Ítalíu.
ítalir eru til alls líklegir í Evr-
ópukeppninni sem endranær.
Þeir hafa, líkt og V-Þjóðverjar,
verið í fremstu röð í áratugi. Arið
1982 komu þeir öllum á óvart
með að verða heimsmeistarar
eftir að hafa unnið ekki ómerkari
þjóðir en V-Þýskaland, Brasilíu
og þáverandi heimsmeistara Arg-
entínu. Eftir það hafa þeir verið í
nokkurri lægð en eru nú komnir
með mjög sterkt lið að nýju.
Þjálfari ftala er Azeglio Vicini
sem áður þjálfaði 21 árs landslið-
ið og tók hann við af hinum góð-
kunna Enzo Bearzot. Vicini hef-
ur gefið yngri leikmönnum tæki-
færi og eru flestir leikmanna liðs-
ins 23 eða 24 ára gamlir. Af þess-
um yngri leikmönnum má nefna
Giuseppe Bergomi, Ciro Ferrara
og Riccardo Ferri í vörninni,
miðjumennina Giuseppe Gianini
og Fernardo de Napoli, og Gianl-
uca Vialli og Roberto Donadoni í
sókninni. Þá eru eldri menn eins
og Franco Baresi og Alessandro
Altobelli með bestu leikmönnum
liðsins.
ítalir eru enn að byggja upp
landslið sitt. Óvíst er hvort liðið
nái toppnum nú í Þýskalandi og
leggja að velli hina sterku mót-
herja sína, en altént verður lið
þeirra örugglega á toppnum í
heimsmeistarakeppninni 1990
sem fer fram í þeirra heimalandi.
Það hlýtur að vera stefna þeirra.
Lið Ítalíu
Markverðir:
1. Walter Zenga, Inter....28/15
12.StefanoTacconi, Juventus.31/1
Varnarmenn:
2. Franco Baresi, AC Milan......28/20
3. GiuseppeBergomi, Inter.......24/45
4. Roberto Cravero, Torino.......24/0
5. Ciro Ferrara, Napoli..........21/4
6. Riccardo Ferri, Inter ........24/8
7. Giovanni Fracini, Napoli......24/8
8. Paolo Maldini, AC Milan.......19/2
Miðvallarleikmenn:
9. CarloAncelotti, ACMilan......28/16
10.Luigi de Agostini, Juventus....27/9
11 .Fernardode Napoli, Napoli....24/20
13. LucaFusi,Sampdoria...........24/2
14. GiuseppeGianini, Roma.......23/14
15. Francesco Romano, Napoli.....28/0
Sóknarmenn:
16. AlessandroAltobelli, Inter .32/56
17. RobertoDonadoni, ACMilan....24/15
18. RobertoMancini, Sampdoria...23/12
19. RuggieroRizzitelli, Cesena...20/2
20. Gianluca Vialli, Sampdoria.23/24
Áranaur 1968 Sigutvegarar
u 1980 Undanúrslit
1. riðni V-Þýskaland
V-Þjóðverjar eru taldir sigur-
stranglegastir að þjálfurum lið-
anna og ekki af ástæðulausu. í
fyrsta lagi leika þeir á heimavelli
og má því segja að nú þegar sé
staðan eitt-núll þeim í vil. Þá hafa
þeir verið með gífurlega sigursælt
lið í gegnum tíðina. Þeir urðu
Evrópumeistarar árið 1980 og
tveimur árum síðar léku þeir til
úrslita í heimsmeistarakeppn-
inni, en töpuðu þá fyrir ítölum. í
Mexíkó 1986 léku þeir aftur til
úrslita á HM en lutu þá í lægra
haldi fyrir Argentínumönnum.
Lið V-Þjóðverja stendur sig yf-
irleitt best þegar pressan er mest.
Þeir eru þekktir fýrir mikla seiglu
og gefast aldrei upp. Hverjum
datt t.a.m. á hug að spá þeim vel-
gengni í Heimsmeistarakeppn-
inni í Mexíkó? Þá þóttu þeir leika
þunglamalegan og fremur leiðin-
legan fótbolta, töpuðu m.a. fyrir
léttleikandi Dönum í riðlakeppn-
inni, en þegar upp var staðið fóru
þeir alla leið í úrslitin og lentu í
öðru sæti. Þjóðverjarnir geta
klúðrað leikjum sem skipta
minna máli en í stórmótum hrista
þeir af sér slenið og ná árangri.
Bobby Robson er einn þeirra sem
spá gestgjöfunum sigri og segir
það vera þeirra sterkustu hlið
hversu sterkir þeir eru á stór-
mótum einsog Evrópukeppninni.
Þjálfari þýska liðsins, Franz
Beckenbauer, er undir mikilli
pressu vegna keppninnar. Þjóðin
heimtar sigur og ekkert annað en
Beckenbauer er einhver dáðasti
knattspyrnumaður V-Þýskalands
fyrr og síðar. Ef lið hans sigrar
verður hann fyrsti maðurinn til
að vinna keppnina bæði sem leik-
maðurog þjálfari, en hann leiddi
liðið sem fyrirliði árið 1972.
Beckenbauer er ekki eins bjart-
sýnn og aðrir og telur að gengi
þýska liðsins muni ráðast af fyrsta
leiknum gegn ítölum. Þann leik
verði þeir áð vinna, annars verði
róðurinn of þungur.
Liðið:
Markverðir:
1. Eike Immel, Stuttgart........14/27
12.Bodolllgner, Köln ............3/21
Varnarmenn:
2. Guido Buchwald, Stuttgart...18/27
3. Andreas Brehme, Inter.......35/27
4. Jurgen Kohler, Köln..........14/22
5. Matthias Herget, Urdingen....33/32
6. Uli Borowka, Bremen...........1/26
14. ThomasBerthold, Verona......25/23
15. Hans Pfugler, Bayern.........6/28
19. GunnarSauer, Bremen..........0/23
Miðvallarleikmenn:
8. Lothar Matthaus, Inter.......60/27
10.OlafThon, Bayern..............23/21
13.Wolfram Wuttke, Kaisersl.......3/26
17. HansDorfner, Bayern .........3/22
20. Wolfgang Rolff, Leverkusen.30/28
Sóknarmenn:
7. PierreLittbarski, Köln.......53/28
9. Rudi Völler, Roma............48/28
11 .Frank Mill, Dortmund..........9/29
16. DieterEckstein, Nurnberg.....4/24
18. Jurgen Klinsmann, Stuttgart..4/23
1972 Sigurvegarar
Arangur 1976 í úrslit
1980 Sigurvegarar
1984 8 liða úrslit
8 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 10. júní 1988