Þjóðviljinn - 10.06.1988, Page 14
ALÞÝÐUBANPALAGIÐ
Vorráðstefna á Hallormsstað
Kjördæmisráö Alþýðubandalagsins á Austurlandi efnir til árlegrar vorráð-
stefnu á Hallormsstað dagana 18. og 19. júní næstkomandi.
Dagskrá: Laugardagur 18. júní kl. 13.30: Ráðstefna um byggðamál, fram-
söguerindi og umræður. Kvöldvaka við varðeld. Sunnudagur 19. júní:
Gönguferð um Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn fróðra manna. Kl. 13:
Ávarp í tilefni dagsins. Ráðstefna um jafnréttismál. Framsaga og umræður.
Ráðstefnuslit kl. 18.
Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsfólk, fjölmennið og tilkynnið þátttöku
til formanna félaganna eða stjórnar kjördæmisráðs: Hermann sími 21397,
Sveinborg sími 71418, Sigurjón sími 11375.
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Sumarferðin 1988
Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður farin laugar-
daginn 2. júlí
Merktu við á almanakinu núna: 2. júlí.
Óvenjuleg ferð um Mýrarnar, landnám Egils og í Hnappadalssýslu á sögu-
slóðir séra Árna Þórarinssonar.
Áningastaðir verða margir og hver öðrum áhugaverðari. Hver hefur t.d.
komið í Straumfjörðinn?
Eins og venjulega verður lögð áhersla á einvala leiðsögumenn og ódýra og
skemmtilega ferð.
Allar upplýsingar í síma 17500 - að Hverfisgötu 105.
Alþýðubandalagið í Reykjavik
Opnir fundur á Austurlandi
Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austur-
landi sem hér greinir:
Á Bakkafíröi í félagsheimilinu sunnudagin 12. júní kl. 20.30.
Á Vopnafirði í Austurborg mánudaginn 13. júní kl. 20.30.
Á Egilsstöðum í Samkvæmispáfanum Fellabæ þriðjudaginn 14. júní
kl. 20.30.
Á Fáskrúðsfirði í Verkalýðshúsinu, miðvikudaginn 15. júní kl. 20.30.
Á Borgarfirði eystra í Fjarðarborg fimmtudaginn 16. júní kl. 20.30.
Á Eskifirði í Valhöll þriðjudaginn 21. júní kl. 20.30.
Á fundunum verður rætt um heimamál, stöðu þjóðmálanna og störf Alþing-
is. Allir velkomnir - Alþýðubandalagið
Ertu með á Laugarvatn í sumar?
Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalagið til orlofsdvalar á Laugar-
vatni vikuna 18.-24. júlí. Mikil þátttaka hefur verið í þessari sumardvöl á
Laugarvatni enda er þar gott að dvelja i glöðum hópi og margt um að vera.
Rúm er fyrir um 80 manns.
Umsjónarmenn í sumar, eins og síðastliðið sumar, verða þær Margrét
Frímannsdóttir og Sigriður Þorsteinsdóttir. Rúnar matsveinn ásamt sam-
starfsfólki sér um matseld að alkunnri snilld.
Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir:
Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2000,- Fyrir börn 6-11 ára kr. 8000,-
Fyrir 12 ára og eldri kr. 12.000,-
Innifalið í verðinu er fúllt fæði alla dagana; morgunverður, hádegisverður,
síðdegiskaffi og kvöldverður, gisting í 2ja og 3ja manna herbergjum, barna-
gæsla fyrir yngstu börnin, tvær ferðir í sund og gufubað, þátttaka í fræðslu-
og skemmtistarfi og skipulögðum göngu- og útivistarferðum.
iþróttasvæði, bátaleiga, hestaleiga, silungsveiði og fleira er við höndina í
næsta nágrenni Héraðsskólans á Laugarvatni.
Sumardvölin á Laugarvatni hefur reynst góð afslöppun fyrir alla fjölskyld-
una, unga sem aldna, í áhyggjulausu og öruggu umhverfi, þar sem fólk
hvílir sig á öllum húsverkum, en leggur alla áherslu á að skemmta sér
saman í sumarfríi og samveru.
Dragið ekki að festa ykkur vikudvöl á Laugarvatni í sumar. Komið eða
hringið á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er
91-17500. Panta þarf fyrir 15. júní og greiða kr. 5000,- í staðfestingargjald
fyrir 1. júlí. - Alþýðubandalagið.
Ráðstefna um byggðamál
Dalvík 10.-12. júní 1988
Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um byggðamál á Dalvík 10. -12. júní
n.k.
Ráðstefnan hefst kl. 14.30 föstudaginn 10. júní og er áætlað að henni Ijúki
síðdegis sunnudaginn 12. júní.
Dagskrá:
Föstudagur 10. júní
Kl. 14.30 Framsöguerindi
Umræður
Kl. 19.00 Farið til Hríseyjar. Eyjan skoðuð og snæddur kvöldverður.
Laugardagur 11. júní
Kl. 09.00 Framsöguerindi
Umræður
Kl. 16.00 Skoðunarferð um Dalvík - söfn og fyrirtæki.
Snætt á Grund í Svarfaðardal. Þátttakendum kenndur svarf-
dælskur mars.
Sunnudagur 12. júní
Kl. 09.00 Sundskálaferð
Kl. 10.30 Hópavinna - skil og umræður
Eftirtaldir hópar starfa:
I Stjórnkerfið og þjónusta
II Atvinnumál og þjónusta
III Menning og viðhorf
IV SÍS og kaupfélögin.
Ráðstefnunni lýkur síðdegis.
Gisting verður í heimavist Dalvíkurskóla (Sumarhótel).
Allar nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir í síma 96-61460 og
Þóra Rósa Geirsdóttir í síma 96-61411. Þær taka einnig við þátttökutilkynn-
ingum.
Nánar auglýst sfðar Alþýðubandalagið
Sumarferð ABR
Merktu við á almanakinu núna strax! - 2. júlí
Laugardaginn 2. júlí verður farin hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins
Aðalviðkomustaðir: Borg á Mýrum/Brákarsund (sögusvið Egilssögu),
Straumfjörður á Mýrum þar sem Pour-quoi-pas? fórst, Hítardalur.
Félagar athugið, ferðin verður ódýr, það verður farið á staði sem þú hefur
sjaldan eða aldrei séð og leiðsögumenn verða að sjálfsögðu með þeim
•betri. Nánar auglýst síðar.
Auglýsið í Þjóðviljanum
ÖRFRÉTTTIR
Kvennarannsóknir
tuömnuiNN Tíminn
9 68 13 33 4? 68 18 66 ' 68 63 00
Nýverið hlutu sjö einstaklingar
styrki til kvennarannsókna.
Áhugahópur um kvennarann-
sóknir tók að sér að úthluta fyrir
hönd Háskóla íslands 1.250.000
kr. fjárveingu á fjárlögum til
rannsókna í kvennafræðum.
Styrk hlutu: Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir til rannsókna á
kvennaguðfræði, Guðrún Jóns-
dóttir til rannsókna á reynslu
kvenna af sifjaspellum, Helga
Sigurjónsdóttir tir rannsókna á
Ftauðsokkum, Margrét Jónsdóttir
til útgáfu á dagbókum verka-
konu, Már Jónsson til rannsókna
á faðerniseiðum á seinni öldum,
Ragnhildur Vigfúsdóttir til
rannsókna á íslenskum konum
erlendis og Sigrún Stefánsdóttir
til athugana á konum í fjölmiðl-
um.
Mannsins
enn saknað
Enn hefur víðtæk leit að mann-
inum sem féll útbyrðis af gúmm-
bát sl. laugardagskvöld á mílli
Djúpavogs og Þvottáreyja engan
árangur borið. Fjörur hafa verið
gengnar, leitað hefurverið úrlofti
og Hamarsfjörðurinn hefur verið
slæddur.
Maðurinn heitir Eysteinn Guð-
jónsson, 39 ára, skólastjóri
grunnskólans á Djúpavogi.
Blaóburóur er ál
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sigL
£\\
BLAÐBERAR ÓSKAST Vantar
blaðbera
víðs
vegar
um
bæinn
Hafdu samband við okkur
þJÓÐVIUINN
Síðumúla 6
0 68 13 33
Styrkur til
Hallgríms-
rannsókna
Margrét Eggertsdóttir hlaut ný-
lega styrk úr Minningarsjóði dr.
phil. Jóns Jóhannessonar próf-
essors, til rannsókna á viðhorf um
séra Hallgríms Péturssonar til
dauðans eins og það birtist í
sálmakveðskap hans. Þetta er
athugunarefni í kandídatsritgerð
Margrétar sem hún vinnur að um
þessar mundir.
Minningarsjóðurinn er í eign
Háskóla Islands. Vaxtatekjum
hans er varið til að veita stúdent-
um eða kandídötum í íslensku og
sagnfræði styrki til
rannsóknaverkefna er tengjast
námi þeirra.
Afmælisrit
Laugarnesskóla
Út er komið rit í tilefni 50 ára
afmælis Laugarnesskóla 1985.
Fjölbreytt efni er í ritinu um sögu
skólastarfsins og fjöldi mynda
glæðir frásögnina lífi.
Ritið kostar 300 krónur og er
hægt að nálgast það á skrifstofu
skólans.
Prófessor í íslenskum
fræðum í París
Dr. Franqois-Xavier Dillmann
hefur verið skipaður prófessor í
fornnorrænum fræðum við Ecole
des Hautes Etudes (Sciences
Historiques et Philologiques) í
París, en þetta er í fyrsta sinn
sem staðan er veitt.
Dillmann hefur fengist
allnokkuð við rannsóknir í forn-
norrænum fræðum og fjallaði
doktorsritgerð hans um rúnir í
forníslenskum bókmenntum.
Sjúkrasamlag
Reykjavíkur
verðurlokaðfrá kl. 13.00e.h. föstudaginn 10. júní
1988 vegna útfarar fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Gunnars J. Möllers, hrl.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur
Staða deildarbókavarðar í Listasafni íslands er laus til umsóknar.
Um er að ræða 70% stöðugildi. Umsækjendur hafi háskólapróf í
bókasafns- og upplýsingafræði og er áhugi á myndlist æskilegur.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa
borist menntamálaráðuneytinu fyrir 6. júlí næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið, 6. júní 1988
Auglýsing um lög-
tök fyrir fasteigna-
og brunabóta-
gjöldum í Reykjavík
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunn-
ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði,
uppkveðnum 6. þ.m. verða lögtök látin fara fram
til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og
brunabótaiðgjöldum 1988.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum,
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, hefjast að 8
dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar,
verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 6. júní
1988
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa
Gunnars Vilhjálmssonar
Álfheimum 42
Guð blessi ykkur öll.
Guðveig Hinriksdóttir
Gunnlaugur Gunnarsson
Erna Gunnarsdóttir
Guðný Gunnarsdóttir
Vigdís Gunnarsdóttir
Agnar Logi Axelsson
Þorbjörg Einarsdóttir
Kristinn Sigurðsson
Jón Pálsson
Ágústa Hallsdóttir