Þjóðviljinn - 10.06.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.06.1988, Síða 6
BYGGINGABLAÐ Samkvæmt loftrakamælingum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins á árunum 1980-1982 reyndist ekkert hús eða íbúð vera með of rakt loft, en þriðjungur með of þurrt loft. Könnunin náði til 130 húsa eða (búða. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins Rakamæhngan husum Loftrakamœlingar Rb. 1980-1982:130 hús eða íbúðir mœld að vetrarlagi íReykjavík. Meðal-hlutfallsraki ídes.-mars um 33% ogmeðalhiti um21 gráðu á C.Hœfilegur loftraki talinn30-50% Hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins að Keldnaholti er unnið að mar- gvíslegum rannsóknum sem að gagni geta komið til að auka gæði og hagkvæmni byggingaog mannvirkjaýmis konar. Fyrir þremur árum gaf stofnunin út rit sem fjallar um raka i húsum og eru ma. birtar niðurstöður hinna fyrstu eigin- legu loftrakamælingasem fram fóru á íbúðarhúsnæði í Reykjavík í byrjun þessa ára- tugar. Að þessum mælingum stóðu Óli Hilmar Jónsson arkitekt og Daníel Guðbrandsson rann- sóknamaður, en verkefnið var unnið í samráði við Hákon Ólafs- son verkfræðing og núverandi forstjóra Rb. og Jón Sigurjóns- son núverandi yfirverkfræðing Rb. Hér á eftir verður stiklað á stóru í loftrakamælingum Rb. og hvaða niðurstöðaðna þær leiddu til á sínum tíma og jafnframt til fróðleiks fyrir lesendur. Stuðst er við aðra útgáfu Rb. um raka í húsum sem gefin var út 1985. Loftrakamœlingar Haustið 1980 var ákveðið að hefjast handa við loftrakamæl- ingar í íbúðarhúsum í Reykjavík af hálfu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Til þessa hafði skort upplýsingar af þessu tagi ma. til að nota við út- reikninga á rakaþéttingarhættu í útveggjum. Til að skrá niðurstöð- ur mælingana voru sérstök spurn- ingaeyðublöð útbúin þar sem ma. var beðið um stærð fbúðar, stað, fjölda íbúa, aldur íbúðar, ástand út- sem innveggja, lofthæð, veðurlýsingar, hita inni sem úti, útloftunarvenjur, kyndingu, óþægindi af völdum loftraka, skemmdir af völdum raka osfrv. Hafist var handa við mæling- arnar haustið 1980. Frekar lítið var mælt 1981 en í ársbyrjun 1982 hófust kerfisbundnar mælingar á loftraka í íbúðarhúsum á Reykja- víkursvæðinu. Nær allar mæling- ar fóru fram að vetrarlagi, köld- ustu mánuði ársins, þegar mest hætta er á rakaþéttingu í veggjum og á rúðum. Alls voru 130 hús eða fbúðir mæld. Pess ber að gæta að loftraki hækkar töluvert í inni- lofti þegar útiloft er hlýtt og rakt. Jafnvel þótt hiti úti sé ekki nema nokkrar gráður yfir frostmarki og það rignir, getur raki innilofts aukist um 10% á skömmum tíma. Niðurstöður mœlinga í ljós kom að meðal- hlutfallsraki í lofti íbúða í Reykjavík á tímabilinu des- ember-mars, er uþb. 33% og meðalhiti uþb. 21 gráða á C. Þetta er kaldasta tímabil ársins og skilgreint sem vetur hjá Veður- stofu íslands. Magn vatnsgufu í lofti við framangreind gildi er rúm 6 gr/m3. Gufuþrýstingur lofts við 33% hlutfallsraka og 21. gráðu hita á C er uþb. 0,8 kN/m2. Meðalgufuþrýstingur útilofts yfir mánuðina des.-mars er uþb. 0,5 kN/m2. Munurinn er 0,3 kN, sem þýðir að nokkurt gufustreymi út híýtur að eiga sér stað. Þegar hlýnar úti, um sumarið, minnkar þessi munur og verður óveru- legur. Um loftraka og mœlingarnar Mesti raki sem mældist var 48%. Var það í íbúð í steyptu húsi, 390 m3 að stærð og þar voru 3 í heimili. Ekki hafði borið á rakaskemmdum í íbúðinni og íbúarnir kvörtuðu ekki um of rakt loft. Þess ber að geta að þótt rakastigið hafi verið þetta hátt við þessa tilteknu mælingu, er lík- legt að það sé lægra að öllu jafn- aði í þessari íbúð, annars væri stöðugt móða á gluggum um vetrartímann. Loftraki hærri eða jafnt og 40% mældist í 8 íbúðum, sem samsvarar 6,1% allra íbúða í rannsókninni. íbúum í 3 af þess- um 8 fbúðum þótti inniloft of þurrt. í þrem íbúðum af 130 var kvartað um of rakt loft. Þar mældist 37% hiutfallsloftraki að meðaltali, sem er þó fjarri því að vera of hátt. Þess ber þó að geta að oft getur verið hærri loftraki en 37% í þessum íbúðum. Minnsti loftraki sem mældist var 21%. Var það steypt hús, íbúð 275 m3 og íbúar 3. Mánuði síðar var mæling endurtekin í íbúðinni. Loftraki í íbúðinni mældist þá tæp 29%, eða töluvert hærri en í fyrri mælingu, enda íbúðareigandi búinn að fá sér rakatæki. íbúðin hafði geislahit- un. Loftraki minni eða jafnt og 25% mældistíóhúsum. Þar afvar þó aðeins á tveim stöðum kvartað um of þurrt loft. Aftur á móti mældist raki 30% eða minni í 43 íbúðum eða 33% af heildarfjöld- anum. Af þessum 43 íbúðum kvörtuðu 16 íbúar um of þurrt loft eða 37,2%. Það virðist litlu breyta um rakastig lofts hvort íbúð var stór eða lítil, gömul eða nýleg. Einnig virtist litlu skipta hvort hús voru úr timbri eða steini. Inniloft var þó heldur þurrara í timburhús- um, heldur en í steinhúsum, en munurinn er aðeins um 1% að meðaltali. Meðalloftraki í íbúðum með geislahitun var aðeins 28,5%, enda kvörtuðu 60% íbúa þeirra um of þurrt loft, en aðrir höfðu fengið sér rakatæki til að bæta ástandið. Meðalhiti í þessum íbúðum reyndist vera um 22 gráður á C eða einni gráðu hærri en meðalhiti allra íbúða í könn- uninni. Loftraki hefur verið flokkaður á eftirfarandi hátt. Þurrt loft minni en 30% raki, hæfilegur loftraki 30-50% og rakt loft meira en 50% raki. Eftir þessari flokk- un að dæma er ekkert hús í könnuninni með of rakt loft en 43 með of þurrt loft eða þriðjungur íbúða. Meðalinnihiti húsa reyndist vera 21 gráða á C, sem telst vera mjög hæfilegt. Sama var hvort um litlar eða stórar íbúðir var að ræða, en hús byggð fyrir 1945 höfðu þó aðeins lægri innihita að meðaltali, eða 20,4 gráðu á C. Lægsti hiti sem mældist var 15,7 gráður C og var það í tveim hús- um. Annað var steinhús byggt 1958, hitt timburhús byggt 1918. Til undantekninga taldist ef inni- hiti mældist undir 18 gráðum C. Skiptar skoðanir eru um hvað sé hæfilegur loftraki. Oft er talað um 30-50%. Sumir telja 25-45% hæfilegt. Hvað sem því líður er ljóst að of þurrt loft getur haft skaðleg áhrif á slímhúð öndunar- færa, getur jafnvel orsakað hósta og jafnvel sýkingu. Ekki er talið að rakt inniloft sé skaðlegt heilsu manna en vitað er að hár loftraki getur orsakað ýmsar skemmdir á byggingarefnum td. fúa, svepp- agróður og raka í útveggjum. Tillögur til úrbóta Ef loftraki er of lágur þe. minni en 30% má auka hann á eftirfar- andi hátt: Nota rakatæki í íbúð, hafa vatnsílát á ofnum og einnig ef fólk hefur mörg pottablóm td. 20-30 stykki og vökvar þau reglu- lega stuðlar það að auknum loft- raka. Of rakt loft virðist ekki vera vandamál í íbúðum í Reykjavík samkvæmt könnuninni en þó get- ur, um stundarsakir, raki hækkað verulega td. við þvotta og þurrk- un á taui í íbúðum. Litlar íbúðir eru að sjálfsögðu viðkvæmari í þessum efnum en stórar. Helstu ráð til að minnka loftraka í íbúð- um eru eftirfarandi: Lofta vel út, helst gegnumtrekkur, forðast að þurrka tau í íbúð, skrúfa vel fyrir vatnskrana, sjóða ekki mat í lok- lausum pottum, loka hurð á að baðherbergi við böðun, staðsetja ofna undir gluggum og ef saggi eða raki er þrálátur, skal ganga úr skugga um að ekki sé um að ræða leka eða sprungnar vatnsleiðslur. -grh 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.