Þjóðviljinn - 12.06.1988, Page 3

Þjóðviljinn - 12.06.1988, Page 3
Skelfingarskáldsögur um atómstríð Viö vitum að margir höf- undar skaldsagna og kvik- mynda hafa tekið sér það fyrir hendur á síðari árum að lýsa atómstyrjöld og þá fyrst og fremst ömurlegum örlögum þeirra fáu sem af komast: sjúkir og geisla- virkir og afskræmdir leysa þeir upp mannleg sam- skipti í grimmum slag um síðustu lífsgæðin-en kannski er einhversstaðar að finna þá helga menn sem varðveita vonina og kær- leikann, þrátt fyrirallt. Og fer þeim sögum þó fækk- andi sem leyfa sér slíka huggun: algengast er að ekkert blasi við eftirlifend- um annað en ömurlegasta útslokknun. Forspáir menn Margir munu ekki átta sig á því, að framtíðarhrollvekjur af þessu tagi eru alls ekki ný bóla. Heimsslitasagan með einhvers- konar atómsprengingum varð til löngu áður en fyrsta kjarnorkus- prengjan féll á Hiroshima árið 1945. Þetta kemur m.a. fram í ritum tveggja bókmenntafræð- inga, Davids Dowlings og Pauls Brians, sem hafa sérstaklega kannað þetta þema í vondri jafnt sem sæmilegri skáldsagnagerð. Það er þegar um aldamót að ótti manna við að vísindin kunni að vera á villigötum og leysi úr læðingi tortímingaröfl sem ekki verði við ráðið, kemur fram í skáldsögum. Aðeins tíu árum eftir að menn fundu röntgengeisl- ana - eða árið 1906 - skrifaði Bretinn George Griffith framtíð- arskáldsögu, þar sem því er lýst hvernig þýskir vísindamenn leysa breska flotann upp í málmryk með geislavopnum, en Bretland greiðir á móti sín högg með radí- umsprengikúlum. Fimm árum síðar lýsti annar Breti, H. G. Wells (höfundur Innrásarinnar frá Mars og Tíma- vélarinnar) í fyrsta sinn einskon- ar atómsprengju. f skáldsögunni „Heiminum hleypt lausum" lýsir hann voldugri keðjusprenginga- maskínu sem spýr geislavirkri eimyrju í sautján daga samfleytt. Eftir heimsstyrjöldina fyrri vex mjög fítonskraftur skáldsagnas- prengjanna. Breski diplómatinn og rithöfundurinn Harold Nicol- son fann árið 1932 upp firna- bombu, sem slítur Floridaskaga í sundur og breytir stefnu Golf- straumsins. John B. Priestley, leikskáldið fræga, lýsti árið 1938 atómkeðjusprengingu sem hópur trúarofstækismanna vill nota til að tortíma jörðunni - heitir sú hrollvekja „Dómsdagsmenn" Vondu karlarnir byrja En eftir að kjarnorkuöld hófst fyrir alvöru í lok heimsstyrjaldar- innar síðari, hafa höfundar skáld- sagna um atómstríð mest einbeitt sér að því sem gerist eftir slysið mikla. Sjálfur aðdragandi stríðs- ins er sjaldan á dagskrá, og sjálft stríðið tekur skamma stund. Stundum hefst það vegna bilun- ar, t.d. tölvubilunar eins og í so- vésku kvikmyndinni „Bréf hins dauða“. En á Vesturlöndum er algengast að Rússar eru látnir byrja kjarnorkustríð í einhverri fáránlegri valdstreitu, en stund- um þegar góð sambúð er við Moskvu eru aðrir settir í staðinn - t.d. Kínverjar á tímum Menning- Heimurinn eftir kjarnorkustríð: í sovésku kvikmyndinni „Bréf hins dauða“ og bandarísku myndinni „Apastjarnan". Hálfri öld áður en fyrsta kjarnorkusprengjan sprakk byrjuðu menn að skrifa sögur um Hvellinn mikla, sem flesta drepur arbyltingarinnar. Pað kemur og fyrir að einhverjir hermdarverka- hópar, jafnvel hermdarverka- hópar friðarsinna, eru gerðir ábyrgir fyrir því í skáldsögu að atómstríð brýst út. Líffrœðireyfarar Stundum er dauða mannkyns- ins lýst á næsta hvunndagslegan hátt eins og í sögu Nevils Shutes, „Á ströndinni" (1957) - þar eru engar skelfilegar ógnir, engin af- skræmd börn, mannfólkið bíður síns geislavirka dauða með vissri angurværri reisn. Síðar hafa menn svo brugðið á mjög reyfaralegar hugmyndir, sem eru í afar losaralegum tengslum við það sem læknisfræði og rann- sóknir á geislavirkni hafa kennt mönnum. Höfundar hafa mikið dálæti á því að láta atómstríð og geislavirkni skapa nýjar tegundir lífvera úr þeim sem fyrir voru - mannætuplöntur, gáfaða risam- aura, fiska sem fara um sjó og land, ennfremur verða úr mannfólkinu gæflyndir fábjánar, ofsóknarbrjálaðir eiturdvergar og sérvitringar með innbyggt fjarhrifakerfi. Mannfélagið hrynur Miklu plássi er venjulega varið til þess að lýsa þeim miklu og venjulega skelfilegu breytingum sem verði á mannlegu sambýli eftiratómstríð. Algengteraðláta þá sem eftir lifa steypa sér í feiknalegt kynsvall: allir vilja gera hitt með öllum áður en þeir deyja. En um leið er það feikna algengt í skáldsögum þessum, að ÁSTIN sjálf sé látin iifa af sem himneskt vald - þótt svo að ekki nema einn karl og ein kona hlýði hennar raust. Þetta er hin svo- kallaða „Adam- og Evu formúla" - um elskuleg skötuhjú sem finna sér griðastað, kannski á hitabelt- iseyju mannlausri og byrja þar nýtt líf og nýtt mannkyn. Yngri höfundar hafa þó meir gefið síg aö því að lýsa fyrst og fremst allsherjarvillimennsku sem ríkir eftir hvellinn mikla. Siðmenningin brotnar niður, maðurinn er grimmur úlfur, ekk- ert er mönnum heilagt lengur í baráttunni fyrir að lifa af. Stund- um taka grimmar flökkuþjóðir völdin, kannski undir forystu skelfilegra kvenna (kannski endurspeglun á ótta við kvenna- hreyfingu nútímans?). Til er og að einhverskonar úrvalssveit myndist, riddararegla í forn- eskjulegum anda, sem tekur að sér að hafa vit fyrir afganginum af illa leiknu mannkyni. Reyndar greiha þeir fræðintenn sem áðan voru nefndir frá því, að í seinni tíð hafi þessari grein sagnaskáld- skapar hnignað mjög, og einatt sé hún til þess höfð fyrst og fremst að hlaða upp sem hremmilegust- um lýsingum á skelfingum, mykr- averkum, ofbeldi og mjtnndráp- aum. Vísindin lifa af Eitt enn skal til nefnt af niöur- stööum fræðimannanna tveggja: Það er sjaldgæft að ábyrgð sé varpað á vísindamenn í þessum skáldsögum. Þekkingin heldur áfram að vera af hinu góða, „hið illa er í hjörtum mannanna," segir einn höfundurinn. Oft lifir tæknin mannfólkið af- stundum koma vélmenni fram sem skyn- samir hjálparmenn í neyð, stund- urn halda tölvur og vélmenni áfram lífsbaráttunni eftir að mannfólkið er allt horfið úr heimi. En þótt áhugi sé talsverður á sögum af þessu tagi, segir Brians, þá hafa höfundar þeirra aldrei „slegið í gegn" svo um rnunar. Hann útskýrir það með því, að fólk vilji ekki vera aö „glápa ofan í gröfina". Menn kæri sig heldur ekkert urn að vita hvað gerist ef sprengjan fellur - þeir vilja helst verða fyrir henni strax og einskis spyrja upp frá því. Árni Bergmann tók saman. Listasafnið FLEGNI UXINN CHAGALLS Málverk Marc Chagalls mynd mánaðarins í Listasafni íslands. Sérstök kynning vikulega í Listasafni íslands stendur nú yfir sýning á verkum Marc Chagalls, og er hún á vegum Listahátíöar. Eitt af verkum Chagalls- Flegni uxinn, olí- umálverk frá árinu 1947 - hef- ur verið valið sem mynd mán- aðarins að þessu sinni. Marc Chagall fæddist í Rúss- landi árið 1887, en Frakkland varð hans annað föðurland. Þar lést hann árið 1985, á 98. aldurs- ári. Sérstök kynning fer fram á mynd mánaðarins vikulega; alla fimmtudaga meðan sýningin stendur yfir frá klukkan hálftvö til kortér f tvö, og er safnast sam- an í anddyri hússins. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11 til 22 fram til loka Listahá- tíðar hinn 19. júní. Mánudagar þó undanskildir. Að Listahátíð afstaðinni verð- ur sýningin opin áfram fram í miðjan ágúst, alla daga nema mánudaga sem fyrr, en þá er opn- unartíminn nokkru styttri eða frá kl. 11 til 17. HS Olíumálverk Chagalls, Flegni ux- inn. Mynd mánaðarins í Lista- safni íslands. Sunnudagur 12. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.