Þjóðviljinn - 12.06.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.06.1988, Síða 6
Vist á stúdentagörðum næsta vetur Félagsstofnun stúdenta auglýsir hér meö eftir umsóknum um vist á stúdentagörðunum fyrir næsta skólaár. Á Gamla og Nýja Garöi eru samtals 95 einstakl- ingsherbergi og 3 parherbergi leigð út tímabiliö einstaklingsherbergi og 3 parherbergi leigö út tímabilið 1. sept.-31. maí. Á Hjónagöröum eru 4 þriggja herbergja íbúöir og 51 tveggja herbergja íbúö þar af ein ætluö fötluöum, leigðar út tímabilið 1. sept.-31.ágúst. Þá munu bætast viö 20 þriggja herbergja og 43 tveggja herbergja íbúðir nk. vetur á Nýjum Hjóna- göröum. Leiguupphæðir munu veröa frá 1. sept nk. u.þ.b. kr. 8.000 fyrir herbergi, kr. 12.000-18.000,- fyrir parherbergi og tveggja herbergja íbúöir og kr. 15.000.—23.000 fyrir þriggja herbergja íbúöir á mánuði. Þeir einir koma til greina víð úthlutun, sem fyrir- huga reglulegt nám viö Háskóla íslands næsta skólaár. Umsóknir berist skrifstofu Félagsstofnunar stúd- enta fyrir 25. júní nk. á umsóknareyðublöðum, sem þar fást. Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut, 101 Rvk. Nám í fiskeldi Viltu læra fiskeldi við Kirkjubæjarskóla í Kirkju- bæjarklaustri og útskrifast sem fiskeldis- fræðingur eftir tvo vetur? Inntökuskilyröi: Eins til tveggja vetra nám í framhaldsskóla eða 20 ára og eldri ásamt starfsreynslu. Enn örfá pláss laus. Upplýsingar gefa Jón Hjartarson, sími 99-7640, og Þuríður Pétursdóttir, sími 99-7657. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboöum í sorptunnur úr plasti. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin verða opnuð á sama staö fimmtudaginn 7. júlí n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Verkakvennafélagið Framsókn og Verkamannafélagið Dagsbrún tilkynna helgarvinnubann í fiskverkun og fisk- vinnslu á félagssvæði félaganna frá 15. júní til 1. september 1988. Verkakvennafélagið Framsókn Verkamannafélagið Dagsbrún Elarn situr þægilega uggt í barnabílstól ið á það skilið! mÉUMFERÐAR lÍRÁÐ Kínverskar Uppbyggilegt dœmasafn að austan til sönnunar „Draugareruekkitil. Þeir sem slíku trúa koma upp um fáfræöi sína og hjátrú og held- ur en ekki brogaöa sýn á lífið og tilveruna." Á þessum orð- um hefst lítið kver sem kom út í Peking fyrir rúmum aldar- fjórðungL árið 1961. Þaðgæti kallast „Ófælnisögur" á ís- lensku eftir strák þeim sem Jón Árnason kann frá að greina í sínu mikla safni. Sá kunni ekki að hræðast og var kallaðurófælni drengurinn fyrirvikið. 66 draugasögur eru í kver- inu, og er það mikill samtín- ingurúrfornumbókmenntum Kínverja. Sögurnareigaallar sammerkt í því að þeim er ætl- að að sýnafram átilvistarleysi drauga og forynja þótt með ólíkum hætti sé, þar með er ekki allt upp talið; öðrum þræði eiga ófælnisögur þess- arað blásafólki íbrjóstótta- leysi við hvaðeina sem við er að kljást og að hræðast hvorki hið óþekkta né styrk þeirra andskota sem sannanlega eru af þessum heimi. Það er því engin tilviljun að formála- höfundur vitnar til Maós for- manns og fleygra orða hans um að amerískir heimsvalda- sinnar séu einungis pappírs- tígrisdýr; sannarlega skelfileg á að líta, en með öllu meinlaus þegar betureraðgáð. Það var nú þá. Og skiptir kannski ekki höfuðmáli núna þótt kínverskir ráðamenn hafi um sinn vingast við fornan höfuðfjanda og komið sér upp staðgengli. Sex sögur úr kverinu góða fara hér á eftir í lauslegri þýð- ingu og er ætlað að gefa nokkra hugmynd um meðvit- aða kínverska draugasögu- hefð. Hér er úr ýmsu að moða, en áhugafólki um þjóð- arsálfræði skal sérstaklega bent á hve kurteisir hinir fram- liðnu Kínverjar eru í sögum þessum, að minnsta kosti í samanburði við hina herfilegu íslensku kollegaþeirra, marga hverja. „Ég yrði þéraf- skaplega þakklátur ef þú rót- aðir yfir mig svolítilli mold,“ segir hauskúpan við vinnu- manninn viðskotailla, Tian Buman, en hafði að vísu fyrst uppi nokkra tilburði til að ybba sig viðhann. Hættervið að Þórólfi bægifæti og öðrum hryllingssögukandídötum úr Eyrbyggju hefði þóttslík málaleitan miðlungi hressi- leg. Hjörleifur Sveinbjörnsson. Song Dingbo gómar draug Eitt sinn þegar Song Dingbo frá Nanyang var ungur maður fór hann í göngutúr að kvöldi til og rakst þá á draug. Hver ert þú? spurði hann. Ég er draugur, svaraði draug- urinn og spurði síðan: Og hverert þú? Eg er líka draugur, laug Song. Á hvaða leið ertu? spurði draugurinn. Til Wan-borgar, svaraði Song. Þá eigum við samleið, svaraði draugurinn og þeir lögðu af stað. Þegar þeir höfðu gengið nokkra kílómetra sagði draugur- inn: Þetta er alltof þreytandi. Hvernig líst þér á að við skipt- umst á um að bera hvor annan? Vel, svaraði Song. Þegar draugurinn hafði borið Song drjúgan spöl sagði hann: Skelfing ertu þungur; ætli þú sért nokkuð draugur? Dingbo svaraði: Ég er nýorð- inn draugur, þessvegna er ég svona þungur. Síðan kom röðin að Dingbo að bera drauginn sem var léttur sem fis. Og þannig koll af kolli. Dingbo sagði við drauginn: Ég er nýdauður og veit ekki hvað við draugarnir höfum mest að óttast. Draugurinn svaraði: Manns- hráki er það versta. Þeir héldu nú áfram ferð sinni þar til þeir komu að læk einum. Fyrst óð draugurinn yfir og heyrðist ekki hið minnsta hljóð. Síðan kom röðin að Dingbo, en hann óð lækinn með boðaföllum og gusugangi. Hvernig stendur á þessunt há- vaða? spurði draugurinn tor- trygginn. Dingbo svaraði: Ég er ný- dauður og kann þess vegna ekki að vaða hljóðlaust. Þú verður að sjá í gegnum fingur við mig. Þegar þeir nálguðust Wan- borg vippaði Dingbo draugnum upp á öxlina á sér og hélt fast. Draugurinn æpti og orgaði og bað Dingbo aö sleppa sér, en hann ansaði því engu og hélt rak- leiðis inn í borgina. Þegar hann lagði loks drauginn frá sér hafði hann breyst í geit. Geitina seldi hann óðar, en hrækti á hana fyrst í öryggisskyni til að hún brygði sér ekki í fleiri kvikinda líki. Fimmtán hundruð krónum ríkari hélt hann svo leiðar sinnar. Samtímamaður hans, Shi dólginn lagði fyrir róða Kamarseú spœlir draug Hitt sinn er Yuan Deru sat á kamrinum sá hann draug. Draug- urinn var tíu fet á hæð, kolsvartur og ranghvolfdi í sér augunum. Hann klæddist gljásvörtum frakka og var með hattkúf á hausnum. Og þessi draugur ætl- aði alveg oní hann. Derulét sérekki bilt við verða, hló og sagði: Ég hef heyrt að draugar séu hörmungin upprnál- uð. Nú sé ég að það er engin lygi. Draugurinn skipti Iitum af skömm og hunskaðist út. I l

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.