Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 9
Túristar í fótspor
formannsins
Dœmisaga frá Torgi hins himneska friðar um
landvinningaferðamannaiðnaðarins
Portið fyrir ofan Torg hins
himneska friðar í Peking hefur
verið opið ferðamönnum síðan í
ársbyrjun ef marka má nýlegt
hefti af China pictorial. Útsýnis-
staðir yfir torgið sem þekkt er
undir nafninu Tian Anmen gerast
ekki betri, en hætt er við að ót-
índum túristum hefði ekki verið
sýndur slíkur sómi á velmektar-
dögum Menningarbyltingarinnar
með öllum sínum fjöldahreyfing-
um og risastóru útifundum, en
hinir tilkomumestu og fjölmenn-
ustu voru gjarnan haldnir á þessu
stærsta torgi í heimi.
Vitaskuld nær saga þessa
hjarta Pekingborgar aftur til
gamalla tíma. Að baki byggingar
þeirrar sem hér er í umræðu tók
við Forboðna borgin sem svo er
nefnd, aðsetur keisaraættanna
frá gamalli tíð. Þeir sem séð hafa
kvikmynd Bertoluccis, Síðasta
keisarann, munu minnast staðar-
ins sem gullins fangelsis Pu Yis
þess sem endaði starfsferilinn
sem garðyrkjumaður í þeirri
sömu borg og hann hafði áður
ríkt yfir sem keisari, en gerðist að
vísu playboy, flagari og fyllibytta
í Tianjin í millitíðinni.
Og jpað var þarna sem Maó for-
maður lýsti yfir stofnun Kínver-
Nú er hún Snorrabúð stekkur:
tæknivæddir túristar spóka sig
nú þar sem Maó formaður lýsti
yfir stofnun Kínverska alþýðulýð-
veldisins haustið 1949.
ska alþýðulýðveldisins 1. október
árið 1949. Formaðurinn gengni
kom líka fram af og til á þessum
stað þegar mikið lá við. Þarna
gengu Rauðu varðliðarnir hjá í
endalausri fylkingu og hylltu
Maó kallinn í þessari furðulegu
fjöldahreyfingu sem var bæði
kennd við menningu og byltingu
og hvorttveggja titlatogið jafn-
mikið út í hött. Þvert á móti væri
nær að tala um vandalisma og
borgarastyrjöld. Þarna voru
einnig haldnir stórmiklir mót-
mælafundir eins og til dæmis sá
sem hér hefur verið festur á mynd
og beindist gegn árásarstríði
Bandaríkjamanna í Vietnam.
Ártal 1965.
En á Torgi hins himneska
friðar hafa fleiri breytingar orðið
en einungis sú að fámennara hef-
ur verið þar um skeið, eins og
ljósmyndin af túristunum ber
með sér. Frá útsýnisstaðnum
góða blasir drungalegur arkítekt-
úr stalínstímans við nú sem áður:
Höll alþýðunnar og Sögusafnið.
En nýlegasta viðbótin er grafhýsi
það sem hýsir líkamsleifar Maós
formanns sem hér hefur verið
nefndur til sögunnar. Út af fyrir
sig áþreifanlegur vottur um að
nýjir siðir hafi komið með nýjum
herrum þarna fyrir austan.
HS
Niður með amerísku heimsvaldasinnana í Vietnam. Fjöldafundir á
borð við þennan sem átti sér stað árið 1965 hafa ekki átt upp á
pallborðið um sinn hjá nýjum valdhöfum í Peking.
Ekki bara hundstungan:
STEINBÍTURINN GRÆÐIR LÍKA
Fiskslím grœðir sár bœði fljótt og vel
Steinbíturinn gefur frá sér
slím sem græðir sár bæði fljótt
og vel, ef marka má niður-
stöður vísindamanna frá Kú-
væt og Bandaríkjunum sem
rannsakað hafa lífríkið í Pers-
aflóafrá ýmsum hliðumað
undanförnu. Persaflóaogtil-
tekta manna þar í kring er oft-
lega getið í fréttum þessa
dagana og sjaldnast að góðu,
og því eru þessi tíðindi úr
dýraríkinu á þessum slóðum
kærkomin undantekning.
Arabíski steinbíturinn lifir í
söltu vatni og gefur frá sér
kröftugt, þykkt slím. Slímið er
þeirrar náttúru að það græðir sár
á þremur dögum, en til þess arna
útheimtast yfirleitt tíu dagar.
Raunar eru þessi sannindi engan
veginn ný; sjómenn á þessum
slóðum hafa lengi notað slím
steinbítsins sem náttúrumeðal.
„Okkar“ eigin steinbítur gefur
einnig frá sér sams konar slím, en
talsverður hluti af því fer undir
roðið en er ekki að hafa útvortis -
ef nota má það orð um fisk - og
fyrir bragðið er erfiðara að ná
því.
Nákvæm efnafræðigreinjng
hefur leitt í ljós að í slíminu séu
um 60 prótein sem hafa miklu
hlutverki að gegna við að græða
sár á mönnum og dýrum. Til
dæmis eykur eitt þessara próteina
virkni prostaglandína, en það eru
Steinbíturinn gefur frá sér slím sem
flýtir mjög fyrir því að sár grói, og gildir
þetta öðrum steinbítum fremur um ar-
abíska saltvatnssteinbítinn. Efna-
rannsóknir sýna að um 60 efni sé að
finna í slíminu.
efni sem bregðast við bólgum.
Önnur efni halda aftur af fjölgun
baktería.
Að auki er í steinbítsslíminu
mikið af mólekúlum sem valda
storknun í blóði, og ensím sem
flýta fyrir frumuskiptingu og þar
með myndun nýs vefs.
Það er svo fyrir samvirkni efn-
anna sextíu að sár gróa bæði fljótt
og vel, þar sem þau gríþa inn í þá
atburðarás á öllum stigum.
Vísindamennirnir eru á því að
með steinbítnum hafi þessi eigin-
leiki að láta sár gróa hratt þróast
sem varnarandsvar gegn óvinum,
en þeir eru fljótir að renna í slóð
særðs og blóðugs fisks. Þá þekur
slímið sárið eins og hvert annað
verndandi lag, og því stafar fisk-
inum ekki hætta af menguðu
vatni.
Vísindamennirnir bræða nú
með sér hvort ekki megi nýta slím
steinbítsins til að flýta fyrir að sár
grói, og hafa þá sérstaklega í
huga sjúklinga með sár sem gróa
seint, s.s. sykursjúka og fólk með
legusár.
Að vonum eru ýmis lyfjafyrir-
tæki í viðbragðsstöðu vegna þess
arna, og bíða menn spenntir
fregna af því hvort einhvers kon-
ar „ofurgræðismyrsl" sé á
leiðinni. Samsetning slímsins er
þó afar margbrotin, og fyrir
bragðið er hreint ekki víst að það
sé hægt að vinna undir formerkj-
um efnafræðinnar.
HS/Illustreret videnskab
LADA1200
„ódýrasti fjölskyldubíllinn “
Lada 1200 ersá ódýrastií Lada fjölskyldunni og hann erjafn-
framt fyrirrennari allra Lada bíla. Hann hefur sýnt ótvíræða kosti
sínahérálandisemsterkur, traustur, ódýr írekstri og ekki síst
fyrirsparneytni. Ekki skemmir endursöiuverðið en það hefurfrá
upphafi verið það besta.
Festiö bílakaup strax, forðist hækkanir
Opið virka daga frá kl. 9-18
og laugardaga frá kl. 10-16.
Beinn símisöludeildar31236.
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
SUÐURLANDSBRAUT14-SÍMI681200.
KR. 193.000