Þjóðviljinn - 12.06.1988, Page 11

Þjóðviljinn - 12.06.1988, Page 11
Blaðað í ritgerð Kristbjargar Þórðardóttur, skóiastjóra Sjúkraliðaskólans: Slys á grunnskólanemendum á Reykjavíkursvœðinu - tillögur um fyrirbyggjandi aðgerðir háð framtakssemi fárra áhuga- samra aðila er hafa litla samvinnu sín á milli. Áhrifaþœttir slysa Kristbjörg rekur síðan helstu áhrifaþætti slysa, og tiltekur eftir- farandi: Umhverfið: samanlagðir allir áhrifaþættir í umhverfi barnsins. Ásköpuð slysahneigð: ein- staklingsbundin slysahneigð sem fer eftir líkamlegum og einstakl- ingsbundnum mun hjá börnum. Eftirlit: áhrif eftirlits á börn. Kennsla: Fræðsla um hættur og framkomu á hættustund sem börn geta hagnýtt sér. Sambandið milli einstakra þátta er hægt að hugsa sér sem vistfræðilegt jafnvægi, segir Kristbjörg, en að hennar áliti byggist jafnvægið á því að for- eldrar og aðrir sem sinna börnum verða að draga úr slysahneigð þeirra og hættum í umhverfi með eftirliti og fræðslu; á meðan barn- ið er lítið byggjast varnaraðgerðir oftast á eftirliti, en því stærra sem barnið verður þeim mun meira máli skiptir fræðsluþátturinn. Höfundurinn fjallar þessu næst um hvað sé gert hér á landi til að fækka slysum á börnum, og rekur þátt Umferðarráðs, með sinn umferðarskóla Ungir vegfarend- ur sem rekinn er ásamt sveitarfé- lögunum, en hjá ráðinu hefur verið starfandi sérstakur náms- stjóri í umferðarfræðslu á annan áratug. Þá er einnig drepið á þátt sjálfboðaliða og félagasamtaka. í saumana á heilbrigðis- frœðslunni Kristbjörg fjallar síðan um heilbrigðisfræðslu í skólum hér á landi, og kveður algengt að aðal- lega sé fjallað um einstaka þætti heilbrigðis. „Algengast er að fjallað sé um kynsjúkdóma, getn- aðarvarnir, reykingar, eiturlyfja- notkun og smávegis um alkóhól- isma. Sambandið milli samfélags- ins og umhverfisins er sjaldan tekið með,“ segir hún. Hún segir að þessu sé brýnt að breyta; taka heilbrigðisfræðslu í skólum til gaumgæfilegrar athug- unar og gera tillögur til úrbóta. „Heilbrigðisfræðslan og heilsu- uppeldi þarf að vera þáttur í sem flestum námsgreinum og tengjast fræðslu um slysahættur og slysa- varnir." Kristbjörg setur síðan fram til- lögur að aðgerðum til að fækka slysum á grunnskólanemum. Ör- yggi barna er í nánum tengslum við þær aðstæður sem umhverfið skapar, segir hún: Nánasta um- hverfi grunnskólanemenda er heimilið, skólinn og fjölskyldan. Ég tel að athugun á nánasta um- hverfi muni reynast árang- ursríkasta leiðin í fyrirbyggingu slysa á grunnskólanemendum, því þar búa þeir og þar eiga slysin sér stað. Fyrirbyggjandi aðgerðir verða að fara eftir aðstæðum, hvort sem um er að ræða borg, bæ, þorp eða sveit. Það kemur íbúum á hverj- um stað sjaldan á óvart hvar slys- in verða, því þeir þekkja hvar hætturnar leynast í eigin um- hverfi. Oft strandar þessi þekk- ing hjá íbúunum vegna þess að þeir finna engar leiðir til að koma upplýsingunum til réttra aðila. í framhaldi af þessu segir Krist- björg að fyrirbyggjandi aðgerðir verði að fara eftir langtímamark- miðum, og að helst þyrfti að gera tillögur um fimm ára áætlun til að fyrirbyggja slys á börnum. Lagt er til að stofnaðar verði slysavarnanefndir í skólum til að sjá um undirbúning og fram- kvæmd skráningar á hættulegum stöðum í skólanum og umhverfi hans, og í kjölfarið fylgi tillögur til úrbóta. í nefndinni ættu að vera: Fulltrúi nemenda, vegna þess að börnin vita oft meira um hætt- urnar í umhverfinu en hinir full- orðnu; fulltrúi foreldra, fulltrúi kennara, fulltrúi skólanefndar, skólahjúkrunarfræðingur og um- sjónarmaður skóla. Að skráningu lokinni væri hlutverk nefndarinnar að fjalla um tillögur er fram hafa komið og koma með tillögur að fyrirbyggj- andi aðgerðum og sjá um fram- kvæmd þeirra. Skráningin verður að vera vel undirbúin til að hægt sé að gera sér grein fyrir umfangi vandans, segir Kristbjörg: Vel framkvæmd skráning gefur góða mynd af slys- agildrum á hverjum stað, hvaða aðgerða sé þörf og hvaða verk- efni eigi að hafa forgang. Hvað varðar framkvæmd fyrir- byggjandi aðgerða er stungið upp á því að allir nemendur viðkom- andi skóla fái í hendur vinnublöð sem sýni: Teikningu af skóla og skóla- hverfi. Á henni sé að finna skóla, leiksvæði, leiðir til og frá skóla, akbrautir, verslanir og svo fram- vegis. Teikningar af skólalóð. Þar séu einnig skráð öll leiktæki á skóla- lóðinni. Teikningar af skólahúsnæði. Vinnublöðin taka nemendur með heim og merkja inn á þau með aðstoð foreldra þær hættur sem þau þekkja. Upplýsingaöfl- unin er síðan rædd við kennara, og nemendur setja fram hug- myndir um úrvinnslu. Þvínæst vinna nemendurnir úr niðurstöðunum í hópum með hliðsjón af athugasemdum kenn- ara. Við úrvinnslu verkefnisins standi nemendum til boða sér- þekking skólahjúkrunarfræðinga í forvarnarstörfum. Virkni og þátttaka skipta öllu Sameiginlegar niðurstöður hvers bekkjar eru síðan sendar slysaráði skólans, sem ræðir niðurstöðurnar og athugar hvaða vandamál sé um að ræða, hvernig megi leysa þau og hver forgangs- verkefnin eigi að vera. Aðalkostur vinnubragða af þessu tagi er að áhersla er lögð á virkni og þátttöku nemenda og foreldra, segir Kristbjörg, og því megi búast við betri árangri af forvarnarstarfinu. Kristbjörg telur nauðsynlegt að skrá nákvæmlega öll slys og slysavalda til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir umfangi vand- ans, og að slík skráning þurfi að ná til alls landsins. Þá segir hún áð nauðsynlegt sé að birta starfs- fólki skóla, nemendum og for- eldrum niðurstöður slysaskrán- ingarinnar í aðgengilegu formi á hverju hausti; „fræðsla í slysa- vörnum ætti að byggjast á skrán- ingunni, annars verða fyrirbyggj- andi aðgerðir áfram handahófs- kenndar og missa marks." HS Hvernig sem á stendur- Við erum á vakt allan sólarhringinn WREVFILL 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.