Þjóðviljinn - 12.06.1988, Page 15

Þjóðviljinn - 12.06.1988, Page 15
Felumynd. í myndinni eru faldar þessar tölur; 5, 8,12,15 og 20. Reyndu að finna þœr og litaðu þœr t.d. rauðar og svo getur þú litað alla myndina. Z. |V7i V „ ' y z' >. V V Vindmylla Á 17. júní gerum við okkur dagamun, förum út og hittum fólk og þá kaupum við okkur oft ýmis- legt dót okkur til skemmtunar t.d. fána, blöðrur og vindmyllur. En það er líka hœgt að búa sér til sitt eigið dót og ég œtla hér að sýna ykkur hvernig þið getið búið til vindmyllu. Það sem til þarf er; tvílitt blað (litað báðum megin) spýtu, nagla (með stórum haus), lím, tölu og hamar. Ath. pappírinn þarf að vera svolítið stífur. 1. Brjótið blaðið eins og sýnt er. 2. Klippið í brotin, hálfa leið inn að miðju. 3. Nú sveigið þið pappírinn (4 horn) eins og sýnt er á mynd- inni. Gott er að líma hornin niður á miðjunni. 4. Þá er bara aðfesta vindmylluna á spýtuna með nagla. Talan er ekki nauðsynleg heldur fyrst og fremst til skrauts. Passið að negla ekki of fast svo að vind- myllan geti snúist. Ég er lítill fiskur í sjó og mér líkar það nú nóg. Þeir veiddu mömmu mína og seldu hana til Kína. Hér sit ég niðurbrotinn fiskur og á brœður sem segja bara diskur, og á pabba sem veiðir allan daginn, og auðvitað stœkkar og stœkkar mag- Aðalheiður 8 ára Hvað heitir blómið? Þekkir þú blómið á myndinni? Ef ekki, þá getur þú litað það eftir lýsingunni og ef þú vilt vera viss þá reynir þú eins og áður að raða stöfunum rétt, þá fcerðu nafnið. Blómið er körfublóm og karfan ertvílit. í miðj- unni er hún gul en blöð körfunnar eru hvít. Laufblöð blómsins eru grœn og mjög lítil og fíngerð. Blómið vex aðallega í túnum ná- lcegt mannabyggð og við vegi. Blómið heitir, RABLUDÁSRB. Sunnudagur 12. júnf 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.