Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Kratar kærðir Alþýöusamband íslands, Samtök íslensks verkafólks, er búið aö kæra ríkisstjórnina fyrir Alþjóöavinnumáiastofnuninni. Einn af stjórnarflokkunum, Alþýöuflokkurinn, átti um skeiö sameiginlega sögu meö Alþýöusambandinu. Staöan er heldur nöturleg fyrir þann hluta krata sem ekki er algerlega búinn aö gleyma uppruna sínum. Kæruefniö er bráöabirgðalög sem ríkisstjórnin setti þann 20. maí sl., örfáum dögum eftir aö lýðkjörið alþingi var sent í frí. Með bráðabirgðalögunum var afnuminn fram í miðjan apríl á næsta ári réttur verkalýðsfélaga til aö semja um kaup og kjör. Auk þess voru geröar breytingar á gildandi samningum margra verkalýðsfélaga og boöuö skeröing á hækkunum sem áttu aö verða samkvæmt kjarasamningum á tímabilinu fram til apríl 1989. Kjarasamnigar sem giltu til skemmri tíma en 10. apríl á næsta ári voru framlengdir fram til þess tíma. Ákvæöi kjara- samninga, sem launafólk og atvinnurekendur höföu oröiö ásátt um - stundum eftir langa og stranga samninga - ákvæöi þess efnis aö kauptölur skyldu endurskoðaðar ef verölag hækkaöi meir en reiknað var meö þegar samningar voru geröir, þessi ákvæöi voru ósköp einfaldlega bönnuð meö lögum. í raun er hér um aö ræöa aðgerðir sem menn tengja sjálf- krafa stjórnarherrum með algjört og ótakmarkaö vald, einræð- isstjórnum. Þingræöið á aö tryggja að lýökjörnir fulltrúar alþýöu geti sett af þá ráöherra sem haga sér eins og einræðisherrar. En þaö dugði ekki til nú í vor því aö meirihluti þingmanna undi því vel aö vera sendur heim þótt vitað væri aö ríkisstjórnin biöi færis aö beita valdi. Þessi sami meirihluti þingmanna, þ.e. þingmenn Sjálfstæð- isflokks, Framsóknarflokks og Alþýöuflokks, var reyndar nýbú- inn aö gefa ráðherrunum traustsyfirlýsingu þegar alþingi var sent heim til þess aö þaö flæktist ekki fyrir. Þótt sumir stjórnar- þingmenn tali viö kjósendur sína nú eins og þeir hafi veriö saklausir kjánar sem ráöherrunum tókst að blekkja, þá veit alþýöa manna aö þeim var fullljóst hvaö klukkan sló. Þaö hlýtur aö vera umhugsunarefni fyrir þá krata, sem eftir eru í Alþýðuflokknum, að taliö er aö aldrei áöur hafi meö lagasetningu verið höfö jafnvíötæk afskipti af kjarasamningum og með þessum bráðabirgðalögum ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Og í þeirri makalausu ríkisstjórn sitja þrír helstu framámenn Alþýðuflokksins, þau Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Sigurösson og Jóhanna Sigurðardóttir. Kæra Alþýöusam- bandsins beinist sérslega hart gegn þeim. Sökum upphafs Alþýðuflokksins telja sumir aö þarna hafi þeir höggviö er hlíía skyldu. Það er eftirtektarvert að samkvæmt kærunni til Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar eru lögþvinganir ríkisstjórnarinnar taldar geta orðið launamönnum dýrkeyptar, ekki bara vegna þeirra kaupgjaldsákvæöa sem þær festa í sessi, heldur einnig og ekki síöur vegna þess aö meö þeim er vegið aö lífsrótum verkalýðsfélaga. Talið er aö endurtekin lagasetning, sem breytir kjarasamningum launfólki í óhag, ásamt meö lögbund- nu afnámi samningsréttar verði til að veikja tiltrú launafólks á gildi samninga. Menn fari aö gefa lítið fyrir kjarasamninga því að sá árangur, sem þar næst, sé hvort eð er tekinn til baka meö lagasetningu. Þetta leiöi til þess aö launafólk telji kjarasamn- inga tilgangslausa í reynd og þá er stutt í aö menn álíti starfs- grundvöll verkalýðsfélaga brostinn. Mótmæli launamanna viö setningu bráðabirgðalaganna hafa veriö svo víðtæk aö enginn getur afskrifaö þau sem pólitíska aðgerð sem beinist sérstaklega gegn stjórnarflokkun- um. Sú staða hlýtur að veröa alþýðuflokksmönnum tilefni til aö velta fyrir sér stefnunni. Heyrst hefur af flokksbundnum sósí- aldemókrötum á Norðurlöndum sem telja aö Alþýöuflokkurinn hafi unnið sér til slíkrar óhelgi með aðild sinni að bráðabirgða- lögunum að athuga þurfi hvort ekki beri að vísa honum úr Alþjóðasambandi jafnaöarmanna. Verið getur aö þetta valdi einhverjum gömlum krötum áhyggjum. En svo er auðvitað hugsanlegt að aögerðir ráö- herra Alþýðuflokksins og leiöitamt aögerðaleysi þingmanna hans sé í góöu samræmi við núverandi stefnu íslenskra krata. ÓP MAGNVÍSITALA VERGRAR ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLU Á ÍSLANDI OG í OECD LÖNDUNUM 1960 - 1988. Magnvísitala vergrar þjóöarframleiöslu á íslandi og í OECD löndunum. Sett 100 áriö 1960. Rekstrarhagnaður Fyrr í þessum mánuði hélt Vinnuveitendasamband ís- lands aðalfund sinn. Þar voru lagðir fram reikningar VSÍ fyrir síðasta ár og er óhætt að segj a að þeir eru ekki í takt við þann barlóm sem heyra hefur mátt í at- vinnurekendum á úthall- anda síðasta vetri. Fyrirtæk- ið er sem sagt rekið með stórgróða. Nú er það í sjálfu sér ekki í frásögurfærandi að atvinnu- rekendur geta látið samtök sfn skila hagnaði en í reikningunum koma fram þær tölur að nokkra athygli vekur. Það er ekki alveg víst að allir lesendur hafi gert sér grein fyrir því að hér er um allblómlegt fyrirtæki að ræða á ísiensican mæli- kvarða. í fyrra voru rekstrartekjur VSÍ nærri 50 miljónir króna. Hagnaður án fj ármagns- tekna og -gjalda nam rúm- um 9 miljónum króna. Ekki er ólíklegt að rekstarhagn- aði verði mætt með auknum rekstrargjöldum, t.d. í formi aukinnar kynningarstarf- semi. f auglýsingaþjóðfé- laginu er allt farið að snúast um að koma sínum skoðun- um sem oftast á framfæri og það kostar svo sannarlega peninga. Kreppan hans Þorsteins í ársskýrslu Vinnuveit- endasambands íslands er margt fróðlegt að sjá. Þarer reynt að gera grein fyrir helstu breytingum á efna- hagsstærðum á undanförn- um misserum og settar eru fram getgátur um hver þró- unin geti orðið á næstunni. í línuriti, sem sýnir breytingar á vergri þj óðarframleiðslu, kemur fram að krepputalið sem að undanförnu hefur gengið fjöllunum hærra - einkum úr munni ráðherr- anna - það tal er á misskiln- ingi byggt. Þar er ekki annað að sjá en árið 1988 verði annað mesta góðæri sem yfir íslensku þjóðina hefur dun- ið. í skýrslunni virðist glitta í þá skoðun sem stundum hef- ur verið ýjað að hér í blað- inu, að mestur efnahags- vandi íslendinga stafi af rangri stjórnun. Þarsegir m.a. um efnahagsmálin: „Ef varanlegur árangur á að nást verður ríkisstjórnin að beita aðhaldssömum að- gerðum á sviði ríkisútgjalda og peningamála og marka efnahagsstarfseminni að öðru Ieyti skýrari farveg.“ Þetta hefur nú heyrst áður og úr öðrum barka, eða hvað? Þungurdómur Það er ljóst að vinnu- veitendur eru ekki yfir sig hrifnir af stjórnlist ráðherr- anna. Og þeir eru ekkert að lúra á þessu áliti sínu: „Halli á ríkissjóði nam tæplega 3 milljörðum króna á síðastliðnu ári. Hér verður að grípa í taumana ef ekki á illa að fara. Stórfelldur halli á ríkissjóði er þensluvaldur og getur leitt til þess að áform ríkisstjórnarinnar um stöðugt efnahagslíf verði að engu gerð. Rekstrarhalli á ríkissjóði var rúmlega 2,1 milljarður króna á fyrsta ársfjórðungi 1988, en 3,1 milljarður króna á sama ársfjórðungi á síðastliðnu ári, reiknað á verðlagi þessa árs. Halli á viðskiptum við út- lönd var rúmir 7 milljarðir króna á síðastliðnu ári og nú stefniría.m.k. llmilljarða króna halla á þessu ári eða um 5% af vergri landsfram- leiðslu. Þessi halli hefur leitt til óstöðugleika í efnahags- lífinu og er skýr mælikvarði á umframeyðslu þjóðarbús- ins. Við þær aðstæður getur fastgengisstefna ríkiks- stjórnarinnar ekki haldist án nýrrar viðmiðunar. Með umframeyðslu og viðskipta- halla hefur kostnaður útflutnings- og samkeppnis- greina aukist, en tekjur þeirra minnkað eða staðið í stað og taprekstur orðið að veruleika." Nýviðmiðun Margt af þessu er kunnug- legt. Má þó vera að ekki átti sig allir á því hvað átt er við með því að fastgengisstefnan svokall- aða geti ekki haldist án nýrr- ar viðmiðunar. Með nýrri viðmiðun er í þessu sam- bandi að sjálfsögðu átt við gengisfellingu. Það ersem sagt ekki unnt að halda genginu föstu án þess að fella það fyrst. Með öðrum orðum sagt: það þarf að fella gengið hvað sem fastgengisstefnunni líður. Og þessum kafla í skýrslu Vinnuveitendasambandsins lýkur á eftirfarandi orðum sem Þjóðviljinn, málgagn sósíalismans, þarf ekkert að blygðast sín fyrir að taka undirhátt og skýrt: „í þessum efnum er þörf úrbóta, sem aðeins nást með skynsamlegri beitingu allra þeirra hagstjórnartækja sem ríkisstjórnin hefur yfir að ráða.“ Hér er sko ekki nein gal- gopaleg léttúð með yfirlýs- ingum um að stjórnvöld skuli kappkosta að þvælast ekki fyrir athafnamönnum því að annars muni hin ósýnilega hönd markaðarins ekki geta fært allt til hins besta vegar. Hér er þvert á móti kallað eftir sterkri hag- stj órn, það ber að beita öllum þeim hagstjórnar- tækjum sem stjórnvöld hafa yfirað ráða. Frjálshyggjan er alls ekki á dagskrá en tæp- ast mun þó verið að hvetj a til þess að upp verði tekinn áætlunarbúskapur. Hertstefna Niðurlagþess kafla skýrslunnar sem fjallar um framvindu og horfur í efna- hagsmálum virðist samið fyrir síðustu gengisfellingu. Þar segir að ríkisstjórnin eigi um tvo kostí að velja: „ Annars vegar að við- halda fastgengisstefnunni, sem leiðir af sér atvinnu- leysi, þar sem útilokað er að útflutningsgreinarnar stand- ist öllu lengur núverandi taprekstur. Hins vegar að fella gengið og beita að- haldssömum aðgerðum á sviði ríkisútgjalda og pen- ingamála þannig að gengis- felling leiði ekki af sér var- anlegar almennar verð- hækkanir. Gengisfelling ein sér veldur aukinni verð- bólgu, en sé henni mætt með hertri stefnu í peninga- og ríkisfjármálum, er unnt að eyða áhrifum hennar á verð- bólgu að mestu eða öllu leyti. “ Þetta ættu menn að hafa hugfast þessa dagana þegar verðbólgan er komin upp í 50% og búið er að negla nið- ur kaup og kjör með laga- setningu. þlÓÐVIUIHN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslasön, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhannes Haröarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöslu-og afgreiðslustjóri: Björn IngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.