Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 6
FLÖAMARKAÐURINN Til sölu eldavél, Ignis ísskápur og rúm. Sími 76726. Þjóðbúningar til sölu peysuföt, upphlutur og kápa. Vil- borg, sími 35006. Til sölu Trabant station árgerö ’87, ekinn 10 þús. km. Upplýs. í s. 12147 e.kl. 18. Gerum garðinn frægan Viltu láta gera hlutina strax? Haföu samband við okkur. Tökum aö okkur allt varðandi lóð þína. Okkarsérgrein: Hellulagnir, lagfærum, breytum og bætum. Málum, tökum aö okkur minni- háttar tréverk o.fl. Vanir og vand- virkir menn. Sími 22894. Trjáplöntur til sölu Alaskaösp 80-150 cm. Birki 80-130 cm. Reyniviöur 80-100. Dagstjarna blómstrar rauðu, fjölær. Uppl. í síma 681455. Dagmamma óskast frá 1. júlí. Helst í Laugarneshverfi. Uppl. i síma 32413 á kvöldin. Til sölu vegna flutnings barnavagn á kr. 14.000, beykield- húsborð + 4 stólar á kr. 10.000, furuhillur f/plötuspilara og plötur á kr. 5.000, furuhjólavagn undir grill á kr. 5.000 og hornsófi á kr. 35.000. Uppl. í síma 78264 e.kl. 18. Til sölu Dallas hústjald 6 manna, lítiö notað á kr. 25.000. Kostar nýtt 45.000. Uppl. í síma 75349 e.kl. 17. Kettlingar 2 fallegir, þrifnir kettlingar fást gef- ins. Uppl. í síma 19624. Braggaefni Til sölu grindarefni fyrir bragga, ca 6,40x15 m. Tilvalið fyrir skemmur og gróðurhús. Uppl. í síma 667098. Gerist áskrifendur að Tanzaníukaffinu frá Ideele Im- port. Áskriftarsími 621309. Gott mál í alla staði. Kaffið sem berst gegn Apartheid. 2ja sæta sófi sem nýr til sölu frá IKEA. Uppl.s. 14338. Húsnæði óskat Óska eftir einstaklings- eða tveggja herbergja íbúð í Reykjavík. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 666927 e.kl. 17. Guðbjörg. Vantar þig aukatekjur? Ef svo er hafðu þá samband. Við getum bætt við fólki í áskriftarsöfn- un. Góðir tekjumöguleikar. Uppl.s. 26450 og 621880. Tvöfalt fururúm til sölu með 2 springdýnum kr. 15 þús. Sími 39672. Til sölu notaður hár barnastóll. Sími 24091. Til sölu Hjónarúm með náttborðum, hillum og dýnum. Stærð 2x2 m, ungling- asófi með hillum og skápum, kommóða golfsett, kerrupoki, hoppróla, gítarpoki og pelahitari EMIDE. Sími 74624. Til sölu v/búferlaflutninga AEG þvottavél á kr. 8.000, útigrill á kr. 1.000, hrærivél á kr. 1.000. furu- eldhúsborð á kr. 1.500, Ijósar ömmustengur á kr. 1.500, svefn- bekkur á kr. 2.000, stóll á kr. 1.000, rimlabarnarúm á kr. 1.500, barna- bílstóll á kr. 1.000, barnakerra á kr. 3.000, reiðhjól 10 gíra á kr. 3.000, Rippen píanó á kr. 220.000. Uppl. í síma 20390. Selst ódýrt 4 dekk á felgum fyrir Trabant. Uppl.s. 18648. Upphlutur óskast keyptur á7 ára telpu. Sími 612430 e.kl. 18. Svart hvítt sjónvarp óskast helst ódýrt og ódýr ísskápur. Sími 685179 eða 38518. Gerið garðinn fagran Eigið þið áhöld og sláttuvél en hafið ekki tíma eða þrek fyrir garðinn ykk- ar? Tek að mér að vinna í görðum. Pantanir í síma 23953 milli kl. 8 og 9 á kvöldin. Til sölu tröppur yfir girðingar. Upplýsingar á kvöldin í síma 40379. Til sölu ísskápur með frysti að neðan og eldhúsborð með stækkun og 6 stólar o.fl. Selst ódýrt. Uppl. í síma 32251. Til sölu 4ra manna hústjald. Uppl. í síma 39833. Reiðhjól óskast Óska eftir reiðhjóli fyrir 4ra ára stelpu (10-12,5“). Sími 663787. Boston íbúð til leigu í Boston í júlí og/eða ágúst. Sími 97-81450. Óska eftir gömlum húsgögnum gefins eða mjög ódýrt. Uppl. í síma 667232 e.kl. 20.30. Til sölu 87 árg. af Trabant station. Aðeins keyrður 9000 km. Verð kr. 70-80 þúsund. Uppl. kl. 18-20 í síma 46316. ísskápur/sjón varp Óska eftir ódýrum ísskáp. Á sama stað fæst gefins sv/hv sjónvarps- tæki. Uppl. í síma 685179 e.kl. 16. Vesturbæ - heimilishjálp Vantar aðstoð við þrif o.fl. á heimili. Uppl. í síma 24328 e.kl. 17. Til sölu Barnakojur, stærð 157x57 sm, á kr. 2.000, kr. 4.000 ef dýnur fylgja. Einnig Gram ísskápur, 245 lítra, á kr. 8.000. Sími 15045. BBC-micro leikjatölva m/skjá, diskettudrifi og nokkrum leikjum til sölu. Uppl. í síma 32135. Burðarrúm dökkblátt, flauels, sem nýtt til sölu. Einnig DBS karlmannsreið- hjól.giralaust í góðu lagi. Uppl. í síma 14148. Rör fyrir jarðlögn fyrir hitaveitu (Uritan) fást fyrir lítið verð eða gefins. Uppl. í síma 41831. Barnavagn til sölu vel með farinn, sem nýr. Sími 27366. Sófasett eða hornsófi óskast á góðu verði. Sími 46184. Sumarbústaðaland til leigu 70 km frá Reykjavík. Sími 42485. Einfaldur Ijósabekkur til sölu Sími 42485. Notuð eldhúsinnrétting með tvöföldum stálvaski, blöndun- artækjum og AEG eldavél, til sölu fyrir lítið verð. Upplýsingar í síma 71858. Til sölu sem ný, Jill Mac barnakerra með skermi og svuntu. Uppl. f s. 688708. Sveitarstjóri Breiðdalshreppur auglýsir hér með eftir umsókn- um um starf sveitarstjóra í Breiðdalshreppi. Umsóknir sendist til Lárusar Sigurðssonar oddvita fyrir 30. júní, sem jafnframt gefur nánari upplýsingar í síma 97-56660 eða 97-56791. Hreppsnefnd Breiðdalshrepps ______________SKAK________________ Heimsbikarmótið í skák Slæm byrjun hjá Jóhanni Jóhann Hjartarson byrjar illa á heimsbikarmótinu í Belfort í Frakklandi. Hann tapaði í 1. um- ferð fyrir Boris Spasskí og í ann- arri umferð tapaði hann fyrir andstæðingi sínum í áskorendakeppninni, Anatoly Karpov. Jóhann hafði svart í báð- um þessum skákum og kann það að skýra úrslitin. Heimsmeistar- inn Garrí Kasparov virðist ætla að taka þetta mót með trompi því hann hefur unnið tvær fyrstu skákir sínar og er afar líklegur til að vinna þetta mót. Fyrir skömmu vann hann geysiöflugt mót í Amsterdam með 9 vinning- um af 12 mögulegum. Jóhann tapaði í 24 leikjum fyrir Spasskí og í gær stóð skák hans við Karpov í 53 leiki. Jóhann reyndi þekkta peðsfórn í byrjun tafls en náði aldrei að jafna taflið fyllilega. Hann lenti í miklu tíma- hraki og varð að játa sig sigraðan eftir nákvæma taflmennsku Karpovs í endatafli. Úrslitin í tveim fyrstu umferðunum hafa orðið þessi: 1. umferð: Sokolov-Karpov biðsk. Jusupov-Kasparov 0:1 Nogueiras-Short jafnt. Ribli-Ehlvest jafnt. Húbner-Beljavskí jafnt. Timman-Andersson 0:1 Speelman-Ljubojevic jafnt. Spasskí-Jóhann 1:0 2. umferð: Sokolov-Jusupov jafnt. Kasparov-Nogueiras 1:0 Short-Ribli biðsk. Ehlvest-Húbner jafnt. Beljavskí-Timman 0:1 Andersson-Speelman jafnt. Ljubojevic-Spasskí jafnt. Karpov-Jóhann 1:0 Sokolov stendur til vinnings gegn Anatoly Karpov en staða Shorts og Riblis er flókin. Garrí Kasparov hefur strax tekið for- ystu með 2 vinninga. í 2.-3. sæti komu tveir þekktir jafnteflis- kóngar, Boris Spasskí og Ulf Andersson. Það er spá mín að aðeins Karpov og hugsanlega Nigel Short geti veitt heimsmeistaranum einhverja keppni þó byrjunin hjá Karpov sé ekki mjög sannfærandi en staðan í skákinni við Sokolov mun vera algerlega vonlaus og hefur hann sagt svo frá sjálfur. Priðja umferð verður tefld í dag og hefur Jó- hann þá hvítt gegn Ljubojevic. Það voru margir sem biðu spenntir eftir viðureign Jóhanns og Karpovs enda er ekki víst að þeir tefli aðra skák fram að ein- víginu í Seattle. Þessi skák sýnir hversu alvarlega Jóhann þarf að taka undirbúning sinn. Karpov náði eilítið betri stöðu út úr byrj- uninni og knúði fram vinning með hnitmiðaðri taflmennsku. Jóhann lenti í tímahraki og Karp- ov raunar líka. Anatoly Karpov - Jóhann Hjart- arson Katalónsk byrjun I. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. g3 Be7 (Jóhann hefði hugsanlega getað forðast heimarannsóknir Karp- ovs með 5. .. dxc4.) 6. Bg2 dxc4 7. Re5 Rc6 8. Bxc6 bxc6 9. Rxc6 De8 10. Rxe7+ Dxe7 II. Da4 c5 12. Dxc4 cxd4 13. Dxd4 e5 14. Dh4 Hd8 (Annar möguleiki er 14. .. Hb8 og síðan - hb4.) 15. 0-0 Hd416. e4 Ba617. Hel h6 18. Be3 (Það er einmitt gallinn við áætlun svarts að hann tapar nú mikilvæg- um tíma.) 18. .. Hc4 19. Hadl He8 20. f3 Hc6 21. g4 Bc4 22. Df2 De6 23. b4 a6 24. Hd2 Hb8 25. Hbl Dc8 26. Ba7 Ha8 27. Bc5 a5 28. Be7 axb4 29. Hxb4 De6 30. Bxf6 Dxf6 31. a4 h5?! (Þessi atlaga geigar. Bestu mögu- leikar svarts voru fólgnir í því að halda kyrru fyrir því afar erfitt er að þróa hvítu stöðuna vegna margvíslegra veikleika.) 32. Rd5! Bxd5 33. exd5 Hc3 34. Kg2 Ha6 (Hér var e.t.v. betra að leika 34. .. hxg4.) 35. gxh5 Ha3 36. Ha2 Hd3 37. De2! Hd4 (111 nauðsyn. 37... Hxd5 strandar á 38. Hb8+ Kh7 39. De4+ og vinnur.) 38. Hxd4 exd4 39. De8+ Kh7 40. De4+ Kh6 41. a5 Dg5+ 42. Kf2 Dxh5 43. h4 g5 44. Dxd4 Dxh4+ 45. Dxh4 gxh4 46. d6 Hxd6 47. a6 Hd8 48. a7 Ha8 49. Ha5 f5 50. Kg2 Kg5 51. Ha4 Kg6 52. Kh3 Kg5 53. f4+ - og Jóhann gafst upp. Hann lendir í leikþröng og tapar báðum peðunum. HELGI ÓLAFSSON 6 SlÐA-- ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.