Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 10
_____í PAGf Ummæli Baldurs Ungt fólk fær ekki betra vega- nesti út í lífið en skilning á og fylgi við þær hugsjónir, sem eru grundvöllur samvinnustefnunn- ar. Eitthvað á þessa leið fórust Baldri Óskarssyni orð á nýaf- stöðnum aðalfundi SÍS. Og Bald- ur bætti því við, að hann efaðist mjög um-og væri þess raunar fullviss - að boðskapur samvinn- ustefnunnar næði ekki til ungs fólks nú eins og hann gerði á árum áður. Ég hygg að þetta sé hárrétt en jafnframt mikill váboði fyrir sam- vinnuhreyfinguna. Úrröðum þessa unga fólks, sem er að vaxa uppáhverjumtíma, hljótasam- vinnumenn framtíðarinnar að koma, verði þeir einhverjir til á annað borð. Heyrt hef ég því haldið fram, að ekki þýði að ræða við unga fólkið nú um samvinnustefnuna, hún sé utan áhugasviös þess. En hef- ur nokkuð á það reynt? Þessi skoðun heyrðist jafnvel fyrir ára- tugum. Hún reyndist röng þá, það veit ég af eigin raun. Getur ekki verið svo enn? Svo bar til að ég tók að mér að vinna að fræðslustarfsemi fyrir Samband- ið einn vetur. Fyrri hluta vetrarins ferðaðist ég um Vestfirði, allt frá ísafirði og suður á Barðaströnd. Þar voru þá starfandi 9 kaupfé- lög. Ég hélt ágætlega sótta fundi í þeim öllum og auk þess í skólan- umáNúpi. Eftiráramótinfórég svo á milli skólanna á Suður-, Vestur- og Norðurlandi. Sannast að segja bar ég nokk- urn kvíðboga fyrir því ferðalagi. Ég óttaðist að hið unga fólk í skól- unum hefði lítinn áhuga ásam- vinnumálum og ég myndi tala fyrirdaufum eyrum. Önnur varð þóraunin. Ungafólkiðfylgdist með af miklum áhuga. Óg er ég hafði lokið erindi mínu steyptist yfir mig heljarmikið spurninga- flóð, og út frá því spunnust hinar fjörugustu og fróðlegustu um- ræður. Auðheyrt var að þetta unga fólk hafði ekkert hugleitt þessi mál. Því var með öllu ókunn hin merkilega saga samvinnu- hreyfingarinnar, þekkti ekkert eðli hennar og tilgang, með ör- fáum undantekningum þó. En það komádaginn, að þaðvildi fræðast. Og ég held að mér hafi auðnast að opna því ofurlitla sýn til þeirrarveraldar, sem áður var þvílokaðurheimur. Ég er sannfærður um að sá jarðvegur, sem ég var að leitast við að sá þarna í, er ennþá fyrir hendi meðal ungs fólks. Orð Baldurs Óskarssonar eru meira en tímabær. Jarðvegurinn ertil en sáningin er vanrækt. Sú van- ræksla getur orðið samvinnu- hreyfingunni örlagarík. - mhg í dag er 16. júní, fimmtudagur í níundu viku sumars, tuttugasti og sjö- undidagurskerplu, 168. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 2.56 en sest kl. 24.02. Viðburðir FæddurLúðvík Jósepsson þing- maðurográðherra 1914. Banda- ríkjaher ræðst inn í Guatemala 1954. Valentína Teresjkova fyrst kvenna i geimferð 1963. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Kjallaraíbúðir í Reykjavík 1938. Nú eru 1109 kjallaraíbúðir í bæn- um og í þeim búa 2482 fullorðnir og 1077 börn. Kjallaraíbúðum hefir fjölgað um 179 síðan árið 1936. í heilsuspillandi íbúðum búa tæpt þúsund manns þar af 268 börn. Hvað gera yfirvöldin til að bæta úr þessu hræðilega ást- andi? UM UTVARP & SJONVARP Þáttur Mormóna Útvarp Rót, kl. 11.30 f.h. Mormónar eiga sína frægu kóra og tónlistarmenn, ekki síður en aðrir. Meðal þeirra er ung- mennakórinn og sinfónían „Mormon Youth Symphony and Chorus". Kórinn sícipa 350 ung- menni og hefur hann getið sér frægðarorð víðsvegar um heim, m.a. hlotið hin kunnu Emmy- verðlaun. Útvarp Rót kynnir nú tónlist þessa unga fólks og eru lögin sem flutt verða af plötu þess „Ö, að ég væri engill". í þættinum verður auk þess rabbað um trú og viðhorf manna til hennar, vitnað í kjarnyrta ádeilu forseta og spámanns kirkj- unnar, Spencers W. Kimballs, farið með spakmæli og lesin upp gullkorn. Umsjónarmaður er Sveinbjörg Guðmundsdóttir. „Island í aldarfjórðung“ Rás 1, kl. 22.20 Senn líður að því að íslending- ar gangi að kjörborðinu í fjórða sinn til að velja sér forseta. Að- stæður eru nú að því leyti aðrar en áður, að nú er í fyrsta sinn í framboði forseti, sem situr í emb- ætti. Af þessu tilefni verður þáttur- inn „Forsetakosningar" á dag- skrá Rásar 1 í kvöld kl. 22.20. Þar munu fréttamennirnir Broddi Broddason og Óðinn Jónsson rifja upp hvað forsetakosning- arnar 1952, 1968 og 1980 snerust einkum um. Við munum heyra raddir forseta, frambjóðenda og ýmissa stuðningsmanna þeirra sem í kjöri voru hverju sinni. Minnt skal á að kvöldið fyrir kosningar verður ávörpum fram- bjóðendanna nú útvarpað og sjónvarpað. Forsetakosningar Rás 2, kl. 22.35 í kvöld verður á dagskrá rásar 2 breskur tónlistarþáttur, sem gerður var á síðasta ári. Nefnist hann „Island í aldarfjórðung“. Tilefni þáttarins er 25 ára afmæli Island plötufyrirtækisins. Þáttur- inn er í Dolby Stereo og verður útvarpað og sjónvarpað samtím- is. Meðal þeirra, sem koma fram eru Robert Palmer, Joe Cocker, EricClapton, U2, Stevie Winwo- od, Julian Cope, Paul Rodgers og Andy Summers, Aswad og The Allstars, Bob Marley, Free og Cat Stevens. GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.