Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 16. júní 1988 135. tölublað 53. órgangur Velferðarkerfið Fannst löngu látin SkjólstœðingurFélagsmálastofnunarfannstígœrlöngu látinn ííbúð í Vesturbœnum. Skortur á starfsfólki háirþjónustu hjá stofnuninni Reykvísk kona fannst í gær látin að heimili sínu í Vesturbæn- um og er ljóst að hún hafði verið alllengi látin. Lögreglumenn sem að komu urðu frá að hverfa í fyrstu, og var líkið að lokum sótt af mönnum í reykköfunarbún- ingum. Hin látna var skjólstæðingur Félagsmálastofnunar í Reykjavík og bjó í húsnæði á vegum stofn- unarinnar. Hjá Félagsmálastofn- un fékk Þjóðviljann þær upplýs- íngar í gær að mjög væri misjafnt hver þjónusta og eða eftirlit væri veitt. Sumum væri leigt húsnæði án nokkurra afskipta en öðrum veitt betri þjónusta. Birgir Ottós- son hjá húsnæðisdeild stofnunar- innar segir að skortur á starfsfólki og lág laun komi í veg fyrir að stofnunin geti veitt þá heimilis- þjónustu sem nauðsynleg sé. Sjá síðu 3 Landbúnaðarráðuneytið Svört skýrsía fiskeldi Skipulagsleysi. Gœðamál íólestri í gær voru birtar niðurstöður skýrslu sem Hermann Óttósson hefur gert fyrir landbúnaðar- ráðuneytið um stöðu fiskeldis í dag og hvað sé til úrbóta. Niður- staða skýrslunnar er harður dóm- ur á skipulagsleysi fiskeldis hér á landi þar sem hver sé að grauta í sínu horni og gæðamat sé á reiki. Skýrsluhöfundur leggur til að stefnumótun í fiskeldi verði sam- ræmd og að útflytjendur snúi bökum saman við að framleiða hágæðavöru með virku gæðaeft- irliti. Þá verði lögð áhersla á strandeldi og hafbeit í stað kvía- eldis. Sjá síðu 2 Skák Jóhann tapaði fyrir Karpov Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Anatoly Karpov á heimsbikarm- ótinu í Belfort í Frakklandi í gær. Heimsmeistarinn Garrí Kasp- arov hefur þegar náð forystunni á mótinu þegar tefldar hafa verið tvær umferðir af 15. Sjá skákfrétt Helga Ólafssonar á síðu 6 Svona var hann stór... Bera Nordal forstöðumaður Listasafnsins virðist vera að segja lög- manni Færeyja frá síðustu veiðiferð, en sennilega er hún þó að skýra eitthvert listaverkið út fyrir Atla Dam, konu hans Sólvá og Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Lögmaðurinn kom í gær í opinbera heimsókn og heimsótti þá Bessastaði, Norræna húsiö og Listasafnið og í dag er förinni heitið austur á firði. (Mynd: Ari) Kaffibaunamálið Erlendur sýknaður Dómurfallinn íhœstarétti. HjaltiPálsson: 12 mánaðafangelsi. Hœstiréttur klofinn í afstöðu sinni Byggðamál itfi\m i i Alþýðubandalagið hélt um síð- ustu helgi velheppnaða ráðstefnu á Dalvík, heimabyggð varafor- mannsins, sem segist mjög ánægð með umræður og gefna tóna, í samtali við Þjóðviljann. í blaðinu í dag er sagt frá ráðstefnunni í er ekki ein máli og myndum, rætt við Svan- fríði Jónasdóttur og birt spjall Björns Þórleifssonar oddvita og skólastjóra í Svarfaðardal um landsbyggð, menningu og við- horf._________________________ Sjá síður 7-9 Þeir Erlendur Einarsson frv. forstjóri SÍS og Arnór Valgeirs- son deildarstjóri fóðurvöru- deildar SÍS voru í gær sýknaðir af öllum ákærum í kaffibauna- málinu. Hjalti Pálsson forstöðu- maður innflutningsdeildar fékk hins vegar 12 mánaða fangelsis- dóm, Sigurður Árni Sigurðsson forstöðumaður skrifstofu SÍS í London fékk 7 mánaða fangelsi og Gísli Theodórsson fékk þrig- gja mánaða fangelsisdóm. Hæsti- réttur klofnaði í málinu og vildu tveir dómarar sýkna alla ákærðu. Hjalta og Sigurði var einnig gert að greiða allan málskostnað bæði fyrir héraðsdómi og hæsta- rétti. Annar málskostnaður fellur niður. í dómsorði segir að fresta skuli fullnustu refsinga og þær felldar niður haldi sakborningar skilorð næstu tvö ár. í dómnum segir að SÍS hafi brugðist trúnaðarskyldu sinni við Kafíibrennslu Akureyrar. SÍS hafí leynt endurgreiðslum sem féllu til vegna kaupa á hrákaffi og krafíð kaffibrennsluna um greiðslur eftir reikningum þar sem endurgreiðslurnar komu ekki fram. Ekki sé sannað að þetta tvöfalda reikniskerfi hafi verið tekið upp að frumkvæði ákærðu en það hafí hins vegar verið notað til að leyna endan- legu verði hrákaffís til kaupanda. Hæstaréttardómararnir Magn- ús Thoroddsen og Guðmundur Jónsson voru ekki sammála meirihluta dómenda og vildu sýkna alla aðila. í séráliti þeirra segir ma. að það geti ekki ráðið úrslitum í refsimáli, hvaða hug- myndir ákærðu kunni að hafa gert sér um eðli viðskiptanna. Þetta hafí verið flóknir viðskipta- hættir sem ósannað sé hvort for- ráðamenn SÍS hafi átt þátt í að koma á. Þá segir í sérálitinu að ekki sé fullsannað að um umboðsvið- skipti hafí verið að ræða. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.