Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 21. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða ökum af skynsemi! UMFERÐAR RÁÐ Barn ur þægilega barnabílstól situr oruggt og Það það skilið a UMFERÐAR RÁÐ SKÁK Misjafnt gengi Jóhanns um helgina Heimsbikarmótið í Belfort í Frakklandi er nú komið á rek- spöl. Að loknum fimm umferð- um hefur Jóhann Hjartarson ekki náð sér á strik og situr í neðsta sæti ásamt Jan Timman með 1V2 vinning. Jóhann vann sænska stórmeistarann Ulf Andersson nokkuð óvænt með svörtu á laugardaginn en tapaði í fimmtu umferð fyrir Alexander Beljav- skí. Hann átti að kljást við Jaan Ehlvest í sjöttu umferð, sem tefld var í gær, og er úrslita þeirrar um- ferðar getið á öðrum stað í blað- inu. Heimsmeistarinn Garrí Kasparov er við sama heygarðs- hornið og hefur tekið örugga for- ystu á helsta keppinaut sinn An- atoly Karpov. I augnablikinu er Eistlendingurinn Ehlvest í 2. sæti en hæpið er að hann blandi sér í baráttuna um efsta sætið. Getið var um úrslit í tveimur fyrstu um- ferðunum en hér fylgja úrslit úr þrem neðstu umferðunum: 3. umferð Nogueiras - Sokolov 1:0 Jusupov - Karpov 1/2:1/2 Ribli - Kasparov 1/2:1/2 Húbner - Short 1/2:1/2 Timman - Ehlvest 0:1 Speelman - Beljavskí 1/2:1/2 Spasskí - Andersson 1/2:1/2 4. umferð: Sokolov - Ribli 1/2:1/2 Jusupov - Nogueiras 1/2:1/2 Kasparov - Húbner 1/2:1/2 Short - Timman 1/2:1/2 Ehlvest - Speelman 1:0 Beljavskí - Spasskí 1/2:1/2 Andersson - Jóhann 0:1 Karpov - Ljubojevic 1/2:'/2 5. umferð: Húbner - Sokolov 1/2:1/2 Ribli - Jusupov 1/2:1/2 Nogueiras - Karpov 0:1 Timman - Kasparov 0:1 Speelman - Short 1/2:1/2 Spasskí - Ehlvest 1/2:1/2 Jóhann - Beljavskí 0:1 Ljubojevic - Andersson 1/2:1/2 Staðan að loknum fimm um- ferðum var þessi: 1. Kasparov (Sovétr.) 4 v. 2. Ehlvest (Sovétr.)3V23.-4. Spas- skí (Frakkland) og Karpov (So- vétr.) 3 hvor. 5.-11. Short (Eng- land), Ljubojevic (Júgóslavía), Sokolov (Sovétríkjunum), Belj- avskí (Sovétríkjunum), Anders- son (Svíþjóð), Ribli (Ungverja- landi) og Húbner (V-Þýskalandi) 2V2 v. hver. 12.-14. Jusupov (So- vétríkin), Nogueiras (Kúbu) og Speelman (England) 2 v. hver. 15.-16. Jóhann Hjartarson og Timman (Hollandi) lV2 v.hvor. f>ó frammistaða Jóhanns sé heldur lakari en við mátti búast berst hann vel, en það verður ekki sagt um suma þátttakendur. Nefna má að Ljubojevic, Ribli, Húbner og Short hafa gert jafn- tefli í öllum skákum sínum og Spasskí virðist fastur í jafnteflis- gír. Að venju berjast K-in tvö vel. Hér fylgja skákir Jóhanns um helgina. Gegn Ulf Andersson beitir hann broddgaltar-afbrigð- inu sem hann undirbjó gegn Vikt- orKortsnoj. Þetta var lengi eitt af eftirlætisvopnum Andersson en hann unir því jafnan vel að lúra að baki víglínunnar og gera sem minnst. í>ó Andersson fái gott spil virðist hann ekki geta sætt sig við staka peðið á d-4 og verða á ýmis glappaskot. Loka- hnykkurinn, 37. .. Hd6! er fal- legur. Ulf Andersson - Jóhann Hjartarson Enskur leikur I. RD Rf6 2. c4 b6 3. g3 Bb7 4. Bg2 c5 5. 0-0 e6 6. Rc3 a6 7. b3 d6 8. Bb2 Be7 9. e3 0-0 10. De2 Rbd7 II. Hfdl Ha7 12. d4 Da8 13. Rei cxd4 14. exd4 d5 15. Hacl He8 16. cxd5 Rxd5 17. Rxd5 Bxd5 18. Bxd5 Bxd5 19. Rg2 Bg5 20. Hc2 b5 21. h4 Bh6 22 Hd3 f5 23d. Bcl Bxcl 24. Hxcl Rf6 25. Rf4 Dd6 26. Hc5 Re4 27. He5 Hae7 28. Kg2 g6 29. a4 b4 30. f3 Rc3 31. Dd2 Hd7 32. Del Hde7 33. Hde3 Dxd4 34. Hxe6 Rdl 35. Hd3 Db2+ 36. Hd2 Hxe6 37. Dxdl Hd6! abcdefgh - og Anderson gafst upp. í fimmtu umferð gekk ekki eins vel gegn Alexander Beljav- skí. Sovétmaðurinn teflir afbrigði af spænskum leik sem hann ger- þekkir og hefur lagt margan kappann með. Hann nær heldur þægilegri stöðu út úr byrjuninni og vinnur skákina með vel heppnaðri atlögu. Með 37... Dh3 smýgur hann inn og 41. .. Hxd2! gerir út um taflið. Jóhann Hjartarson - Alexander Beljavskí Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. b4 Bf8 14. a4 Rb6 15. a5 Rbd7 16. Bb2 Hb8 17. Hbl Ba8 18. Bal HELGI ÓLAFSSON h619. dxe5 dxe5 20. c4 c5 21. cxb5 axb5 22. De2 Bc6 23. bxc5 Dxa5 24. Rb3 Dc7 25. De3 Ha8 26. Bd3 Ha4 27. Rfd2 Rh7 28. Hbcl Rg5 29. h4 Re6 30. Hc2 Rf6 31. g3 Hd8 32. Bb2 Dd7 33. Bfl Rxe4 34. Bg2 Rd435. Bxd4 Rxd2 36. Bxe5 Bxg2 37. Hxd2 Dh3 38. D Hxd2 39. Rxd2 Ha2 40. He2 Dhl+ 41. KD 8 Aé 7 ii 6 1 | 1 5 JL £ A 4 ' & 3 W&& 3 I £i2*i! , ' W abcdefgh 41. ., Hxd2! 42. Dxd2 Bxc5+ - og hvítur gafst upp. Það fer vel á því að klykkja út með einni vinningsskák heims- meistarans. Jan Timman hefur um langt skeið gert kröfu til að vera álitinn besti skákmaður Vesturlanda. Einhvernveginn er það nú samt svo að hann hefur lítið haft í Kasparov og Karpov að segja og ætti vart mikla möguleika í ein- vígi við þann fyrrnefnda. Hann hefur tapað öllum skákum sínum á hvítt en vann hinsvegar fallegan sigur yfir Beljavskí með svörtu. Skák hans við Kasparov er at- hyglisverð því Timman reynir að endurbæta skák þeirra frá stór- mótinu í Amsterdam á dögunum (14. Bd4 í stað 14. Bd5). Hann fær þokkalega stöðu en smátt og smátt nær svartur yfirhöndinni og í kringum fertugasta leikinn gerir hann hverja vitleysuna á fætur annarri (35. e5?). Þó Kasparov hafi teflt Grúnfelds-vörnina að staðaldri frá heimsmeistaraein- víginu 1986 er þetta þó aðeins þriðji sigur hans með þessari hvössu byrjun í fjölmörgum til- raunum. Taflmennska Kaspar- ovs eftir að hann nær frumkvæð- inu minnir um margt á Fischer enda stefnir hann nú á hina ótrú- legu stigatölu bandaríska snill- ingsins, 2785 Elo-stig. Jan Timman - Garrí Kasparov Grunfelds-vörn 1. d4 Rf6 c4 g6 3. Rc3 d5 4. Bf4 Bg7 5. e3 c5 6. dxc5 Da5 7. Da4+ Dxa4 8. Rxa4 0-0 9. RD Re4 10. Be5 Bd7 11. Rc3 Rxc3 12. bxc3 dxc4 13. Bxc4 Hc8 14. Bd4 e5 15. Bxe5 Hxc516. Bxg7 Kxg7 17. Bb3 Hxc3 18. 0-0 Ra6 19. Rce5 Be8 20. Bd5 Hc7 21. Habl Rc5 22. e4 Hd8 23. Hfcl Hdc8 24. g4 f6 25. RD b6 26, Rd4 Bd7 27. D Rd3 28. Hxc7 Hxc7 29. Hdl Rf4 30. Kf2 Kf8 31. Bb3 Ke7 32. Re2 Rxe2 33. Kxe2 Hc3 34. h4 h6 35. e5 fxe5 36. Hd5 Hc5 37. Hxc5 bxc5 38. g5 hxg5 39. hxg5 Bd3 40. Bg8 Bf5 41. Bb3 Be6 42. Bc2 Bxa2 43. Bxg6 a5 44. Kc3 a4 og Timman gafst upp. Auglýsið í Þjóðviljanum Kasparov í fararbroddi á heimsbikarmótinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.