Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 16
SPURNINGIN—i Ætlaröu að ganga með í Sólstöðugöngunni? Kristjana Kristjánsdóttir viðgerðarmaður: Nei, ég reikna nú ekki með því. Ég hef aldrei gengið með. Rúnar Marvinsson matargerðarmaður: Nei, ég er að vinna svo mikið. Elskan mín, maður þrælar og púl- ar frá morgni til kvölds. Pétur Knútsson lektor: Já, fínt þú minntir mig á það. Ég fer! Birgir Árnason hagfræðingur: Nei, ég geng ekki með. Ég vona samt að þeir sem fara fái altént gott veður. Trausti Kristjánsson tölvunarfræðinemi: Nei, ég hafði nú ekki ætlað mér það. Satt að segja vissi ég ekki af henni. Þriðjudagur 21. júní 1988 138. tbl. 53. árg. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Krakkarnir sem vinna fyrir Rúnar Smárason, sem hefur séð um fráganginn á umhverfinu, eru hér aö leggja síðustu hönd á tyrfinguna á hleðsluveggnum. Þjóðarbókhlaðan í baksýn. Myndir: Ari. Pjóðarbókhlaðan Glerjuð og gegnsæ með vorinu Nú er að hefjast níundi áfangi byggingar Pjóðarbókhlöðunnar gegnt Pjóðminjas- afninu. Glœsilegt úti fyrir en hvað er að sjá innandyra? Umhverfis Þjóðarbókhiöðuna er allt að verða fint og flott. Tún- þökur komnar á og tré og runnar prýða hina nýtilkomnu hóla sem eru allt um kring hlöðuna. Austanmegin eru gróðurreitir og margskonar runnaafbrigði inn- girt og lóðin að mestu frágengin en sömu sögu er hinsvegar ekki að segja af hlöðunni sjálfri. Nú er nýlokið 8. áfanga bygg- ingarinnar og sá 9. að hefjast. Sá innibindur að hlaðan verður öll glerjuð og forhýsið á suðurhlið hennar, sem reyndar verður inngangurinn, verður klárað. Þegar glerjuninni verður lokið, sem áætlað er að verði næsta vor, kemur útlit hlöðunnar til með að verða allt annað en það er nú. Steináferðin á fyrstu hæðinni verður sú sama en hinsvegar verður önnur hæð hlöðunnar allt öðruvísi en hún er í dag. Nú skýla ófrýnilegar og gráar tréplötur annarri hæðinni en þegar yfir lýk- ur kemur öll sú hæð til með að verða glerjuð. Þannig kemur tveggja metra innfelling og þá glerveggur. Þá koma hinar tvær hæðirnar þar ofaná til með að virðast hanga uppi á turnunum fjórum sem eru á austur- og vest- urhliðinni. Nú er hver hæð sem gapandi gímald. Að vísu er búið að leggja í gólfin og leiða hita um húsið en samt er sem maður gangi um gráan og gugginn helli. - Þetta verður allt annað og betra þegar búið er að ganga frá öllu að utan því þá er hægt að einbeita sér að því ljúka verkinu innandyra, segir Finnbogi Guðmundsson en hann er formaður byggingar- nefndar Þjóðarbókhlöðunnar. Finnbogi segist vona að unnt verði að halda framkvæmdum áfram á dulítið meiri hraða en fram að þessu, þökk sé eignar- skattsaukanum. - Hann ætti að tryggja það að við getum lokið byggingunni á settum tíma, eða um mitt ár 1991, segir Finnbogi. Þorsteinn Sveinsson múrara- meistari kemur til með að ljúka 9. áfanganum en hann var með lægsta boð þegar verkið var boð- ið út nú í vor. Þeir eiga eftir að handfjatla dulítið fleiri af þessari gerðinni áður en yfir lýkur. Þetta eru gluggarnir í þriðju og fjórðu hæð hlöðunnar. Munchen Hundaskítur á mótortijóli Barátta hreinsunardeildar Munchenarborgar við hunda- skítinn á götum og gangstéttum fer nú loks að bera árangur. Yfir- maður deildarinnar kynnti ný- lega leynivopn starfsmanna sinna sem mun gera gæfumuninn. Þetta eru rauð- og hvítröndótt mótorhjól sem eru sérhönnuð til þess eins að tína upp hundaskít. Á þeim er komið fyrir mjög hent- ugu ryksugutæki sem hreinsi- tæknar hinnar frægu borgar miða síðan á herlegheitin og soga upp í þartilgerðan hundaskítsgeymi. Alls eru það heil sex tonn af skít sem koma daglega frá hinum 52 þúsund hundum borgarinnar. Yfirmaðurinn sagði að kol- legar sínir í V-Berlín og París væru einnig að gera tilraunir með þetta undratæki sem menn binda sannarlega miklar vonir við í hinu sívaxandi hundasamfélagi stór- borganna. Reuter/-gsv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.