Þjóðviljinn - 23.06.1988, Síða 14

Þjóðviljinn - 23.06.1988, Síða 14
Kjörfundur í Kópavogi við forsetakosningar laugardaginn 25. júní 1988 hefst kl. 10.00 árdegis og lýkur kl. 23.00. Kjósendur skipast á kjörstaði og í kjör- deildir eftir lögheimili 1. desember 1987, sem hér segir: Kársnesskóli 1. kjördeild: Ásbraut, Austurgerði, Borgarholts- braut, Hábraut, Hafnarbraut, Helgu- braut, Hlégerði, Hófgerði, Holtagerði. 2. kjördeild: Hraunbraut, Kársnesbraut, Kastala- gerði, Kópavogsbraut, Mánabraut, Marbakkabraut, Meðalbraut. 3. kjördeild: Melgerði, Skjólbraut, Skólagerði, Suðurbraut, Sunnubraut, Sæbólsb- raut, Urðarbraut, Vallargerði, Vestur- vör, Þinghólsbraut. Menntaskólinn 1. kjördeild: Álfabrekka, Álfaheiði, Álfatún, Álf- hólsvegur, Álfatröð, Ástún, Auðbrekka, Birkihvammur. 2. kjördeild;. Birkigrund, Bjarnhólastígur, Bratta- brekka, Brekkutún, Bræðratunga, Bæjartún, Dalbrekka, Daltún, Digran- esvegur, Efstihjalli. 3. kjördeild: Engihjalli, Eskihvammur, Fagra- brekka, Fannborg, Fífuhvammsveg- ur, Fífuhvammur, Gagnheiði, Greni- grund, Grænatún, Grænatunga. 4. kjördeild: Furugrund, Grænihjalli, Hamraborg, Hátröð, Hávegur, Hjallabrekka, Hlað- brekka. 5. kjördeild: Hlíðarhvammur, Hlíðarvegur, Hrauntunga, Hvannhólmi, Kjarrhólmi, Lækjarbotnaland. 6. kjördeild: Langabrekka, Laufbrekká, Lindar- hvammur, Lyngbrekka, Lyngheiði, Litlihjalli, Lundarbrekka, Melaheiði, Meltröð, Neðstatröð, Nýbýlavegur, Rauðihjalli, Reynigrund. 7. kjördeild: Reynihvammur, Selbrekka, Skála- heiði, Skólatröð, Smiðjuvegur, Star- hólmi, Stórihjalli, Túnbrekka, Tungu- heiði, Vallartröð, Vallhólmi, Víðigrund, Víðihvammur, Víghólastígur, Vogat- unga, Þverbrekka, Vatnsendablettur. Kjörstjórn Kópavogs hefur aðsetur í Menntaskólanum. Undirkjörstjórn mæti kl. 9.00. Athygli skal vakin á því að kjörstjórn getur óskað þess, að kjósandi sanni hver hann er með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Kjörstjórn Kópavogs Snorri Karisson Magnús E. Guðjónsson Sverrir A. Lúthersson Stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur sem hafa hug á að starfa á kjördag hafi samband ísíma 17765, 17823, 17985, 18829. Stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir maímánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júlí. Fjármálaráðuneytið SKÁK Heimsbikarmótið Jóhann mætir Kasparov í dag - vann Nigel Short í gœr Jóhann Hjartarson vann enska stórmeistarann Nigel Short í sjö- undu umferð heimsbikarmótsins í Belfort og þokast við það upp listann eftir slaka byrjun, 1V2 vinning úr sex skákum. Jóhann hafði hvítt og náði snemma betri stöðu. Short varði ónákvæmni í viðkvæmri miðtaflsstöðu sem Jó- hann nýtti sér út í æsar. Skákin minnti um margt á viðureign þeirra á IBM-mótinu í fyrra en þá hafði Jóhann svart og vann. Þetta var þriðji sigur hans yfir Short á rúmu ári pg hefur spænski leikur- inn orðið upp á teningnum í öllum skákunum. Að venju settu jafntefli svip á úrslit mótsins. Karpov gerði stutt jafntefli með svörtu gegn Ribli en Kasparov gerði allt það sem hann gat til að knésetja fyrrum heims- meistara Boris Spasskí. Það tókst ekki og Spasskí er því enn taplaus og er með efstu mönnum. Úrslit urðu þessi: 7. umferð: Speelman - Sokolov 1/2:V2 Timman - Jusupov 1/2:1/2 Hubner - Nogueiras biðskák Ribli - Karpov 1/2:1/2 Spasskí - Kasparov 1/2:1/2 Jóhann - Short 1:0 Ljubojevic - Ehlvest 1/2:1/2 Andersson - Beljavski ■ 1/2:1/2 Skákum Karpovs og Anders- son og Beljavskí og Ljubojevic úr sjöttu umferð lauk með jafntefli en Sokolov vann hinsvegar Jan Timman. Staða efstu manna á mótinu er nú þessi: 1.-2. Kaspar- ov og Ehlvest 5 v. hvor. 3.-5'. Karpov, Spasskí og Sokolov 4. v. hver. Jóhann er í 15. sæti með 2'/2 vinning. Skák Jóhanns og Shorts frá því í gær fylgir hér á eftir. Þeir tefla afbrigði af spænskum leik sem verið hefur í mikilli tísku undan- farin ár. Segja má að Jóhann beiti leikaðferð mótstöðumannsins því hann fylgir forskrift Shorts frá skák þeirra á IBM-mótinu í fyrra. Nú tefla þeir með skiptum litum. Strax eftir byrjunina kemur upp mjög spennt staða þar sem Short fer helst til geyst í sakirnar. Fram- rás f-peðsins þarfnast meiri undirbúnings, 20. ..f5. Betra var 20. ..Rf4 ásamt - Kh8 og síðar f7-f5. Svo virðist sem Short hafi sést yfir 23. Rxe5! (sjá stöðu- mynd) en þessi leikur leggur í raun stöðu hans í rúst og byggist á möguleikum biskupsins eftir skálínunni a2-g8, 23. ,.dxe5 24. d6! og - Hxf4+. 24. ..Db8 er afar einkennilegur leikur. Betra virð- ist 24. ..Bd8 en hugsanlega hefur Short óttast 25. Rc6 Rxc6 26. Hxf4 o.s.frv. Hann reynir að fá mótspil með því að láta drott- ninguna af hendi fyrir hrók, og mann en staða Jóhanns er alltof virk og hann knýr fram vinning með nokkrum hnitmiðuðum leikjum: Jóhann Hjartarson - Nigel Short Spænskur leikur 1. e4 eS 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a3 g6 13. Ba2 Bg714. b4 h615. Bb2 Rh516. d5 Re7 17. Rb3 Hf8 18. c4 bxc4 19. Ra5 Bc8 20. Hcl f5 21. exf5 Rf4 22. Hxc4 Bxf5 abcdefgh 23. Rxe5 Bxh3 24. Rb7 Dc8 25. Rxd6 cxd6 26. Hxc8 Bxc8 27. Dd2 g5 28. Rc6 Rf5 29. Bbl Rh4 30. He7 Rh5 31. Bxg7 Rxg7 32. Dc3 Rhf5 33. g4 Rxe7 34. Rxe7+ Kf7 35. Bg6+ Kxe7 36. Dxg7+ - og svartur gafst upp. Þó allmikið sé um jafntefli í Belfort þá eru ýmsir sem leggja metnað sinn í að tefla til þrautar í hverri skák. Garrí Kasparov er einn þeirra. Hann veittist hart að Boris Spasskí í skákinni í gær með svörtu en „gamli“ maðurinn var harður í vörninni og hélt jöfnu. Spasskí hefur allra manna bestan árangur gegn Kasparov, státar af tveimur sigrum og nokkrum jafnteflum. Sjálfsagt hefur Spas- skí rifjað upp 8. skákina í einvígi sínu við Fischer því eftir níu leiki fengu þeir upp sömu stöðu og Fischer, öllum á óvart, lék 10. Bg5 - sem þá var „nýr“ leikur - og vann eftir hrikaleg mistök Spas- skís sem fór alveg úr sambandi. Kasparov tefldi að venju af fít- onskrafti. Peðsfórnin 15. ,.b5! má heita dæmigerð fyrir hann og það kemur á daginn að Spasskí á í mestu erfiðleikum með að ráða fram úr vandamálum stöðunnar. Eftir 21. ..Bg4 er útlitið ekki bjart, hvítur að vísu peði yfir, en menn hans standa illa. Spasskí er margreyndur og hann meðhöndl- ar hina viðsjárverðu stöðu af mikilli útsjónarsemi, 22. Bg5r er bráðsnjall leikur. Þó frumkvæðið sé enn í höndum heimsmeistar- ans er ekki hægt að finna snöggan blett á stöðu hvíts og Spasskí get- ur meira að segja leyft sér að fórna manni f lokin til að tryggja jafntefli. Takið eftir að 41. Khl er svarað með 41. ..g3! með hót- uninni 42. ..Hh2 mát! Skemmti- leg skák: Boris Spasskí - Garrí Kasparov Enskur leikur 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. g3 c5 4. Bg2 Rc6 5. 0-0 cxd4 6. Rxd4 0-0 7. c4 Rc6 8. Rc3 Rxd4 9 Dxd4 d6 10. Dd3 a6 Bf4 11. Bf5 12. e4 Be6 13. Hacl Rd7 14. b3 Re5 15. De2 b5 16. cxb5 axb5 17. Rxb5 Da5 18. Rc3 Hfc8 19. Ra4 Dxd2 20. Bxd2 Rd3 21. Hxdl Bg4 22. Bg5 Bxdl 23. Hxdl Rb2 24. Bxb2 Rxb2 25. Bxe7 Hxa2 26. Bxd6 Hal 27. Hxal Bxal 28. Bfl Hc2 29. g4 Bd4 30. Bg3 f6 31. h4 h6 32. g5 hxg5 33. hxg5 fxgó 34. Bc4+ Kg7 35. eS Kh6 36. e6 Bc5 37. Kg2 g4 38. Bf4+ Kh5 39. Be3 Bxe3 40. e7 Hxf2+ 41. Kg3 Hf3+ - Jafntefli. í dag verður áttunda umferð tefld og þá beinast sjónir manna að viðureign Kasparovs og Jó- hanns Hjartarsonar. Kasparov hefur hvítt. I tilefni kosninga Opið bréftil Sigrúnar Porsteinsdótturforsetaframbjóðandafrá Helgu Harðardóttur Ágæta Sigrún, þú, sem gefið hefur kost á þér til embættis for- seta þessa lands. Hvers væntirðu af okkur kjósendum? Þú væntir þess að við gefum upp á bátinn þá löngun okkar, að eiga okkur verðugt þjóðartákn. Þú væntir þess af okkur, að við veljum frekar að forseti okkar stjórni en að þar til kjörið Alþingi geri það, og þú væntir þess núna að launþegar þessa lands lýsi yfir stuðningi við þá einræðisstefnu er þú boðar. En þar skjátlast þér Sigrún, því launþegarnir eru alls ekki tilbúnir að taka þátt í þeim óskapar- kostnaði, sem þjóðaratkvæða- greiðslur þínar koma til með að kosta. Við þessir sömu launþegar höf- um þegar kosið okkur menn til að sjá um efnahagsmálin. Ekki þar með sagt að við séum öll sammála um ráðstafanir þeirra, en meiri- hluti ræður, og er það ekki lýð- ræði? Er það ekki lýðræði, sem þú eilíft stagast á? Þú segir: „Völdin til ykkar-því þar eiga þau heima“ (tilvitnun). Mér er spurn, hafa þau ekki alltaf átt þar heima frá því við fengum fyrst að kjósa til Álþingis íslend- inga? Ætlar þú að taka þetta vald af almenningi? Svo virðist mér, því þú ætlar greinilega að stjórna okkur ein og breyta forsetaemb- ætti íslands, sem hingað til hefur verið og verður vonandi í fram- tíðinni, það embætti, sem við metum mest embætta og erum stolt af. Við kærum okkur ekki um pólitískan forseta, það hefur sýnt sig gegnum árin. Eg er bál- reiður meðlimur í BSRB og tel það freklega móðgun við félaga- samtök mín að senda þeim beiðni um stuðning við þig í væntan- legum kosningum. Það er vissa mín, að launþegasamtök þessa lands munu svara þér á verðugan hátt á kjördag. Ég kýs ekki einræði og því verður þú, Sigrún, án atkvæðis míns á kjördag. Helga Harðardóttir er búsett í Reykjavík og vinnur á bæjarskrif- stofunni á Seltjarnarnesi. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN! Fimmtudagur 23. júnt 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.