Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR FÍT Thailensku stúlkurnar Gróflega hlunnfamar Réðu sig hingað til lands með milligöngu íslenska konsúlsins. Fá 13þúsund krónur undir lágmarkslaunum. Ragna Bergmann: Gróft mannréttindabrot Lektorsstaðan Atvinnu- rógur ráðhena Atburðir síðustu daga valda okkur áhyggjum og við viljum ræða stöðuna. Skipun mennta- málaráðherra í stöðu lektors og þær yfirlýsingar sem ráðherrann hefur látið falla í framhaldi af henni, eru móðgun við félagsvís- indadeild og Háskólann sem menntastofnun. Þetta sagði Birg- ir Hermannsson nemandi í stjórnmálafræði en hann er einn af þeim sem standa fyrir fundi nemenda um málið í kvöld. Birgir sagði að í yfirlýsingum menntamálaráðherra fælist at- vinnurógur. „Ráðherrann segir að við séum menntuð af þröngri klíku sem hlýtur að rýra álit okk- ar menntunar úti í þjóðfélaginu,“ sagði Birgir. Hann sagði tvo kennara deildarinnar hafa setið í dómnefndinni sem mat umsækj- endur og þá sætu kennarar deildarinnar deildarfundi þar sem atkvæðagreiðsla fór fram um umsækjendur. Að sögn Birgis eru yfirlýsingar ráðherrans van- traust á þá menntun sem þessir kennarar hafa veitt nemendum í stjórnmálafræði. Birgir sagði að ekki mætti gleyma hlut Ólafs P. Harðar- sonar í þessu máli. Hann hefði reynst nemendum góður og vandvirkur kennari og erfitt væri að sjá hvers hann ætti að gjalda í málinu. Það væri furðulegt að hægt skuli hafa verið að ganga framhjá Ólafi við skipun í stöðu- na. Birgir benti á að erfitt væri að kalla fólk saman til fundar á þess- um árstíma. En nemendur gætu ekki setið hjá aðgerðarlausir. Enda hefðu þeir áhyggjur af þró- un mála í deildinni og gæðum þeirrar kennslu sem maður getur veitt sem ekki hefur fengið fullkominn hæfnisdóm hjá skóla- num. Þó nemendur haldi fundinn sagði Birgir alla stuðningsmenn Háskólans vera velkomna á fund- inn sem hefst kl 20. -hmp Hannesarhneykslið Moggi hyllir rektor Morgunblaðið hefur með óbeinum hætti snuprað mennta- málaráðherra fyrir atlögu hans gegn háskólanum í lektors- veitingunni, og bendir það til að talsverð andstaða sé við vinnu- brögð ráðherrans innan Sjálf- stæðisflokksins. Morgunblaðið hefur ekki fjall- að neitt um málið í ritstjórnar- greinum og haldið sig við venju- lega fréttaumfjöllun af lágværara tagi. Athygli vakti þó, að í Reykjavíkurbréfi er birtur orð- réttur langur kafli úr síðustu út- skriftarræðu háskólarektors sem hefur mótmælt skipan Hannesar Hólmsteins kröftuglega, og er sú hylling í hópi æfðra Morgun- blaðslesenda talin merki um að blaðinu líki lítt við ákvörðun Birgis. - Ég átta mig ckki alveg á því sem er að gerast þarna. Það er ekki alveg komið uppá borðið hver lagaleg staða stúlknanna er nákvæmlega en mér sýnist að þarna hafi verið framið, og sé verið að fremja, gróft mannréttindabrot, segir Ragna Bergmann formaður verka- kvennafélagsins Framsóknar, en hún er nú að kanna kjör tveggja thailenskra stúlkna sem starfað hafa á hænsnabúinu Vallá í Kjós frá 14. september síðastliðnum. Þær réðu sig upphaflega sem „Au-pair“ en þegar á hólminn kom voru þær settar í verka- kvennastörf á hænsnabúinu og einnig í aðstoð við þrif á heimil- inu. Fyrir þetta eru lagðar inn á thailenskan bankareikning 25 þúsund íslenskar krónur og eru það heildarlaun þeirra þegar dregin hefur verið frá húsalega og fæði. Nú eru í gildi kjarasamning- ar sem segja að farandverkafólk skuli fá rúmlega 38 þúsund krón- ur á mánuði þegar frá hefur verið dregin húsaleiga og fæði. Svo virðist því sem þær séu nú hlunnfarnar um 13 þúsund krón- ur á mánuði. Stúlkurnar voru ráðnar hingað til lands með milligöngu íslenska konsúlsins í Bangkok og í samn- ingi sem þær skrifuðu undir hjá honum eru þeim aðeins ætlaðar tæplega 10 þúsund krónur á mán- uði. - Ég hefði kosið að reyna að semja við bóndann og leysa þetta mál í friði og spekt. Það á að vera hægt að leiðrétta þetta, sagði Ragna Bergmann. Öskar Hallgrímsson á vinnum- álaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins sagðist í gær telja eðli- legt að Ragna fengi að ljúka sinni rannsókn áður en ráðuneytið færi að skipta sér eitthvað frekar af málinu. Best væri að verkalýðsfé- Iagið næði fram viðunandi lausn. -tt A móti vaskinum Félag íslenskra tón- listarmanna hefur þungar áhyggjur af virðisaukaskattinum „Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld komi til móts við tónlistarmenn með auknum fjár- framlögum og bættri aðstöðu, en ekki með aukinni skattheimtu." Þetta segir í ályktun aðalfund- ar Félags íslenskra tónlistar- manna sem haldinn var 20. fyrra mánaðar, en þar kom fram hávær andstaða gegn virðisaukaskattin- um. FÍT telur hugmyndir um skatt- heimtu sem vaskinn, bætta upp með styrkjum, óaðgengilegar og að einnig yrði slíkt fyrirkomulag seinvirkt og þungt í vöfum ef sækja þyrfti um stvrki fyrir hverja tónleika sem haldnir væru. _jt Þær Sigga Dóra t.v. og Bryndís brugðu á leik þegar Ari Ijósmyndari læddist um í laugunum í blíðviðrinu í gær. Borgarbúar hafa verið léttir í lund og notið veðurblíðunnar eftir sólarminnsta júnímánuð frá því veðurmælingar hófust. Mynd - Ari. Álviðræður Stofnuð veritefnisstjóm Iðnaðarráðherra undirritar samkomulag viðfjóra erlenda aðila. Ekkert ákveðið um raforkuverð. Niðurstöður tilbúnar nœsta vor Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra undirritaði í gær sam- komulag við fjögur evrópsk álfyr- irtæki um sameiginlega hag- kvæmnisathugun fyrir nýtt 90- 110 þúsunda tonna álver í Straumsvík. Að sögn ráðherrans hefur ekki verið rætt um raforku- verð til hins nýja fyrirtækis. En ef að stofnun álversins verður kallar það á þó nokkrar framkvæmdir hjá Landsvirkjun. Framleiðslugeta nýja álversins er áætluð 90-110 þúsund tonn á ári og er það svipuð framleiðslu- geta og í núverandi álveri. Seinna er síðan fyrirhuguð enn frekari stækkun eða um 90 þúsund tonn. Friðrik sagði fyrirtækin fjögur hafa þá forkönnun sem þegar hefði farið fram og hefðu þau sýnt áhuga á frekari könnunum. Hagkvæmniskönnunin mun kosta uþb. 1 milljón dollara og verður kostnaðurinn greiddur af fyrirtækjunum. Að sögn Friðriks munu íslensk stjórnvöld hafa að- gang að nefndinni og hafa í henni fulltrúa. Friðrik sagði ekkert hafa verið rætt um hugsanlegt raforkuverð til hins nýja fyrirtækis. „Þeir þekkja okkar fyrri samninga og Landsvirkjun á sínar áætlanir en bygging nýs álvers fer ágætlega saman við áætlanir hennar,“ sagði Friðrik. Hann sagði ekkert ákveðið verð á raforku hafa verið haft í huga í viðræðunum. Athygli hefur vakið að Alusu- isse kom frekar seint inn í viðræð- urnar. Ráðherrann sagði stækk- un ekki hafa samræmst áætlunum fyrirtækisins, en eftir endurskip- ulagningu Alusuisse hefðu við- horfin breyst. Samkomulagið sem undirritað var í gær er eingöngu um að stofn- uð verði sameiginleg verkefnis- stjórn. Niðurstöður úr hag- kvæmniskönnun hennar liggur að öllum líkindum fyrir eftir 10 mán- uði. En samhliða störfum hennar verður unnið að samstarfssamn- ingi á milli aðilanna. Friðrik telur að ef niðurstöður verði jákvæðar gæti það leitt til frekari stóriðju á Islandi, hugsanlega á Austur- landi. Verði nýtt,álver að raunveru- leika mun það taka til starfa 1992. Það kallar á frekari virkjunar- framkvæmdir við Blöndu og á Þjórsársvæðinu. Friðrik sagði að síðan mætti bæta við gufuvirkjun- um, td. við Kröflu. Fyrirtækin fjögur sem eiga að- ild að samkomulaginu eru Alum- ined BV Hollandi, Austria Me- tall AG Austurríki, Granges Al- uminum AB Svíþjóð og Alusu- isse. Ekki er ljóst hvort nýja ál- verið verði sér fyrirtæki. „Ugg- laust vilja Alusuisse að þetta verði eitt fyrirtæki," sagði Frið- rik. -hmp MÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.