Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN—
Hefur þú trú á kosning-
um í haust?
Hulda Filippusdóttir, starfs-
maður á Landspítalanum:
Það kæmi mér ekki á óvart,
glundroðinn innan ríkisstjórnar-
innar er svo mikill, hver höndin
upp á móti annarri og enginn hef-
ur stjórn á neinu.
Hrafn Jökulsson blaðamað-
ur:
Já, og er hlynntur því að þær
verði haldnar sem allra fyrst.
Sigríður Brynjólfsdóttir
skrifstofumaður:
Já það er ekki ólíklegt. Það er
svo margt sem bendir til þess að
allt sé að fara úr böndunum innan
ríkisstjórnarinnar. Hvort eitthvað
betra muni taka við er svo aftur
annað mál.
Margrét Reynisdóttir hús-
móðir:
Já ég hef trú á því. Ríkisstjórnin
hefur staðið sig afar illa og von-
ándi mun eithvað betra taka við.
Már Jónsson sjómaður:
Já það vona ég. Það er kominn
tími til að leyfa kvenþjóðinni að
spreyta sig.
þlÓÐVILIINN
Þriðjudagur 5. júlí 1988 150. tbl. 53. órg.
Tommamótið
Fimm daga ævintýri í Eyjum
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
Á LAUGARDÖGUM
681663
Börn ogforeldrar léku við hvern sinnfingur ífrábæru veðri. Aðstaða
fyrir slíkt mótshald er einstaklega góð í Vestmannaeyjum
Liði skipað á Hásteinsvöll á Opnunarhátíðinni.
Það fór víst ekki fram hjá
landsmönnum að hið árlega
Tommamót fór fram í
Vestmannaeyjum um síðustu
helgi. Þar sparkaði yngsta kyn-
slóðin boltanum í fimm daga sam-
fleytt frá morgni til kvölds. Þátt-
takendur voru frá 24 félögum víðs
vegar af landinu. Veðrið lék við
þátttakendur jafnt sem áhorfend-
ur sem voru fjölmargir alla þá
fimm daga sem mótið stóð yfir.
Fleiri félög komu nú flug-
leiðina til Eyja en undanfarin ár
og þess vegna var rúmgott og
þægilegt að sigla með Herjólfi að
þessu sinni að sögn sjófarenda.
Opnunarhátíðin á miðviku-
dagskvöldið hófst á skrúðgöngu
félaganna frá Barnaskólanum
niður á Hásteinsvöll. Mesta at-
hygli vakti hið vaska stjörnulið
Omars Ragnarssonar sem sýndi
mikil tilþrif í leik sínum við jóla-
sveina úr Eyjum. Bjössi Bolla,
Laddi, Jón Páll, Páll á Stöð 2 og
fótboltaþingmaðurinn Ingi Björn
ásamt Omari og fleirum reyndu
við flest öll afbrigði knattspyrn-
unnar og þótti fótamennt þeirra
félaga all einkennileg á köflum.
Skipulagning mótsins var til
hreinnar fyrirmyndar eins og
endranær og dagskrá hvers félags
nákvæmlega sundurliðuð og
tímasett fyrir hvern dag. Farar-
stjórar fengu daglega allar upp-
lýsingar tölvuprentaðar og fram-
kvæmdastjórn mótsins var
stöðugt í sambandi við öll fé-
lögin. Hinn mikli fjöldi foreldra
og aðstandenda krakkanna lagði
líka sitt af mörkum til þess að allt
færi sem best fram.
Á föstudagskvöldið var kvöld-
vaka í íþróttahúsinu. Þar var
keppt til úrslita í innan-
hússmótinu og voru það F.H.-
ingar og Víkingar A og B-lið sem
áttust við. Kraftakarlinn, Jón
Páll, kom öðru sinni fram og
tókst á við þátttakendur í ýmsum
leikjum. Töframaðurinn, Ingó,
sýndi einnig listir sínar fyrir
krakkana. Þjálfararnir voru
píndir í limbó krökkunum til
mikillar ánægju og kom þá ber-
lega í ljós að þeir voru miklu
stirðari en þau.
Allir krakkarnir stóðu sig mjög
vel en Fylkisstrákarnir úr Arbæn-
um sigruðu Breiðhyltingana í
Í.R. í úrslitaleiknum í keppni A-
liða með fjórum mörkum gegn
einu. í keppni B-liða sigruðu
F.H.-ingar úr Hafnarfirði strák-
ana í Völsungi frá Húsavík með
sex mörkum gegn tveimur. Prúð-
ustu liðin að þessu sinni voru
Selfyssingar og K.A. frá Akur-
eyri. Fjölmargir einstaklingar
fengu verðlaun fyrir knattþrautir
og leiki. Þá var keppt í reiptogi,
kappáti og boðhlaupi á milli fé-
Knáir kappar ganga frá borði Herjólfs í Vestmannaeyjahöfn.
laga. Krakkarnir í Reyni frá
Sandgerði voru sterkust enda
unnu þau kappátið líka. Hins
vegar voru Víkingarnir í Reykja-
vík sprettharðastir allra.
Síðustu dagana var farið að
draga af krökkunum enda ekki
nema eðlilegt. En ánægjusvipur-
inn á andlitinu hvarf ekki þó að
þreytan segði til sín. Ævintýrið
sem þau höfðu upplifað í Eyjum
þessa fimm daga var þreytunni
yfirsterkara. Á mánudaginn
héldu flestir hóparnir heim á leið.
Ekki er ólíklegt að þá hafi allar
hetjurnar 660 sem tóku þátt í
mótinu fengið blíðar móttökur.
-gís.
Það var gaman að fylgjast með tilburðum Ómars og Bjössa Bollu í boltanum.