Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 15
__ Sumarferð Alþýðubandalagsins
Fjölmennt og fróðlegt
Um 400 manns
í velheppnaðri
sumarferð AB
um Vesturland
Ekið var í einum áfanga upp í
Borgarnes. Skroppið út í Brákar-
ey og síðan að prestsetrinu Borg.
Næsti viðkomustaður var
Straumfjörður á Mýrum og þá
hið gamla höfuðból og kirkju-
staður Akrar á Mýrum. Þaðan
var haldið vstur að Gerðubergi
og skoðaðir hinir sérstæðu
stuðlabergshamrar þar. Loks var
ekið upp i Hítardal.
Á hverjum viðkomustað var
flutt einskonar dagskrá og lögðu
þar til sitt liðsinni: Jóhanna Leó-
poldsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur
Árnason, Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur, Ingibjörg Frið-
geirsdóttir á Hofsstöðum á Mýr-
um, Árni Waag kennari, Þórir
Jökull Þorsteinsson, fréttamað-
ur, sr. Hreinn Hákonarson, Árni
Páll Árnason, laganemi og Gylfi
Þór Einarsson jarðfræðingur.
Veður var hið fegursta og hjálp-
uðust bæði menn og máttarvöld
að því að gera fcrðina sem ánægj-
ulegasta. Mun henni bráðlega
verða gerð betri skil hér í blað-
inu.
- mhg Hér sést hluti hópsins leggja land undir fót í Straumfirði.
Þriðjudagur 5. júli 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15