Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR ÍBK vann í vítaspymukeppni Porsteinn Bjarnason varðiþrjár víta- spyrnur frá Selfyssingum Einn leikur var háður í 16 liða úr- slitum Mjólkurbikarkeppninnar þeg- ar Selfyssingar fóru til Keflavíkur. Eftir venjulega leiktíma var 0-0 og ekkert var heldur skorað í framleng- inunni. Kom þá til vítaspyrnukeppni og tókst Keflvíkingunum Sigurði Björgvinssyni og Kjartani Einarssyni að skora úr sínum spyrnum og Björn Axelsson skoraði einu sinni fyrir Sel- foss. -ste Staðan 1. deild 2. deild Arney Magnúsdóttir skorar fyrra marki Vals gegn Stjörnunni með þrurnuskoti eins og henni einni er lagið. 1. deild kvenna Vals-stúlkur á toppinn Fram .8 7 1 0 17-2 22 FH ..7 6 1 0 18-5 19 — - Fylkir ..7 4 3 0 16-11 15 ÍA .8 4 3 1 13-6 15 Valur .8 4 2 2 11-6 14 KR .8 4 1 3 12-10 13 IBV ..7 3 0 4 17-15 9 KA .8 4 1 3 10-12 13 Selfoss ..6 2 3 1 10-10 9 Þór .8 1 5 2 8-10 8 Víðir .. 7 2 2 3 13-10 8 Leiftur .8 1 4 3 6-9 7 UBK ..7 2 2 3 13-16 8 ÍBK .8 1 4 3 10-13 7 KS ..6 2 2 2 13-17 8 ÍR 7 2 1 4 11-15 7 Víkingur .8 1 3 4 5-13 6 Völsungur . .8 0 2 6 3-14 2 Tindastóll . ..7 2 0 5 11-19 6 Þróttur, R. . ..7 1 2 4 12-16 5 Toppslagur Vals og KR í síðustu viku reyndist ekki verða ýkja átaka- mikill fyrir Valsliðið sem byrjaði leikinn af miklum krafti og áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður hafði markvörður KR mátt hirða knöttinn fjórum sinnum úr netinu. KR-ingar komust ekki í gang fyrr en í síðari hálfleik og náðu þá að skora eitt mark, þó ekki fyrr en Valss- túlkurnar höfðu skorað sitt fimmta, Fótbolti 4.d. A. kl.20.00 Haukar-Árvakur Mjólkurbikarinn 16 liða úrslit Allir leikirnir byrja kl.20.00 Sauðárkrókur.........Tindastóll-KR Sandgerði.............. Reynir-FH Vopnafjörður........Einherji-Valur Húsavík..........Völsungur-Leiftur Vestmannaeyjar............IBV-Fram Akureyri..............Þór-Víkingur Akranes......................ÍA-KA svo að leiknum lauk með öruggum sigri Vals, 5-1. Mörk Vals gerðu Ingibjörg Jóns- dóttir 3 og Bryndís Valsdóttir 2 en Helena Ólafsdóttir gerði mark KR. Sama kvöld tóku Skagastúlkurnar á móti þremur stigum frá Keflvíking- um sem mega teljast heppnar að hafa ekki beðið stærri ósigur. Eitt mark var skorað í hvorum hálfleik og sáu Ásta Benediktsdóttir og Margrét Ák- adóttir um þau. Keflvíkingar snéru við blaðinu sl. föstudagskvöld er þær sigruðu botnliðið Fram, 4-1. Öll mörkin komu í síðari hálfleik eftir frekar slak- an fyrri hálfleik. Eins og markatalan ber með sér voru ÍBK-stelpurnar öllu ákveðnari og uppskáru samkvæmt því, en Frammarar sitja á botninum með ekkert stig og verður útlitið að teljast frekar svart fyrir þær. KA-stúlkurnar náðu góðri byrjun gegn íA á Skaganum, er þær komust í 1-0 forystu með marki Ingu Birnu Hákonardóttur, beint úr aukaspyrnu. Stuttu síðar voru dæmd skref á mark- mann KA og reyndist það skref ansi dýrt, því úr aukaspyrnunni jafnaði Halldóra Gylfadóttirleikinn 1-1. Enn eitt aukaspyrnumark leit dagsins ljós í fyrri hálfleik og var þar enn á ferð Halldór Gylfadóttir en það mark reyndist sigurmark ÍA. Leikur Vals og Stjörnunnar að Hlíðarenda í gærkvöldi einkenndist af mikilli taugaveiklun og baráttu, enda mikilvæg stig i húfi. En er leið á leikinn tóku Valsstúlkurnar smám saman völdin og náðu að skora mark 10 mínútum fyrir leikhlé með þrumu- skoti Arneyjar Magnúsdóttur. Valsstúlkurnar mættu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og á 50. mínútu uppskáru þær mark þegar Ingibjörg komst ein innfyrir eftir góða sendingu frá Bryndísi. Fleiri urðu mörkin ekki en heldur voru færi Vals hættulegri, til dæmis átti Ragnheiður Víkings- dóttir hörkuskot í slána. Dómari leiksins greip einu sinni til gula spjaldsins og fékk Auður Skúladóttir að berja það augum. -kb/ste Sta&an Valur................6 5 1 0 17-2 16 Stjarnan.............7 4 1 2 16-8 13 KR...................5 4 0 1 15-8 12 (A..................6 3 3 0 9-2 12 KA...................6 2 0 4 14-12 6 (BK..................6 2 0 4 8-13 6 (Bl..................5 0 1 4 1-19 1 Fram.................5 0 0 5 2-18 0 Markhæstar 7 Hjördís Úlfarsdóttir, KA 6 Guðrún Jóna Kristjánsd.,KR 6 Ingbjörg Jónsdóttir, Val 5 Laufey Sigurðardóttir, Stjarnan 5 Bryndís Valsdóttir, Val 5 Helena Ólafsdóttir, KR Markahæstir 7 Guðmundur Steinsson, Fram 5 Pétur Ormslev, Fram 4 Gunnar Jónsson, ÍA 3 Aðalsteinn Víglundsson, ÍA 3 Björn Rafnsson, KR 3 Pétur Pétursson, KR 3 Sæbjörn Guðmundsson, KR 3 Steinar Ingimundarson, Leiftri 3 Tryggvi Gunnarsson, Val Markahæstir 8 Pálmi Jónsson, FH 6 Guðmundur Magnússon, Selfossi 6 Sigurður Hallvarðsson, Þrótti 5 Eyjólfur Sverrisson, Tindast. 5 Jón Þórir Jónsson, UBK 5 Páll Grímsson, ÍBV 4 Guðjón Reynisson, Fylki 4 Hlynur Elísson, ÍBV 4 Hörður Magnússon, FH 2. deild Palli með fjögur ÍBVburstaði KS, 6-1. Þróttararenn á botni Staðan í 2. deild breyttist lítið með leikjum helgarinnar. FH og Fylkir eru langefst og mega önnur félög heldur betur taka sig á til að eiga möguleika á 1. deildarsæti. Aðeins fjögur stig skilja neðsta sætið og það þriðja en Vestmannaeyingar stukku ein- mitt upp um fimm sæti með glæst- um sigri sínum á Siglfirðingum. ÍBV-KS 6-1 (3-0) Páll Grímsson, fyrrum Fram- arinn knái, var á skotskónum í leiknum og skoraði fjögur fyrstu Tommamótið ‘88 Aiteingar sigursælir Fylkir sigraðiíkeppni A-liða. Arnar Pór bestur. Eiður Smári markahœstur Tommamótið, knattspyrnu- mót 6. flokks, var haldið í fímmta sinn um helgina. Alls sendu 24 félög lið til mótsins og voru kepp- endur yfir 500 talsins. Keppt var bæði í A- og B-liðum og fór svo að Fylkir sigraði í keppni A-liða eftir úrslitaleik við ÍR. I keppni B-liða urðu FH-ingar hlutskarpastir og sigruðu Völsung í úrslitaleik. Liðum var skipt í fjóra riðla og voru því sex lið í hverjum riðli. Að lokinni riðlakeppninni léku liðin undanúrslitum og síðan í úrslitaleikjum um endanlegt sæti á mótinu. Fylkir vann FH-inga í undan- úrslitum, 2-1, en ÍR-ingar unnu Val með þremur mörkum gegn tveimur. Fylkir vann síðan IR á sannfærandi hátt, 4-1, og eru Ár- bæingarnir því vel að sigrinum komnir. Gylfi Einarsson skoraði tvö mörk í leiknum en Ásgeir Ás- geirsson fyrirliði og Sævar Ström gerðu sitt markið hvor. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eina mark ÍR-inga. í leiknum um þriðja sætið sigr- uðu FH-ingar Val nokkuð auðveldlega og skoruðu Gaflarar sex mörk á meðan Valsmönnum tókst aðeins að skora einu sinni. Friðbjörn Oddsson og Guð- mundur Sævarsson skoruðu tvö mörk hvor og Egill Sigurjónsson og Sverrir Þórðarson sitt markið hvor, en Kristján Valsson gerði eina mark Vals. Ýmsar viðurkenningar voru veittar þeim leikmönnum sem þóttu skara framúr á mótinu. Arnar Þór Viðarsson (Halldórs- sonar, fyrrum landsliðsmanns), FH, var valinn besti leikmaður mótsins og þótti hann vel að titl- inum kominn. Eiður Smári Guð- johnsen var lang markahæstur á mótinu með 27 mörk en hann er sem kunnugt er sonur Arnórs Guðjohnsens. Þá var Kristján Valsson, Val, valinn besti varn- arleikmaðurinn og Hörður Gylfason, KR, var valinn besti markvörður Tommamótsins. -þóm Lokaúrslit A-lið 1 .-2. Fylkir-ÍR .......4-1 3.-4. FH-Valur .........6-1 5.-6. Víkingur-ÍK.......3-2 7.-8. Haukar-UMFG ......2-0 9.-10. KR-Þór..................5-2 11.-12. UBK-Týr.................3-1 13.-14. Selfoss-KA..............2-1 15.-16. Fram-ÍA.................3-0 17.-18. Völsungur-Leiknir......4-1 19.-20. Stjarnan-ÍBK............3-2 21 .-22. UMFA-Víðir.............3-2 23.-24. Þróttur-Reynir..........2-0 B-lið 1 .-2. FH-Völsungur..........6-2 3.-4. Stjarnan-Fylkir........1-1 (Stjarnan vann I vítakeppni) 5.-6. Víkingur-ÍR ..............4-3 7.-8. ÍA-Valur..................2-0 9.-10. KA-lBK ..................4-2 11.-12. Fram-UBK................3-1 13.-14. Þór-Haukar..............4-1 15.-16. KR-UMFG.................3-0 17.-18. Þróttur-Selfoss.........4-1 19.-20. ÍK-Leiknir..............3-2 21.-22. UMFA-Týr................1-1 23.-24. Víðir-Reynir............1-0 mörk leiksins. Þrjú þeirra gerði hann í fyrri hálfleik, þar af eitt úr víti sem hann fiskaði sjálfur. Palli bætti fjórða markinu við í byrjun síðari hálfleiks og skaut Siglfirðinga þar með endanlega í kaf. Eyjamenn héldu áfram að sækja og skoraði Hlynur Elísson tvö mörk til viðbótar. Baldur Be- nónýsson skoraði síðan eina mark KS úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Með þessum sigri sínum virð- ast Eyjamenn vera á uppleið í leik sínum, en það sama verður ekki sagt um Siglfirðinga. Þeir vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst og geta áreiðanlega gert mun betur en þetta. Þróttur-UBK 2-2 (1-0) Þróttarar eru í miklu basli þessa dagana og verma botnsætið í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn leik og ekki varð nein breyting þar á er þeir mættu Breiðabliki á laugardag. Þróttarar komu ákveðnir til leiks og sóttu talsvert að marki Blikanna. Peter Frain var þeirra hættulegastur og fiskaði hann víti seint í fyrri hálfleik sem Sigurður Hallvarðsson skoraði úr. Liðið skiptust á að sækja í síðari hálfleik og náði Jón Þórir Jónsson að jafna fyrir Blikana. Markið skoraði hann eftir mjög langt innkast Gunnars Gylfa- sonar. Þróttarar gáfust ekki upp og komust yfir á nýjan leik er Haukur Magnússon skoraði úr opnu færi. Það var svo Gunnar Gylfason sem jafnaði að nýju fyrir Breiðablik og deildu liðin því með sér sínu stiginu hvort. -þóm Umsjón: Þorlinnur Ómarsson og Stelán Stefánsson Þriðjudagur 5. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.