Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Gæðingakerfið blómstrar Félagshyggjumenn eru nokkuð sammála um að fagna öllum frama Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar hvort sem er hér heima eða með höfðingjum á erlendri grund. Það er málstað félagshyggju mjög til framdráttar að Hannes Hólmsteinn fái orðið sem víðast og tali sem hæst, og raunar væri þarft verk fyrir hina snjöllu vísindamenn okkar að finna upp aðferð til að fjölfalda fræðimanninn þannig að á sama tíma væru margir Hannesar Hólmsteinar að dásama frumskógarkapítalismann og gróðapungana. Með því móti gæti Hannes verið samtímis heima og erlendis, og væri ekki síður fengur að því að á þennan hátt gæti hver bær, hvert þorp og hver sveit átt sinn Hannes Hólmstein og yndu menn þá fyrst glaðir við sitt í guðs friði, en á sérstaklega hátíðlegum stundum, til dæmis á þjóðhátíðardag- inn eða aðfangadag jóla, væri hægt að smala saman öllum Hannesum Hólmsteinum landsins í einn stóran hóp sem síðan yrði leiddur gjallandi og klingjandi um götur og torg lands- mönnum til skemmtanarauka. Það hljóta allir að skilja að sá stjórnmálaflokkur sem tók feginshendi við fagnaðarboðskapnum frá Hannesi Gissurar- syni vilji þakka fyrir sig með einhverjum hætti, jafnvel þótt afleiðingar hafi orðið þær að fylgi flokksins er komið útum víðan völl. Það er hinsvegar í undarlegu ósamræmi við hina hreinu kenningu Hannesar að þessar þakkir skuli þurfa að vera á kostnað skattborgaranna. Og það er eðlilegt að í háskólanum séu menn ekki yfir sig hressir þegar menntamálaráðherra skipar í lektorsstöðu mann sem ekki er talinn hæfur til að gegna stöðunni og gengur þarmeð þvert á grundvallarreglur háskólans; að ekki sé talað um þá vanvirðu sem ráðherrann hefur sýnt starfsmönnum skólans. Það er eðlilegt að um allt samfélagið reki menn upp stór augu þegar ráðherrann opinberar á jafn klaufskan hátt að verið er að hygla flokksgæðingi hvað sem það kostar, að til að sinna þröngum flokkspólitískum hagsmunum er rúllað yfir starfsregl- ur háskólans og fagheiður vísindamanna. Það er líka eftirtektarvert að lektorsmálið er fjórða stöðu- veitingin á skömmum tíma þarsem fagleg viðhorf eru látin víkja fyrir hagsmunum Sjálfstæðisflokksins. Flokkspólitískir hagsmunir urðu yfirsterkari faglegum sjónar- miðum þegar Sverrir Hermannsson var með miklu brauki og bramli settur í bankastjórastól á kostnað hæfs bankamanns, sem skömmu síðar yfirgaf þann vinnustað sinn. Flokkspólitískir hagsmunir vógu meira en fagleg sjónarmið þegar flokksmaður var valinn frammyfir mjög hæfa umsækj- endur um fréttastjórastöðu hjá Sjónvarpinu. Flokkspólitískir hagsmunir og ekki fagleg sjónarmið réðu því að hæfasta umsækjandanum var hafnað sem skólastjóra í Ölduselsskóla. Og flokkspólitískir hagsmunir valda því að menntamálaráð- herra er nú kominn í stríð við kennara, nemendur og stjórnend- ur æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Það er einkum tvennt sem má læra af lektorsmálinu. Annað er það að andstæðingar afturhaldsins í landinu þurfa að fara að koma sér saman um stjórnkerfisbreytingar sem koma í veg fyrir valdníðslu á borð við ákvörðun Birgis Isleifs, - til dæmis með því að gerður verði skýr greinarmunur á fag- legum stöðuveitingum og pólitískum, og með því að stofnanir einsog háskóli og ríkisútvarp fái nauðsynlegt sjálfstæði. Hitt er að það er kominn tími til að binda enda á alræði Sjálfstæðisflokksins í menntamálaráðuneytinu. KLIPPT OG SKORIÐ Gott að vera ríkur Á nítjándu öldinni voru fáir í opinberum vafa um að það væri gott og göfugt að vera ríkur. Ríkidæmi var eitthvað sem menn höfðu unnið til, ríkidæmi var afl þeirra hluta sem gera skyldi til framfara, allir voru, þeg- ar allt kom til alls, á Ieið hins besta heims allra heima. Eitthvað var það að vísu í kristnum arfi sem gat farið í skapið á ríku fólki (þið mun- ið þessa óviðkunnanlegu at- hugasemd Krists um að auðveldara sé úlfalda að komast í gegnum nálarauga en ríkum manni að stíga inn í himnaríki). En ritningum má snúa á ýmsan veg, og flestir höfuðklerkar tóku undir við það að auður væri réttmæt guðs blessun og ekkert við hann að athuga - a. m. k. ekki ef menn höfðu ráð á að gefa fyrir sálu sinni með einhvers konar gottgjö- relsi Ljóttað veraríkur En aumingja ríka fólkið fékk ekki að vera í friði með þessa þægilegu stöðu mála. Kreppur og djúpar andstæð- ur milli fátæktar og örbirgð- ar, sem kapítalisminn hafði í för með sér, grófu undan trú manna bæði á forsj á og visku hinna ríku og réttmæti ríkidæmis. Ogeftirþvísem lengra leið fram á okkar öld urðu þeir ríku með nokkrum hætti hógværari - þeir óttuð- ust að láta of mikið á auði sínum bera af ótta við að „espa ólukku fólkið". Aukinn skilningur presta á samhenginu í samfélaginu leiddi og til þess að kirkj- unnar menn urðu virkari í gagnrýni sinni á ríkisbubba en verið hafði: syndin varð í vaxandi mæli tengd hróp- legri misskiptingu jarðar- innar gæða. Gaman að vera ríkur Nú er dæmið að snúast við aftur. Ótvfræðir sigrar hægriforingja eins og frú Thatcher í Bretlandi og svo ráðvilla meðal vinstri manna ásamt hnignun verklýðsfé- laga hafa lagst á eitt um að þagga niður í gagnrýni á auðinn og hans vald. Menn hafa það fyrir satt að nú sé meira en hálf öld síðan það var eins þægilegt og lítt ámælisvert í almenningsáliti að vera ríkur og nú. Þetta hefur ýmislegt í för með sér, sem vert er að gefa nokkurn gaum. Þegar það tekst með samstilltu átaki innrætingarmanna að út- rýma þeim votti af skömm sem fylgir því að búa við alls- nægtir í heimi sem er ríkur af skorti, þá dofnar mjög hin félagslegasamviska, að maður ekki tali um raun- verulega samstöðu með þeim sem minna mega sín. Afleiðingar þessa voru til umræðu ekki alls fyrir löngu í bandarísku vikuritinu Newsweek. Að kveikja í munaðar- leysingjahæli Þar segir frá hreyfingu sem nú breiðist ört út meðal vel stæðra hvítra millistétt- armanna í Bandaríkjunum og blaðið kallar „Nei ekki við mitt hús“. Hreyfing þessi eríþvífólgin, að húseigend- ur í betri hverfum efna til mótmælaaðgerða gegn því, að í námunda við þá rísi ein- hver stofnun sem þeim finnst varpa rýrð á þeirra ágæti og kynni ef tií vill að lækka eitthvað verð húsa þeirra á fasteignamarkaði. Þessi sérgæskuhreyfing gengurframt.d. með því móti að barist er með kjafti og klóm gegn því að sett sé upp athvarf fyrir vangefið fólk, heimili fyrir munaðar- leysingja, hjálparstöð fyrir heimilisleysingja „rétt hjá mínu húsi“. Þessi rangsnúna „félagshyggja" (félags- hyggja þröngs hóps sem vill ver j ast því með öllum hugs- anlegum ráðum að vera minntur með einum eða öðrum hætti á þá sem miður mega sín ísamfélaginu), snýst í sumum dæmum upp í hryðjuverkastarfsemi. Til dæmis hafa nokkrir virðu- legir húseigendur í góðu hverfi í New York verið handteknir, sakaðir um að hafa kveikt í móttökuheimili fyrir munaðarlaus börn. í Berkeley bíður maður dóms fyrir að hafa kastað heimatilbúnum sprengjum að heimilisleysingjum sem fóru í taugarnar á honum. Verjandi í máli fyrrgreindra brennuvarga segir: „Þetta er enginn skríll. Þetta eru elskulegir miðstéttarmenn". Ekki ég, ekki ég Það „elskulega miðstétt- arfólk“ sem til slíkra og því- líkra ráða grípur mun að sjálfsögðu krefjast þess að eitthvað sé gert fyrir heimil- isleysingja, börn á vergangi, eiturlyfj asj úklinga, fórnar- lömb eyðni, vangefna og þar fram eftirgötum. En það á bara að gerast annars stað- ar. Það á ekki að gerast í næstu götu - „þetta fólk fell- urþarekki í kramið. Maður veit ekki upp á h verj u það tekur eða aðstandendur þess“. Og gáum að því, að meðan einhver vindur er í vinstrimönnum þá komast þeir ríku og betur settu ' miklu síður upp með það að vísa því frá sér að taka þátt í að bera hinar félagslegu byrðar. En þegar þeir ríku hafa sannfært sjálfa sig og fjölmiðlana um að það sé allt í lagi að safna auði með augun rauð þá aðra brauðið vantar - þá verður og barátt- an fyrir þeirn þægilega vegg sem þú hefur reist um eign þína einnig sjálfsögð og heil- ög. Sérgæskan snýr arfi ým- issa ágætra mannréttinda- hreyfinga upp á andskotann og heimtar (svo nýtt dæmi sé nefnt) að ef húseigendur verða að búa í grennd við „óæskilega opinbera stofn- un“, þá fá þeir sérstakan skattaafslátt eða tryggingu fyrir því að húseignir þeirra falli ekki í verði í endursölu! Dæmi af þessu tagi hafa gerst hér á lslandi eins og mennmuna. Og afþvíað hér er alltaf nóg af fólki sem vill herma eftir amrísku fordæmi um hvað sem vera skal, og af því að hroki hinna eignaglöðu er í sókn eins og er, þá megum við búast við því að þessum dæmum fjölgi. Þvf miður. -ÁB. Mótmælaganga gegn endurhæfingarstöð fyrir. eiturlyfjaneytendur í Lakeview Terrace, Kaliforníu. þlÚDVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttarProppé. Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sgsvar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, MargrétMagnúsdóttir. Framkvœmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. AuglýslngastjórhSigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.