Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Ríkisstjórnin Uppgjör í vændum Gífuryrðiforystumanna Framsóknar- og Sjálfstœðisflokks aðeins forsmekkurinn að þvísem erí vœndum. Stjórnarþingmenn: Uppgjör og trúlega kosningar í haust Rfldsstjórnin kann að eiga stutt eftir og spá sumir þingmenn síjórnarflokkanna því að brigsl- yrði Þorsteins Pálssonar og Stein- gríms Hermannssonar síðustu daga séu aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal þegar byrj- að verður að takast á um gerð nýrra fjárlaga í haust. - Þær yfirlýsingar sem gengið hafa á milli manna að undan- förnu hafa ekki orðið til þess að betrumbæta ástandið. Ég held að það fari að styttast í lífdögum ríkisstjórnarinnar, sagði Guð- mundur G. Þórarinsson, þing- maður Framsóknarflokksins í samtali við Þjóðviljann. Guðmundur sagði að hann hefði tii þessa ekki farið leynt með að hann væri ósáttur við gang efnahagsmála. Einn þingmanna Sjálfstæðis- flokksins orðaði það þannig við Þjóðviljann að það hitnaði veru- lega í kolunum þegar farið yrði að vinna að fjárlagagerð í haust. - Fjárlagagatið minkar ekkert þrátt fyrir aukna skattheimtu. Ég er klár á því, sagði einn stjórnar- liða og benti á að ríkisstjórnin hefði gengið af sjálfri sér dauðri í vetur þegar hún hefði svikið gefin loforð og talið aukna skattheimtu lausnarorðið í efnahagsmálum. - Það er óhætt að segja að ríkisstjórnina hefur borið ærið mikið af leið frá því marki sem hún setti sér í efnahagsmálum, sagði Karvel Pálmason, Alþýðu- flokki, er taldi ljóst að það kæmi að því fyrr en seinna að ríkis- stjórnin yrði að grípa til nýrra efnahagsráðstafana. - Ég er nú ekki talsmaður flokksins. Mér finnst að menn eigi ekki að vera með stórorðar yfirlýsingar nema þá í sinn hóp, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, er brigslyrði Steingríms og Þor- steins voru borin undir hann. -rk/hmp Hestamenn skemmtu sér konunglega í blíðviðrinu á Kaldármelum um helgina þar sem mestu gæðingar fjórðungsins öttu kappi. Þessir ungu hestamenn hlutu verðlaun í gæðingakeppni barna. Mynd-GTK. Kaldármelar Gæðingakapp í góðviðri Fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi var haldið um helg- ina á Kaldármelum. Mótið er eitt stærsta mót iandsins í ár og munu nálægt 5000 manns hafa verið á staðnum og hátt á annað þúsund hross. Erna Bjarnadóttir fram- kvæmdastjjóri mótsins sagði að mótið hefði í alla staði tekist mjög vel og veðrið hefði leikið við mótsgesti, sól og þurrviðri en nokkur vindur. Erna sagði að mikill tími hefði farið í undirbúning mótsins og framkvæmdir á mótsstað hefðu hafist síðastliðið haust. Byggður var nýr keppnishring- Smáfiskafriðun ur fyrir þetta mót og tvö ný hús reist auk þess sem viðhald á eldri mannvirkjum hefði verið mikið. - Staðurinn er sérstaklega fal- legur og ég held að allir geti verið sammála um það að aðstaðan á Kaldármelum er orðin mjög góð þó eflaust megi alltaf bæta um betur, sagði Erna. Miljaróa ávinningur Ragnar Árnason dósent: Friðun 3ja-4ja áraþorsks í2 ár eykur árleganþorskafla um 50-60þúsund tonn að jafnaði. Bylgjan á ísafirði: Lítur vel út enfleiri spurningum er ósvarað en svarað. Hafrannsókn: Þorskurinn sífellt að verða léttari Með því að friða þriggja til fjögurra ára þorsk í tvö ár má auka árlegan þorskafla að jafnaði um 50-60 þúsund tonn að friðun- artímabilinu loknu. Það jafngild- ir þriggja miljarða króna ávinn- ingi á ári hverju upp frá því. Þetta er álit Ragnars Arnasonar dós- ents við Háskóla íslands, sem birtist í nýútkomnu tölublaði Sjávarfrétta. Þrátt fyrir þennan ávinning skilar friðun þriggja til fjögurra ára þorsks sér ekki í aflaaukningu fyrr en tveimur árum eftir að hún hefst og í millitíðinni yrði um aflaminnkun að ræða, þó mest á fyrsta árinu. Ragnar telur að mið- að við núverandi sókn í smáfisk láti nærri að friðun hans dragi úr þorskaflanum um 60-70 þúsund tonn á fyrsta árinu og jafnvel 15- 20 þúsund tonn á öðru ári. Á þriðja árinu kæmi árangur af friðuninni hins vegar í ljós og yrði þá um aflaaukningu að ræða að jafnaði uppá 50-60 þúsund tonn árlega. Að sögn Gísla Skarphéðins- sonar formanns skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á ísafirði er ekki hægt að mót- mæla því að græddur sé geymdur fiskur en hins vegar sé þeirrí spurningu jafnframt ósvarað hver eigi að jafna sjómönnum tekjumismuninn á friðunartím- anum. „Er það kannski meining- in að við sjómenn eigum að taka það á okkur eins og allt annað í þessu þjóðfélagi og síðan þegar friðunin fer að skila sér þá verði það hirt af okkur í hina óseðjandi hít afætanna?“ sagði Gísli. Hafrannsóknastofnun hefur margoft bent á hversu smáfiska- drápið er mikið hér við land og frægust er skýrsla forstjóra henn- ar sem hann birti á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegs- manna í fyrra. Þar lýsti Jakob Jakobsson fiskifræðingur því yfir að smáfiskadrápið í dag jafnaðist fyllilega á við það sem Bretinn stundaði hér við land áður en honum var stuggað burt úr land- helginni. Þá fór meðalþyngd þorsksins aðeins niður fyrir 3 kg. sem er aðeins minna en hún er í dag. I tölum séð veiddum við 131 milljón fiska 1955 og sá fjöldi viktaði 538 þúsund tonn. Sami fiskafjöldi veiddist í fyrra en hann reyndist aðeins vera 380 þúsund tonn. -grh Helstu úrslit á mótinu urðu þau að efstur í A flokki gæðinga varð Fengur Gunnars Jónassonar, knapi Sigurbjörn Bárðarson, en í öðru sæti varð Drottning Ómars Marteinssonar og Dóru Hjaltal- ín, knapi Gísli Gíslason. í B flokki gæðinga varð hlut- skarpastur Sörli Þorsteins Vald- imarssonar, knapi Ragnar Hinr- insvií, og flæsiu! ytuo vjouiu Hjartar Sigurðssonar, knapi Guðmundur Bæringsson. -iþ. Hvalkjöt Sent heim í dag Gámarnir með hvalkjötinu sem Hvalur hf. ætlaði að flytja í gegnum Finnland og Sovétríkin til .Tapan eru nú á leið til landsins en þeim hefur verið skipað um borð í Urriðafoss sem leggur af stað frá Helsinki í dag. Þetta er í annað sinn sem hval- kjöt er endursent til landsins en í fyrrasumar létu þýsk stjórnvöld endursenda hingað hvalagáma. Fulltrúar Greenpeace voru á bryggjunni í Helsinki í gær en þeir hafa mótmælt því að kjötið sé endursent, vilja að það sé gert upptækt og því fargað. Urriða- foss er væntanlegur til landsins á mánudag. ->g- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Ríkisstjórnin Eyðimörk framundan Ungir framsóknarmenn gefa stjórnina uppá bát- inn. Kosningar betri en eyðimerkurganga með Þorsteini Pálssyni. Sjálf- stœðisflokkurinn vé fjár- magnseigenda og braskara „Kosningar eru ekki góður kostur þegar erfiðleikar steðja að, en þó betri en að leggja upp í þá eyðimerkugöngu sem þjóðin er að hefja með Þorstein Pálsson, forsætisráðherra í fararbroddi,“ segir í stjórnmálaályktun miðst- jórnar Sambands ungra fram- sóknarmanna frá því á föstudag, þar sem ríkisstjórnin og einkum forsætisráðherra fá bágt fyrir stjórnarstefnuna. í ályktuninni segir að ríkis- stjórnin hafi margsinnis gripið til aðgerða í efnahagsmálum sem hafi átt það sammerkt að vera vanhugsaðar. í stað þess að kapp- kostað hafi verið að hlúa að rekstrargrundvelli atvinnuveg- anna, haldi forysta Sjálfstæðis- flokksins hlífiskildi yfir fjár- magnseigendum og bröskurum og skattsvikararnir sem Jón Bald- vin Hannibalsson hafi ætlað að koma höndum yfir, leiki enn lausum hala. Bent er á að framhaldist sú óstjórn sem ríkt hefur í efna- hagsmálum, muni það leiða til gjaldþrots fyrirtækja, atvinnu- leysis og aukinnar misskiptingar tekna og eigna. -rk Klettur Stjómlaust rekald Starfsmenn óhressir vegna lélegrar stjórnunar vélsmiðjunnar. Subbuleg framkoma við starfs- menn - Það er svo mikil lygi og blekking sem það mest getur ver- ið að vandræði vélsmiðjunnar séu vegna slæmrar stöðu fisk- vinnslunnar. Þetta er subbuleg framkoma, segir einn af starfs- mönnum vélsmiðjunnar Kletts, en Þjóðviljinn sagoi frá því fyrir helgina að öllum starfsmönnum Kletts hefði verið sagt upp störf- um fyrirvaralaust. Starfsmaður- inn vildi ekki láta nafns síns getið. Hann sagði vélsmiðjuna hafa verið sem stjórnlaust rekald frá því Hagvirki keypti hana fyrir þremur árum og jafnvel hafi ver- ið dæmi þess að henni hafi svo lítið verið sinnt að menn hefðu gengið um verklausir svo dögum skipti. Óánægja hefði því farið vaxandi meðal starfsmannanna. - Það er stjórnleysi og ekkert annað sem er að drepa þetta fyr- irtæki, segir starfsmaðurinn. Hann segir vélsmiðjuna hafa ver- ið verkstjóralausa í fleiri mánuði. í vetur hafi verið ráðinn verk- stjóri sem ekkert vissi og lítið kynni. Klettur hafi verið með verkefni fyrir Granda hf. og í því hefði falist smíði á hlutum úr ryð- fríu stáli og verkinu hafi verið svo illa stýrt að meira en helminginn hefði þurft að endurvinna. Slíkt væri ekki nokkur hemja. - Okkur var sýnd afskaplega mikil lítilsvirðing með því að vera ekkert látnir vita af því að upp- sagnarbréfanna væri að vænta. Þeir sögðu ekki orð um að breytingar væru í aðsigi, sagði starfsmaðurinn. -tt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.