Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 8
IÞROTTIR 4. deild Hörkubarátta í A-riðli Hveragerði fór létt með Létti og vann 9-2 3. deild Njarðvík á hraðri niðurleið ✓ Reynir Arskógsströnd og Grindavík á toppnum ögmundur Kristinsson stjórnaöi Hveragerðispiltunum eins og hertoringi í stórsigrinum á Létti en hann lék lengi vel með Víkingi í Reykjavík. A-riðill Snæfell-Ægir...............5-0 Botnliðið hafði ekki mikið í eitt af toppliðunum að gera, sem vann sætan sigur. Þessi sigur fleytir Snæfelli upp töfluna og er nú eitt af stigahæstu liðunum í A-riðli. Hinrik Þórhallsson, sá gamalreyndi Bliki, gerði eitt mark en Rafn Rafnsson og Bárð- ur Eyþórsson gerðu tvö hvor. Skotfélagið-Emir..........2-0 Selfyssingarnir börðust sem ljón af mikilli hörku en höfðu ekki erindi sem erfiði því Skotfé- lagsmenn voru lagnari með bolt- ann þegar liðin mættust á gervi- mottunni í Laugardalnum á sunn- udaginn. Leikurinn var annars hreinlega leiðinlegur. Jens Orms- lev gerði fyrra markið í fyrri hálf- leik og Agnar Hansson bætti við öðru í síðari hálfleik. Staðan Augnablik.....6 5 0 1 22-12 15 Snæfell.......6 5 0 1 17-10 15 Skotfélagið...6 5 0 1 15-10 15 Árvakur.......5 2 0 3 13-13 6 Haukar........5 1 1 3 18-12 4 Ernir..........6 0 2 4 7-18 2 Ægir...........6 0 1 5 6-23 1 B-riðill Hvatberar-Fyrirtak......1-0 Ekki var nú mörkunum mikið fyrir að fara þegar Fyrirtaksung- lingamir lutu í lægra haldi fyrir Hvatberum á Gróttuvellinum á laugardaginn. Fyrirtaksliðið virðist ekki ætla að vinna annan leik í sumar. Það var Ólafur Har- aldsson sem gerði eina mark leiksins. Hveragerði-Léttir.......9-2 Léttir var helst til of léttur biti fyrir Hveragerði þegar liðin mættust á nýja grasvellinum, sem sumir kalla grasfrímerki vegna stærðarinnar. Völlurinn er þó mjög góður en frekar lítill. Heimamenn náðu góðum byr og komust í 4-0 fyrir hálfleik og fóru að tala um tveggja stafa tölur í lokin. Þeir gerðust helst til mark- agráðugir og voru margir farnir fram á völlinn sem snöggir fram- línumenn Léttis nýttu sér að sjálf- sögðu og gerðu tvö mörk þegar þeir vom orðnir 9 því tveir urðu að hverfa af vellinum vegna meiðsla. Arnar Gestsson, Gunn- ar M. Einarsson, Jóhannes Björnsson og Ólafur Jósefsson gerðu tvö mörk hver en Valdimar Hafsteinsson aðeins eitt. Fyrir Létti skoruðu Björn Ingi Magnússon og Stefán Stefáns- son. Hafnir-Skallagrímur.......3-0 Hafnir náðu óvænt sigri yfir Borgnesingum á laugardaginn og færðust því upp fyrir þá töflunni. Skallagrímur er því að missa af lestinni. Mörkin gerðu Heiðar Jónsson, Halldór Halldórsson og Gunnar Björnsson. Ármann-Víkingur Ól........2-1 Ólafsvíkingarnir náðu að halda sér í næstefsta sæti þrátt fyrir tap- ið en Ármenningar halda sér fast í þriðja með sigrinum. Sigurinn kom talsvert á óvart en Ármenn- ingar virðast vera að koma til með þessum sigri. Smári Jósa- fatsson og Gústaf Alfreðsson gerðu mörk Ármanns en Hjörtur Ragnarsson minnkaði muninn fyrir Ólafsvíkinga. Staðan Hveragerði.....7 5 1 1 22-7 16 VíkingurÓI.....7 4 1 2 12-6 13 Ármann.........7 3 4 0 10-6 13 Hafnir.........7 3 2 2 10-6 11 Skallagrímur...7 3 1 3 11-9 10 Hvatberar......7 2 1 4 8-15 7 Léttir.........7 1 2 4 8-23 5 Fyrirtak.......7 1 0 6 5-14 3 C-riðill Leikirnir hafa talsvert riðlast í þessum riðli því Bfldudalur dró sig úr keppni. Aðeins var því leikinn einn leikur um helgina í þessum fáliðaða riðli. BÍ-Geislinn...............5-0 Badmintonfélagið hefur tekið afgerandi forystu í riðlinum og á sigurinn vísan. Markatalan er líka mjög góð, og hafði þessi stór- sigur mikið að segja. Badminton- félagið sem inniheldur fyrrum leikmenn frá ÍBÍ fer líklega upp í þriðja. Ólafur Petersen gerði tvö mörk en Guðmundur Gíslason, Haukur Benediktsson og Stefán Tryggvason eitt hver. Staðan BÍ.............3 3 0 0 14-1 9 Bolungarvík....2 10 1 6-4 3 Geislinn.......2-1 0 1 5-7 3 Höfrungur......3 0 0 3 3-16 0 D-riðill Efling-íþr.Neisti......1-1 Hofsósspiltarnir í Neista máttu þakka fyrir jafntefli gegn Eflingu frá Aðaldal sem voru mikið betri mestallan tímann. Vilhjálmur Sigurðsson kom Elfingu yfir fljót- lega og það var ekki fyrr en undir lok leiksins að Magnúsi Jóhanns- syni tókst að jafna fyrir Neistann. Æskan-Kormákur.........1.4 Þar með er Hvammstangaliðið efst í D-riðli en Æskan vermir botninn. Sigurinn var síst of stór en Kormákur mun betra lið. Bjarki Haraldsson gerði tvö og Grétar Eggertsson eitt af mörk- um Kormáks en liðin gerðu sitt- hvort sjálfsmarkið. Æskan mætir Neista á föstudaginn og þá má Æskan til með að vinna leik. UMSE b-HSÞb............2-6 Þingeyingarnir fengu mikilvæg stig þegar þeir sóttu Eyfirðinga heim á laugardaginn. Þeir eru nú aðeins einu stigi á eftir Kormáki en hafa betri markahlutfall. Þröstur Guðmundsson gerði bæði mörk Eyfirðinga en Róbert Agnarsson 2 og Ari Hallgríms- son, Einar Jónsson og Hinrik Bóasson eitt hver fyrir HSÞ b. Staðan Kormákur 5 3 0 2 10-7 9 HSÞb 5 2 2 1 13-9 8 Vaskur 3 2 0 1 4-4 6 UMSEb 4 2 0 2 7-9 6 Neisti 5 1 2 2 7-8 5 Efling 4 1 1 2 6-7 4 Æskan 4 1 1 2 7-10 4 E-riðill Leiknir F-Neisti Dj....4-0 Góð markatala skaut Leikni á topp E-riðiIs en þeir unnu Neista frá Djúpavogi nokkuð örugglega 4-0. Árnar Ingason, Ágúst Sig- urðsson, Helgi Ingason og Jó- hann Jóhannsson gerðu mörkin fyrir Fáskrúðsfirðinga. KSH-Austri E...........3-2 KSH var mun betri aðili í leiknum og náðu 3-0 forystu með mörkum Sveins Guðjónssonar, Jónasar Ólafssonar og Jóns Jón- assonar. Þá kom að þætti Bergs Stefánssonar sem gerði tvö mörk fyrir Austra og við það sat. KSH er nú jafnt Leikni að stigum en markatala KSH er aðeins lakari. Staðan Leiknir...........4 2 2 0 7-2 8 KSH...............4 2 2 0 8-6 8 ValurRf...........4 2 0 2 14-10 6 Höttur............4 1 1 2 6-10 4 NeistiDj........4 112 5-9 4 Austri............4 1 0 3 7-10 3 A-riðill Leiknir R-Njarðvík Njarðvík virðist á hraðri niður- leið og hafa ekki hlotið stig í mót- inu. Nú var það Leiknir sem ýtti þeim enn neðar á töflunni með öruggum sigri. Njarðvík náði þó að jafna 1-1 en síðan ekki söguna meir. Baldur Baldursson og Sæ- var Geir Gunnleifsson gerðu sitthvor tvö mörkin fyrir Leikni en Ólafur Gylfason gerði mark Suðurnesjamanna. Víkverji-ReynirS.......3-4 Þeim gengur hálfbrösulega að hala inn stig, Víkverjunum og eru aðeins um miðja töflu. Þeir sóttu mun meira gegn Reyni en höfðu ekki erindi sem erfiði því Sand- gerðingar beyttu skyndisóknum sem dugðu vel. Níels Guðmunds- son, Finnur Thorlacius og Jón Örn Guðbjartsson gerðu mörk Víkverja en Grétar Sigurbjörns- son tvö og Helgi Kárason og Ómar Jóhannsson sitthvort fyrir Reyni. Afturelding-Stjarnan ... 0-3 Stjaman klifrar hægt upp töfl- una og er í öðru sæti en þeir eiga næsta leik við Gróttu sem gæti sett strik í reikninginn. Þeir voru betra liðið í þessum leik og unnu sanngjamt. Gömlu stjörnurnar Sveinbjörn Hákonarson og Árni Sveinsson gerðu sitthvort markið og Ámi Sveinsson bætti enn einu við. 7 6 0 1 22-7 18 6 5 1 0 16-4 16 7 5 1 1 12-7 16 6 3 0 3 7-6 9 6 2 1 3 14-14 7 6 2 1 3 12-19 7 6 2 0 4 7-9 6 6 0 2 4 5-13 ' 2 6 0 0 6 3-19 0 Sta&an Grindavík.... Stjarnan..... Grótta....... ReynirS...... Víkverji..... Leiknir R.... ÍK........... Afturelding.. Njarðvík..... B-riðill Magni-Þróttur N.............2-2 Gestimir voru mun betri og slapp Magni með skrekkinn í vel þegnu jafntefli. Þróttur sótti án afláts og áttu skilið fleiri mörk en þau létu alveg standa á sér. Guð- bjartur Magnason gerði bæði mörk Þróttar en Tómas Karlsson og Þorsteinn Jónsson gerðu mörk Magna. Hvöt-Reynir Á ■■■■■■■■■■■■■■■ 1 -0 Ekki var nú mörgum mörkum fyrir að fara í þessum leik þegar Hvöt vann sinn fyrsta sigur í deildinni. Úrslitin vom þó sann- gjörn þegar á heildina er litið og Reynir trónir þó enn sem fyrr á toppnum, þrátt fyrir tapið. Það var Axel Rúnar Guðmundsson sem gerði eina mark leiksins. Seint verða þeir Hvatardrengir þekktir fyrir að vera mikið fyrir mörkin. Staðan ReynirÁ ...6 4 0 2 13-8 12 Þróttur N ...5 3 1 1 9-6 10 Dalvík ...5 2 2 1 9-10 8 Magni ...5 1 3 1 4-4 6 Hvöt ...6 1 3 2 2-3 6 Einherji ...4 1 2 1 8-3 5 Huginn ...6 1 2 3 8-18 5 Sindri ...5 1 1 3 8-9 4 Markahæstir 7 Níels Guðmundsson, Víkverja 7 Guðbjartur Magnason, Þrótti N. 6 Grétar Karlsson, Reyni Á. 6 Páll Björnsson, Grindavík 6 Árni Sveinsson, Stjörnunni. Gamla kempan Árni Sveinsson gerði eitt stjörnumark gegn Aftureld- ingu um helgina og raðar sér þar með hátt á töfluna yfir markhæstu menn í 3. deild. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 5. júlf 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.