Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.07.1988, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIP Sumardvöl á Laugarvatni Orlofsdvöl Alþýðubandalagsins á Laugarvatni í ár er vikuna 18.-24. júlí. Umsjónarmenn í sumar verða þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Karlsdóttir. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir 12 ára og eldri kl. 12.000,- Fyrir 6-11 ára kr. 8.000.- Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2.000.- Enn eru nokkur pláss laus í þessa vinsælu orlofsviku og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig strax á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Alþýðubandalagið Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send út til flokksmanna. Eru allir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Grímseyjarför Alþýöubandalagsins á Norðurlandi eystra í ár verður sumarhátíðin haldin í Grímsey dagana 8.-10. júlí. Gist verður í tjöldum við Félagsheimili Grímseyinga. Samið hefur verið við Flugfélag Norðurlands um fargjöld og fjölskylduaf- slátt. Stjórn kjördæmisráðs og formenn Alþýðubandalagsfélaga veita nánari upplýsingar og taka á móti þátttökutilkynningum. Nauðsynlegt er að láta skrá sig sem fyrst. Stjórn kjördæmisráðs Austurland Sumarferð í Jökuldalsheiði 9. júlí Laugardaginn 9. júlí gengst Alþýðubandalagið á Austurlandi fyrir skemmtiferð um Jökuldal, Hrafnkelsdal og Jökuldalsheiði. Farið verður í rútum frá Egilsstöðum (söluskála KHB) kl. 9.00 að morgni og komið aftur um kvöldið. Fargjald er kr. 900.-. Feröir verða frá fjörðunum til Egilsstaða eftir þátttöku og aðstæðum. Skoðuð verðurnáttúraog rakin byggðasaga í leiðinni. Meðal annarsverður litið við á fornbýlum í Hrafnkelsdal og á eyðibýlum í Jökuldalsheiði. í hópi leiðsögumanna verður Páll Pálsson frá Aðalbóli. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Hér er einstakt tækifæri að kynnast þessum slóðum í fylgd með staðkunn- ugum. Ferðin er auðveld fyrir fólk á öllum aldri og allir velkomnir. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig sem fyrst hjá Ferða- miðstöð Austurlands á Egilsstöðum, sími 12000. Alþýðubandalagið - kjördæmisráð Christophe, Hávarður, Daníel og Birgir. Tónleikar Kvartett í Norræna húsinu í kvöld kl. 20:30 ætlar Fransk/ íslenski kvartettinn að halda tón- leika í Norræna húsinu. Efnisskráin er óvenju fjöl- breytt, því þar er bæði að finna klassísk einleiksverk eftir J. S. Bach, Henry Eccles, P.A. Genin og jass-svítu eftir franska tón- skáldið og jassistann Claude Bol- ling. Þeir sem skipa kvartettinn eru: Daníel Þorsteinsson píanó, Christophe Brandon flauta, Há- varður Tryggvason kontrabassi og Birgir Baldursson trommur. Kórsöngur Kór frá Hamborg Nú er staddur hér á landi kór- inn Wokalensemble Hamburg. Kórinn, sem er með þekktari kór- um frá norðurhluta V-Þýska- lands, kom hingað til landsáveg- um söngmálastjóra Þjóðkirkj- unnar. Kórinn syngur í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði í kvöld, í Þor- lákskirkju á Þorlákshöfn annað kvöld, og í Landakirkju í Vest- mannaeyjum á fimmtudags- kvöldið, og hefjast þeir tónleikar allir kl. 20:30. Síðdegis á laugar- daginn heldur kórinn útitónleika í Þórsmörk, en á sunnudaginn syngur hann við messur í Selfoss- kirkju kl. 10:30 og í Skálholts- kirkju kl. 17:00. Í|gl Umsóknir um leyfi §3, til útflutnings ' á óunnum fiski í júlí og september 1988 Vegna hættu á offramboöi á óunnum fiski á er- lendum mörkuöum yfir sumarmánuöina er óhjá- kvæmilegt aö koma skipulagi á útflutninginn á þessu tímabili. Þeir sem hyggjast flytja út óunnin þorsk eöa ýsu á tímabilinu 10. júlí til 30. septemb- er með öðru flutningsfari en því skipi sem aflann veiddi þurfa fyrir 7. júlí aö senda utanríkisráðu- neytinu umsókn um leyfi til þess útflutnings. í umsókninni komi fram hversu mikið magn af framangreindum tegundum er ætlunin að flytja út og hvernig æskilegast er aö þaö dreifist yfir tíma- bilið. Fram þarf að koma úr hvaöa fiskiskipi eða skipum aflinn er. Reynist þaö magn sem sótt er um útflutning á meira en markaöirnir þola að mati ráðuneytisins mun gripiö til takmarkana á veitingu leyfanna. Stefnt er aö því að vikulega útflutt magn af óunnum þorski og ýsu fari ekki yfir 600 tonn. Reynist óhjákvæmilegt að grípa til takmarkana varöandi leyfi til útflutnings á óunnum fiski verða þau veitt samkvæmt eftirfarandi reglum: Leyfin veröa eingöngu veitt til útflutnings á þorski og ýsu af fiskiskipum sem veiddu þærtegundirtil útflutn- ings í gámum á sama tímabili árið 1987. Leyfin verða bundin viö tiltekið hlutfall af þeim afla sem fluttur var út á sama tímabili í fyrra. Nauðsynlegt er að útflutningurinnjafnistsem best yfir tímabilið og munu ákvæði þar að lútandi verða í útflutn- ingsleyfum. Útflutningur í vikunni 3.-9. júlí mun koma til frádráttar því magni sem kemur í hlut einstakra útflytjenda á öllu tímabilinu samkvæmt ofangreindum reglum. Dregið verður með hlið- stæðum hætti úr útflutningi á óunnum fiski sem fiskiskip sigla með en skipulag þess útflutnings verður engu að síður með sama hætti og verið hefur. Utanríkisráðuneytið, 1. júlí 1988 Stórhœkkaóir Dæmi SAMVINNUBANKI fSLANDS HF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.