Þjóðviljinn - 22.07.1988, Side 11

Þjóðviljinn - 22.07.1988, Side 11
IÞROTTIR Mjólkurbikarkeppnin Lánlausir FH-ingar Víkingar komnir í 4-liða úrslit eftir heppnissigur á 2. deildar- liði FH Það var ótrúlegt hvað FH- ingar voru óheppnir fyrir framan mark Víkinga þegar liðin áttust við á Kaplakrikavelli í Hafnafirði í gær. FH-ingarnir óðu í mark- Um helgina Fótbolti Karlar: Föstudagur: 2.d. kl. 20.00 Selfoss-ÍR 2.d. kl. 20.00 Tindastóll-KS 2.d. kl. 20.00 Fylkir-Víðir 2. d. kl. 20.00 Þróttur-ÍBV 3. d.A kl. 20.00 Reynir S.-Njarðvík 3.d.A kl. 20.00 Grindavík-Afturelding 3.d.B kl. 20.00 UMFS Dalvík-Magni 3. d.B kl. 20.00 Sindri-Einherji 4. d.A kl. 20.00 Flaukar-Augnablik Laugardagur: 3.d.A kl. 14.00 3.d.A kl. 14.00 3.d.B kl. 14.00 3. d.B kl. 14.00 4. d.A kl. 17.00 4.d.B kl. 14.00 4.d.B kl. 14.00 4.d.B kl. 14.00 4.d.C kl. 14.00 4.d.D kl. 14.00 4.d.D kl. 14.00 4.d.D kl. 14.00 4.d.E kl. 14.00 4.d.E kl. 14.00 4.d.E kl. 14.00 Víkverji-Grótta ÍK-Stjaman Hvöt-Fluginn Reynir Á.-Þróttur N. Skotfélag R.-Snæfell Hvatberar-Ármann Hvaragerði-Hafnir Víkingur Ól.-Léttir Geislinn-BÍ Æskan-Efling UMSE b-Vaskur HSÞ b-iþr.Neisti Leiknir F.-KSH Neisti D.-Höttur Austri-Valur Rf. Sunnudagur: 1.d. kl. 17.00 Valur-Leiftur 1 .d. kl. 20.00 ÍA-Völsungur 1.d. kl. 20.00 KA-Víkingur 1 .d. kl. 20.00 Fram-Þór 4.d.A kl. 14.00 Árvakur-Ægir 4.d.B kl. 16.00 Fyrirtak-Skallagrímur Mánudagur: 1.d. kl. 20.00 KR-ÍBK Konur: Föstudagur: 1.d. kl. 20.00 ÍBK-Stjarnan 1 .d. kl. 20.00 Fram-KR Laugardagur: 1. d. kl. 14.00 ÍA-KA 2. d. kl. 16.00 Þór A.-Selfoss 2.d. kl. 14.00 FH-KS Sunnudagur: 2.d. kl. 14.00 UBK-KS Handbolti íslenska landsliðið leikurtvo lands- leiki gegn Vestur-Þjóðverjum á sunnudágs- og mánudagskvöld. Lið- ið lék tvo leiki nú fyrir skömmu og vann þýska liðið annan og jafntefli varð í hinum. íslendingar eiga því harma að hefna en nánar verður fjall- að um leikina í blaðinu á morgun. Golf Landsmót golfleikara hefst á mán- udag og verður fram eftir vikunni. Sjá nánar annars staðar á síðunni. Ogþettalíka... Barcelona ætlar einnig að losa sig við Skotann Steve Archibald en hann hefur verið til vandræða hjá félaginu að undan- förnu. Archibald kostaði 900 þúsund sterlingspund á sínum tíma eða 71 milljón íslenskar á núvirði en það verður eflaust erfitt fyrir forráðamenn Börsunga að fá slíkt verð fyrir hann. „Hann passar ekki inn í skipulag (jjálfarans (Johann Cruyff), “ sagði Ramon Martinez við fréttamenn. Arc- hibald hefur heldur aldrei passað inn i lið Barcelona og var nú í vor lánsmað- ur hjá 2. deildarliðinu Blackburn. tækifærum en klúðruðu þeim á furðulegan hátt ellegar Guð- mundur Hreiðarsson bjargaði hvað eftir annað. Víkingum tókst að koma knettinum tvisvar sinn- um í net FH-inga og sigruðu þá nokkuð óverðskuldað. Víkingar áttu svo sem einnig færi í leiknum en varla eins mörg og heimamenn. Það var Andri Marteinsson sem náði forystu fyrir Hæðagarðsliðið á 34. mín- útu leiksins. f síðari hálfleik kom- ust FH-ingar síðan enn meira inn í leikinn og jöfnunarmark þeirra lá í loftinu allan tímann. Nema hvað, Víkingum tókst að bæta öðru marki við á 72. mín- útu og verður það mark að skrif- ast á Halidór markvörð sem átti annars ágætan leik. Andri gaf þá langa sendingu inn fyrir vörn FH- inga og Atli Einarsson elti bolt- ann af miklum móð. Halldór kom út úr vítateignum og virtist hafa þetta í hendi sér en hikaði örlítið og Atli stal boltanum. Eftir- leikurinn var síðan mjög auðveldur þar sem markið var tómt. Við þetta misstu FH-ingar bar- áttuna aðeins niður og Víkings- sigur var því í höfn. Þeir eru þá komnir í 4-liða úrslit ásamt Leiftri, Val og ÍBK. -þóm Fótbolti Handbolti Meistaraflokkur IA lagður niður Stúlknalandslið fslands lagði í gær upp í keppnisferð til Dan- merkur og Færeyja og kemur lið- ið aftur heim 4. ágúst. Liðið tekur þátt í Dana Cup í Danmörku 25.- 30. júlí og heldur síðan til Fær- eyja og leikur einn leik við heimamenn. Hópurinn í ferðinni er skipaður eftirtöldum stúlkum: Markveröir: Steindóra Steinsdóttir, ÍA Sigríður F. Pálsdóttir, KR Aðrlr leikmenn: Auður Skúladóttir, Stjörnunni Amdís Ólafsdóttir, KA Ásta Haraldsdóttir, KR Bergþóra Laxdal, FH Elín Davíðsdóttir, lA Eydís Marinósdóttir, KA Guðlaug Jónsdóttir, KR Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR Guðrún Ásgeirsdóttir, Stjörnunni Hildur Símonardóttir, KA Kristrún Daðadóttir, UBK Kristrún Heimisdóttir, KR Margrét Ákadóttir, ÍA Sara Haraldsdóttir, UBK Þjálfari: Aðalsteinn ömólfsson. -þóm Sjötti flokkur ífyrsta skipti hjá félaginu Frjálsar Atta til Seoul Búið að velja Ólympíuhópinn Handknattleiksdeild ÍA hefur ákveðið að leggja niður meistara- flokk liðsins en reyna þess í stað að byggja liðið upp frá grunni í yngri flokkunum. Stóð deildin mjög höllum fæti síðastliðinn vet- ur og á hún mifljóna skuld á baki sér. Að sögn Óla Páls Engilberts- sonar, formanns deildarinnar, munaði minnstu að deildin hefði verið lögð niður í vor vegna al- menns áhugaleysis aðstandenda en fallið var frá því á síðustu stundu. Þess í stað verður meistaraflokkurinn lagður niður í 2-4 ár en kraftarnir notaðir í upp- byggingarstarf þess í stað. Sem dæmi er nú 6. flokkur starfræktur hjá félaginu en þetta er í fyrsta skipti sem flokkurinn er á Skag-' anum. Stjórn handknattleiksdeildar ÍA lítur björtum augum á fram- tíðina og er mikill hugur í mönnum. Rekstrargrundvöllur er góður hjá deildinni og nú er fullskipuð fimm manna stjórn, nokkuð sem hefur ekki tíðkast lengi. -þóm Golf Nú fyrir helgina var valinn átta manna keppnishópur sem fer á Ólympíuleikana í Seoul í haust. Hópurinn er skipaður eftirtöld- um aðilum: Eggert Bogason.........kringlukast EinarVilhjálmsson .......spjótkast Helga Halldórsdóttir..400m.grind íris Grönfeldt..........spjótkast PéturGuðmundsson.........kúluvarp Ragnhildur Ólafsdóttir 3000 m. og 10000 m. Sigurður Einarsson ......spjótkast Vésteinn Hafsteinsson ... kringlukast Þjálfari er Guðmundur Karlsson iandsliðsþjálfari og aðalfarar- stjóri verður Jón M. ívarsson. Þá má einnig geta þess að nú á næstunni fer fram heimsmeist- aramót unglinga í Sudbury í Kan- ada. Á mótið fara þau Jón Arnar Magnússon, nýbakaður norður- landameistari í tugþraut, og Sús- anna Helgadóttir, sem tekur þátt í 100 m. hlaupi og langstökki. Fararstjóri verður Kjartan Guð- jónsson. -þóm Alvarieg sjúkdómseinkeraii Þegar nýbúið var að setja hið fullkomna úðunarkerfi í golfvell- ina í Grafarvogi kunnu menn ekki almennilega á stjórntækin, til dæmis ekki hvernig átti að Golf Landsmót í næstu viku Atvinnugolfarar með sýningarkeppni Golfmenn halda sitt 47. lands- mót dagana 25.-30. júlí og fer mótið fram á Golfvellinum í Graf- arvogi og má segja að þá fari fram þjóðhátið golfmanna. Keppendur verða líklega um þrjú hundruð talsins frá klúbbum víðsvegar af landinu en leikið er í meistaraflokki karla og kvenna og 1., 2., og 3. flokki karla og kvenna. Mánudag kl.8.00: 2. flokkur karla, 2. flokkur kvenna og 3. flokkur karla. Þri&judagur kl.8.00: 3. flokkur karla, 2. flokkur kvenna og 2. flokkur karla Mlövlkudagur kl.7.00: 2. flokkur karla, 2. flokkur kvenna, 3. flokk- ur karla, Melstaraflokkur karla og kvenna, 1. flokkur karla og kvenna. Flmmtudagur kl.7.00 1 .flokkur karla og kvenna, Meistaraflokkur karla og kvenna, 3. flokkur karla og kvenna og 2. flokkur karla. Föstudagur kl.8.00 Meistaraflokkur karta og kvenna og 1. flokkur karla og kvenna. Laugardagur kl.8.00 1. flokkur karla og kvenna og Meistara- flokkur karla og kvenna. Keppni lýkur lík- lega um klukkan 18.00. Um kvöldið klukk- an 21.00 veröa mótslit og verðlaunaaf- hending. Ræst verður í hópum og fara fyrsttöldu flokkamir fyrst af stað og síðan koll af kolli. En 24 em í hverjum hóp. í mótsstjórn er Eyjólfur Jóns- son mótsstjóri en Konráð R. Bjamason, Hannes Guðmunds- son, Svan Friðgeirsson og Björg- úlfur Lúðvíksson í stjórnmni og starfsmenn mótsins verða um 70 talsins. Aðaldómari mótsins er Þorsteinn Sv. Stefánsson. Bú- ist er við mikilli baráttu í öllum flokkum en mjög létt fyrir áhorf- endur að fylgjast með keppninni. Aðeins þeir sem em með 20 í for- gjöf fá að taka þátt í mótinu og á þriðja degi verður fjöldi þátttak- enda í hverjum flokki takmark- aður við 24. sæti en þeir sem eru minna en 10 höggum á eftir fyrsta manni fá að leika áfram. Allir atvinnukylfingar landsins munu taka þátt í sýningarkeppni á svæðinu sem er í tengslum við landsmótið og þar gefst fólki kostur á að sjá atvinnumenn að verki. -ste stilla klukkuna sem setti allt kerf- ið í gang. Einn af starfsmönnum klúbbs- ins hugðist stilla klukkuna þannig að úðunarstútarnir kæmu upp á þeim tíma sólarhrings þegar eng- inn væri að spila golf. Honum tókst ekki betur til en svo að kerf- ið fór allt í gang þegar keppendur í öldungamóti vom að ljúka hringum inni á flötinni eða eins og slæmir íslenskumenn myndu segja „pútta inni á gríni“. Sem von var brá öldungunum mikið í brún þegar upp úr jörð- inni komu stútar og fóru að úða yfir þá vatni svo að þeir tóku á rás af flötinni í ömgga fjarlægð fyrir vatnsgangnum og störðu á undr- ið. Þeir skildu golfkúlurnar eftir í fiýtinum og eftir nokkrar mínútur fór að koma í þá fiðringur við að sjá kúlurnar í þessu fína púttfæri. Að lokum stóðust þeir ekki mátið og þar sem stútarnir fóm í hringi sættu þeir lagi þegar bunan var farin framhjá, hlupu inná teig og klámðu holuna í nokkmm atr- ennum, ekki mikið blautir. Kunnugir myndu líklega segja að þama sé á ferðinni alvarleg sjúkdómseinkenni golfbakterí- unnar en viðurkenndu um leið að þeir kunna enginn ráð við þessari bakteríu. Föstudagur 22. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.